Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 43
MINNINGAR
+ Sjöfn Skúladótt-
ir fæddist í
Reykjavík 17. aprfl
1948. Hún lést á
Landspítalanum 5.
október siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Skúli H. Magn-
ússon skrifstofumað-
ur, f. 29.11. 1914, d.
1.11. 1976, ogUnnur
Pétursdóttir hús-
móðir, f. 26.2. 1927.
Systkini Sjafnar eru:
Kristín H., f. 17.5.
1953, Ásta M., f.
10.10. 1954, Ingvar
U., f. 8.5. 1956, og Magnús, f.
22.8 1958.
Sjöfn var tvígift, fyrri mað-
ur hennar var Jósep Leósson
Það var einn góðviðrisdag í apríl
fyrir allnokkrum árum að ungum
hjónum í Sogamýri fæddist lítið
telpukorn. Hún var fyrsta bara for-
eldra sinna sem lifði og henni var
fagnað af miklu ástríki. Telpan hlaut
nafnið Sjöfn, því það þótti foreldrum
hennar hið fegursta. Hún óx upp og
dafnaði, eignaðist fjögur systkini sem
öll voru henni kær. Þessi litla hnáta
var kát og lífleg og hvers manns hug-
ljúfi. Hún varð fljótt vinsæl í götunni,
vegna glaðlyndis og þess hve fljót
hún var að hlaupa og taka þátt í leikj-
um, klifra upp á húsþök og dansa eft-
h' mæninum. Eg er viss um að ljóðið,
„Komdu niður, kvað hún amma,“
o.s.frv. er ort um Sjöfn.
Fyrstu árin ólst hún upp í stórfjöl-
skyldu með pabba og mömmu, afa og
ömmu og móðursystrum. Hún var
alla tíð mikið íyrir fjölskyldu sína,
vinföst og vinmörg og ekki var langt í
brosið og dillandi hjáturinn. Aldrei
eyddi hún tíma sínum í skens um ná-
ungann eða baknag.
sjómaður, f. 24.3.
1944. Seinni maður
hennar var Bjarni
Guðbjartsson, f.
19.2. 1922, d. 22.12.
1981. Að þessum
tveimur hjóna-
böndum loknum
hóf Sjöfn sambúð
með Marteini
Webb, f. 13.1. 1947,
en þau slitu sam-
vistir árið 1998.
Sjöfn bjó lengst af í
Keflavík, þar sem
hún vann við ýmis
störf tengd sjávar-
útvegi.
títför Sjafnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Sjöfn eignaðist eitt barn sem hún
missti í fæðingu. Þá fékk hún með-
göngueitrun sem varð þess valdandi
að hún gat ekki eignast fleiri börn og
skerti heilsu hennar.
Sjöfn vann hin ýmsu störf og hlífði
sér ekki. Lengst vann hún við beitn-
ingu og eftir að hún var komin með
tvær hækjur fór hún samt að beita.
Hún lifði lífinu lifandi. Hana dreymdi
um að komast aftur út á vinnumark-
aðinn og skila sínu dagsverki.
Sjöfn var með afbrigðum barngóð.
Öll börn og unglingar hændust að
henni og elskuðu hana. Hún átti
poddlehund er hét „Lady“. Sjöfn
þótti mjög vænt um hann og þegar
hún fór út úr húsi grét Lady og svo
byrjuðu fagnaðarlætin þegar hún
kom aftur heim. Síðustu tíu árin hafa
verið henni stanslaus þrautaganga.
Sjúkrahúsvistir meira og minna, síð-
ustu mánuðina var hún komin í
hjólastól. En aldrei gafst hún upp og
móðir hennar stóð eins og klettur við
bakið á henni.
Við ættingjar hennar og vinir fór-
um ætíð glaðari af hennar fundi.
Hún sá alltaf spaugilegu hliðai'nar á
tilverunni.
Sjöfn var höfðingi heim að sækja
og reyndi ætíð að veita vinum sínum
allt það besta, ekki lá hún á liði sínu
ef hún gat gert einhverjum gi-eiða.
Hátt við stynur helfregn nú
hryggð þó linist meina.
Aðeins vini áttir þú
ekki hina neina.
(Hugi Hraunijörð.)
Ég veit að nú er hún Sjöfn mín hjá
sínum kæra föður og barninu sem
hún syrgði.
Megi allar góðar vættir blessa
hana. Móður hennar og fjölskyldu
votta ég samúð.
Guðlaug Hraunfjörð
Pétursdóttir.
Kæra mágkona, nú ert þú farin,
þangað sem við öll förum að lokum.
Nú er erfiðum veikindum þínum lok-
ið, sem þú barðist við í mörg ár. En
lífsgleði þín og lífsvilji var svo mikill
að maður bjóst ekki við að svona
myndi fara.
Nú kemur engin Sjöbba í mánu-
dagssúpu til mín, eða hringir til mín
og spyr, hvað var í matinn hjá þér
eða um bróðursyni þína sem þú unn-
ir svo mjög, eða litlu tvíburastelp-
urnar hans Skúla sem þú hafðir svo
gaman af.
Þú vildir helst vera umkringd ætt-
ingjum þínum og varst ættrækin
mjög. í fyrra kallaðir þú í ættingja
og vini á þorrablót og hafðir svo
gaman af því hvað margir komu þá,
varst sko í essinu þínu, því nóg var
að borða og allir glaðir og kátir.
Alltaf varstu í góðu skapi þó að lánið
hafi ekki alltaf leikið við þig en þú
sást ávallt björtu hliðarnar á málun-
um og gast létt lund annarra.
Móður þinni varstu mjög kær og
bjugguð þið saman síðustu árin. Það
var þér mikið áfall er hún veiktist
fyrir nokkrum vikum, en það fór bet-
ur en á horfðist og er hennar missir
mikill.
Kæra mágkona, að leiðarlokum vil
ég þakka þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Hanna.
Sjöfn Skúladóttir, mín besta vin-
kona og frænka, er látin, aðeins 51
árs gömul.
Við Sjöbba, eins og hún var kölluð,
vorum æskuvinkonur og í gegnum
öll árin gátum við talað saman um
allt milli himins og jarðar. Sjöfn ólst
upp í Rauðagerði í Sogamýrinni hér í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Skúli Magnússon, sem nú er látinn,
og Unnur Pétursdóttir Hraunfjörð,
föðursystir mín. Systkinahópurinn
var stór og við systkinabörnin höfð-
um mikið samband, en í þá daga
vora aðrir tímar. Fólk lifði öðravísi
lífi, það var mikil samheldni í stór-
fjölskyldunni og fólk bar ábyrgð
hvað á öðra. Sjöfn var yngri en ég,
eins og litla systir mín. Ég man þeg-
ar ég sá hana fyrst, hún var viku-
gömul og nýkomin heim af spítalan-
um með mömmu sinni. Þetta var
fyrsta ungbarnið sem ég sá, hún var
öll út í svokallaðri „spítalabólu" sem
var svo algeng á þeim tíma. Ég var
mjög óánægð með þetta en var þá
sagt að þetta væri bara tímabundið.
Það kom svo á daginn og hún varð
gullfalleg með ljósa lokka, glaðlynd
og yndislegt barn.
Árin liðu og leiðir skildi, oft vor-
um við fjarri hvor annarri en alltaf
héldum við sambandinu. Við gátum
talað saman í símann um alla mögu-
lega hluti á hverju sem gekk. Sjöfn
hélt glaðværð sinni og lífsgleði alla
tíð þrátt fyrir að á móti blési. Hún
gaf mikið og elskaði heitt en var
ekki lánsöm í ástamálum. Einhvern
veginn virtist þetta þó ekki há
henni heldur efldist hún og
þroskaðist við hverja raun. Hún var
alls ekki tilbúin til þess að kveðja.
Loksins vorum við nú báðar á sama
stað eftir margra ára aðskilnað.
Kvöldið fyrir andlát sitt sagði hún
mér frá öllum framtíðaráætlunum
sínum en það var svo margt sem
hún átti ógert. Til að byrja með'
ætlaði hún að flytjast til Reykjavík-
ur svo við gætum verið meira sam-
an. Svo ætlaði hún að gera svo
margt með mömmu sinni og allt
sem hún ætlaði að gera fyrir þá
sem hún elskaði mest. Það var
næstum eins og hún hefði endalaus-
an kraft og að lífið væri rétt að
byrja. Þess vegna var erfitt að trúa
því daginn eftir að hún væri dáin.
Síðustu árin átti Sjöfn við erfiðan
sjúkdóm að stríða sem dró hana að
lokum til dauða og annaðist móðir
hennar hana af einstakri alúð og
kærleika. Samband þeirra mæðgna
var einstaklega náið og gott.
Þegar ég hugsa til baka um allar
góðu stundirnar sem við Sjöbba átt-
um saman get ég ekki annað en
brosað í gegnum tárin. Hún var sí-
gefandi og vildi alltaf hjálpa öllum
þrátt fyrir veikleika og sjúkdóma.
Njáll Bergþór, maðurinn minn, og
börnin okkar, við elskuðum hana öll
og hún reyndist okkur vel. Ég vona,
Sjöbba mín, að við hittumst hinum
megin og þá tökum við upp þráðinn
að nýju með gleði og glaumi.
Ég votta þínum nánustu, sérstak-
lega móður þinni, Unni Pétursdóttur
Hraunfjörð, mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þín.
Ásta Hallfríður Hraunfjörð
Yngvadóttir.
Elsku Sjöfn. Þá er komið að
kveðjustundinni og vonum við að
þér líði betur núna. Þig langaði að
vera með þínum miklu lengur og
gera svo ótal margt, en tími þinn var
víst búinn. Mestur er missir móður
þinnar, sem var einnig þín besta vin-
kona, og hugsaði um þig hin sein-
ustu ár.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
ogsólinbjörtupprunnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Guð blessi þig og varðveiti.
Ingfvar, Oddný og börn.
SJÖFN
SKÚLADÓTTIR
+ Gerður Sigmars-
dóttir fæddist á
Mógili á Svalbarðs-
strönd 23. nóvember
1911. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar 8.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigur-
laug Kristjánsdóttir
og Sigmar Jóhann-
esson bóndi á Mógili.
Gerður átti eina
systur, Helgu, f. 3.
nóvember 1912, d.
4.4.1999.
^ Gerður giftist 8. júlí 1937
Árna Bjarnarsyni frá Pálsgerði
í Höfðahverfi. Árni lést 29. júní
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (K.G)
Nær 60 ára samleið er lokið.
Minningarnar streyma fram í hug-
ann nú, er ég sest niður og reyni að
festa nokkur orð á blað um þig,
móðir mín, þig sem mér fannst svo
undur vænt um. Fyrsta minningin
stendur mér ljóslifandi fyrir hug-
skotum. Ég, tæplega fjögurra ára,
komin í heimsókn til ykkar pabba
haldandi þéttingsfast í hendi afa,
sem kom með mig úr sveitinni, til að
sjá nýfædda systur. Þar sem mér
þótti þú sýna þessari nýju mann-
veru óþarfléga mikinn áhuga, afréð
ég að fara bara aftur til ömmu og
varð mér víst ekki snúið. Þessi
frumburður þinn var víst ákaflega
sjálfráður og þykist ég vita að oft
reyndi ég illa á þolrif þín í uppvext-
inum. Ég man þig aldrei öðravísi en
sívinnandi, aldrei féll þér verk úr
hendi. Þannig varstu nánast til síð-
asta dags. Minnisstæð eru öll fal-
legu fötin sem þér tókst að töfra
fram í gömlu saumavélinni þinni og
1992. Börn Gerðar
og Árna eru: 1) Ás-
dís, f. 6. júní 1940,
maki Eiður Sigþórs-
son. 2) Hörður, f.
17. ágúst 1941,
maki Erla Jónsdótt-
ir. 3) Helga, f. 1.
mars 1944, maki
Jón Þorbergsson,
og 4) Haraldur, f.
12. janúar 1949,
maki Þorbjörg
Traustadóttir.
Barnabörn þeirra
eru 15 og barna-
barnabörnin 16.
títför Gerðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
útprjónuðu peysurnar. Gestrisni var
ykkur pabba í blóð borin og á því
sviði varstu snillingur enda heimilið
gestkvæmt með eindæmum. Hag-
sýni og sparnaður voru þitt aðals-
merki. Ég minnist að hafa heyrt
pabba segja að hver króna yrði að
mörgum í hendi þér og það voru orð
að sönnu. Þú helgaðir heimilinu alla
þína krafta, þú varst kjölfestan okk-
ar, alltaf fyrir hendi, alltaf á þínum
stað. Eftir að börnin komust á legg
fórst þú út á vinnumarkaðinn,
lengst af varstu í bókabúðinni hjá
pabba. Þið pabbi höfðuð yndi af
ferðalögum um landið og fáir eru
staðirnir sem þið ekki heimsóttuð í
ykkar mörgu ferðum. Eftir að pabbi
kvaddi fyrir sjö árum fórum við
saman í margar ferðir, þú varst
ómissandi ferðafélagi. Þú kunnir
skil á flestu er fyrir augu bar og
með þitt frábæra minni fræddir þú
okkur um menn og staði. í síðustu
ferðina okkar á Strandirnar um
verslunarmannahelgina í sumar
dreifst þú þig með, fullviss um að
allur krankleiki mundi hverfa þegar
þú kæmist í ferðalag. Síðasta bfl-
ferðin var í sumarbústaðinn sem við
vorum að byggja í landinu þínu og
þú riáðir að sjá rísa af grunni.
Nú hefur þú lagt upp í ferðina
löngu. Þín verður sárt saknað. Efst í
huga mér er þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta þín svona lengi, fyrir
það þakka ég af heilum hug.
Mig langar að kveðja þig með einu
af ljóðum Jóhanns Jóhannssonar,
sem sungið verður yfir þér í dag.
I bergmálinu, magnast mjúkur kliður
með silfurstrengjum óma verkin þín.
Og ástúð þinni, kveðast hljómakviður.
Hvíldu í friði, elsku mamma mín!
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir
Ásdis.
Fyrstu minningarbrot mín um
ömmu mína eru þegar ég var fárra
ára og lá veik í hjónarúmi afa og
ömmu. I hlýjunni innan um mjúk og
vel lyktandi sængurfötin sem ilm-
uðu af þessari góðu ömmulykt.
Þessi angan sem fylgdi ömmu
minni alla tíð og stendur í raun og
veru efst í minningunni. Angan af
hreinu lofti, hreinlæti og bökun-
arilmi. Ég minnist þess að amma
fór með þulurnar Fagur fiskur í sjó
og Kemur maður gangandi og síðar
þegar ég eignaðist börn fór hún
með sömu þulur og þá leitaði hugur
minn oft til liðinna tíma. Ég minnist
þess líka hvernig var umhorfs í
svefnherbergi afa og ömmu. Við
hliðina á hjónarúminu var stór og
góður svefnbekkur sem beið okkar
barnabarnanna er við komum í gist-
ingu og það voru margar næturnar
sem ég kúrði á bekknum. Ég var
alltaf velkomin til afa og ömmu. Ég
leitaði einu sinni hælis hjá þeim eft-
ir að hafa strokið úr vist frá frænk-
um mínum, þá 5 ára gömul.
I bókabúðinni átti ég margar góð-
ar stundir hjá þeim. Eg minnist vel
hvíta nestisboxins með græna lok-
inu, máðu af margra ára notkun, sem
innihélt alltaf eitthvað góðgæti. Þá
var ekki rokið til og farið eftir sæta-
brauði í bakaríið. En það var sama
hvað amma bauð, það bragðaðist ein-
faldlega allt vel, hvort heldur sem
það var smurt brauð með mysingi
(það var enginn venjulegur mysing-
ur, amma sauð hann upp og bragð-
bætti hann) eða kleinurnar góðu og
soðbrauðið. Þegar ég varð eldri vann
ég í skólafríum í búðinni þeirra. Ég
hef nú gran um að afi hafi oft á tíð-
um ofborgað mér fyrir vinnu mína
en ég reyndi að launa honum það á
minn hátt.
Amma var mikil kjarnakona og
henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún
átti fallegt heimili þar sem allt hand-
bragð bar vinnusemi hennar og fag-
mennsku vitni. Ég minnist hennar
við saumavélina þar sem hún saum-
aði margar flíkurnar og nú seinni ár-
in saumaði hún mikið bútasaum.
Amma sat aldrei auðum höndum. Á
meðan hún horfði á sjónvarpið
prjónaði hún lopapeysur á börn og
barnabörn og einnig til að selja í
búðinni.
Þegar afi dó fyrir sjö áram hafði
ég áhyggjur af ömmu, en það reynd-
ist ástæðulaust. Það var ekki ömmu
líkt að leggjast í eymd og volæði.
Hún fann sér ný áhugamál og hélt
áfram sínu starfi og dugnaði. Nú síð-
astliðið sumar fór að bera á krank-
leika hjá ömmu sem fór versnandi
eftir því sem leið á sumarið. I lok
september varst þú lögð inn á
sjúkrahús. Hálfum mánuði síðar
varstu öll. Þegar ég kom og kvaddi
þig á þriðjudagskvöldinu vissi ég
innst inni að ég ætti ekki eftir að sjá
þig aftur. Ég veit að þú þekktir mig
þegar ég hélt í hönd þína og kyssti
þig bless. Tveim dögum síðar var
hringt í mig og mér tjáð að þú hefðir
dáið klukkan tvö um nóttina.
Ég á eftir að sakna þín mikið,
amma mín. Allra þeirra stunda sem
við fórum saman að versla og ætluð-
um okkur ekki að kaupa neitt að ráði
en komum þó alltaf heim með fulla
poka. Þau skipti sem við fóram á
kaffihús í sumar í góða veðrinu.
Ferðalögin okkar þegar við keyrðum
saman suður í bústað. Þú með góða
skapið, smurða brauðið og sögurnar
sem þú sagðir mér af fólki og landi
er við ferðuðumst milli staða. Nú um
jól og áramót verður tómlegt án þín.
Frá því ég man eftir mér hefur þú
verið hjá okkur á aðfangadagskvöld
og ég ásamt minni fjölskyldu á
gamlárskvöld með þér. Hvar eigum
við nú að vera á gamlárskvöld?
spurðu dætur mínar þegar ég sagði
þeim andlát þitt. Það er huggun
harmi gegn að banalegan var stutt.
Eftir situr sár söknuður um góða
ömmu sem reyndist mér alltaf vel.
Guð geymi þig, elsku amma mín,
og hvfl þú í friði.
Þín dótturdóttir
Eydís Rósa.
Haustið er napurt, laufin á trjánum
að falla og þú, mín elskulega tengda-
móðir, ert farin í ferðalag sem okkur
öllum er ætlað, því ræður enginn.
Auðvitað vildum við hafa þig lengur
hjá okkur en við það varð ekki ráðið,
almættið sá um það. Ég hugsa til
baka þegar ég kom í þessa fjölskyldu
fyrir 35 áram og kveið fyrir að hitta
þig, því í margra augum er tengda-
móðir eitthvað sem hefur mikið að
segja en það var alveg ástæðulaust
því þú varst í einu orði sagt yndisleg
við mig. Lokuð varstu en í augnaráði
þínu skein hlýja og velvild, það sýndi
sig best þegar þú og ég unnum sam-
an, deildum saman eldamennskunni
og prjónuðum á kvöldin fyrir minn
son og þín barnabörn. Þú á þinn góða -
hátt sagðir mér til, sem er mitt vega-
nesti sem ég geymi í mínu hjarta. Það
er svo margt sem ég þakka þér en
það sem er efst í mínum huga er
Árnagarður, sem er okkur öllum svo
kær. Ég veit að næsta sumar hugsa
ég til þín og Áma tengdapabba, sem
nú er með þér, og þakka ykkur fyrir
hvert tré og hvern blett sem þið og nú
við erum búin að rækta, því í mínum
huga áttuð þið þetta allt en við hin er-
um með að láni fyrir afkomendur
þína. Þannig getum við fengið tæki-
færi til að sjá Ámagarð dafna og
vaxa, sem er okkur öllum hugarfóstm-i
og um ókomna tíð á eftir að verða
sælureitur fyrir okkur öll. Ég veit að
þú og Árni eigið eftir að fylgjast með
okkur hvað við ávöxtum þarna. Ég
kveð ykkur með söknuði en ég veit að
ykkur líður vel.
Þín tengdadótth*,
Þorbjörg Traustadóttir. *
GERÐUR
SIGMARSDÓTTIR