Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 42

Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 42
.42 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hlutverk s Islendinga Halda ber gildismati Leifs keppna og Karlsefnis til skila gagnvart erlendum pjóðum. Aundanliðnum dögum og vikum hafa komið fram nýjar upplýs- ingar er varða sögu íslands og stöðu ís- lenskrar þjóðar í samtímanum. Hér ræðir um mikilsverða nýja þekkingu, sem opinberum aðil- um ber að halda til skila gagn- vart útlendum þjóðum m.a. á þann veg að upplýsingar þessar verði viðtekinn liður í kynningu á íslenskri menningu erlendis. Frú Hiilary Rodham Clinton vék í stuttu ávarpi er hún flutti á Þingvöllum um liðna helgi að hlutverki Islendinga í veraldar- sögunni og fjallaði sérstaklega um fund Norður-Ameríku. Frú UiniJODE Hillary Rod- viunuKr ham Clinton Eftir Ásgeir sagði m.a í Sverrisson þessu sögulega ávarpi sínu: „Ástæðan er sú að við gerum okkur grein fyrir því mikilvæga hlutverki, sem Islendingar hafa gegnt, ekki aðeins með því að finna Norður-Ameríku, heldur með þeim hugsjónum og gildum, sem bjuggu að baki landafund- unum og þjóðir okkar hafa enn að leiðarljósi." Þessi orð bandarísku forseta- frúarinnar vísa til þeirra Leifs heppna og Þorfinns Karlsefnis, sem voru kristnir lýðræðissinn- ar, sjálfstæðismenn og vafalaust KR-ingar eins og flest öll mikii- menni samtímans. Samkvæmt upplýsingum, sem frú Hillary Rodham Clinton býr sýnilega yf- ir varðandi „gildi að baki landa- fundunum", héldu þessir menn í vesturveg til að kynna þar ís- lenskar hugsjónir. Þar fundu þeir fyrir frumbyggja Ameríku, sem jafnan eru nefndir „skræl- ingjar“ í fomsögum. Eftir að hafa átt nokkum kaupskap við þennan ýlfrandi þjóðflokk töldu menn Karlsefnis, eiginmanns ís- lensku kvenhetjunnar Guðríðar Þorbjarnardóttur, ráðlegt að fara að dæmi Þorvaldar, bróður Leifs, og drápu því skrælingjana illhærðu. Þá iðju stunduðu Evrópumenn síðari tíma af verulegri íþrótt er Ameríka byggðist frá strönd til strandar. A þennan veg lögðu íslenskir menn grunn að grundvallargild- um Bandaríkja nútímans; trú- rækni, lýðræði, frjálsri verslun og manndrápum. Hér var m.ö.o. um að ræða „útflutning" á gildis- mati, íslensku gildismati, sem orðið hefur til þess að móta alla framþróun þjóðfélagsins í Bandaríkjunum. Þegar höfð em í huga þau gífurlegu áhrif, sem Bandaríkin hafa haft á þróun heimsmála, má ljóst vera að gild- ismat það er þeir Leifur heppni, Þorvaldur, Þorfinnur Karlsefni og Guðríður fluttu með sér til Vínlands hefur reynst eitt þýð- ingarmesta mótunarafl mann- kynssögunnar. Ymsum kann að þykja að for- setafrúin hafi hér gerst full djarfmælt. Svo er ekki. Þvert á móti er samhljómur með niður- stöðu hennar og ummælum er Richard A. Grasso, stjómarfor- maður og aðalstjómandi Kaup- hallarinnar í New York, lét falla þegar hann heiðraði íslendinga með nærvem sinni í liðnum mán- uði. Richard A. Grasso sagði í hófi sem, forseti lýðveldsins, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hélt honum til heiðurs að Bessa- stöðum að Island væri „ein af meginstoðum nútímahagkerfis." Líkt og frú Hillary Rodham Clinton vísaði Richard A. Grasso til fundar Norður-Ameríku auk þess sem hann vitnaði til leið- togafundar þeirra Ronalds Reagans og Míkhaíls S. Gorbat- sjovs í Reykjavík. An þessara viðburða hefði hagkerfi samtím- ans ekki þróast fram með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirlýsingar þessara tveggja forastumanna era gífurlega mik- ilvægar fyrir íslenska þjóð. Hafa ber í huga að hér taia mikilvægir útlendingar, annars vegar einn valdamesti stjómandinn í banda- rísku viðskiptalífi og hins vegar forsetafrú Bandaríkjanna, sem allt bendir til að verði áfram mjög áhrifamikil í heimalandi sínu um mörg ókomin ár. Utlendar þjóðir lágmenningar og lítillar reisnar hafa sumar hveijar tregast við að viður- kenna afrek íslenskra manna jafnt fyrr sem nú. Þessum upp- lýsingum ber því að halda fram í samskiptum Islendinga við er- lendar þjóðir. Því miður virðast erlendir fjölmiðlar lítið sem ekk- ert hafa fjallað um tímamótaráð- stefnuna „Konur og lýðræði við árþúsundamót" og af þeim sök- um er mikilvægt að mati frú Hillary Rodham Clinton verði komið á framfæri á alþjóðavett- vangi um leið og minnt er á um- mæli Richard A. Grasso. Við fyrstu sýn virðist eðlilegt að slíkt upplýsingastarf falli undir kynn- ingar á íslenskri menningu, sem sífellt verða mikilvægari enda er það skylda okkar íslendinga að kynna einstaka menningu okkar fyrir erlendum þjóðum. Því miður er það svo að al- mennt hafa útlendir menn í besta falli yfirborðskenndar hugmyndir um Island og menn- ingarþjóðina einstöku, sem það byggir. Að auki má fullyrða að erlendum þjóðum er upp til hópa öldungis hulið á hvem veg íslensk þjóð hefur haft mótandi áhrif í veraldarsögunni. Það er skylda okkar Islendinga að koma þessari vitneskju á fram- færi en það verður trúlega ekki gert án þess að stórauknum fjármunum verði varið til kynn- ingar á íslenskri arfleifð og menningu erlendis. Til álita hlýtur að koma að sérstakur skattur verði lagður á launþega og fyrirtæki til að unnt reynist að standa með fullri reisn að slíku kynningarstarfi. Góðir erlendir gestir hafa nú tvívegis með örstuttu millibili minnt íslenska þjóð á það ein- staka hlutverk, sem forlögin fólu henni. Þótt Islendingar hafi mót- að gildismat Bandaríkjamanna og skipt sköpum um þróun hag- kerfis heimsins er hlutverki þjóðarinnar engan veginn lokið. Líkt og frú Hillary Rodham Clinton minnti á í Þingvalla- ávarpinu hafa Bandaríkjamenn og íslendingar áfram að leiðar- ljósi gildismat Leifs heppna eða „Lucky Leif s Values“ eins og það mun nefnast á enskri tungu. Það gildismat sameinar þessar tvær forystuþjóðir en þeirri upp- hefð fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Islendingar munu í auð- mýkt en af vissu axla það for- ustuhlutverk, sem þeim er ætlað í samfélagi þjóðanna. NANNAINGIBJÖRG EINARSDÓTTIR + Nanna Ingi- björg Einars- dóttir var fædd á Brekku, Bæ í Lóni, Austur-Skaftafells- sýslu 7. nóvember 1919. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 5. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Einar Högnason frá Horni í Nesjum, f. 26.12. 1872, d. 28.2. 1940, og kona hans Þuríður Sigurðar- dóttir frá Vík í Lóni, f. 30.9. 1882, d. 11.2.1958. Hún var fjórða yngst af tólf systkina hópi og eru níu af þeim látin. Systkinin voru Sig- ríður, Helgi, Marta, Högni, Þorgrímur, Bergljót, Ragna, Signý, Gunnar, Fann- ey og Guðni. Þau sem eftir lifa eru Signý, f. 7.10. 1916, Gunnar, f. 3.3. 1922, og Guðni, f. 11.5. 1926. Árið 1942 hóf Nanna Ingibjörg sambúð með Óskari L. Gríms- syni, en þau skildu tuttugu árum seinna. Fyrsta barn þeirra var drengur, sem fæddist andvana. Þau eignuðust Qórar dætur. 1) Helenu Á. Óskarsdóttur, f. 18. mars 1944, á hún tvö börn og fjögur barna- börn. 2) Diönu R. Oskíirsdóttur, f. 17. október 1947, býr í Banda- rikjunum, hún á eina dóttur. 3) Birnu H. Óskarsd. Christian, f. 27. júní 1949, maki Don Christi- an, býr f Bandaríkjunum, hún á eina dóttur og þrjú barnabörn. 4) Ernu M. Oskarsdóttur, f. 3. október 1953, maki Haukur F. Sigurðsson, og á hún tvö börn og eitt barnabarn. Nanna Ingibjörg ólst upp í Bæ í Lóni með stórum systkina- hópi, fram að fermingaraldri, en varð fljótlega að fara og vinna fyrir sér. Lengst af bjó hún á Tunguvegi 98 í Reykja- vík, en seinustu fjórtán árin bjó hún á Digranesvegi 40 í Kópa- vogi. Eftir að leiðir hennar og Óskars skildi vann hún ýmis störf, um nokkurra ára bil í Hafnarbúðum og eins hjá Loft- leiðum og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Útför Nönnu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, þá er þinni erfiðu baráttu lokið og aldrei heyrðum við eitt kvörtunarorð frá þér allan tím- ann sem þú barðist við þennan erf- iða sjúkdóm, sem að lokum sigraði. Þú sýndir svo mikið æðraleysi, við urðum að ganga á þig til að fá vit- neskju um það hvort þú fyndir til, en þetta var bara svo líkt þér, því ekki varst þú sú sem kvartaðir eða barmaðir þér í gegnum tíðina, sama á hverju gekk. í dag kveðjum við þig með söknuði og um leið viljum við þakka þér fyrir öll árin sem við áttum með þér og það sem þú hefur gefið okkur, en það er sárt og erfitt að skynja það að þú sért ekki leng- ur hér með okkur og hægt að finna þig á Digranesveginum, þar sem þú komst alltaf út á tröppurnar með Tílu þína á hælunum og fylgdir manni úr hlaði, brostir svo fallega og veifaðir og baðst Guð að geyma okkur, enda vitum við að þú áttir trúna, og kenndir okkur mjög snemma Faðir vorið og að fara með bænir, og hefur það verið sterkasta og mesta veganestið sem við feng- um frá þér, og allar fallegu vísurn- ar sem þú kunnir og söngst. Þér fannst svo gaman að syngja og hafðir góða söngrödd, það var svo skemmtilegt að heyra þig jóðla, enda varstu líka mikið fyrir músík og dans og með afburðum góður dansari. Eitt af því fyrsta sem við munum eftir og við voram ekki gamlar þegar þú sást um að við færam í sunnudagaskóla og síðar í KFUK og passaðir sko vel upp á að við færam og að við væram hreinar og fínar til fara og helst allar eins klæddar, því það var þér mikið hjartans mál, og varst þú alla tíð mikið fyrir að vera fín og vel til- höfð, enda falleg og mikil reisn yfir þér, þú barst þig alltaf svo vel. Já, elsku mamma, þú varst svo mynd- arleg í höndunum og vandvirk, það sem þú lagðir á þig við að sauma, hekla og prjóna á okkur og hvað það var allt fallegt og sérlega vel gert, og það var sama hvort þú hafðir vent og saumað úr gamalli flík, allt var jafnvandað, enda þeg- ar þú svo seinna meir varst að leið- beina okkur við handavinnu kenndir þú okkur að gera vel. Þú bjóst okkur fallegt og traust heim- ili og sást um að okkur skorti ekki neitt, og það sem þú lagðir á þig þegar þið pabbi voruð að byggja á Tunguveginum, það var sko ekki lítið sem þú vannst þar og virtist vera sama á hverju þú snertir, allt var jafnvel gert. Fegurðarskyn þitt var mikið, öll munum við eftir fallega garðinum þínum sem þú lagðir mikinn metnað og vinnu í, með tugum fallegra blóma því þú elskaðir blóm. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu á Tunguveginum og ekki ósjaldan gripið í spil, því það var með ólík- indum hvað unga fólkið laðaðist að þér, þar var ekkert kynslóðabil og það var sama hvort það voru þínir vinnufélagar eða okkar vinir, allir voru velkomnir, og hafa þau vin- áttubönd mikið haldist. Þú varst ekki allra, en mjög trygg þeim sem þú tókst, enda varstu ófeimin við að segja þína meiningu ef svo bar und- ir og ekkert að skera utan af því, og þó svo þú virkaðir stundum hörð, vitum við betur, það var bara skelin þín, því stutt var í tárin. Elsku mamma okkar, nú hefur þú fengið þína hvíld eftir strangan dag, minningin um þig mun lifa með okkur sem eftir eram, megi góður Guð, sem þú kenndir okkur að trúa á, vaka yfir þér. Þökkum þér fyrir allt. Fyrst sigur sá er fenginn, fjrst sorgarþraut er gengin hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar dætur. Elsku amma mín, ég kveð þig með þessari bæn, því ég veit að þér þótti hún svo falleg. í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér. Ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Loks hefur þú fengið hvíldina eftir hetjulega baráttu við þennan erfiða sjúkdóm. Aldrei heyrði ég þig kvarta meðan á þínum veikind- um stóð, frekar en ég heyrði þig nokkru sinni gera í gegnum tíðina. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, og sér í lagi síðustu árin. Þú áttir sérstaklega auðvelt með að fá mig til að hlæja, enda fór ég alltaf í betra skapi frá þér, þar sem þú stóðst úti á tröppum og baðst Guð að geyma mig og beiðst þar til ég var horfin sjónum, þessa mynd af þér mun ég varðveita í mínu hjarta. Ósjaldan var ég spurð að því af mínum vinum hvort þeir fengju nú ekki að kíkja með mér til ömmu þegar ég var að lýsa þér og þínum húmor. Eg mun sakna þess að geta ekki droppað við á Digranesvegin- um hjá þér og borðað pönnukök- urnar þínar og hlustað á hvernig þú lést óspart skoðanir þínar í ljós á þinn einstaka hátt. Þakka þér sam- verana, elsku amma mín, og Guð geymi þig. Þín Helga Nanna. Ég er stödd austur í Lónssveit á fögrum haustmorgni, og sit hér í stofunni í Hraunkoti sem er næsti bær við Bæ í Lóni. Þar sem hún Nanna ólst upp með fögra, há- reistu, marglitu fjöllin hennar í kringum mig, sem minna á hana sjálfa, því Nanna var háreist og marglitur persónuleiki. Ég sá Nönnu fyrst árið 1960, þá voram við Helena dóttir hennar, sem er æskuvinkona mín, hressar og glaðar unglingsstelpur sem þrömm- uðum rúntinn í Reykjavíkurborg. Já, hún Nanna var stórbrotin, svo ekki sé vægar sagt, hún bjó með dætrum sínum á fallegu heimili við Tungu- veginn, þar sem allt var svo myndar- legt og smekklegt. Útsaumaðar myndir og heilu stólamir bróderaðir eftir hana sjálfa, því hún var með af- burðum flink í höndunum og eins var maturinn hennar góður. Mér era líka ofarlega í minni augnskuggamir hennar sem hún málaði sig með, þeir vora mai-glitir eins og hún var sjálf, og snyrtibuddan hennar, já, hún var sko freistandi. Svo átti hún margs konar ilmvötn í fögram glösum, já, það var allt svona í kringum hana Nönnu mína. Hún var mikill dýra- vinur og átti líka á þessum árum tík- ina Pollý, það vora margar ævin- týrasögur sem hún sagði af henni, og hvemig hún talaði og lék við hana, það lýsti henni sjálfri vel. Við Nanna urðum miklar vinkonur og þýddi það, að hún var algóð við mig, því hún var tryggðartröll þeim sem hún tók á annað borð, og ekkert aumt mátti hún vita, en það var betra að hafa hana með sér en á móti, því mín kona lét ekkert eiga inni hjá sér, þvi stórbrotin var hún þar einnig. Já, af mörgu er að taka, en ekki verður allt talið hér, en einu gleymi ég aldrei, þegar syrti að í lífi mínu og ég var umkomulaus og ein, þá kom hún og bjó hjá mér í svolítinn tíma, þannig var hún. Nú kveð ég yndislega konu í dag og blessuð sé minning hennar, nú fær hún laun fyrir erfiði sitt hér á jörðu og svör við mörgum spurn- ingum, sem hún hafði ekki svör við hér, því ekki átti hún alltaf góða daga, en það bar hún með reisn eins og annað. Ég votta ykkur öllum samúð mína, Helenu minni, Birnu, Ernu og Díönu, barnabörnum og barna- barnabörnum, sem voru henni svo kær. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Ég leit út að Bæ í Lóni er lágreistu húsin kúra, þar léttstíg stúlkan löngum íifði við fjör í bú. Þú ólst upp við djörfung og dugnað sem djúpt átti sína veru. Þar fagur Qallahringur faðmar litla hrund. Ég kveð þig núna, Nanna, hjá náðugum himnafóður áttu nú elskandi skjól við eilífa faðminn hans. (Þóra Björk Benediktsd.) Ykkar vinkona Þóra Björk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.