Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 18

Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ítarleg skýrsla um umhverfísáhrif álvers á Austurlandi hefur verið birt almenningi Álverið, sem fyrirhugað er að byggja í Reyðarfírði, verður í gulgrænum lit. í fullbyggðu álveri verður lengd kerskálanna um 1.000 metrar. Alver hefur jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun Morgunblaðið/Ásdís Skýrsluna kynntu Sigurður Arnalds verkfræðingur, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Magnús Ásgeirsson verkefnisstjóri. MEÐ birtingu skýrslu um áhrif álvers í Reyð- arfirði á umhverfi er stigið fyrsta skref í ferli sem kallað er lögformlegt um- hverfismat og byggist á lögum sem Alþingi samþykkti 1993. Skýrslan fer núna í almenna kynningu og þá gefst almenningi færi á að gera við hana athugasemdir. Skipulags- stjóri mun kynna sér skýrsluna og óska eftir upplýsingum og álits- gerðum frá sérfræðingum um efni hennar. Þegar hann hefur metið skýrsluna og athugasemdir við hana kveður hann upp úrskurð um hvort leyfa á framkvæmdina og þá með hvaða skilyrðum. Hann getur þó áður ákveðið að óska eftir frekara mati á einstökum þáttum skýrslunnar áður en hann kveður upp endanlegan úrskurð. Þann úr- skurð má kæra tO umhverfisráð- herra. Skýrslan, sem kynnt var á Reyð- arfírði í gær, tekur til fjölmargra þátta. í henni er fjallað um sjálfa framkvæmdina og áhrif hennar á mannafla, umferð, samfélag og um- hverfí. Fjallað er um mengun frá álverinu eftir að það hefur hafið starfsemi og áhrif mengunar á gróður, dýralíf, lífríki sjávar og fjöru. Fjallað er í skýrslunni um áhrif á samfélag, atvinnulíf, breyt- ingar á íbúafjölda og á þjóðarhag. Fyrsta áfanga lokið 2003 Um 20 ár eru síðan farið var að kanna grundvöll fyrir byggingu stóriðju í Reyðarfirði. Margvísleg- ar rannsóknir hafa verið gerðar á svæðinu í gegn um árin og raunar fullyrti Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, að eng- in stóriðjulóð á íslandi hafi verið rannsökuð eins mikið og lóðin und- ir fyrirhugað álver í Reyðarfirði. Við gerð frummatsskýrslunnar vora notaðar upplýsingar og rann- sóknir sem unnar voru þegar hug- myndir voru uppi um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfírði á síðasta áratug. Hluti af þessum rannsóknum hefur verið endurtek- inn og borinn saman við eldri nið- urstöður. Skýrslan er því mikO að vöxtum, enda má segja að mikið sé í húfí fyrir þá sem standa ætla að byggingu álversins því ef skipu- lagsstjóri telur skorta á rannsóknir eða upplýsingar getur hann óskað eftir frekara mati sem mun tefja allt málið. Skýrslan fjallar um umhverfisá- hrif 480 þúsund tonna álvers, sem byggt verði í þremur áföngum. Sig- urður Amalds, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Hönnun hf., seg- ir að taka þurfí sjálfstæðar ákvarð- anir um hvort farið verði út í alla þrjá áfangana, en í fyrsta áfanga verði farið út í 120 þúsund tonna álver, sem er áætlað að kosti 30 milljarða. Aður en að hægt sé að taka ákvörðun um þetta mikla fjár- festingu verði eigendur álversins hins vegar að hafa í höndum upp- lýsingar um hvort umhverfið þoli stærra álver, en útreikningar sýni að hagkvæmt sé að stækka álverið upp í 480 þúsund tonn. Áformað er að lokið verði við fyrsta áfanga álvers á síðari hluta ársins 2003. Ársframleiðsla þessa áfanga verður 120 þúsund tonn og lengd kerskálans um 600 metrar. I næsta áfanga er áformað að byggja 1.000 metra langan kerskála sem getur framleitt 240 þúsund tonn. Áætlað er að fram- leiðsla í honum geti hafist 2008- 2012. Áætlanir gera ráð fyrir að lokið verði við þriðja áfanga 2011- 2015 og með honum verði bætt 600 metrum við fyrsta kerskáíann. Gangi þessar áætlanir eftir yrði heildarframleiðsla álversins 480 þúsund tonn. Samtals myndu framkvæmdir við uppbygginguna standa í 15 ár. Gert er ráð fyrir að við uppbygg- ingu fyrsta áfanga álversins starfi að meðaltali 500 manns og fari mest upp í 850. Eru þá ekki taldir Álver í Reyðarfirði mun hafa jákvæð áhrif á at- vinnulíf og byggðaþróun á Austurlandi. Þetta er meginniðurstaða skýrslu þar sem lagt er mat á umhverfísáhrif álvers í Reyðarfírði. Egill Qiafs- son kynnti sér skýrsluna, en í henni er komist að þeirri niðurstöðu að um- hverfísáhrif álvers séu ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyrirhugaðri framkvæmd. með þeir sem starfa við uppbygg- ingu hafnar, lagningu háspennu- línu eða byggingar virkjunar. Þriðji stærsti vinnu- staður á Austurlandi I skýrslunni segir að 270 ársverk muni skapast í álverinu þegar fyrsta áfanga er lokið, en verði 720 við lok þriðja áfanga. Guðmundur Bjamason bæjarstjóri sagði að oft heyrðist sú gagnrýni að samfélögin fyrir austan gætu ekki ráðið við svona stóra framkvæmd. Hann sagði að þó 120 þúsund tonna álver væri vissulega stór vinnustaður yrði álver af þessari stærð þó að- eins þriðji stærsti vinnustaður á Austurlandi. Bæði Síldarvinnslan og Hraðfrystihús Eskifjarðar væru fjölmennari vinnustaðir með sam- tals 630 menn í vinnu. Guðmundur benti á að ef byggt yrði 480 þúsund tonna álver myndi íbúum á mið- Austurlandi fjölga um 2.500. Ráðgjafafyrirtækið Nýsir hf. vann sérstaka skýrslu um félagsleg áhrif álvers í Reyðarfirði. Þar er m.a. reynt að meta þörf álversins fyrir vinnuafl og hvað mörg störf verði til í tengslum við það. Enn- fremur er sett fram mat á því hvaðan þetta fólk komi. í skýrsl- unni er bent á þá staðreynd að árið 1990 bjuggu rúmlega 800 fleiri íbú- ar á atvinnusvæðinu en búa þar í dag. Hægt sé að taka við þeirri íbúafjölgun án þess að fjölga fólki í þjónustustörfum sem neinu nemi. Vegna álversins muni ýmis lág- launastörf og árstíðabundin störf leggjast af því ekki muni fást fólk til að sinna þeim. Dregnr til sín vinnuafl frá öðrum fyrirtækjum Magnús Ásgeirsson, verkefnis- stjóri STAR, Staðarvalsnefndar um iðnaðarsvæði í Reyðarfirði, sagði aðspurður að álverið myndi vissulega keppa um vinnuafl við aðra atvinnustarfsemi á Austur- landi. Afleiðingarnar yrðu væntan- lega þær að laun myndu almennt hækka á svæðinu. Það væri hins vegar engan veginn hægt að líta á það sem neikvæðar afleiðingar. Forsvarsmenn fyrirtækja á Aust- urlandi væru almennt þeirrar skoðunar að langtímaáhrif álvers yrðu jákvæð fyrir atvinnulíf á Austurlandi. I skýrslunni segir að bændur og iðnaðarmenn muni eflaust sækjast eftir að fá störf í álverinu. Búast mætti við að brottfluttir Austfirð- ingar muni í einhverjum mæli snúa til baka. Þá er bent á að 50-60 ný störf þurfi að verða til á svæðinu árlega ef ungt fólk, sem er að ljúka skólagöngu, eigi að fá störf á Aust- urlandi. Niðurstaða skýrsluhöf- unda er að mannaflaþörf 120 þús- und tonna álvers verði að stærst- um hluta fullnægt á svæðinu. Þó þurfi 50-60 brottfluttir Austfirðing- ar að snúa heim og 50-60 nýir íbúar að flytjast til Austfjarða frá öðrum landshlutum. í þessum tölum er eingöngu átt við starfsmenn ál- versins. Vegna umsvifa álversins verði til 200-250 afleidd störf og samtals muni fyrsti áfangi álvers leiða til 600-900 manna íbúafjölg- unar á Austurlandi. Gert ráð fyrir vothreinsi- búnaði í öðrum áfanga ítarlegar veðurfarsmælingar hafa verið gerðar í Reyðarfirði í mörg ár. Niðurstöður þeirra eru að tiltölulega staðviðrasamt sé í Reyð- arfirði og ríkjandi vindáttir séu út og inn fjörðinn. Norsk Institutt for Luftforskning var fengin til að gera loftdreifingarspá til að hægt væri að meta dreifingu flúors, ryks og brennisteinstvíildis frá álverinu. Auk þess var Rannsóknarstofnun landbúnaðarins beðin um að rann- saka áhrif mengunar á gróður. Niðurstöður rannsóknanna eru þær að útblástur flúors og brenni- steinstvíildis frá 120 þúsund tonna álveri sé fyrir neðan viðmiðunar- gildi fyrir fólk. Áhrifa brennistein- stvíildis geti gætt á viðkvæman gróður í allt að 3 km í vestur og áhrifa flúors geti gætt á viðkvæm- an gróður í allt að 1 km frá verk- smiðjusvæðinu. Búast megi við að gróðurfar í næsta nágrenni álversins breytist á þann hátt að viðkvæmari gróður hörfi fyrir þolnari gróðri. Áhrif á dýralíf eru hins vegar talin vera lít- fl. Engar sjaldgæfar dýrategundir séu á svæðinu og landbúnaður mjög lítill. Hreindýr hafi hins veg- ar sést á svæðinu og í skýrslunni kemur fram að vænta megi skerts fæðuframboðs fyrir þau yfir vetr- artímann. Lagt er til að ítarlegar rannsóknir verði gerðar á gróður- fari og dýralífi á svæðinu tfl sam- anburðar eftir að framleiðsla áls er hafin í verksmiðjunni. Ennfremur er lagt til að umhverfið verði kerf- isbundið vaktað eftir að framleiðsla hefst. Gert er ráð fyrir að í álverinu verði notast við nýjustu og bestu gerð af þurrhreinsivirki, en Sigurð- ur Araalds segir að það hreinsi 99,7% af öllu flúori sem komi frá kerunum. Hann segir að það sé hins vegar niðurstaða norsku sér- fræðinganna að magn brennistein- stvíildis frá 120 þúsund tonna ál- veri sé svo lítið að það þjóni engum tflgangi að reisa við það vothreinsi- búnað, en sá búnaður leysir brennisteinstvífldið upp í sjó. Verði aftur á móti farið út í að stækka ál- verið upp í 360 þúsund tonn fari magn brennisteinstvíildis upp fyrir viðmiðunargfldi og því sé nauðsyn- legt að reisa vothreinsibúnað sem komi þá til viðbótar við þurr- hreinsivirkið. Sigurður bendir á að ekkert álver á Islandi sé með vot- hreinsibúnað. Álverið í Reyðarfirði verði því best búna álver á Islandi hvað varðar mengunarvarnir. Hann bendir ennfremur á að brennisteinstvíildið sem komi frá álverinu sé samskonar mengun og verði tfl við brennslu olíu. Þetta sé ekki hættulegt efni nema þegar það verði til í miklu magni á af- mörkuðu svæði. Utflutningur eykst um 16 milljarða í frummatsskýrslunni segir að bygging álvers á Austurlandi sé í samræmi við þá stefnu ríkisstjórn- arinnar að draga úr vægi sjávarút- vegs í efnahagslífi landsmanna með því að efla aðrar atvinnugreinar. Með tflkomu fyrsta áfanga álvers á Austurlandi muni útflutningsverð- mæti aukast um 16 milljarða og vægi stóriðju í heildarútflutningi fara úr 16% í 24%. Erfitt sé að meta þjóðhagsleg áhrif fram- kvæmdanna, sem eiga sér stað á löngum tíma. En þó sé ljóst að beinar launagreiðslur fullbyggðs álvers verði um 2 milljarðar. Að- keypt þjónusta 480 þúsund tonna álvers verði árlega u.þ.b. 3,7 mfllj- arðar og þar af megi áætla að launakostnaður nemi 1,1-1,3 mfllj- örðum króna. Það er eignarhaldsfélagið Hraun sem lét gera skýrsluna, en hana unnu verkfræðistofurnar Hönnun hf., Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. og verkfræðistofan Hönnun og ráðgjöf. Á næstunni er von á skýrslu um umhverfisáhrif háspennulínu frá Fljótsdal niður í Reyðarfjörð. Enn- fremur er von á sérstakri skýrslu um mat á umhverfisáhrifum nýrrar hafnar í Reyðarfirði. Þá er ótalin skýrsla um umhverfisáhrif Fljóts- dalsvirkjunar, en reiknað er með að hún verði kynnt fyrir mánaða- mót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.