Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Haraldur Z.
Guðmundsson
fæddist á Grófliól-
um í Arnarfirði 20.
april 1910. Hann
lést á Hrafnistu
hinn 8. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jónína
Jónsdóttir og Guð-
mundur Stefánsson.
Systkini Haraldar
voru Jón Stefán, f.
' 10.10. 1904; Bogey
Ragnheiður, f. 9.12.
1905; Egill Ólafur,
f. 24.3. 1908; Guð-
mundur Richard, f. 16.1. 1912;
Gunnar, f. 24.6. 1913; Sigurður
Hallgrímur, f. 27.1. 1915; Krist-
inn Július, f. 27.7. 1920, auk
þess átti Guðmundur Indriða, f.
19.12. 1901 og Friðriku, f. 31.3.
1904. Systkinin era nú öll látin.
Þegar Haraldur var
eins og hálfs árs að
aldri var hann sendur
í fóstur að Syðri-
Reykjum í Miðfirði
og dvaldi þar til 17
ára aldurs. Fóstur-
foreldrar hans voru
Jónas Jónsson og
Anna Kristófersdótt-
ir. _
Árið 1940 kvæntist
Haraldur Nönnu
Jónsdóttur, f. 17.12.
1911, dóttur Jóns J.
Skúlasonar og
Salóme Jóhannesdótt-
ur frá Söndum í Miðfirði. Nanna
lést 20. október 1972. Dætur
þeirra eru: 1) Jóhanna Ingibjörg,
kaupkona, f. 20.9. 1941, gift Víði
Þorgrímssyni kaupmanni, f. 2.3.
1941. Börn þeirra eru: a) Harald-
ur Þór, kerfisfræðingur, kvæntur
Huldu Hákonardóttur og eiga
þau þrjú börn. b) Haukur, mat-
reiðslumeistari, í sambúð með
Unni Magnúsdóttur og á hann
þrjú börn. c) Ingibjörg Margrét,
húsmóðir, gift Jóni Magnússyni
og eiga þau þijár dætur, d)
Bj ö rn , n u d d fræð i ngu r, í sambúð
með Önnu Lindu Guðmunds-
dóttur og á hann einn son. 2)
Anna Jóna, f. 27.7. 1949, banka-
fulltrúi, gift Ævari Snorrasyni,
f. 24.11. 1948, rafverktaka, og
eiga þau tvær dætur: a) Nanna,
nemi, og b) Arna, nemi.
Haraldur stundaði verslunar-
störf mestan hluta ævi sinnar,
hann var verslunarstjóri hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga, síðan
í verslun Náttúrulækningafé-
lagsins þar til hann opnaði eigin
verslun, Hunangsbúðina í Dom-
us Medica. Eftir að hann lét af
störfum gat hann helgað sig
fjölmörgum áhugamálum sínum
og hafði hann sérstaka ánægju
af garðyrkju og útiveru.
Utför Haraldar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
HARALDUR Z.
GUÐMUNDSSON
Með örfáum orðum langar mig
að minnast vinar míns og tengda-
föður Haraldar Z. Guðmundsson-
ar. Eg kynntist honum snemma
árs 1970 þegar ég fór að venja
Komur mínar á Kleppsveg 48, en
ástæða þess var jarphærð og
brúneygð heimasæta, dóttir þeirra
Nönnu og Haraldar. Haraldur átti
sér fjölmörg áhugamál, enda var
hann sjaldan aðgerðalaus. Hann
batt inn bækur, skar í tré, horn og
hvaltennur. Til vitnis um hagleik
hans eru margir gripir hans til
prýðis á heimilum fjölskyldunnar.
En stærsta áhugamál hans var
garð- og trjárækt og er fram liðu
stundir keyptum við í sameiningu
sumarbústaðaland úr landi Helga-
dals í Mosfellssveit. Þar áttum við
ófáar ánægjustundir saman, en
hann vakti áhuga minn á jarðrækt
og var hann óþrjótandi fróðleiks-
brunnur um þau mál. Góður og
skemmtilegur ferðafélagi var
hann og sama hvar á landinu við
vorum stödd, alltaf þekkti Harald-
ur til bæjarnafna og héraðs.
Margar aðrar minningar á ég til
um þann sem ég með sárum sökn-
uði kveð í dag. Far þú í friði minn
góði vinur.
Ævar Snorrason.
Kæri afi, það er erfitt að setjast
hiður og skrifa um minningar sem
ná yfir næstum fjörutíu ár. í gegn-
um þig fékk ég innsýn í líf fólks
fyrr á öldinni en þú varst alinn upp
í torfbæ og gekkst í gegnum ótrú-
legar þjóðfélagsbreytingar á ævi-
skeiði þínu. A ungdómsárum þín-
um þurfti ungt og auralítið fólk að
ganga ef það þurfti að bregða sér
af bæ jafnvel þótt um langan veg
væri að fara. Það var alltaf gaman
að heyra þig segja sögur frá þess-
um tíma.
Það var sterkt og gott samband
milli okkar enda ég skírður í höfuð-
ið á þér og fyrsta barnabarnið,
sennilega er einfaldast að segja að
við höfum alltaf verið góðir vinir.
Þegar ég horfi til baka finnst mér
ótrúlegt hvernig þú nenntir að taka
mig með þér upp í sumarbústað,
helgi eftir helgi, þótt ég stæði varla
fram úr hnefa fyrstu árin. Það var
ómetanlegt fyrir mig sem dreng að
eiga afa sem alltaf hafði nógan
tíma og lá aldrei neitt á. Fyrstu
minningarnar um okkur eru frá því
er ég sat í fangi þínu við eldhús-
gluggann á Kleppsveginum og við
skoðuðum útsýnið saman, sundin
blá og Viðey. Alltaf var auðvelt að
plata þig til að lesa barnabækur og
það var ekki fyrr en nýlega sem þú
játaðir að hafa verið orðin ansi
þreyttur á Dagfinni dýralækni og
félögum.
Það var gaman að fylgjast með
öllum áhugamálunum sem þú tókst
upp við eftirlaunaaldurinn og
hversu virkan þátt þú tókst í tóm-
stundastarfi aldraðra en eftir þig
liggja margir góðir og fallegir hlut-
ir.
En kæri afi, þú varst gæddur öll-
um þeim kostum sem góður afi þarf
að búa yfir og mér þykir verst að
eiga aldrei aftur eftir að heyra þig
segja „ert þetta þú nafni minn?“.
Haraldur Þór Víðisson.
Elsku afi.
Minningarnar um þig eru
óþrjótandi og ég gæti auðveldlega
skrifað heila bók um allt það sem
við gerðum saman. Það var alltaf
svo gaman að vera með þér, því
kímnigáfan var aldrei langt und-
an. Við áttum alltaf svo vel saman
og vorum svo góðir vinir. Það var
ekki ósjaldan sem ég var í heim-
sókn hjá þér og við töluðum um
lífið og tilveruna. Það var alveg
sama hvað ég gerði alltaf stóðst þú
með mér. Mér fannst svo ánægju-
legt hvað þú varst vel liðinn hvar
sem þú varst. Þú hafðir alltaf svo
mikla ánægju af því að ræða við
fólk og ópalpakkinn var ekki langt
undan þegar eitthvað bjátaði á hjá
ungum sálum. Þau voru ekki ófá
skiptin sem ég fór með þér upp í
Grófhóla, en þar varst þú yfirleitt
öllum stundum. Til þess að mér
leiddist ekki bjóst þú til hús handa
mér þar sem ég lék mér á meðan
þú stundaðir þína gróður- og jarð-
rækt. Það varst þú sem sást til
þess að ég lærði að synda. Þú
minntist þess oft, þegar sund-
kennarinn kallaði á þig til þess að
sýna þér að ég gat flotið. Einnig
minntist þú þess iðulega þegar ég
sagði að ég færi ekki í sund nema
afi kæmi með. Þetta voru góðar
minningar í okkar huga. Ég
hlakkaði alltaf mikið til jólanna
því þá vissi ég að þú kæmir til
okkar að borða á aðfangadags-
kvöld. Það var ekki ósjaldan sem
ég beið úti í glugga eftir að sjá
græna Saabinn og þig undir stýri.
Þú varst alltaf svo þolinmóður við
mig og aldrei var ég skömmuð.
Það eina sem þú gerðir einstöku
sinnum var að gefa mér selbita.
Ég minnist þess þegar ég settist
við skrifborðið þitt og rótaði í öll-
um skúffunum og þegar ég límdi
alla símaskrána saman svo hún
varð ónothæf.
Elsku besti afi minn, ég veit að
þú ert kominn á góðan stað með
ömmu Nönnu. Þú varst oft búinn
að tala um að fá að fara því þú
varst orðinn svo veikur. Ég mun
alltaf minnast þín með hlýhug og
ég þakka þér fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir mig.
Þín
Nanna.
A fallegum haustdegi kvaddir
þú, elsku afi, þennan heim eftir
langan og strangan dag og eflaust
ert þú nú hvíldinni feginn. Þú skil-
ur eftir þig margar ljúfar minning-
ar. Við munum þig alltaf með
stríðnissvipinn og skondin tilsvörin
þín með opal í vasanum á eitur-
grænum Saab á leiðinni upp í
Mosó. Þar undir þú þér alltaf best
innan um gróðurinn sem var þér
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
PÁLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
er látin.
Ormar Þór Guðmundsson, Kristín Valtýsdóttir,
Gerður Birna Guðmundsdóttir, Daníel Guðnason,
Björn Þ. Guðmundsson, Þórunn Bragadóttir,
Ásgeir R. Guðmundsson, Fríða Ragnarsdóttir,
Atli Freyr Guðmundsson, Þorgerður Jónsdóttir.
J
t
Ástkær móðir mín,
MARGRÉT OLLÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Krummahólum 10,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 18. október og hefst athöfnin
kl. 13.30.
Haukur Ólafsson.
svo kær. Þaðan eigum við okkur
mai'gar kærar minningar um ævin-
týrin sem Grófhólar buðu upp á
fyrir krakka. En áhugamálin voru
fleiri og eftir þig liggja margir fal-
legir listmunir sem við munum
ávallt varðveita sem ættargersem-
ar. Það var sárt að horfa upp á svo
sköpunarglaðan mann missa get-
una til að sinna hugðarefnum sín-
um. Það er gott til þess að hugsa
að þú hvílir í friði núna og valsir
um sveitir himnaríkis með ömmu
þér við hlið.
Kallið er komið,
Komin er nú stundin,
Vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Takk fyrir allt, elsku afí.
Haukur, Inga og Björn.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með þessari bæn, því ég veit að þér
þótti hún svo falleg.
I bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Eg leita þín, Guð leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Eg reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Eg geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í bijósti mér.
Eg betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ drottinn minn.
(PéturÞórarinsson.)
Loks hefur þú fengið hvíldina
eftir hetjulega baráttu við þennan
erfiða sjúkdóm. Aldrei heyrði ég
þig kvarta meðan á þínum veik-
indum stóð, frekar en ég heyrði
þig nokkrum sinni gera í gegnum
tíðina. Mig langar í örfáum orðum
að þakka þér elsku amma fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við átt-
um saman, og sér í lagi síðustu ár-
in. Þú áttir sérstaklega auðvelt
með að fá mig til að hlægja, enda
fór ég alltaf í betra skapi frá þér,
þar sem þú stóðst út á tröppum og
baðst Guð að geyma mig og beiðst
þar til ég var horfin sjónum, þessa
mynd af þér mun ég varðveita í
mínu hjarta. Ósjaldan var ég
spurð af því af mínum vinum hvort
þeir fengju nú ekki að kíkja með
mér til ömmu þegar ég var að lýsa
þér og þínum húmor. Ég mun
sakna þess að geta ekki droppað
við á Digranesveginum hjá þér og
borðað pönnukökurnar þínar og
hlustað á hvernig þú lést óspart
skoðanir þínar í ljós á þinn ein-
staka hátt. Þakka þér samveruna
elsku amma mín og Guð geymi
þig-
Þín
Helga Nanna.
Nokkur orð til elsku afa míns:
Ég trúi því vart að þú sért far-
inn, þú sem ert búinn að vera svo
stór hluti af lífi mínu alveg frá því
að ég man eftir mér; alltaf jafn
blíður og góður. Þér á ég svo
margt að þakka, allt sem þú hefur
gefið mér, það er ótæmandi. Þess
vegna reynist mér það erfitt að
skrifa þessi orð, af svo mörgu er að
taka. Én eitt af því sem stendur
mér efst í huga er kímnigáfan þín
sem braust oft fram á ólíklegustu
stundum, með henni tókst þér að
lokka fram óteljandi brosin og
létta lund. Þú hafðir sterkan per-
sónuleika og lést ekki auðveldlega
bilbug á þér finna. Af þér get ég
margt lært og það sem þú hefur
kennt mér verður gott vegarnesti
út í lífið. Ég kveð þig með söknuði
í hjarta en jafnframt gleðst ég fyr-
ir þína hönd þar sem nú líður þér
betur og þjáningum þínum hefur
linnt.
Þín
Arna.
Fyrir næstum 87 árum kom rúm-
lega ársgamall drengur, Haraldur
Z. Guðmundsson í fóstur til móður-
foreldra minna Önnu Kristófers-
dóttur og Jónasar Jónssonar, sem
þá bjuggu á Dalgeirsstöðum í Mið-
firði. Lífsbaráttan var hörð á þess-
um árum og kotbýli gaf ekki mikla
möguleika til framfærslu, ekki síst
vegna þess að oft bjuggu 2-3 fjöl-
skyldur á hverjum bæ. Hef ég grun
um að stundum hafi verið þröngt í
búi. Nokkrum árum seinna flutti
Haraldur ásamt fósturforeldrum
sínum að Syðri-Reykjum í Miðfirði
og ólst hann þar upp til fullorðins-
ára.
Náin tengsl mynduðust milli
Haraldar, fósturforeldra og fóstur-
systkina og þá sérstaklega þeirra
sem voru honum næst í aldri. Mér
er í minni hversu kært var milli
hans og yngstu fóstursystkina
hans, Gunnars og Elínborgar móð-
ur minnar. Ungur fór Haraldur að
vinna fyrir sér og vann þá við hefð-
bundin sveitastörf eða það sem til
féll. Um tvítugt veiktist hann af
berklum og varð að fara til dvalar á
berklahælið á Vífilsstöðum, þar
sem hann fékk lækningu og komst
til góðrar heilsu. Nokkrum árum
seinna flutti Haraldur suður til
Hafnarfjarðar og fór að vinna hjá
Kaupfélagi Hafnfirðinga. Þá hafði
Haraldur kvænst ungri glæsilegri
konu, Nönnu Jónsdóttur, ættaðri
frá Söndum í Miðfirði og eignuðust
þau hjónin tvær dætur, Jóhönnu og
Ónnu Jónu. Alltaf var gott að koma
á heimili Nönnu og Haraldar. Hús-
bóndinn hress og kátur og vildi
hvers manns vanda leysa og hús-
móðirin þessi ljúfa og hlýja mann-
eskja. Manni leið aUtaf vel í návist
þeirra. Meirihluta starfsævi sinnar
vann Haraldur við verslun. Fyrst í
Hafnarfirði eins og áður var getið,
en flutti svo til Reykjavíkur og rak
Náttúrulækningabúðina um árabii.
Síðan stofnaði hann ásamt öðrum
eigin verslun, Hunangsbúðina, sem
hann rak í nokkur ár í Domus Med-
ica. Eftir að hann hætti verslunar-
rekstri vann hann hjá Tóbakseinka-
sölu ríkisins og á fleiri stöðum.
Kona Haraldar lést á besta aldri
eftir erfið veikindi. Fráfall Nönnu
var honum mikið áfall. En Harald-
ur var einn af þessum mönnum
sem alltaf gat fótað sig þótt á móti
blési. Um það leyti sem kona hans
lést keypti Haraldur land hér í ná-
grenni Reykjavíkur. Þar hóf hann
ræktun á trjám, kartöflum og
fleiru. Eftir að hann komst á eftir-
laun má segja að hann hafi dvalið
meira og minna í sumarbústað sín-
um, frá því snemma á vorin og
fram á haust. Það var gaman að
koma í sveitina til Haraldar. Skoða
hversu vel honum fórust ræktunar-
störfin úr hendi, fræðast af honum
og taka þátt í áhugamáli hans.
Mér er í minni þegar Elínborg
móðir mín lá banaleguna hversu
annt Haraldur lét sér um hana. I
tvö ár kom hann til hennar á hverj-
um degi og dvaldi hjá henni tímun-
um saman.
í nokkur ár sá hann um allt við-
komandi fjármál mín meðan ég var
í námi erlendis og gerði það með
miklum sóma.
Síðustu ár ævinnar bjó hann í
þjónustuíbúð íyrir aldraða við Dal-
braut. Þótt heilsan væri farin að
gefa sig fylgdist hann vel með og
var gaman að koma til hans og
rabba við hann. I íbúðinni hans voru
hjá honum allir hlutirnir sem hann
hafði skorið út, leirker og leirstytt-
ur sem hann hafði formað og mynd-
ir sem hann hafði teiknað. Haraldur
var nefnilega mjög listrænn í sér.
Fallinn er í valinn vinur til
margra ára, en minningar um góð-
an dreng fylgja manni.
Dætrum Haraldar, þeim Jó-
hönnu og Önnu Jónu og fjölskyld-
um þeirra flyt ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Samúel.