Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 69

Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 6^ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Stj örnubíó frumsýnir um helgina spennumyndina Eiginkonu geimfarans með Johnny Depp og Charlize Theron í aðalhlutverkum í leikstjórn Rand Ravich. Geimfari tekur breytingum Frumsýning ÞAU vora hin dæmigerðu hjón. Hann heiðraður geimfari hjá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna. Hún kennari. Þau vora ástfan- gin og fundu návist hvors annars jafnvel þegar hann flaut um í geimn- um og hún var í tvö hundrað þúsund kílómetra fjarlægð á jörðinni. Svo breyttist aHt. Geimfarinn Spencer Armacost (Johnny Depp) missh' meðvitund í tvær mínútur um borð í geimskutlu á ferð um geiminn. Þegar hann snýr aftur er hann nær dauða en lífi. For- setinn, þjóðin og nánustu vinir fagna komu hans til jarðar en eiginkonu bans, Jiilian (Charlize Theron), finnst eins og eitthvað hafi breyst í fari hans. Eiginkonuna tekm- að dreyma illa °g fyUist ofsóknarkennd og þeirri til- finningu að eiginmaður hennar sé ekki sá sem hún þekkti áðui-. Ótti hennar magnast mjög þegar félagi Speneers, geimfarinn Alex Streck (Nic Cassavetes), og eiginkona hans, Natalie (Donna Murphy) láta lífið við dularfullar kringumstæður. Rand Ravich er höfúndur þessa sálfræðilega tryllis sem fengið hefur nafnið Eiginkona geimfarans eða »The Astronaut’s Wife“ og Stjömu- Johnny Depp leikur geimfara sem sýnir af sér nokkur undarleg- heit þegar hann snýr heim úr geimferð. bíó frumsýnir um helgina. Hann gerði handritið og leikstýrði en þetta er fyrsta leikstjómarverkefni hans. „Þetta er ástarsaga, geimferðasaga og hryllingssaga en fyrst og fremst er hún um ófyrirséða atburði," er haft eftir einum framleiðenda myndarinn- ar, Mark Johnson. Annar framleið- andi er Andrew Lazar og hann segir: „Mér fannst sagan blása nýju lífi í hinar vandaðri sálfræðilegu hryll- ingsmyndir. Það sem skilur hana írá öðrum slíkum myndum er að hún er ekki bara hrollvekjandi heldur einnig harmræn og ástríðufúll ástarsaga um ást sem tekur miklum breytingum.“ Johnny Depp fer með aðalhlut- verkið í myndinni og ekki að ástæðu- lausu ef marka má leikstjórann. „Depp er besti leikari sinnar lfynslóð- ar í Bandaríkjunum," er haft eftir Ravich. „Mér fannst að hann gæti fyllt upp í persónu Spencers Ar- macost með raunsæi." Þess má geta að Depp fer með aðalhlutverkin í tveimur væntanlegum stórmyndum en þær era „Sleepy Hollow“, sem Tim Burton leikstýrir, en Depp hefur tvisvar áður leikið í myndum leik- stjórans, og „The Ninth Gate“ eftir Roman Polanski. Fyrsta mynd mótleikkonu hans, Charlize Theron, var „2 Days in the Valley“, þar sem hún lék á móti Ja- mes Spader ásamt öðrum. „Eigin- kona geimfarans hefur allt það sem virkilega spennandi myndir hafa. Hún er ekki bara um eitthvað skrímsli heldur innri tilfinningar eins og ást og ótta,“ er haft eftir leikkon- unni. Jillian Armacost lendir í ótrú- legum kringumstæðum og verður að reiða sig á innri styrk til þess að kom- ast af.“ / K \\ \ R Föstudags- og laugardagskvöld Loksins í Reykjavík i & ffl i Crce_dencc ClennviUcr Rcviuil ilarume, t » # r’ . .:.*6 # Jt ■ veinn ( Hljómsveinn Gildrumezz med frábæra dagskrá sem allsstaðar hefur slegið í gegn. Eingöngu er leikin tónlist hljómsveitarinnar Creedenee Clearwater Revival. Hljómsveitin spilar frá miðnætti til kl. 4. Miðaverð kr. 1000. Ekki missa af stórkostlegum tónleikum og stórdansleik Aðeins á rAFFI / 1 REYI T A V K STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ER Charlize Theron og Johnny Depp. Náttiírulegt sótthreinsiafl Tea Tree flosusjamþó Dreifhg: Niko s: 568-0945 ApóteHin AFGREIÐSLUTIMI þessa helgi: fös.lO.OO - 21.00 lau. 10.00 - 18.00 sun. 13.00 - 17.00 Veitingastaðir og Kringlubíó eru meó opió lengur ó kvöldin. KriKq (*J\ Þ H R 5 t FJ R R T R fl S L ff R Op/ð til Kl. 03

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.