Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.10.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 *----------------------------- FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ KENSINGTON BOOKS MEÐ NYJA ÁSTARSÖGUSERÍU Tvöfalt tungumál ástarinnar Forvitnilegar bækur Gilbert Adair Blindi snilling- urinn enn á ferð A Closed Book. Höf.: Gilbert Adair. títg.: Faber and Faber, 1999. Bókin er 258 blaðsíður, fæst í Bóksölu stúdenta og kostar 1.984 krónur. SKÁLDSAGAN A Closed Book . hefst á því að huldumaðurinn John '^Ryder svarar auglýsingu þar sem rithöfundurinn Paul óskar eftir manni til að aðstoða sig við að skrifa ævisögu sína. Paul þessi er þekktur verðlaunahöfundur og þykir mikill hugsuður en blindur með afskræmt andlit eftir bflslys. í fjögur ár hefur hann lokað sig inni á heimili sínu en telur sig nú tilbúinn til að takast á við lífið á ný. Paul ræður John til að skrifa með sér bókina. John ýmist slær inn á tölvu það sem Paul þylur upp úr sér eða skoðar staði og listaverk eftir pöntunum blinda snillingsins og lýsir þeim svo fyrir honum. Þeir verða vinir, bókin mjakast áfram og allt gengur vel. En einn daginn fer \Paul að gruna að John Ryder sé hugsanlega ekki allur þar sem hann er séður. Og það reynist rétt. Sagan er sögð út frá sjónarhorni blindingjans Paul og engar lýsing- ar eru í henni aðrar en þær sem koma fram í samtölum. Því minnir hún stundum frekar á útvarpsleik- rit en skáldsögu, þá svona enskt út- varpsleikrit þar sem sérstök áhersla er lögð á marr í gólfum og ískur í hjörum. Þótt bókin sé klisj- ukennd geymir hún líka mikið af skemmtilegum hugleiðingum eins og til dæmis um hræsnina í sorgar- viðbrögðum heimsins við dauða Díönu og annarra frægra einstakl- inga. Helsti galli sögunnar er hins- 4vegar blindi „snillingurinn" Paul sem á að hafa unnið Booker- og Whitbread-verðlaunin og hlotið fjölda annarra viðurkenninga fyrir bækur sínar. Það er eitthvað leiðin- lega snobbað við þessa persónu og höfundurinn nær aldrei að sann- færa mann um snilld hennar. Því er hálfgert tómahljóð í öllu medalíug- lamrinu sem fylgir henni. Þegar bókin gerist best minnir hún á smásöguna The Tell-Tale Heart eftir Edgar Allan Poe sem fjallar um svipað efni. A kápu er reyndar talað um að hún minni á >Poe, Stephen King og Agöthu Christie en það verður að teljast ýkjur og segir meirsa um kok- hreystina í markaðsdeild útgáfu- fyrirtækisins en sjálfa bókina. Höf- undurinn Gilbert Adair hefur áður skrifað fjórar skáldsögur og ýmsar fræðibækur - en hvorki hlotið Booker- né Whitbread-verðlaunin. Huldar Breiðfjörð. „VIKTOR losaði sig úr faðmlagi hennar, leit upp og horfði í augu hennar. An þess að nokkurt orð væri látið falla vissi Connie ná- kvæmlega hvað hann vildi. Kannski vildi hún það líka. „Acariciame, Connie. Por favour, antes de que me vuelva Ioco.“ (Snertu mig Connie, áður en ég missi stjórn á mér).“ Victor og Connie eru aðalpers- ónurnar í einni bók nýrrar seríu ástarsagna sem hefur ástar- sambönd latneskra elskenda að yrkisefni. títgáfufyrirtækið Kensington Books hefur þegar markaðssett ástarsögur sem skarta afrísk-amerískum elsk- endum í aðalhlutverki með góð- um árangri og á næstunni er væntanleg sería þar sem asísk- amerískir elskendur fá að njót- ast, ef nýja serían með suðrænu elskendunum gengur vel. Fyrstu sögurnar komu út hjá fyrirtæk- inu í ágúst og er ráðgert að gefa út tvær bækur mánaðarlega. Latneskt æði í Bandarfkjunum Salsa-tónlist, leikarar og suð- rænir elskendur með latneskt blóð í æðum eru vinsælli en nokkru sinni fyrr og fyrirtækið veðjar á að nýju ástarsögurnar muni njóta mikilla vinsælda. Það að spænsku og ensku er blandað saman í bókunum er einnig talið líklegt til vinsælda í Banda- ríkjunum enda eru um 31 milljón Bandaríkjamanna af latnesku bergi brotin. I bókinni „Para Siempre“ eða Núna og alltaf, fara heitar ástarsamræður fram á báðum tungumálunum en auk ástarhjalsins er skotið inn köflum um konnnúnistastjórn Kastró á Kúbu og meðferð bandaríska innflytjendaeftirlitsins á kúbsk- um innflytjendum. Salsastemmningin litar öll samskipti þessarar suðrænu sögu af strák sem hittir stelpu í nýju ástarsöguseríu Kensington Books, sem er næststærsta út- gáfufyrirtæki heimsins sem sér- hæíir sig í ástarsögumarkaðin- um. Nýja bókaserían kallast Encanto-sögurnar, eða Hrifning- ar-sögurnar og eru sögurnar skrifaðar af spænskættuðum rit- höfundum búsettum í Banda- ríkjunum og er í einni og sömu bókinni bæði ensk og spænsk út- gáfa af gangi ástarmála. Ástarsögurnar með afrísk- amerískum söguhetjum í aðal- hlutverki rokseldust og seldi Kensington Books nýlega út- gáfurétt þeirra sagna fyrir 11 milljónir dollara. Með þær vin- sældir í huga er ekki spurning í huga útgefenda um annað en að nýja Hrifningarserían renni út eins og bráðið smjör. „Vissulega eru þetta fantasíur og einmitt þess vegna verður það mjög mikilvægt að lesendur geti samsamað sig söguhetjunum og upplifað með þeim hamingjurík- an endi. Þau skilyrði verða ekki uppfyllt nema söguhetjurnar séu fjölbreyttari hópur en verið hef- ur til þessa. Það er auðveldara að samsama sig persónum sem hafa sama menningarbakgrunn og þú sjálfur, segir ritstjóri seríunnar, Diane Stockwell, í samtali við Reuter-fréttastofuna.“ Varnaðarorð mömmu Þegar bókin um Victor og Connie er skoðuð kemur í ljós að þau drekka ekki martini heldur mjólkurhristinga blandaða suð- rænum ávöxtum, dansa tryllt undir dynjandi salsa-tónlistinni og tala um stjórnmál og reynslu sína af því að flytjast til Banda- ríkjanna. Connie og Victor eru bæði kúbskir innflytjendur í Bandaríkjunum og ekki er loku fyrir það skotið að kommúnist- astjórn Kastró fái heldur létta gagnrýni þótt einnig séu erfið- leikarnir við landflutningana tíundaðir. Annað sem vekur athygli við bókina er hversu fjölskyldan spil- ar miklu stærra hlutverk í sög- unni en vanalegt er með sams konar bókmenntir þar sem mark- hópurinn er með ljósara hörund. Mamma Connie er til dæmis fyr- irferðarmikil persóna í bókinni og hún skammar dóttur sína fyr- ir að vilja flytjast að heiman og varar hana stöðugt við ástleitni Victors. Connie berst við að samræma strangt uppeldi sitt við heita ást- arleikina með Viktori, kærastan- um sem hún hefur ekki lofast frammi fyrir guði og mönnum. „Ógiftar konur hafa sofíð hjá karlmönnum í gegnum áranna rás og dvalið næturlangt heima hjá kærustum sinum. Það er nú einu sinni runninn upp tiundi áratugurinn,“ segir Connie við sjálfa sig í bókinni til að réttlæta samskiptin við Victor. Ef Connie er borin saman við suðrænar kynsystur sínar í spænskumælandi sápuóperum sést að hún er bæði sterkari pers- óna og ákveðnari en þær, enda telur útgáfan að þannig kven- heljur séu líklegri til vinsælda í dag hjá bandarískum konum með latneskt blóð í æðum. „Ég gat sett mig í spor persónanna og þekki ólík viðhorf Connie og mömmu hennar og ömmu,“ segir Laura Flores eftir lestur Núna og alltaf, en Laura er af þriðju kyns- lóð mexíkóskra innflytjenda í Bandaríkjunum. En sumir hlutir breytast aldrei í þessar bókmenn- tagrein þótt aðalhetjumar séu af öðrum kynþáttum, því auðvitað endar sagan á því að Connie og Victor ganga upp að altarinu og sveija sig þar í hefð hefðbund- inna rómantískra ástarsagna. Geysistór markaður Sú staðreynd að spænskættuð- um Bandaríkjamönnum fer sífellt ljölgandi og að þeir eru nú stærsti kynþáttahópurinn í land- inu gerir þessa útgáfu Kensing- ton Books mjög vænlega til ár- angurs enda markhópurinn stór. Og gamla formúlan um róman- tík, ástríður og haminguríkar Iyktir hefur alltaf átt upp á pall- borðið hjá þeim 41 milljón ábang- enda rómantískra ástarsagna í Bandaríkjunum. Hinn almenni lesandi þessara sagna getur auð- veldlega lesið tvær bækur á viku. „Þetta er mjög virkur lesendahóp- ur, því um leið og einni bók er lokið er tekið til við þá næstu,“ segir Char- is McEachem, tals- maður sambands ástarsagnahöfunda í Bandaríkjunum. Það mun vera mikið rétt því ástarsögu- iðnaðurinn í Banda- ríkjumnn veltir nú um einum milljarði bandaríkjadollara á ári hveiju. Forvitnilegar bækur Ljóð um sushi „Haiku People - Big and Small in Poems and Prints", Stephen Addiss ásamt Fumiko og Akira Yamamoto. Weaþerhill, New York, 1998. 0.50 hjá netbókum Amazon.com. ÞAÐ treysta sér kannski ekki allir til að bragða hráan sushi-fisk- inn, en öllum ætti að vera óhætt af smávegis skammti af japönskum ljóðum. Þau eru líka svo aðgengi- leg, stutt og snaggaraleg og þannig freistandi biti - jafnvel fyrir ljóð- skelfda. Eitt þriggja línu ljóð á dag er líka ágætt til að vökva hugann. Hækurnar, japönsku ljóðin, eru fínasta næring. Ljóðformið sjálft er svo innilegt og fallegt í einfaldleika sínum. Merking ljóðanna getur þó verið margslungin og það gerir lesturinn svo magnaðan. Það er merkilegt hve mikla gleði eða djúpa sorg er hægt að tjá í aðeins þremur ljóðlínum. Orðfæðin í hækunum gerir ein- mitt ljóðmál þeirra svo ríkt. Mikið er skilið eftir handa ímyndunarafli lesandans - hér eru engin skýr svör. Ljóðin er hægt að túlka á svo marga vegu og það hleypir les- andanum inn í sjálft ljóðið - hann þarf í raun að bæta við ljóðið frá sjálfum sér. Við það myndast sterk tenging við ljóðskáldið í huga les- andans og lesturinn verður að vissu leyti endursköpun. Ljóðin voru samin á japönsku. Það setur að sjálfsögðu strik í reikninginn. Þýðandinn þarf að hafa vit i kollinum og hér hefur ágætlega tekist til við að færa okk- ur ljóðin. Góður formáli kynnir okkur þá ábyrgð sem þýðingu fylg- ir. Ljóðin eru að auki prentuð á jap- önsku í bókinni til hliðsjónar og eykur það á sjónræna ánægju og skilning lesandans. Þetta er falleg bók; lítill gim- steinn. Ljóðin eru líkt og pínulitlir konfektmolar - svipaðir á yfirborð- inu en bragðið af hverjum og einum svo ólíkt. Konfektkassinn sjálfur er líka augnayndi. Bókin er sérlega skemmtilega sett upp, með mynd- skreytingum sem gæða ljóðin lífi. Mannfólkið og þess einfalda sýsl eru miðpunktur hvers litla ljóðs. Þannig lesum við ljóð um ást - og ljóð um sushi. Silja Björk Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.