Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ovissuferð
endaði með
strandi
FARÞEGABÁTINN Náttfara frá
Húsavík tók niðri á Pollinum á
Akureyri í gærkvöld. Um borð
voru 35 farþegar í skemmtisigl-
ingu, þar á meðal Halldór Blön-
dal, forseti Alþingis. Var þeim
engin hætta búin, að sögn skip-
stjórans. Halldór sagði í samtali
við Morgunblaðið að þetta
strand hefði ekki verið nokkur
skapaður hlutur.
„Þetta varð að óvissuferð,“
sagði Hörður Sigurbjarnarson,
skipstjóri á Náttfara, í gær-
kvöld. Hann gerir Náttfara út til
skemmtisiglinga á Eyjafirði í
vetur. Vegna veðurs var að
þessu sinni dólað á Pollinum.
Skipið fór of sunnarlega og tók
niðri á Leirunum. Hafnsögubát-
urinn Sleipnir var fenginn til að
kippa í Náttfara og tafðist sigl-
ingin aðeins um hálftíma. Hörð-
ur sagði að gestirnir hefðu hald-
ið áfram að borða og skemmta
sér og hent gaman að þessari
uppákomu enda hefði engin
hætta verið á ferðum.
Nokkrir farþeganna áttu bók-
að flug til Reykjavíkur en þeir
misstu af vélinni vegna strands-
ins.
Morgunblaðið/Einar Már Guðmundsson
Farþegar Náttfara bíða eftir komu dráttarbátsins Sleipnis.
Hæstiréttur heimilar að ÍR verði látið fjarlægja hús sitt á Tungötu
Kaþólska kirkjan hyggst byggja
íþróttahús á lóðinni næsta sumar
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 15. september sl. þess efnis að
kaþólska biskupsdæminu á íslandi
væri heimilt að fá með beinni að-
fararaðgerð íþróttafélag Reykja-
víkur (IR) borið út með íþróttahús
sitt af lóð við Túngötu. Að sögn
Haraldar Blöndal hrl., talsmanns
kaþólska biskupsdæmisins, er
stefnt að því að hefja framkvæmdir
við byggingu nýs íþróttahúss á lóð-
inni við Túngötu næsta sumar.
„Það verður ekki lagt af stað á
morgun með jarðýtur," sagði Har-
aldur. „Næsta skref er að semja
við ÍR-inga og athuga hvort við ná-
um ekki fram friðsamlegri lausn í
málinu, nú þegar þetta ágreinings-
efni er frá.“
Þorbergur Halldórsson, formað-
ur IR, sagði að þar á bæ hefðu
menn lítið velt fyrir sér framhald-
inu.
„Við hlítum að sjálfsögðu hæsta-
réttardómi," sagði Þorbergur. „Við
kærðum dómsniðurstöðu Héraðs-
dóms til þess að komast að því hver
væri réttarstaða okkar í málinu en
það var aldrei meining okkar að
traðka á eða koma í veg fyrir fram-
kvæmdir kaþólska safnaðarins
enda höfum við alltaf haft mjög góð
samskipti við hann.“
Hús með mikla sögu
„Það sem liggur íyrir næst er að
athuga hvemig staðið verður að
flutningi eða niðurrifi hússins.
Okkur þætti það reyndar ákaflega
súrt ef húsið yrði rifið því það er
fullt af sögu og hefur að geyma
margar minningur úr íþróttasögu
Reykjavíkur. Síðan má heldur ekki
gleyma því að þetta er fyrsta kaþ-
ólska kirkjan sem reist er eftir
siðaskiptin.“
Kaþólska biskupsdæmið leigði
ÍR lóð undir íþróttahús árið 1930.
Rann leigusamningurinn út árið
1964 og bar félaginu samkvæmt
honum að fara með hús sitt af lóð-
inni nema leigusamningurinn yrði
framlengdur. Ekki var gerður nýr
leigusamningur, en hús IR var
áfram á lóðinni. I máhnu krafðist
kaþólska biskupsdæmið heimildar
til að fá ÍR borið út af lóðinni með
íþróttahúsið.
Talið var með vísan til laga nr.
46 frá árinu 1905 að ÍR hefði ekki
unnið eignarrétt á lóðinni fyrir
hefð, þar sem félagið hefði viður-
kennt, eftir að leigusamningur
rann út, að það nyti einungis af-
notaréttar af lóðinni. Þá féllst dóm-
urinn ekki á sjónarmið IR um að
uppsagnarfrestur til að fara á brott
með húsið hefði verið of skammur,
en félaginu var sagt upp afnotum
af lóðinni 30. mars í fyrra. Dómur-
inn féllst heldur ekki á að brottnám
hússins bryti í bága við þjóðminja-
lög.
150 milljóna króna tap hjá Loðskinni hf. á Sauðárkróki
Óskað gjaldþrotaskipta
STJÓRN Loðskinns hf. á Sauðár-
króki óskaði í gær eftir gjaldþrota-
skiptum fyrir félagið. Samanlagður
halli af rekstri fyrirtækisins síðustu
tvö rekstrarár nemur hátt í 300 millj-
ónum kr., meðal annars vegna niður-
færslu birgða vegna verðlækkunar.
Loðskinn hf. rekur sútunarverk-
smiðju á Sauðárkróki og þar voru um
80 starfsmenn í byijun síðasta árs.
Félagið hefur átt í miklum rekstrar-
erfiðleikum. Þannig tapaði það 140
milljónum kr. á árinu 1997, þar af
voru 90 milljónir vegna niðurfærslu á
birgðum. Á síðasta ári var hlutafé fé-
lagsins fært niður um 90% til að
mæta tapinu og sveitarfélagið Skaga-
fjörður, Búnaðai’bankinn, íslenska
umboðssalan hf., Kaupfélag Skag-
firðinga og aðrir smærri aðilar lögðu
fram 130 milljóna króna nýtt hlutafé.
Áframhaldandi erfiðleikar
Erfiðleikar skinnaiðnaðarins hafa
haldið áfram, ekki ræst úr með sölu
og verð haldist lágt. Tap síðasta árs
nam um 150 milljónum kr. og þar af
voru um 100 milJjónir kr. vegna nið-
urfærslu birgða. Að sögn Bjarna R.
Brynjólfssonar, formanns stjómar,
hefur reksturinn verið dreginn sam-
an á undanfömum mánuðum enda
fyrirtækið verið rekið með beinum
framlögum sveitarfélagsins og Bún-
aðarbankans. Starfsmenn era nú
átta og vinna eingöngu við að taka á
móti og salta gærur. Ekki hefur
tekist að finna leiðir til að halda
rekstrinum áfram og ákvað stjórnin
að óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Ekki hafði Bjarni handbærar töl-
ur um skuldir fyrirtækisins.
Margir
halda til
rjúpna-
veiða í dag
RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ
hefst í dag. Mikið hefur verið
að gera hjá veiðistjóraembætt-
inu undanfarna daga við útgáfu
veiðikorta og býst veiðistjóri
við að margir haldi til rjúpna í
dag og um helgina.
Aki Armann Jónsson veiði-
stjóri segir að niðursveifla sé
hafin í ijúpnastofninum. Rjúp-
um fækkar norðanlands og
sunnanlands annað árið í niður-
sveiflunni. Hins vegar fjölgar
ijúpu heldur austanlands.
Sveiflumar ganga venjulega yf-
ir á tíu áram og miðað við fyrri
reynslu ætti stofninn að vera
kominn í lágmark árið 2003 en
eftir það yrðu nokkur góð
íjúpnaár.
5.200 rjúpnaskyttur
Um 16 þúsund menn fá út-
gefið veiðikort og þar af skila
um 5.200 skýrslum um veiðar á
rjúpu.
Úmhverfisráðherra ákvað
sem kunnugt er að banna
ijúpnaveiðar í nágrenni höfuð-
borgarsvæðisins, í landi Mos-
fellsbæjar, Bláfjöllum og Heið-
mörk, en þó ekki á Hengils-
svæðinu.
Skartgrip-
um stolið
BROTIST var inn í íbúðarhús í
Garðabæ í gærdag og stolið
skartgripum. Verðmætið er
talið nokkur hundrað þúsund
krónur.
Innbrotið átti sér stað á milli
klukkan níu og tvö í gærdag. Á
meðan íbúar hússins voru að
heiman notuðu þjófarnir tæki-
færið og fóra inn um glugga.
Þjófamir ollu engum skemmd-
um en höfðu á brott með sér
skartgripi og andvirðið er talið
nokkur hundrað þúsund krón-
ur. Málið er í rannsókn og segir
lögreglan í Hafnaríirði að svo
virðist sem þjófnaðurinn hafi
verið skipulagður og því líklega
um atvinnumenn að ræða.
Lögreglan hvetur fólk til að
vera á varðbergi og gæta vel
að læsingum dyi-a og glugga.
Ekiðá
pósthús
BIFREIÐ var ekið á pósthúsið
á Hvolsvelli í fyrrinótt. Að
sögn lögreglu er ökumaðurinn,
sem var einn í bifreiðinni og
slasaðist ekkert, granaður um
ölvun við akstur.
Að sögn lögreglu hefur bif-
reiðinni verið ekið á talsverð-
um hraða á pósthúsið því hún
skemmdist mikið og var dregin
í burtu. Klæðning á pósthúsinu
isnuR
ÁFÖSTUDÖGUM
Á FÖSTUDÖGUM i * Nf spnding df ‘111 sloralæsileguin JLIT tm*0#0num
Rúnar Kristinsson
bestur í Noregi/C1
Viðræður Guðjóns og
KSÍ í biðstöðu/Ci