Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 76
jr 4 BOK KOSTAB með vaxta þrepum ®miNAl)\HKANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM15691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKIHFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RnSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Sigketill fínnst í Fimmvörðuhálsi Umbrota- svæðið stærra en vitað var VIÐ yfirborðsmælingar með flugvél á Mýrdalsjökli og ná- grenni á dögunum fannst sig- ketill í Fimmvörðuhálsi sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Talið er lík- legast að jarðhiti hafi myndast þarna við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið. Magnús Tumi Guðmunds- son, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Islands, segir að enginn kann- ist við jarðhita í Fimmvörðu- hálsi og sigketillinn sjáist ekki á eldri loftmyndum. Ketillinn er 200-300 metrar í þvermál og 10-20 metra djúpur. Hann er einum kílómetra vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðu- háls, í jökulfönn sem er laustengd Eyjafjallajökli. Sig- ketillinn er norðan tO í hálsin- um og vatn sem kemur undan honum rennur í Hvanná og þaðan í Krossá. Magnús Tumi telur líklegast að myndun sigketilsins tengist umbrotunum í sumar. „Það þýðir að umbrotin hafa náð töluvert út fyrir Kötluöskjuna. Líkiega hefur kvika skotist inn í bergið allt vestur á Fimm- vörðuháls og umbrotasvæðið því stærra en við höfum vitað,“ segir Magnús. Tekur hann fram að áður hafi verið vitað að tengsl væru á milli hrær- inga í Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökli. , , Ljósmynd/Hvíta húsið Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washington, afhendir Bill Clinton Bandaríkjaforseta íslendingasögurnar í Hvíta húsinu. Islensk gjöf mun skipa heiðurssess í skrifstofu Bandarfkjaforseta BILL Clinton Bandaríkjaforseti tók í liðinni viku á móti íslend- ingasögunum á ensku frá ís- lensku þjóðinni og sagði að hann hlakkaði til að hefja lestur þess- arar dásamlegu gjafar. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington, afhenti Bill Clinton Bandaríkja- forseta Islendingasögurnar á Hlakkar til að lesa Islendingasögurnar ensku að gjöf á þriðjudag í lið- ræddi við Jón Baldvin lengur en inni viku. Clinton tók á móti gjöf- til stóð. inni í Hvíta húsinu 5. október og „Forsetinn var n\jög þakklátur að fá íslendingasögurnar og sagði að þetta væri dásamleg gjöf,“ sagði Mike Hammer, talsmaður Bandaríkjaforseta, í samtali við Morgunblaðið. „Hann sagði að þær myndu skipa heiðurssess í bókahillunni f skrifstofú sinni í Hvíta húsinu og þar sem hann væri mikill lestrarhestur hlakkaði hann til að grípa niður í þær.“ Skýrsia um áhrif byggingar álvers á Austurlandi Ibúum gæti fjölg- að um 600-900 Aðalfundur smábátaeigenda Farið verði að dæmi V esturbyggðar í SKÝRSLU um mat á umhverfis- áhrifum álvers á Austurlandi er komist að þeirri niðurstöðu að íbú- um á Mið-Austurlandi fjölgi um 600-900 manns ef 120 þúsund tonna álver verði byggt í Reyðar- firði. Álverið hafi jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu og jákvæð áhrif á byggðaþróun á Austur- landi. Guðmundur Bjamason, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, segir að Ækýrslan sýni að álver í Reyðarfirði sé sú vítamínsprauta fyrir atvinnu- lífið á Austurlandi sem Austfirð- ingar hafi verið að kalla eftir. Skýrslan leiði jafnframt í ljós að Austurland geti ráðið við þetta verkefni. í skýrslunni er m.a. byggt á Íannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið íýsir hf. gerði á samfélagslegum áhrifum álvers á Austurlandi. í henni kemur fram að íbúum á Austurlandi hefur fækkað um 1% á ári síðan 1990 og búa núna rúm- lega 800 færri íbúar í fjórðungnum en árið 1990. Nýsir telur því að svæðið geti tekið við þeirri íbúa- fjölgun án þess að fjölga þurfi fólki í þjónustustörfum svo neinu nemi. Bent er á að álverið muni verða í samkeppni við aðra atvinnustarf- semi á Austurlandi og að fyrirtæki sem bjóði illa launuð störf og stopula vinnu geti ekki keppt við störf í álverinu. Jafnframt megi búast við að samkeppnin um vinnuaflið leiði til þess að laun á svæðinu hækki. V othreinsibúnaður í öðrum áfanga I skýrslunni kemur fram að ál- ver muni ekki hafa nein þau áhrif á umhverfið sem komi í veg fyrir að hægt verði að fara út í fram- kvæmdina. Mengun muni þó hafa áhrif á viðkvæman gróður í næsta nágrenni álversins. Gert er ráð fyr- ir að við álverið verði byggt þurr- hreinsivirki, en fullyrt er í skýrsl- unni að það hreinsi 99,7% af öllum flúor sem kemur frá kerum verk- smiðjunnar. Að mati norsku stofn- unarinnar NILU er útblástur brennisteinstvíildis frá fyrsta áfanga álversins það lítill að til- gangslaust sé að byggja vothreinsi- búnað við álverið. Verði álverið stækkað úr 120 þúsund tonna framleiðslu í 360 þúsund tonn sé hins vegar hætta á að magn brennisteinstvíildis fari upp fyrir viðmiðunargildi og því verði að reisa slíkan búnað verði álverið stækkað. ■ Álverið hefur/18 ÖRN Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hvatti félagsmenn sína til að fylkja sér um sameiginlega lausn á úthlut- un byggðakvótans á aðalfundi sam- bandsins í gær. Sagði hann að við úthlutunina ætti að fara að dæmi Vesturbyggðar og úthluta veiði- heimildum til útgerða sem gerðar eru út frá viðkomandi stöðum og óska eftir tilboðum frá þeim. Ekki ætti að búa til reglur um út- hlutun, því slíkt muni ávallt vekja upp öfund, gremju og sundurlyndi í byggðarlögunum. Sagði Öm ekkert 20 GRÁÐA hiti var á Sauðanesvita um miðjan dag í gær og víða á Norðurlandi voru mikil hlýindi, t.d. 18 gráður á Siglunesi og Siglu- firði. Þessu olli suðlæg átt og hnjúkaþeyr. Spáð er kólnandi veðri í dag. Ekki var ljóst í gær hvort hita- met hefði verið slegið fyrir þennan árstíma. Kl. 9 í gærmorgun var hit- athugavert við að veiðiheimildum væri úthlutað með þeim hætti að sem mestar tekjur renni til viðkom- andi sveitarfélags, enda væri til- gangurinn að efla byggðina. Sveit- arfélögin hafi ekki haft af því tekjur þegar kvótinn var seldur úr byggð- arlögunum og íbúar þeirra ekki spurðir álits, þrátt fyrir að þeir hafi tapað umtalsverðum íjármunum á slíkum gjörningi, sem gerður hafi verið undir yfirskrift hagræðingar. ■ Sjávarútvegurinn/24 ■ Krókaaflakerfinu/24 inn á Sauðanesvita 17,3 gráður og 16,6 gráður kl. 6 í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar fór hlýtt loft yfir landið og var hnjúkaþeyr á Norðurlandi. Þar var alskýjað en engin úrkoma að ráði. Meiri líkur eru á hnjúkaþey þeg- ar hvasst er en því er spáð að dragi úr vindi í dag. Hitinn fór í 20 gráður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.