Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 65

Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 65, I DAG ÁRA afmæli. Á morgun, laugardag- inn 16. október, verður sjö- 70 tug Sigríður Siguijónsdótt- ir, Brekkugerði 9, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Björn Onundarson, læknir. A afmælisdaginn munu börn Sigríðar halda henni afmælisfagnað í Félags- heimilinu Drangey, Stakka- hlíð 17, Reykjavík, frá kl. 16-19. Eru allir vinir og vandamenn hjartanlega vel- komnir til að samgleðjast afmælisbarninu. BRIDS Umsjún Guðmundur l'áll Arnarsun I þættinum í gær sáum við Gabriel Chagas upp á sitt besta. Hér er annað spil úr leik Brasilíumanna og Kín- verja frá IOC-mótinu í Sviss, en nú stóð Chagas sig ekki eins vel. Suður gefur; allir á hættu. Norður A - V D43 ♦ ÁD10752 * 10954 Vestur Austur A109 A KD87654 * G852 V 32 ♦ KG43 ♦ - *632 * 98 Suður A ÁG V ÁK10976 ♦ 6 + KDG8 Vestur Norður Austur Suður Boas Zhang Campos Liu - - 1 lauf* Pass 2 tíglar 4 spaðar Pass Pass 6 tfglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass *Sterkt lauf. Þannig gengu sagnir í lokaða salnum. Kinveijarnir Zhang og Liu fá mjúka lendingu í sex hjörtum, sem er prýðileg slemma, en tap- ast þó ef vestur hittir á að spila út tígli. - Hvernig þá? Jú; væntanlega mun sagn- hafí fara upp með ásinn, því hann telur sig geta trompað spaðagosann í blindum. En hin slæma tromplega setur strik í þann reikning. En auðvitað kom vestur út með lit makkers. Liu vandaði sig nú þegar hann kastaði tígli úr borði og tók a spaðaásinn heima. Hann lagði svo niður hjartaás og sá leguna. Næst lét hann hjartatíuna rúlla yfir og spilaði loks galvaskur tígli á drottninguna. Þegar svín- ingin gekk gat hann hent spaðagosa niður í tígulás og gaf því aðeins einn slag á laufásinn. En hvað kemur Chagas þessu máli við? Hann var í norður í opna salnum. Branco vakti á hjarta og Chagas ákvað að svara með tveimur tíglum. Austur stökk í fjóra spaða og við því sögðu allir pass!? Branco taldi að tveggja tígla svarið hefði myndað kröfu- pass-stöðu, en Chagas var á öðru máli. Fjórir spaðar láku einn niður, sem þýddi að Kínverjar unnu 15 IMPa á spilinu. Arnað heilla Q ÁRA afmæli. Næst- öð komandi mánudag, 18. október, verður áttatíu og fimm ára Sofus Berthel- sen, Iljallabraut 33, Hafn- arfírði. Hann býður ætt- ingjum og vinum til kaffi- drykkju laugardaginn 16. október í matsal þjónustuí- búða, Hjallabraut 33, kl. 15-19. Q A ÁRA afmæli. Á morg- ÖU un, laugardaginn 16. október, verður áttræður Gunnar Rósmundsson, Lokastig 18. Af því tilefni tekur hann ásamt eiginkonu sinni, Þóru Þorsteinsdóttur, á móti ættingjum og vinum í Kaffi Dímu, Armúla 21, frá kl. 15 á afmælisdaginn. O A ÁRA afmæli. í dag, O vJ föstudaginn 15. októ- ber, verður áttræður Eyjólfur Guðmundsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Eyjólfur, sem hefur starfað í Síld og fisk í rúm sextíu ár, dvelst með konu sinni, Svanfríði Þorkelsdóttur, á Hotel Levante Club, Estoeolmo 8, 3500 Benidorm, á Spáni. ÁRA afmæli. Hinn 13. október sl. varð sjötugur Skafti Einarsson. Hann býður fólk velkomið til að þiggja veitingar í Ljósafossskóla, Grímsnesi, laugardaginn 16. október kl. 17. Með morgunkaffinu Þessi duglegu börn söfnuðu með tombólu 7.000 kr. til styrktar Barnahúsi, Sólheimum 17. Þau heita Valdís Björk, Unnur Ósk og Hreinn, sem er bróðir Unnar. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu kr. 3.154 til styrktar Neistanum. Þær heita Telma, Krist- ín, Árný og Unnur. TIL FÁNANS Rís þú, unga íslands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú, íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðardag. Skín þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist, hvar sem landinn lifir, litir þínir alla tíð. Einur Benediktsson. STJÖRJVUSPÁ eflir Prances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú lætur vel að listum og kannt því vel að umgangast listamenn og listaðaáendur. En þú þarft líka þínr einka- stundir. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt á móti blási um stund. Frostið oss herðir og allt verður léttara, ef rétt er á hlutunum tekið. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er vandi að velja sér vini, en fátt gefur lífinu meiri lit en góð vinátta, sem alltaf er til staðar. Þú þarft líka að vera slíkur vinur. Tvíburar (21. maí-20. júní) nfl Það má svo sem vera að ver- öldin sé ófögur skepna fyrir mannanna verk. Reyndu að láta gott af þér leiða og leggja þannig lífinu lið, sem ekki veitir af. Krabbi (21.júní-22. júlí) Láttu það ekki draga þig nið- ur, þótt þér finnist aðrir ekki skilja þjáningar þínar. Leit- aðu orsaka þeirra hjá sjálfúm. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Minnstu allra góðu stundanna með viðkomandi og láttu þær létta þér lífið. Meyja (23. ágúst - 22. september) (OSL Þú getur ekki lengur vikist undan því að hafa frumkvæði að lausn mála. Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn, því bak við úrtölur býr öfund. vvT (23. sept. - 22. október) Nú er komið að þvi að þú leggir lausnir þínar á borðið og sjáðu til; þú munt eiga að- dáun félaga þinna vísa, ef þú ert hreinskilinn og gagnorður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Kastaðu öllum efasemdum um eigið ágæti út í hafsauga. Þín áform eru til fyrirmynd- ar og ekki eftir neinu að bíða með að framkvæma þau. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú eigir auðvelt með að hrífa aðra er ekki þar með sagt, að allir viðhlæjendur séu vinir. Hafðu gát á öllu, því þannig kemstu hjá áföll- unum. Steingeit (22. des. -19. janúar) *Se Það hefur ekkert upp á sig að setja markið lægra en þú veizt að þú ræður við. Settu það hærra en síðast og leyfðu hæfileikum þínum að njóta sín. Vatnsberi r . (20. janúar -18. febrúar) Það getur reynst varsamt að tengja sig um of við einstaka hluti. Enginn þeirra er svo dýr að það setji lífið á annan endann, þótt hluturinn týnist. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Reyndu að sýna lipurð, þeg- ar þú vinnur málstað þínum framgang. Taktu andbyr með brosi á vör, því þinn er sigurinn, þegar upp verður staðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SPARTAN SCHOOL OF AERONAUTICS, U.S.A. Síðkjólar Kynnum nýja vetrarlínu í síðkjólum fró ARIELLA í dag og ó morgun 20% kynningarafsláttur Ö/ssa ■tíekuhúe &ieea tíekuhúe Hverfisgötu 52 Laugavegl Ö7 áformar að halda kynningarfund um störf í flugheiminum kl. 19.00 og 20.30 laugardaginn 16. október ____________á Hótel Sögu____________________ Þessi fundur er hugsaður fyrir þá sem vilja læra flug, flugvirkjun og rafeindafræði. Hittið fulltrúa okkar, RAMI MASTRI og DAMON BOWLING. Þeir, sem vilja prófa nýjan starfsvettvang eða skipta um störf, er boðið! Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, það nám sem er í boði hjá skólanum og aðstæður í Tulsa í Oklahoma. Þeir, sem vilja nánari upplýsingar, vinsamlega hafið samband í gegnum netfangið rmasri@mail.spartan.edu, fax 001 918 831 5287 eða í síma 001 918 836 6886. Lyf&heilsa sími 562 1044 Kynnum nýju vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 20% kynningar- afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum, Nv sending Buxur — stærðir 18—52 Peysur — margir litir, stórar stærðir r (imfu/'oe/H, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. r v* r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.