Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fimm veiðifélagar gerðu
góða ferð til rjúpna
Morgunblaðið/Kristján
Nýtt mat á verðmæti
Landssíma Islands hf.
SAMGÖNGURÁÐHERRA kynnti
á ríkisstjórnarfundi í gær að hann
hafí ákveðið að láta fara fram nýtt
mat óháðra aðila á verðmæti
Landssíma Islands hf. og á því
verki að vera lokið á fyrri hluta
næsta árs. Er þetta gert að tillögu
starfshóps, sem fjallað hefur um
álit samkeppnisráðs vegna GSM-
þjónustu Landssímans, en starfs-
hópurinn hefur nú skilað af sér
skýrslu í þessum efnum.
Ekki fullnægjandi mats-
aðferðir samkvæmt EES
I áliti samkeppnisráðs er komist
að þeirri niðurstöðu að stofnefna-
hagur Pósts og síma hf. hafi falið í
sér ríkisstuðning sem nemi að
minnsta kosti 10 milljörðum króna
auk þess sem 1,5 milljarða kr.
lækkun á langtímaskuld við Lífeyr-
issjóð starfsmanna ríkisins teljist
ólögmæt ríkisaðstoð.
Starfshópurinn kemst að þeirri
niðurstöðu að það mat sem fram
fór á Póst- og símamálastofnun
vegna yfirtöku Pósts og síma hf. á
rekstrinum hafi byggst á matsað-
ferðum sem ekki verði taldar full-
nægjandi samkvæmt þeim kröfum
sem leiði af ákvæðum samningsins
um Evrópska efnahagssvæðið. Af
því verði hins vegar ekki dregin sú
ályktun sjálfkrafa að um vanmat
eigna Póst- og símamálastofnunar-
innar hafi verið að ræða. Til að
meta það þurfi að koma nýtt mat
og án þess sé ekki unnt að fullyrða
neitt um það hvort fastafjármunir
og viðskiptavild Póst- og símamála-
stofnunar hafi verið vanmetin mið-
að við þær forsendur og áætlanir í
rekstri fyrirtækisins sem fyrir lágu
í lok ársins 1996, að því er fram
kemur í minnisblaði samgönguráð-
herra sem lagt var fram á ríkis-
stjórnarfundinum.
Lagt er til að nýtt mat óháðra
aðila fari fram á eignum, skuld-
bindingum og viðskiptavild Póst-
og símamálastofnunar sem Póstur
og sími hf. yfirtók 1. janúar 1997,
sem auk matsins sem matsnefnd
framkvæmdi byggist á útreikning-
um á núvirtu tekjuflæði miðað við
þær forsendur, áætlanir og upplýs-
ingar í rekstri fyrirtækisins sem
fyrir lágu í árslok 1996.
Lækkun á langtímaskuld
við LSR ekki ríkisaðstoð
Þá segir að með hliðsjón af því
að ekkert verði fullyrt um hvort
Póstur og sími hf. hafi notið ríkis-
aðstoðar við stofnun hlutafélagsins
séu ekki efni til þess fyrir sam-
gönguráðherra að verða við tilmæl-
um um að fyritækið haldi að sér
höndum.
Fram kemur að í lækkun á lang-
tímaskuld stofnunarinnar við Líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins hafi
ekki talist ríkisaðstoð samkvæmt
61. gr. EES-samningsins.
I
Veiddu 400
rjúpur
á fjórum
dögum
VEIÐIFÉLAGARNIR Kjartan
Gunnarsson, Þorlaugur Gunnars-
son, Jóhann Birgisson og Vigfús
Þór Arnason úr Reykjavík og
Þórður Kárason frá Akureyri
komu til Akureyrar undir kvöld í
gær, eftir fjögurra daga ijúpna-
veiðiferð og komu þeir til byggða
með samtals um 400 rjúpur. Þeir
félagar voru við veiðar á Austur-
landi en vildu í samtali við Morg-
unblaðið ekki nefna nánar hvar
þeir voru nákvæmlega í íjórð-
ungnum.
Fjölmargir veiðimenn voru á
því svæði sem þeir félagar voru á
fyrstu tvo dagana en mun færri
þar sem þeir voru við veiðar í
gær og fyrradag. Þeir félagar
voru sammála um að þarna hafi
verið mikið af rjúpu og sagðist
Kjartan, sem hefur stundað
ijúpnaveiði til fjölda ára, aldrei
séð hafa annað eins af fugli. Litið
var af snjó á veiðisvæðunum og
var ijúpan mjög stygg.
Akureyringurinn Þórður var
aflahæstur þeirra félaga með 133
rjúpur eftir þessa fjóra daga og
Kjartan skaut 92 fugla en allir
fengu þeir félagar vel í jólamat-
inn og rúmlega það. Kjartan
hafði hundinn sinn Gassa með i
för, sem hann sagði alveg
ómissandi við veiðarnar.
Veiðifélagarnir urðu góðfús-
lega við því að stilla sér upp með
feng sinn handan Akureyrar
seinni partinn í gær. F.v. Þórður,
Þorlaugur, Jóhann, Vigfús Þór,
hundurinn Gassi og Kjartan.
Mörg mál afgreidd á kirkjuþingi sem lýkur í Reykjavík í dag
Þörf á þjónustu
könnuð í öllum
prestaköllum
KIRKJUÞING hefur samþykkt
tillögu um að kannað verði í öllum
prestaköllum landsins hver sé
þörfin á þjónustu kirkjunnar. I því
skyni verði litið til þátta eins og
fólksfjölda, aðstöðu sóknarinnar,
félagslegra aðstæðna, vegalengda,
fjallvega og annarra þátta er taldir
eru hafa áhrif á þjónustu kirkjunn-
ar.
Tvær tillögur voru lagðar fyrir
kirkjuráð um að móta skuli tillögur
um þjónustu kirkjunnar. Önnur
fjallaði um tillögur um skipan
kirkjustarfs á höfuðborgarsvæðinu
var sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
flutningsmaður hennar. Hin fjall-
aði um könnun á þjónustuþörf í
prestaköllum en hana fluttu Bjami
Eir. Grímsson, sr. Hreinn Hjartar-
son og Jóhann E. Bjömsson. Var
efni tillagnanna sameinað í eina og
biskupafundi falið að hrinda könn-
uninni í framkvæmd.
Breytingar á byggð
á höfúðborgarsvæðinu
í greinargerð með tillögu sr.
Jakobs segir meðal annars að mikl-
ar breytingar hafi orðið á byggð á
höfuðborgarsvæðinu og flutningur
fólks af landsbyggðinni hafi haft
mikil áhrif á þróun sveitarfélag-
anna. Kanna þurfi hvort önnur
sóknarmörk en nú gildi komi ekki
til greina og uppbygging nýrra
starfsstöðva sé kostnaðarsöm og
leggi þungar byrðar á sóknir. Þá
segir að heppilegt kunni að vera að
fjölga prófastsdæmum. „Þá er ljóst
að prestar á höfuðborgarsvæðinu
era mjög störfum hlaðnir. Því gæti
verið kostur að ætla próföstum á
höfuðborgarsvæðinu færri skyldur
en öðrum próföstum en ætla þær
forystumanni svæðisins. Á skrif-
stofu hans mætti jafnframt koma
fyrir þjónustu við sóknarnefndir
svæðisins á sviði starfsmannahalds
og ráðgjafar um rekstur sem þær
kostuðu sjálfar," segir m.a. í grein-
argerð Jakobs.
I greinargerð þremenninganna
segir einnig að ný hverfi á höfuð-
borgarsvæðinu kalli á aukna þjón-
ustu og að á landsbyggðinni hafi
orðið fólksfækkun og samgöngur
batnað. Því sé eðlilegt að láta meta
sérstaklega hver sé þjónustuþörfin
í hverju prestakalli. „Einungis á
grandvelli slíks mats er hægt að
taka ákvarðanir um hvernig best
er að haga málum innan kirkjunn-
ar varðandi skipan sókna og starfs-
manna.“
Fjölmörg mál hafa verið til um-
fjöllunar á kirkjuþingi og er stefnt
að því að ljúka afgreiðslu þeirra
síðdegis í dag og slíta þá kirkju-
þingi.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson í ræðustóli á kirkjuþingi í gær. Fremst
situr Karl Sigurbjörnsson biskup.
I
Vinnulöggjöf brotin við uppbyggingn Kringlunnar
Brotið uppgötvaðist of seint
VINNUEFTIRLIT ríkisins varð þess áskynja í
síðustu viku að verktakar við nýbyggingu og end-
urbætur Kringlunnar bratu vinnulöggjöfina.
Höfðu iðnverkamenn og starfsfólk verslana brot-
ið gegn ellefu stunda hvíldarákvæði til að hægt
væri að opna verslanir á tilsettum tíma. Vegna
þess hve brotið uppgötvaðist seint sá Vinnueftir-
litið ekki ástæðu til þess að kæra.
Guðmundur Eiríksson, umdæmisstjóri í
Reykjavík, segir að brot verktaka og verslunar-
fólks í Kringlunni hafi uppgötvast of seint. „Það
fór nú svona í hita leiksins að of seint var í rass-
inn gripið. Öll vinnutímaákvæðin voru nú brotin
þarna en þegar við áttuðum okkur á þessu var
orðið of seint að grípa til ráðstafana.“
Að sögn Guðmundar voru það ekki eingöngu
iðnaðarmenn og verkamenn sem ekki héldu þá
reglu að hvíla sig ellefu stundir á sólarhring.
„Þetta var ekki síður verslunarfólkið. Það var
bara einblínt á tilsettan opnunardag og allt kapp
lagt á að hann stæðist. Auðvitað hefði verið eðli-
legast að opnunardegi hefði verið frestað en
menn espuðu hver annan upp í þessu.“
Vinnueftirlitið á að skerast í leikinn þegar
brot af þessu tagi uppgötvast og ef undanþágu-
ákvæði eiga ekki við, eins þegar unnið er að
björgun verðmæta. „Ef gert er út á þetta, ef það
er reglan að mönnum er þrælað út, þá höfum við
afskipti af því og kæram. En við uppgötvum
þetta oft ekki fyrr en einhver kærir og þegar
þetta vildi til í Kringlunni var bara komið fram á
síðasta dag. Þess vegna var þetta nú ekki stopp-
að,“ segir Guðmundur og bendir á að til standi í
náinni framtíð að leggja harðar að aðilum, at-
vinnuveitendum, verktökum og launafólki, að
halda löggjöfina.
Leitarhlé
stendur
yfír
LEIT að lettneskum skip-
verja, sem hvarf með ókunnum
hætti af flutningaskipinu
Mermaid Eagle í Straumsvík-
urhöfn í síðustu viku, var hætt
að kvöldi síðastliðins miðviku-
dags. Ekki verður leitað meira
fyrr en í fyrsta lagi eftir eina
viku þegar fjörar verða gengn-
ar við Álftanes og nágrenni.
ítarleg leit kafara í höfninni
bar ekki árangur og mun ekki
verða leitað frekar þar.