Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 6Í
____BRÉF TIL BLAÐSINS_
Ur einu í annað
Frá Guðmundi Jóhannssyni:
ÖÐUM styttist í að núverandi
kjarasamningar renni sitt skeið,
þótt segja megi að allt samnings-
tímabilið hafi ver-
ið launadeilur,
sem verður að
teljast óeðlilegt
því samningar
skulu standa og
njóta fullrar frið-
helgi. Hitt er svo
annað og önnur
hlið á málinu að
krefjast verður af fulltrúum launa-
stéttarinnar að sjá um að fá sinn
hlut af þjóðarkökunni. Ekki er
ósennilegt að tekist verði á í þeim
samningum sem framundan eru og
víst er að launastéttirnar eru á fullri
ferð með að safna vindi í seglin, eft-
ir að hafa fengið landsföðurlegar
ábendingar frá forsætisráðheri'a,
þar sem hann gaf tóninn, um að í
komandi kjarasamningum yi'ði að
gæta hófs í öllum kröfum um bætt
kjör. Einhvem tímann var það sagt
að „eftir höfðinu dönsuðu limirnir".
Við þessa ábendingu forsætisráð-
herrans varð einhverjum að orði:
„Maður, líttu þér nær“. Af eðlileg-
um ástæðum breíkkar hið launalega
bil æ meir og meir mOli hinna ýmsu
stétta, meðan prósentuformið er
viðhaft. Ekki var meiningin að fjöl-
yrða mjög um hin almennu kjara-
mál það eru aðrir sem það gera. Frá
þessum örstuttu hugleiðingum
vendi ég mínu kvæði í kross og sný
mér að því, sem nær mér stendur,
máli aldraðra. Nú er ár aldraðra að
renna sitt skeið, sem hófst með
„pomp og px-agt“ 1. október fyrir ári
síðan. Nýverið sá ég afrekskrá
framkvæmdanefndar „Ars aldr-
aðra“ og hlustaði síðan á hana á há:
tíð aldraðra núna 1. október. í
stuttu máli má segja að þar hafi
ekki annað komið fram en að fundir
hafi verið haldnir víða um land, svo
og gerð könnun á stöðu aldraðra í
þjóðfélaginu með hinni umræddu og
umdeildu skýrslu Félagsvísinda-
stofnunar. Sjálfsagt hefur það verið
í góðri meiningu gert hjá Samein-
uðu þjóðunum að stofna til þessa
árs aldraðra, með yfirskriftinni:
„Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“.
Hvað aetli felist í þessum fyrirheit-
um? I sannleika sagt finnst mér
uppskera ársins mjög rýr. En við
skulum vona, eins og Jón Helgason,
fi’amkvæmdastjóri „Ars aldraðra“,
komst að orði að sá snjóbolti, sem
stofnað hefði verið til með fundar-
höldum eigi eftir að stækka og bera
árangur. Það ber að þakka jákvæða
afstöðu ýmissa aðila til aldraðra og
má þar nefna ungt fólk sem m.a.
hefur tekið að sér að leiðbeina því í
tölvunámi og kannski fleiru. Varð-
andi skýrslu Félagsvísindastofnun-
ar um kjör aldraðra, ski'ifaði ég
grein fyrir noklmx þar sem ég
óskaði eftir nokkrum upplýsingum
um nokkur atriði í henni, þar á með-
al hve margii’ sem í könnuninni
voru hefðu haft launatekjur. Þessi
forvitni mín hefur ti-úlega ekki vei-ið
talin svaraverð, enda ekkert um það
heyrst.
Þó að mér sé ljóst að stjómvöld
hvorki sjá né heyra þær ábending-
ar, að stór hluti lífeyrisþega, ásamt
ýmsum öðrum láglaunahópum, hafa
setið við skertan hlut við veisluborð
þjóðarinnar æði lengi, þá ætla ég
eigi að síður að rifja upp það sem
ljóst má vera að er hreint ranglæti,
sem stjórnvöldum þóknast að við-
halda gangvart öldruðum. Má þar
fyrst nefna að með hækkandi launa-
þróun og óbreyttum skattleysis-
mörkum þýðir aukna skattbyrði hjá
láglaunafólki, einnig skal bent á,
þótt það hafi verið gert áður, að líf-
eyrissjóðsþegar njóta ekki al-
mennra laga um 10% fjár-
magnstekjuskatt á greiðslum úr líf-
eyrissjóði, þótt það sé viðurkennt að
2/3 af þeim' greiðslum séu fjár-
magnstekjur, þá vita það allir að
aldraðir hafa ekki fengið nema
u.þ.b. helming af hækkun launavísi-
tölunnar, fyrir síðastliðið tímabil.
Hér hefur verið drepið á toppinn á
ísjakanum á því í'anglæti sem aldr-
aðir og aðrii- láglaunahópar hafa
orðið að sæta af hálfu stjómvalda.
Mér finnst þetta ekki hlægilegt,
eins og tveir í’áðherrar virtust gera,
í beinni sjónvarpsútsendingu í um-
ræðum um stefnuræðu foi'sætisráð-
herra, þegar stjórnarandstaðan vax-
að deila á stjórn þeiri’a fyrii’ að um-
ræddir hópar sætu við skertan hlut.
Það er líka ömurlegt á að hlusta
þegar fulltrúar stjórnvalda koma
fram í fjölmiðlum og halda því
blákalt fram að aldraðir hafi fengið
sinn hlut af góðærinu, eins og Val-
gerður Sveirisdóttir lét sér um
munn fara í sjónvarpinu í fimmtu-
dagsumræðunni 16. september, en
því miður eru íleiri úr þeim herbúð-
um sem leyfa sér svona málflutning.
Það er ekki við góðu að búast á
meðan stjómvöld brynja sig svona
óheiðarleika i málflutningi. Aldraðir
biðja ekki um nein sérfríðindi en
þeir krefjast sömu réttinda og aðrir
þjóðfélagsþegnai’.
GUÐMUNDUR JÓHANNSSON,
eftirlaunaþegi.
Guðmundur
Jóhannsson
Þeir gefa það ekki einu
sinni upp fyrir vestan
Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur:
AUSTFIRÐINGAR og Akureyr-
ingar eiga góða veðrið. Þessu slá
þeir stundum fram fréttamenn og
veðurfræðingar í sjónvarpi og út-
varpi. Ef það er sól og blíða dag eft-
ir dag á Isafírði, segja þáttastjóm-
endur gjarna: „Ertu að segja alveg
satt, getur þetta verið?“ Kannski á
þetta að vera fyndið, en gerið þið
ykkur grein fyrir því, ágætu fjöl-
miðlamenn, að ásamt vegakerfinu
eigið þið stóran þátt í að fólk veigrar
sér við að koma vestur á firði. „Æt-
liði virkilega að fara að fara þama í
þennan kuldapoll á hjara veraldar,“
segir fólk við vini og ættingja.
I morgun, 8. október, sagði
fréttamaðurinn og ræddi um hita-
stigið í Bolungarvík: „Þeir gefa það
ekki einu sinni upp.“ Ef það hefði
verið fyrir norðan eða austan hefði
einfaldlega verið sagt: „hitastig
vantar". Þið þurfið að fara að hugsa
um hvað þið erað að gera, þetta er
ekki fyndið heldur eigið þið ykkar
þátt í að koma því inn í þjóðarsálina
að hér sé alltaf kalt. Það er einfald-
lega ekki rétt. Hér er mjög oft gott
veður og stundum jafnvel betra en
annars staðar. Mestan þátt í því á
sennilega lognið okkar og háu fjöll-
in. Við eram kannski ekki nógu
dugleg eins og Akureyringar og
Egilsstaðabúar að hringja í útvarp-
ið í hvert sinn sem sólin sýnir sig,
en það þýðir ekki að sjólin skíni
ekki, eða að það sé ekki hlýtt og
notalegt. Hitastig er líka afstætt,
það getur komið frost í hvaða mán-
uði sem er fyrir austan og norðan
inni í landi. I Kaupmannahöfn varð
ég vör við að vori til að 16-17 hiti
var skelfilega kalt, sem er mjög
hlýtt á ísafirði. Ekki veit ég hvað
veldur. Fyrir nokkram ánxm voru
teknar upp veðurmælingar á Isa-
firði. Það vora lögreglumenn hér
sem sáu um það, þá voru oft hærri
tölur hér en á Akureyri, því var svo
hætt, því miður.
Það getur vel verið að ykkur finn-
ist þetta skemmtilegt, en okkur er
ekki skemmt, mér er oft skapi næst
að biðja ykkur einfaldlega að sleppa
Vestfjörðum úr veðurfregnunum.
Við betur sjáum um þetta sjálf. I dag
eru aftur veðurmælingar á Isafirði,
framkvæmdar af starfsmanni Veður-
stofu hér en þær niðurstöður era
ekki birtar, ekki veit ég af hverju.
Sagt er að verið sé að hugsa um sjó-
menn en hvaða gagn er sjómönnun-
um okkar að veðurathugunum á
Egilsstöðum, eða Akureyri? Við hér
vestra eram orðin langþreytt á enda-
lausum neikvæðum fréttum héðan.
Að hluta til er þetta sjálfsagt okkur
að kenna, en era menn ekki bara
orðnir svo vanir því að allt sé svo nei-
kvætt hér að það sé allt í lagi að
halda í það spaug, eins og Hafnar-
fjarðarbrandara, eða eitthvað álíka?
En ég bið ykkur samt um að snúa
þessu við og reyna að fara beggja
blands, eða hætta einfaldlega að tala
um okkur og láta okkur bara í friði.
Utvarp og sjónvarp era stei’kir miðl-
ar og geta þaft mikil áhrif á fólk
ómeðvitað. Ég bið ykkur, fjölmiðla-
menn, að hafa það í huga næst þegar
ykkiu’ langar að koma með neikvæð-
ar athugasemdir um veður eða at-
burði á Vestfjörðum.
ÁSTHILDUR CESIL
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljalandsvegi 100, ísafirði.
To p l\\Vao^
PERTTI
PALMROTH
Sérlega vönduð stígvél
- Fró Finnlandi
- Þola bleytu
- Loðfóðruð
- Ýmsar tegundir
Teg. 10538/10552
Litir: Brúnir, svartir
Stærðir: 37-41
Verð óðu r.MW
Verð nú: 8.995
Póstsendum samdægurs
1 oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg. S: 552 1212
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 24. útdráttur
4. flokki 1994 - 17. útdráttur
2. flokki 1995 - 15. útdráttur
1. flokki 1998 - 6. útdráttur
2. flokki 1998 - 6. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1999.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Ibúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum.
íbúðalánasjóður
I Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
1899 |p 1999
Á íslandi síðan 1925
MULTIPLA FIAT
Óvenjuskemmtileg og djörf hönnun sem svo sannarlega
hefur slegið í gegn í Evrópu. Ótrúlegt rými fyrir sex
manns. Bíll sem þú verður að skoða og prófa tii að trúa.
Multipla Fiat - Fullkominn fjölskyldubíll
Muitipla Fiat 103 hestöfl Renault Scenic 90 hestöfl MMC Space Star 86 hestöfl Mazda Premacy 115 hestöfl
Fjöldi sæta 6 5 5 5
ABS hemlar Já Já Já Já
Vél 1.6 16v 1.6 8v 1.3 16v 1.8 16v
Loftpúðar 4 2 2 4
Stærð LxBxH 3.99 x1.87x1.67 4.13x1.72x1.60 4.03 x1.70x1.51 4.29x1.70x1.57
Samlæsinqar Já Já Já Já
Faranaursrvmi lítr. 430/1300 410/1800 370/1370 370/1800
Okum.sæti rafstýrð Já Nei Nei Nei
Verð 1.630.000 1.678.000 1.525.000 1.859.000
Istraktor ?p
ILAR FYRIR ALLA
Opið á laugardögum 13-17
SMIÐSBÚÐ 2 - GARDAB