Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 45
bemskuminningum mínum eru öll
samskiptin við fjölskylduna á Lyng-
haganum ein veisla. Pegar Inga
kom í heimsókn til mömmu var
alltaf hátíð og gleði. Þótt móðir mín
veiktist síðar af þeim sjúkdómi hug-
ans sem gerir okkur öll ráðþrota og
vamarlaus hefur aldrei borið
skugga á þeirra vináttu. Og enga
manneskju þekki ég sem ræktar
vináttubönd sín af slíkri elju og trú-
mennsku sem hún Inga gerir.
Þótt ég eigi óljósar minningar um
Pál frá bemsku þá kynntumst við
ekki að ráði fyrr en hann hafði
veikst af þjáningarfullum sjúkdómi
hugans sem hann þurfti að berjast
við í nær tvo áratugi. Páll var
skarpgreindur, hnyttinn og hafði
óvenjulega næmni á samfélagið í
kringum sig. Ég minnist með þakk-
læti okkar mörgu samtala og þess
trúnaðar og vináttu sem Páll sýndi
mér. Ég minnist skopskyns hans á
sjálfan sig og aðra og áhuga hans á
náttúrunni og samfélaginu. Ég
minnist væntumþykju hans til sinna
nánustu, ekki síst bamanna í fjöl-
skyldunni. í baráttu sinni sýndi Páll
ótrálegt hugiækki og æðruleysi allt
til dauðans sem kom eins og slys úr
lendum óraunvemleikans, sem eng-
inn fær ráðið við.
Þeir sem ala með sér þá vináttu
sem aðeins dauðinn fær slitið kom-
ast ekki hjá harminum og söknuðin-
um, en eignast í staðinn dýrmætar
minningar. Þótt Páll ætti stóran
vinahóp og góða fjölskyldu verður
söknuðurinn vafalaust Ingu þung-
bærastur, þessari frábæra móður
sem stóð með syni sínum eins og
klettur í hafinu.
Ég vil senda Ingu og fjölskyldu
hennar samúðarkveðjur frá okkur
öllum.
Helgi Kristbjarnarson
og fjölskylda.
Ég kveð vin minn, Pál Gunnars-
son, með djúpri virðingu og þakk-
læti fyrir samfylgdina allt frá barn-
æsku. Að aðstandendum hans er
mikill harmur kveðinn og erfítt að
fínna þau orð til huggunar sem geta
sefað sorgina. Einhver fallegustu
huggunarorð sem ég þekki eru
þessar ljóðlínur eftir ítalska þjóð-
skáldið, Dante Aleghieri, sem hann
leggur hinum látna í munn:
Eg er ekki dáinn; um bústað þó ég breyti,
ég bý með þér og lifi, sem manst mig
enn og grætur.
Sál mín sú þú unnir, saman þinni er runnin.
Palli hefði svo sannarlega viljað
hugga þá sem muna hann og gráta.
Lítil systurdóttir hans, Guðrán
Snorra, þriggja ára, vildi líka hugga
mömmu sína og sagði við hana:
„Getum við ekki bara farið með
flugvél upp í himininn til hans
Palla?“ Páll, móðurbróðh- hennar,
var henni svo góður og hún vissi í
hjarta sínu að hann var bestur í
heimi og nú var hann farinn frá
henni án þess að kveðja. Litlu
systkinin spurðu grátandi, hvort
hann hafi ekki vitað hvað þau elsk-
uðu hann heitt og þau föðmuðu fötin
hans að honum látnum, rétt eins og
þau föðmuðu hann sjálfan lifandi.
Þau vildu finna nálægð hans og
spurðu hvort hann yrði lengi dáinn,
það var svo margt sem þau höfðu
ekki sagt honum og svo vildu þau
segja honum aftur og oft og mörg-
um sinnum hvað þau elskuðu hann
heitt. Ef þau væra svolítið eldri,
myndu þau vita, að Palli vissi vel
hvað þau elskuðu hann heitt og
hann vissi í hjarta sínu hve fölskva-
laus ást og umhyggja fjölskyldu
hans var.
Hetjuleg barátta gegn geðfötlun
er flestum okkar lokuð bók. Páll
Gunnarsson náði ekki fimmtugs-
aldri, en á stuttu æviskeiði barðist
hann erfiðari lífsbaráttu en menn
kynnast á langri ævi. Flest skiljum
við „lífsbaráttu" sem baráttu fyrir
brauðinu, „erfiðleika“ sem tíma-
bundna erfiðleika eftir skilnað,
mannslát eða efnahagsörðugleika
eins og gjaldþrot. Við skiljum að
menn geti sjálfir eyðilagt líf sitt
með óskynsamlegum lífsháttum en
okkur skortir skilning á því sem
geðfötlun getur gert lífi manns sem
lokið hefur háskólanámi með láði, er
glæsilegur á velli, fjölfróður, manns
sem hefur víðtæk áhugamál, og
kemur frá sterkri og samhentri fjöl-
skyldu, er flestum kostum búinn og
lífið virðist brosa við. „Hann átti
það ekki skilið að veikjast“, sagði
nákominn ættingi hans og það voru
orð að sönnu. Litlu bömin, vinir
hans, munu síðar skilja, að sjúk-
dómurinn spyr ekki um það hver
stóð sig vel eða illa. Sumir veikjast
bara og aðrir halda heilsu.
Við sem kynntumst Palla á barns-
aldri gátum séð hann alla ævi eins
og lítil böm sem sjá beint inn í sál-
ina og hjartað, við sáum ekki „sjúk-
ling“, heldur manninn sjálfan og
reisn hans. Ég man Palla vel úr
hverfinu allt frá bamæsku og æ síð-
ar þar sem ég hef verið heimagang-
ur á heimili hans og skólabróður
míns og síðar starfsbróður, Gunn-
ars Snorra. Ég man hvað mér
fannst Palli vera glæsilegur á velli
og góðlegur. Aldrei heyi'ði ég hann
víkja illu orði að nokkram manni og
fyrstur vai' hann einatt til að sam-
gleðjast öðram. Hjartað vai' úr gulli
og gáfumar skínandi, umhyggju-
samur og síhugsandi um annarra
hag og aldrei heyrðist hann biðja
um neitt sér til handa. Aldrei bar á
beiskju í huga hans, ekki heldur eft-
ir að hann veiktist. Alltaf var Palli
fyrstur til að samgleðjast systkinum
sínum og okkur hinum sem komum
oft á heimilið. Palli var ekki allra og
mér fannst mikill heiður að því að
hann var alltaf vinur minn á hverju
sem gekk og hversu veikur sem
hann var. Hann var alltaf samur í
mínum huga og ég leit alltaf upp til
hans, ekki þrátt fyrir sjúkdóminn,
heldur einmitt vegna þess hve mikla
reisn hann bar í þrautum sínum.
Hann var hin sanna hversdagshetja
í baráttunni við hinn illvíga sjúk-
dóm.
En hvemig bregðast menn við ör-
lögum sem þessum? Menn geta
annaðhvort sætt sig við þá ann-
marka sem af þeim hljótast, eða
reynt með þrotlausri glímu að ná
markmiðum sínum þrátt fyrir allt.
Palli valdi ekki þægilegustu leiðina
þegar hann ákvað að setjast aftur á
skólabekk og hóf nám í viðskipta-
fræði í háskólanum. Hann vildi setja
sér markmið og ná árangri, mæta
tO leiks. Hann vOdi „vera“ fremur
en „ekki vera“ svo vitnað sé tO
hinna frægu orða Shakespeare sem
hann lagði Hamlet Danaprins í
munn:
„Að vera eða ekki vera, þarna er
efinn, hvort betur sæmir að þreyja
þolimóður í gi-immu éli af örvum
ógæfunnar eða vopn grípa móti
bölsins brimi og knýja það til
kyrrðar."
Baráttu Páls Gunnarssonar er
lokið, hann reyndi að þreyja þolin-
móður árum saman, en hvort hann
knúði bölsins brim tO kyrrðar, vit-
um við ekki, en við vonum það.
I baráttunni eftir að hann veiktist
og í lífi sínu til hinsta dags, var hann
umvafinn takmarkalausum kær-
leika og umhyggju móður sinnar og
fjölskyldu allrar, sem aldrei brást
honum og tókst með undraverðum
hætti að gefa honum margai- gleði-
stundh-, þrátt fyrir allt. „Fár sem
faðir. Enginn sem móðir.“ segir hið
fornkveðna. Engum duldist það hve
náin þau mæðginin vora og öll
dáðumst við að hugrekki Ingileifar
og baráttuþreki hennar. Hann gat
alltaf leitað tO hennar í hverri þraut,
fullviss um að hún hlustaði á hann,
annaðist hann og síðast en ekki síst,
talaði í hann kjark og leiðbeindi
honum. Honum þótti undurvænt um
móður sína og mat hana meira en
nokkra aðra manneskju og hún stóð
eins og klettur við hlið hans hvað
sem á bjátaði.
En enginn má sköpum renna.
Litlu börnunum segjum við að hon-
um líði núna vel og því trúum við.
PáO Gunnarsson var hrifinn á brott,
engill dauðans laut niður að honum
þar sem hann stóð og hreif hann á
brott með sér, svo að þjáningum
hans mætti linna - kallið var komið.
Við Kjartan vottum, IngOeif
Hallgrímsdóttur, móður hans og
fjölskyldu hans alh’i okkar dýpstu
samúð.
Sigríður Ásdís Snævarr.
+ Inga Brynja
Guðmundsdóttir
fæddist á Akranesi
10. janúar 1947.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu
hinn 8. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Kristinn
Pétursson vörubíl-
stjóri, f. 12. maí
1901 að Gröf í
Miklaholtshreppi,
og Guðrún G. Kjart-
ansdóttir húsfreyja,
f. 17. mars 1904 að
Efri-Miðvík í Aðalvík. Þau eign-
uðust þrjár dætur og var Inga
Brynja þeirra yngst. Systur
Ingu eru: 1) Sólveig Margrét, f.
23.3. 1934, búsett á Akranesi,
gift Davíð Guðlaugssyni, f.
28.6. 1934, hafnarverði. Þau
eiga þijú börn. 2) Guðný Eygló,
f. 12.9.1937, búsett í Reykjavfk,
gift Guðlaugi Einarssyni, f. 4.6.
1935, skipasmið. Þau eiga ljög-
ur börn. Inga Brynja lætur eft-
Þú komst um nótt.
Eg sá þig ekki.
En ég fann návist þína álengdar.
Þegar þú fórst, var tómið eftir.
Og dagurinn fæddist... en allt var breytt
Elsku mamma, við sendum þér
saknaðarkveðjur. Við eram ekki
ennþá farin að tráa því að þú sért
farin frá okkur svona ung. Þú varst
okkur allt, mamma okkar, besti
vinur okkar og gerðir allt fyrir
okkur, stundum meira en þú gast.
En samt fannst þér þú aldrei gera
nóg fyrir okkur.
Litlu sólargeislarnir þínir, stelp-
urnar fimm (barnabömin) Andrea,
Bjartey, Inga Elín, Lisbet og Na-
talía hafa misst miklu meira en
ömmu.
Við vitum núna að þér líður vel
hjá Guði og hann hugsar vel um
þig, og að þú ert fegin hvíldinni
elsku mamma, en þín er sárt sakn-
að við gleymum þér aldrei. Með
þessum fáu orðum viljum við
kveðja þig, elsku mamma. Við von-
um að Guð gefi þér allt sem þú átt
svo sannarlega skilið.
Kær kveðja með miklum sökn-
uði.
Bless mamma.
Sigurlaug Karen,
Kjartan og Hlíf Helga.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(H. Pétursson.)
ir sig tvö börn. Son
með Sigurði Þórð-
arsyni, Kjartan Sig-
urðsson, f. 6.6.
1965, sjómaður, bú-
settur í Vestmanna-
eyjum, kvæntur
Hlíf Helgu Kára-
dóttur, f. 28.10.
1968, og eiga þau
íjórar dætur, a)
Andrea, f. 26.12.
1988. b) Bjartey, f.
17.6. 1990. c) Lís-
bet, f. 8.10. 1994. d)
Natalía, f. 1.2. 1998.
Dóttur með Guð-
mundi Þorkelssyni. Sigurlaug
Karen Guðmundsdóttir, f. 8.7.
1968, baðvörður, búsett á Akra-
nesi. Hennar dóttir er Inga Elín
Cryer, f. 24.11. 1993. Faðir
Ingu Elínar er Steve Antony
Cryer.
Inga vann lengst af við fisk-
verkun.
Utför Ingu Brynju fer fram
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
og æðra hlutverk hjá Honum og að
nú líði henni vel.
Minningarnar hrannast upp,
minningar frá liðnum árum sem
spanna allt mitt líf þar sem Inga
var stór þáttur af þessari föstu til-
veru sem ég hef lifað og hrærst í.
Minningar frá öllum góðu
stundunum sem við systkinin átt-
um með henni, þegar hún ásamt
börnunum sínum, þeim Kjartani
og Sillu Karen, bjó á Skagabraut-
inni hjá ömmu og afa þar sem
segja má að við höfum átt okkar
annað heimili.
Minningar frá skemmtiferðinni
sem Inga bauð mér í, þá lítilli
frænku, í ævintýraferð til Reykja-
víkur þar sem við gistum á hóteli
og gerðum okkur margt til
skemmtunar, þvílík upplifun fyrir
litla telpu.
Inga var alltaf boðin og búin að
hjálpa og aðstoðaði mig ef ég þurfti
að láta líta eftir bömunum mínum
endram og sinnum. Þá var lítið mál
að leyfa Birnu Dröfn dóttur minni
að droppa inn og bíða eftir rútunni
þegar hún þurfti að sækja Tónlist-
arskólann á Akranesi eftir að við
fluttum inn á Hvalfjarðarströnd.
Inga átti mikinn fjársjóð, það
voru börnin hennar þau Kjartan og
Silla Karen sem og tengdadóttirin
hún Hlíf, og að ekki sé minnst á
litlu ömmustelpurnar fimm.
Alltaf hugsaði hún út til Vest-
mannaeyja til Kjartans, Hlífar og
dætra þeirra fjögurra. Minntist-
hún ósjaldan á þau og heyrði mað-
ur þá á henni hvað hún saknaði
þeirra mikið og hversu stolt hún
var af þeim og hefði hún viljað geta
hitt þau miklu oftar en hún gerði.
Sama var þegar Silla Karen giftist
og flutti út til Englands, og mikil
var gleðin þegar Silla kom heim
aftur með litlu dótturina hana Ingu
Elínu fyrir hálfu öðra ári. Það er
mikið gleðiefni að þær nöfnur
skyldu fá að kynnast eins náið og
raunin varð á.
Gleðin að geta létt undir með
Sillu og litið eftir nöfnu sinni á
meðan Silla var í vinnu var mikil.
Hún var börnum sínum góð móð-_
ir við oft á tíðum erfiðar aðstæður
og gerði hvað hún gat til að rétta
þeim hjálparhönd og er þeirra
missir mikill.
Elsku Kjartan, Silla, Hlíf, Andr-
ea, Bjartey, Inga Elín, Lísbet og
Natalía, megi algóður Guð styrkja
ykkur og vernda á þessari erfiðu
stundu og um alla framtíð.
Systrum Ingu Brynju þeim Mar-
gréti og Guðnýju svo og fjölskyld-
um þeirra votta ég mína dýpstu
samúð.
Elsku Inga. Guð blessi þig og
minningu þína.
Þín frænka
Harpa Hrönn Davíðsdóttir.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
KRISTÍN STURLUDÓTTIR
frá Fljótshólum,
Kirkjuteigi 17,
Reykjavík,
lést laugardaginn 2. október síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Gunnar Svanberg,
Hafsteinn R. Gunnarsson,
Svanhildur Gunnarsdóttir,
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir.
INGA BRYNJA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elsku amma mín.
Með örfáum orðum vil ég þakka
þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú
skilur eftir stórt skarð í lífí mínu.
Sú spuming vaknar „Hver á að
passa mig núna þegar mamma er
að vinna?“ En við björgum því,
láttu þér líða vel hjá Guði og ég
veit að hann hugsar vel um þig og
þér líður vel núna, elsku amma
mín.
Sumir koma inn í líf okkar
og hverfa þaðan fljótt.
Aðrir staldra við, skilja eftir
fótspor í þjarta okkar,
og við erum aldrei söm.
Með saknaðai'kveðju.
Bless, amma mín.
Inga Elín.
Inga frænka er dáin!
Fregnin um andlát Ingu kom yf-
ir okkur sem reiðarslag. Það var
eitthvað sem við áttum ekki von á
svo fljótt, allt of fljótt finnst okkur
sem þekktum hana.
En vegir guðs eru órannsakan-
legir og trúum við því og treystum
að henni sé ætlað eitthvað annað
+
Eiginmaður minn,
GUÐBJÖRN EÐVARÐ INGVARSSON
málarameistari,
Stigahlíð 26,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
3. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Gróa Eggertsdóttir.
AXEL HJELM,
lést á heimili sínu á Hofsósi fimmtudaginn
7. október.
Vinsamlega athugið að áður auglýst útför frá
Hofsóskirkju, laugardaginn 16. október, er
frestað til sunnudagsins 17. október kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Ágúst Axelsson.