Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 26

Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 26
c> 26 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tveir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna myrtir í Búrundi Skæruliðasamtök kenna hernum um Nairobi. Reuters. STÆRSTU skæruliðasamtökin í Búrundi neituðu því í gær, að þau bæru ábyrgð á morði tveggja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Sögðu þau, að samtök innan stjórn- arhersins hefðu staðið að ódæðinu. Hefur öllu hjálparstarfi SÞ í land- inu verið hætt um stundarsakir. Mennirnir tveir, Chilemaður og Hollendingur, voru skotnir sl. þriðjudag er þeir komu í Muzye- flóttamannabúðimar skammt frá bænum Rutana í Suður-Búrundi og sagt er, að sjö óbreyttir borgarar og fjórir hermenn hafi einnig látið lífið í skotárásinni. FuUtrúar SÞ í Nairobi í Kenía og ríkisstjórnin í Búrundi kenna skæmliðum hútúa um verknaðinn en Jerome Ndiho, talsmaður þeirra, sagði í gær, að útilokað væri, að skæruliðar hefðu verið að verki. Sagði hann, að ílóttamannabúðanna eða fangabúð- anna eins og hann kallaði þær væri mjög vel gætt. Hútúfólki smalað saman „Fangabúðirnar í Muzye em umkringdar tútsí-hermönnum og þeir eru líka margir í búðunum sjálfum," sagði Ndiho í viðtali við fréttamann Reuters. Herinn í Búrandi, sem er skipað- ur tútsímönnum, smalaði saman hundruðum þúsunda manna, aðal- lega hútúmönnum, í síðasta mánuði og kom þeim fyrir í búðum eins og í Muzye. Gerði hann það til að hútú- fólkið gæti ekki stutt ættbræður sína, skæruliðana. Ndiho sagði, að hópur innan stjómarhersins, sem væri andvíg- ur Pierre Buyoya, forseta landsins, hefði staðið að morðunum en hann vildi hrekja burt alla erlenda eftir- litsmenn til að hann gæti „drepið hútúmenn að vild“. Talsmaður stjómarhersins vís- aði þessu á bug í gær og sagði, að í búðunum hefðu margir orðið vitni að árásinni og borið kennsl á árás- armennina. Sergio Vieira de Mello, háttsett- ur yfirmaður hjá SÞ, kom til Búr- undi í gær til að kynna sér þetta mál. Sagði hann, að á næstu dögum yrði tekin ákvörðun um framhald hjálparstarfsins í landinu. Heimurinn með kattaraugum Los Angeles. Daily TelegT'aph. VÍSINDAMENN geta nú virt fyrir sér heiminn frá sjónarhóli kattarins, þ.e.a.s. þegar búið er tengja heila hans við tölvu. Það eru vísindamenn við Kaliforníu-háskóla, sem unnu að þessu, en þeir tengdu raf- skaut við 177 frumur í sjónstöð kattarheilans. Þegar þeir horfðu á tölvuna sáu þeir frem- ur ógreinilega mynd af manni líða yíír skjáinn. Talið er víst, að sjón kattarins sé miklu betri en tölvuskjárinn sýndi og því sé nauðsynlegt að tengja rafskaut- in við miklu fleiri frumur en áð- ur sagði. Vonast er til, að þessi árang- ur geti orðið upphafið að því, að gervilimir verði tengdir beint við heilann og jafnvel, einhvern tíma í framtíðinni, að menn geti tengt sinn eigin heila gerviheila og þá líklega í þeim tilgangi að auka sér greind. Reuters Kólombískir lögreglumenn leiða burt eiturlyfjasmyglara í Bogota eftir aðgerðirnar í fyrradag. Eiturlyfjahringur upp- rættur í Kólombíu Talinn hafa smyglað allt að 30 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna og Evrópu mánaðarlega Bogota. Reuters. YFIRVOLD í Kólombíu og Banda- ríkjunum upprættu kólombískan eiturlyfjahring í fyrradag en talið er, að hann hafi smyglað allt að 30 tonnum af kókaíni til Bandaríkj- anna og Evrópu mánáðarlega. Var 31 maður handtekinn og þar á með- al tveir svokallaðir eiturlyfjakóngar. Látið var til skarar skríða gegn hringnum í rauðabýtið í fyrradag og meðal hinna handteknu em þeir Fabio Oehoa, æðsti maður í Medellin-eiturlyfjahringnum, og Alejandro Bemal, sem er sagður umsvifameiri en nokkur annar í eiturlyfjasmygli og peningaþvætti. Tóku meira en 200 lögreglumenn og útsendarar bandarísku eitur- lyfjalögreglunnar þátt í aðgerðinni og var ráðist inn í 76 hús í borgun- um Medellin, Bogota og Cali. Þeir, sem handteknir voru, em allir eft- irlýstir í Bandaríkjunum og Janet Reno, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, segist viss um, að þeir verði framseldir. 15 til 53 milljarðar kr. mánaðarlega Sagj; er, að eiturlyfjasalarnir hafi haft samvinnu við glæpasamtök í Ekvador og Mexíkó en þaðan var eitrið sent til Bandaríkjanna og Evrópu falið innan um frysta ávexti. Talið er, að andvirði þess mánaðarlega hafi verið á bilinu 15 til 53 milljarðar ísl. kr. Ekki er vitað hvernig yfirvöld komust að því, að hringurinn hefði smyglað allt að 30 tonnum af kóka- íni mánaðarlega en áætlað er, að kókaínframleiðslan í Kólombíu sé um 165 tonn á ári. Kólombísku eit- urlyfjahringarnir hafa hins vegar einnig haft hönd í bagga með kóka- íni frá Perú og Bólivíu og sagt er, að um hendur þeirra hafi farið 80% heimsframleiðslunnar. Klima kanzlara falið sljórnarmyndunarumboðið í Austurríki Minnihlutastj órn eða nýjar kosningar? Engin fordæmi fyrir minnihlutastjórn í Austurríki Vín. Reuters. THOMAS Klestil, for- seti Austurríkis, fól í gær Viktor Klima, kanzlara og leiðtoga Jafnaðannannaflokks- ins (SPÖ), umboð til að mynda nýja ríkis- stjórn, þrátt fyrir að ljóst sé að hann eigi litla möguleika á að takast það eftir að for- ysta Þjóðarflokksins (ÖVP), sem setið hefur í stjórn með jafnaðar- mönnum undanfarin 13 ár, lýsti því yfir að hann myndi velja að vera í stjórnarand- stöðu. Klima var falið stjórnarmyndun- ammboðið sem leiðtoga stærsta þingflokksins. I kosningunum 3. október sl. hlaut SPÖ 65 þingmenn af 183, sem sæti eiga á austurríska þinginu. Þjóðarflokkurinn hlaut 52 þingmenn, nákvæmlega jafnmarga og Frelsisflokkur hægrimannsins Jörgs Haiders, en Wolfgang Schús- sel, utanríkisráðherra og leiðtogi ÖVP, sagð- ist myndu standa við fyrirheit sitt frá því fyrir kosningarnar að setjast frekar á stjóm- arandstöðubekkinn ef flokkurinn héldi ekki stöðu sinni sem annar stærsti flokkur lands- ins. Frelsisflokkurinn hlaut 415 fleiri atkvæði en Þjóðarflokkurinn. Græningjar hlutu 14 þingmenn kjörna. Klima hefur útilokað stjórnarsamstarf við Frelsisflokk Haiders. Kanzlarinn, sem áfram fer fyrir bráðabirgðastjórn unz ný hefur verið mynduð, tjáði blaða- mönnum eftir fundinn með forset- anum að hann vissi að fyrir sér lægi snúið verkefni, en hann vonaðist til að geta átt viðræður sem fyrst við talsmenn allra hinna þriggja flokk- anna, sem ættu fulltrúa á þingi. A miðvikudag gaf Klima í skjm að hann myndi frekar freista þess að mynda minnihlutastjórn - sem engin hefð er fyrir í Austurríki - en að láta kjósa á ný, takist honum ekki að mynda starfhæfa meiri- hlutastjórn. Haider segist sjá fleiri möguleika í stöðunni Jörg Haider sagðist geta hugsað sér að mistakist Klima stjómar- myndun kynni annar maður að taka við leiðtogahlutverkinu í Jafnaðar- mannaflokknum, sem ekki væri bundinn af loforði Klimas frá því fyrir kosningar um að taka ekki undir neinum kringumstæðum upp samstarf við Frelsisflokkinn. A blaðamannafundi í París minnti Haider einnig á, að í Þjóðarflokkn- um hefði enginn, hvorki fyrir né eft- ir kosningar, útilokað samstarf við Frelsisflokkinn. Að fljótlega yrði efnt til nýrra kosninga taldi Haider ólíklegt, þar sem „valdaflokkarnir" SPÖ og ÖVP óttuðust að slíkt myndi reka enn fleiri af þeirra kjós- endum yfir til Frelsisflokksins. Viktor Klima Philip Morris opnar nýja heimasíðu Viðurkennir loksins skað- semi reykinga New York, London. Reuters. PHILIP Morris, stærsti tóbaks- vöraframleiðandi í Bandaríkjun- um, hefur viðurkennt í fyrsta sinn, að reykingar geti valdið ýmsum banvænum sjúkdómum, þar á meðal lungnakrabba. Bresk samtök, sem berjast gegn reykingum, segja, að engin ástæða sé til að hrósa fyrirtæk- inu fyrir játninguna því að þetta hafi allir vitað í 30 ár. Á nýrri heimasíðu Philip Morris, sem var opnuð með það fyrir augum að „eiga einlægari samskipti við almenning“, segir, að læknar og vísindamenn séu flestir á einu máli um, að reyk- ingar geti valdið lungnakrabba, hjartasjúkdómum, lungna- þembu og öðmm alvarlegum sjúkdómum. Þá segir, að reyk- ingar séu ávanabindandi í al- mennum skilningi þess orðs. Talsmenn fyrirtækisins hafa til þessa hafnað þessu tvennu, að reykingar séu óhollar og ávanabindandi, en nú ætla þeir að venda sínu kvæði í kross og hætta að þræta fyrir það, sem þeir og allir aðrir vita. Jafn- framt verður hafin mikil kynn- ing á framlagi fyrirtækisins til ýmissa góðra mála. Em þeir flokkar fjórir, baráttan gegn hungri; aðstoð vegna náttúm- hamfara; minni aðgangur ungs fólks að tóbaki og heimilisof- beldi. Verður varið til þessara mála 7,3 milljörðum ísl. kr. á ári. Gangist við ábyrgðinni Amanda Sandford, sem starfar fyrir ASH, bresk sam- tök, sem berjast gegn reyking- um, segir, að viðurkenning Phil- ip Morris sé staðfesting á því, að fyrirtækið hafi áratugum saman reynt að þræta fyrir augljós sannindi. Hins vegar vantaði al- veg, að fyrirtækið viðurkenndi, að það bæri nokkra ábyrgð á fíkninni, sjúkdómunum og dauðsföllunum, sem rekja mætti til tóbaksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.