Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR > • • • • * Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra hitti Leoníd Kútsjma forseta Ukraínu Heimsóknin „ýtti verulega við hlutum“ ÚKRAÍNUHEIMSÓKN Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evr- ópuráðsins, lauk í gær, en með honum í för var Walter Schwimmer, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Þeir hittu Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu, að máli í gærmorgun og að sögn Halldórs snerust viðræður þeirra bæði um skuldbindingar Úkrainu vegna að- ildar að Evrópuráðinu og ásakanir sem fram hafa komið í sambandi við forsetakosningar sem fram fara í landinu í lok mánaðarins. „Við teljum að okkur hafí tekizt að vekja verulega athygli á því hvað Úkraínumenn þurfa að gera til að uppfylla skilyrði Evrópuráðs- ins í samræmi við það sem þeir hafa lofað,“ sagði utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Við fengum vilyrði og loforð bæði frá ráðherrum, forseta og þinginu þannig að við vonumst til þess að tekizt hafí að ýta verulega við hlut- um. Að okkar mati var ferðin nauð- synleg og vel heppnuð að þessu leytinu," sagði Halldór. Á mánudagskvöld áttu þeir Hall- dór og Schwimmer tveggja klukku- stunda fund í þinghúsinu í Kiev með fulltrúum allra stjómmála- flokka, þar á meðal mörgum af þeim 14 manns sem auk Kútsjmas eru í framboði í forsetakosningun- um. Var kosningabaráttan mjög of- arlega á baugi viðræðnanna, að sögn Halldórs, þótt „alveg ljóst [væri] að þessi ferð var ekki farin vegna þeirra. Við reyndum að blanda okkur sem minnst í þessa kosningabaráttu". Harka í kosningabaráttunni Sagði Halldór þó ekki hafa verið hjá því komizt að þeir hlustuðu á áhyggjur frambjóðenda. „Það virð- ist vera hlaupin mikil harka í kosn- ingabaráttuna," sagði hann. „Það er alveg ljóst að þeir 14 frambjóð- endur sem eru að keppa við forset- ann eru mjög óánægðir með sinn hlut, sérstaklega í fjölmiðlum." Segir Halldór þá Schwimmer samt hafa þónokkuð orðið vara við mótframbjóðendur forsetans í fjöl- miðlum á meðan á dvöl þeirra stóð. Sjálfír voru þeir í beinni sjónvarps- útsendingu í fyrrakvöld, þar sem þeir skýrðu áhorfendum frá erindi sínu til landsins. Hafa frest fram í janúar Málefni Úkraínu verða aftur tek- in fyrir á þingi Evrópuráðsins í janúar, og þá þurfa ráðherranefnd- in og framkvæmdastjórinn að svara til um mat á ástandinu í Úkraínu. „Við lögðum á það mikla áherzlu að hlutii-nir þyrftu að hreyfast íyrir þann tíma,“ sagði Halldór. AP Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, heilsar Halldóri Ásgrínissyni utan- ríkisráðherra og Walter Schwimmer, framkvæmdastjóra Evrópu- ráðsins, við komu þeirra á forsetaskrifstofuna í Kiev í gær. Ný reglugerð í smíðum um rekstur kælikerfa A annað hundrað tonn leka árlega úr kælikerfum lega upplýsingum um rekstur kerf- anna. Þetta er hins vegar oft á tíðum ekki gert og fá fyrirtæki skila slíkum skýrslum til Hollustuverndar. Upplýsingar um magn innfluttra kælimiðla berast þó stofnuninni og einnig tilkynnir Efnamóttakan hf., þ.e. Sorpa, um það magn kælimiðla sem fyrirtækið sendir út til eyðing- ar. Kælimiðlamir sem Efnamóttak- an sendir út koma hins vegar að mestu af ískápum landsmanna og er því mismunur á inn- og útflutningi á annað hundrað tonn á ári. En stærsti hluti þessa mismunar fer á kælikerfi þar sem kælimiðillinn hef- ur af einhverjum ástæðum lekið út. Sú vinna sem nú fer fram við gerð nýrrar reglugerðar um kælimiðla veitir þó von um nokkrar breyting- ar. Vinna við reglugerðina er enn á frumstigi, en ljóst er að þar verður gert ráð fyrir leyfisveitingum til þeirra meðhöndla kælimiðla. Nýja reglugerðin ætti því að auð- velda bæði skráningu og eftirlit með kælivélum og -miðlum. Enn er þó of snemmt að segja til um hvenær reglugerðin verður tekin í notkun að sögn Ágústs Ágústssonar, deild- arstjóri þrýstiefnadeildar Vinnueft- irlits ríkisins. Spilliefnanefnd hefur hins vegar sett spilliefnagjald á kælimiðla og mun það taka gildi 1. nóvember nk., en gjaldið verður 98 kr. á kílóið. MUN meira er flutt inn af kælimiðl- um, fyrst og fremst freoni, en flutt er út til endurvinnslu. Mismunurinn er vel á annað hundrað tonn. Stærsti hluti þessa mismunar fer á kælikerfi þar sem kælimiðillinn hef- ur af einhverjum ástæðum lekið út í andrúmsloftið. Reglugerð skyldar eigendur kælikerfa til að skila út- fylltum eyðublöðum um rekstur kerfanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd er hins vegar misbrestur á þessu, en vonast er til að unnin verði bót á með tilkomu nýrrar reglugerðar. Það ákvæði reglugerðarinnar sem e.t.v. einna mestur misbrestur er á, að sögn Gunnlaugar Einarsdóttur, efnafræðings á mengunarsviði hjá Hollustuvemd, er sú kvaðning að eigendur kælikerfa sem taka yfir 30 kg af kælimiðli, þ.e. freoni, skili ár- Ekki óskað eftir fram- lengingu g-æsluvarð- halds RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI mun ekki óska eftir því að gæsluvarðhald verði framlengt yfir manni, sem efnahagsbrota- deild embættisins fékk úrskurð- aðan í átta daga gæslu í tengsl- um við rannsókn stóra fíkni- efnamálsins. Hann var því lát- inn laus í gær. Að sögn fulltrúa við embætti ríkislögreglustjóra var mannin- um sleppt á þeirri forsendu að þáttur hans í málinu teljist vera það ljós að ekki teljist vera grundvöllur til að halda honum lengur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Skýrsla vai- tekin af mannin- um fyrir dómi í gær og honum sleppt að því loknu. Sam- ræmdum prófum lokið SAMRÆMDUM prófum íjórðu og sjöundu bekkinga, sem haldin eru í grunnskólum um land allt, lauk í gær. Að sögn Amaiíu Björnsdóttur, deildarstjóra hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, má gera ráð fyrir að um 8.500 börn hafi þreytt prófin, sem stóðu yfír siðustu tvo daga. Prófað var í stærðfræði á mánudaginn og íslensku í gær og sagðist Amalía ekki vita betur en að framkvæmdin hefði tekist vel í öllum skóium. Hún sagði að börnin mættu búast. við að fá ein- kunnir í lok nóvember. Þetta er íjórða árið sem fjórðu og sjöundu bekkingar taka samræmd próf. Auka þarf eftirlit með freoni | REGLUR eru til um notkun og meðhöndlun freonefna en litið eftirlit er með að reglunum sé fylgt eftir. Brynjar Hólm Bjarnason, sem starf- að hefur í kæliiðnaðinum sl. 8 ár, segir lengi hafa verið rætt um aukið eftirlit, en enginn vilji taka að sér þann kostnað sem fylgi aukinni pappírsvinnu. Freon er heiti sem notað er yfir efni sem ým- ist eru ósóneyðandi eða auka gróðurhúsaáhrifin. Efnin eru lyktarlaus og skaðlaus mönnum, nema um sé að ræða mikinn leka í lokuðu rými. Áhrif efnanna á umhverfið eru hins vegar ótví- ræð og var bann lagt við innflutningi ósóneyð- andi freonefna fyrir nokkrum árum. Þau freonefni sem auka gróðurhúsaáhrifin eru þó ennþá í notkun og skortir að mati Brynjars nokkuð á skýrleika þeirra reglna sem fjalla um meðhöndlun þessara efna, sem og hvað sé átt við með eyðingu og endurvinnslu. En ákvæði eru í reglugerðum um hvernig safna eigi efnunum saman og koma til eyðing- ar. Hvað teljist eyðing eða endurvinnsla og hvar beri að eyða efnunum sé hins vegar ekki skýrt. „Reglugerðin segir að innflytjendur og dreif- ingaraðilar eigi að sjá um söfnun og eyðingu, en það er enginn sem framfylgir því,“ segir Brynj- ar. En eftirlit Hollustuvemdar ríkisins fer nú fram með skoðun á véladagbókum, þar sem skrá ber þá vinnu sem fram fer í vélarúmi. „Ef menn eru ekkert fyrir að fylla út þessar véla- dagbækur, er erfitt að fylgjast með hvað er að gerast," segir Brynjar. Brynjar telur þó að auðvelt ætti að vera í svo fámennu landi að fylgjast nánar með innflutn- ingi og útflutningi á efninu og með magnaf- stemmingu að reikna út það magn sem leki út í andrúmsloftið. En Brynjari var t.d. fyrir nokkrum árum falið að skipta um freonefni á vél sem sem innihélt ólöglegan kælimiðil. Tollstjóri krafðist þess að skipt yrði um efni á vélinni við komuna til lands- ins, en engin krafa var gerð um frekari með- höndlun efnisins. Kælitækni viðurkennd iðngrein Mun strangara eftirlit er með meðhöndlun freonefna í Noregi, en þar starfaði Brynjar í tæp sex ár. Hann segir að ólíkt því sem gerist þar þá sé á íslandi ekki krafist sérkunnáttu eða þekkingar af þeim sem meðhöndli freo- nefnin. Enda sé ísland eina Norðurlandið sem ekki viðurkenni kælitækni sem sérstaka iðn- grein. En Vélskólinn er í dag eini skólinn á ís- landi þar sem hlutar kælitæknináms eru kenndir. | Erlendis fá fyrirtæki hins vegar viðurkenn- | ingu sem veitir þeim rétt til að vinna með kæli- vélar, en slíkt auðveldar jafnframt eftirlit með fjölda kælitækja og kælitækna. Hærra verð á freoni myndi að mati Brynjars bæta eftirlit eigenda kælibúnaðar með leka- vandamálum. „Á skautasvelli nokkru í Noregi láku að meðaltali um sjö tonn af freonefnum út á ári hverju. Þetta var fyrir bann á ósóneyðandi- efnum og kostnaðurinn við efniskaupin var ekki meiri en svo að það borgaði sig ekki að gera við svellið,“ segir Brynjar. „Það er fyrst þegar fre- | on er orðið dýrt að það verður krafa eigenda kælitækjanna að þau leki ekki. Verðið á íslandi f er hins vegar ekki það hátt að þetta skipti veru- legu máli.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.