Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 10

Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingi Dagskrá Þingsályktunartillaga Vinstri grænna um sérstakar aðgerðir í byggðamálum ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30. Eftirfarandi mál eru á dagskrá fundarins: 1. Könnun á starfsskilyrðum stjórnvalda. Fyrirspurn til for- sætisráðherra. 2. Breyting á verkaskiptingu innan stjórnarráðsins. Fyrir- spurn til forsætisráðherra. 3. Breytt rekstrarform Ríkis- átvarpsins. Fyrirspurn til menntamálaráðherra. 4. Utsendingar sjónvarpsins. Fyrirspurn til menntamálaráð- herra. 5. Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurn til umhverfisráðherra. 6. Starfsemi kjarnorkuendur- vinnslustöðvanna í Dounreay og Sellafield. Fyrirspurn til um- hverfisráðherra. 7. Gerð vega og vegslóða í óbyggðum. Fyrirspurn til um- hverfisráðherra. 8. Stefnumótun í máiefnum langsjúkra barna. Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. 9. Miðstöð sjúkraflugs á Akur- eyri. Fyrirspurn til heilbrigðis- ráðherra. 10. Aðgerðir til að vinna gegn áhrifum loftlagsbreytinga. Fyrir- spurn til samgönguráðherra. 11. Langtímaáætlun í jarð- gangagerð. Fyrirspurn til sam- gönguráðherra. 12. Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni. Fyrir- spurn til íjármálaráðherra. 13. Verkefni sem sinna má á landsbyggðinni. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra. 14. Niðurstöður launakönnun- ar kjararannsóknarnefndar. Fyr- irspurn til félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/Þorkell Forsætisráðherra ræddi um byggðamál á Alþingi í gær. Vörugjald af ökutækjum og eldsneyti rætt í annað sinn Breytingartillaga fékk lítinn hljómgrunn FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um vöru- gjald af ökutækjum, elds- neyti og fleira var tekið til annarrar umræðu á Alþingi í gær og mælti Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, þar fyrir áliti efnahags- og viðskipta- nefndar sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Þingmenn stjómar- andstöðunnar, sem sæti eiga í efnahags- og viðskipta- nefnd, gerðu þó fyrirvara við stuðning sinn og þingmenn Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu við stjóm- arfrumvarpið. Fram kom í máli Kristins H. Gunnarssonar að efna- hags- og viðskiptanefnd hefði leitað álits fjölda hagsmuna- aðila vegna fmmvarpsins, en það gerir m.a. ráð fyrir að vörugjald af bensíni verði fost krónutala, 10,50 kr. af hverjum lítra af bensíni, í stað 97% gjalds af tollverði. Munu flestir þessara aðila hafa lýst ánægju sinni með breytingamar en þær þýða að bensínverð lækkar u.þ.b. tvær krónur, sé miðað við nú- gildandi verð á bensíni. Þingmenn stjómarand- stöðu ítrekuðu við umræður að hér væri um skref í rétta átt að ræða. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylk- ingar, mælti engu að síður fyrir breytingartillögu við stjómarfrumvarpið, sem hún og tveir aðrir þingmenn Sam- fylkingar leggja fram, þar sem gert er ráð fyrir að áfram verði tekið 97% vöru- gjald af bensíni en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur 9,30 kr. af hverjum lítra. Kom fram í máli Jóhönnu að hún teldi fasta gjaldið, sem lagt er til í stjórnarfrum- varpi, of hátt. Við umræður lýsti Stein- grímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs, sig andsnú- inn tillögu Jóhönnu og sagði breytingartillöguna ekki rétt skilaboð í umhverfíslegu til- liti. Sagði hann að þótt, sú lækkun á bensínsverði, sem stjómarfrumvarpið myndi or- saka, væri góðra gjalda verð, þá væri í umhverfislegu tilliti ekki ástæða tO að stuðla að mikOli lækkun bensínsverðs. Sagði Steingrímur að rétt væri að miða við fasta krónu- tölu á vörugjaldi, sem síðan væri breytt með lögum ef með þyrfti, fremur en pró- sentutölu sem magnaði allar sveiflur á bensínverði. Vinstri grænir myndu því styðja lagafrumvarp ríkisstjómar- innar. Spyrnt verði við fótum með öllum ráðum NÝJA atvinnukönnun Þjóð- hagsstofnunar bar nokkuð á góma við umræður um þings- ályktunartUlögu Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs um sérstakar að- gerðir í byggðamálum, sem fram fóm á Alþingi í gær. Sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, að könnunin gæfi til kynna að byggðaröskun yrði jafnvel enn svakalegri á næstu ámm en menn hafa óttast og Ijóst væri því að spyrna yrði við fótum hið fyrsta. Steingrímur sagði að þær niðurstöður könnunarinnar, að öll aukin eftirspurn eftir vinnuafli sé á höfuðborgar- svæðinu, staðfestu að spenna og þensla í efnahagslífinu væri einungis við lýði þar, en ekki á landsbyggðinni, en skv. könnuninni vUja atvinnu- rekendur á höfuðborgar- svæðinu fjölga starfsfólki um 745 en á landsbyggðinni vilja atvinnurekendur hins vegar fækka starfsfólki um 210 manns. Sagði Steingrímur að þar af leiðandi væri eðlUegt að ríkisstjómin stuðlaði að auknum umsvifum úti á landi, með framkvæmdum á vegum ríkisins og öðm þess háttar, á meðan dregið væri úr framkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu. I þingsályktunartUlögu þeirri, sem var tU umfjöUun- ItíÍjfÍIPllffÍ! gpl ALÞINGI ar í gær, hafa Vinstri grænir lagt til hugmyndir í tólf liðum um sérstakar aðgerðir, sem ríkið gæti gripið til í byggða- málum, en Steingrímur lagði þó áherslu á það í gær, að höfuðatriði væri einfaldlega að spymt væri við fótum. Hvort það væri gert á gmnd- velli þingsályktunartillögu Vinstri grænna væri aukaat- riði. Skýrsla Iðntækni- stofnunar vekur vonir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra kvaddi sér hljóðs í umræðunum í gær og tók undir þau orð að spyma þyrfti við fótum. Kvaðst hann deUa þeirri ánægju sem Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman, sem bæði era þingmenn Vinstri grænna, höfðu látið í ljósi með nýja skýrslu Iðntækni- stofnunar, sem unnin var fyi-- ir Byggðastofnun og forsæt- isráðuneytið. Þar er rakið hvemig stuðla megi að því að störf tengd tækni ýmiss kon- ar verði unnin á landsbyggð- inni, störf sem mönnum hefði kannski ekki áður dottið í hug að mætti vinna annars staðar en á höfuðborgar- svæðinu. Davíð sagði að skýrslan vekti ákveðnar vonir um að snúa mætti þróuninni í byggðamálum við. Hann rakti hvemig tækniþróun í t.d. sjávarútvegi hefði valdið því að halla fór undan fæti í byggðamálum, m.a. með minnkandi mannaflaþörf. „Það er sérstaklega ánægju- legt að tækniþróunin, sem hefur gengið byggðunum í óhag, geti nú verið að ganga byggðunum í hag,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði varða miklu að þessu verk- efni yrði fylgt eftir. Hann benti hins vegar á þá ánægjulegu staðreynd að í flestum tUfellum væri um „sjálfbær“ verkefni að ræða, sem hagkvæm væra fyrir alla. Hér væri ríki og at- vinnurekendum því boðið upp á góða kosti, sem menn þyrftu að kynna sér. „Þessi verkefni era þess eðlis að þau eru sjálfbær og þau geta hlaðið eins og snjóboltinn ut- an um sig,“ sagði Davíð. Bætti hann því við að inn- an Byggðastofnunar hefðu menn giskað á að þessi skýrsla Iðntæknistofnunar gæti leitt af sér 500-1.000 störf um landið, ef vel tækist tu. Auðar Auðuns minnst á Alþingi VIÐ upphaf þingfundar í gær minntist Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í fáeinum orðum Auðar Auðuns, fyi-r- verandi þingmanns og ráð- herra, sem lést í fyrrinótt, 88 ára aldri. Þingforseti rakti í stuttu máli þau trúnaðarstörf, sem Auður sinnti á lífsleiðinni, en hún var m.a. borgarstjóri í Reykjavík ásamt Geir Hall- grímssyni 1959-1960 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Á Alþingi tók Auður sæti sem varamaður 1947 og 1948 og þingmaður Reykvíkinga var hún síðan 1959-1974. Ennfremur sat hún í fjölda nefnda, einkum þeim sem höfðu með málefni kvenna, bama, fátækra og sjúkra að gera. „Með störfum sínum ávann Auður Auðuns sér traust og það varð hlutskipti hennar að vera fyrsta konan sem varð borgarstjóri höfuðborgarinn- ar og fyrsta konan sem tók sæti í ríkisstjórn Islands. Hún hlaut á ungum aldri góða menntun og kynntist í störfum sínum högum al- mennings og kjöram, vann að málum stefnuföst og háttvís og brást í engu því trausti sem til hennar var borið,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Risu þingmenn að því loknu úr sætum og minntust Auðar. Siðfræði í læknavísindum verða rædd á aðalfundi Mannverndar á morgun Ekki má hindra rétt- inn til rannsókna Á ADALFUNDI samtakanna Mannverndar sem haldinn verður í Norræna húsinu á morgun, fimmtu- dag, mun prófessor Povl Riis frá Danmörku flytja erindi um siðfræði í læknavísindum. Povl Riis hóf kennslu við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1968 og var skipaður prófessor í lyflækning- um við skólann árið 1975. Hann hef- ur setið í ritstjómum danskra og al- þjóðlegra læknatímarita og einnig í fjölmörgum nefndum sem snerta siðfræði læknavísindanna. Hann var meðal annars formaður dönsku landsnefndarinnar um vísindasið- fræði í tæp tuttugu ár, varaformað- ur Evrópsku vísindastofnunnarinn- ar (European Science Foundation) um skeið, í framkvæmdastjóm sömu samtaka frá 1977 og formaður nefndar á vegum samtakanna um breytingar á genum (Genetic Manipulation). Síðan Riis fór á eft- irlaun hefur hann flutt fyrirlestra víða um heim um málefni sem vai’ða mannréttindi og læknavísindi. Hann starfar í vinnuhópi á vegum lífsið- fræðinefndar Evrópuráðsins sem hefur til umfjöllunnar reglur um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum, sem felldar verða inn í viðbótarsamning við Evrópusamn- inginn um mannréttindi og læknis- fræði frá 1997. Gagnagrunnar á heilbrigðissviði Riis sagði í samtali við Morgun- blaðið að í erindinu myndi hann fjalla um grandvallarspumingar sem tengjast gagnagrannum á heil- brigðissviði. Spurningar eins og hver eigi upplýsingamar sem þar séu geymdai-, hver eigi rétt á að- gangi að þeim og með hvaða skilyrð- um og hver skuli stjóma aðgangi að þeim. Hann mun tala um hvemig sé farið með þessi mál löndum Evrópu og í Bandai’íkjunum og hvaða sjón- armið þeim tengd séu ríkjandi þar. Það mikilvægasta varðandi þetta mál, að mati Riis, er sú staðreynd að ekki megi hindra réttinn til rann- sókna. Hann telur að frelsi til rann- sókna eigi að vera algjört grand- vallaratriði í vísindum, nokkuð sem alls ekki megi hefta og á þeim for- sendum sé rangt að veita einum að- ila einkai’étt á heilsufarsupplýsing- um í gagnagranni. Hann telur einnig regluna um að einstaklingar þurfi að veita upplýst samþykki sitt til að heilsufarsupp- lýsingar um þá séu settar í gagna- grann gífurlega mikilvæga. Fólk eigi skýlausan rétt til einkalífs og þar sem erfðaefni fólks innihaldi gríðarlega miklar upplýsingar um það, miklu meiri en margir geri sér grein fyrir, sé nauðsynlegt að fólk veiti fyrirfram leyfi til aðgangs að þeim. Auk þess séu margir sem ekki átti sig á því að lífsýni sem geti veitt upplýsingar um erfðaefni þeirra liggi fyrir, til dæmis þeir sem hafa farið í smávægilegar aðgerðir þar sem tekið var lífsýni. Hann segir mjög mikilvægt að fólk geti alltaf skráð sig úr gagna- grunnum af þessu tagi og að ekki megi vera neinn lokafrestur til þess að gera það. Vilji fólk ekki lengur veita aðgang að heilsufarsupplýs- ingum sínum verði að virða þann vilja, þó að vísindin kunni að tapa eitthvað á því og að verulega langt megi ganga í því að vernda hag ein- staklingsins í þeim efnum. Staða íslands er fólki í Evrópu hugleikin Riis segir að alls staðar sem hann muni halda fyrirlestra um siðfræði í læknavísindum sé hann beðinn um að ræða stöðu Islands í málefnum tengdum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Gagnagrannsmálið á íslandi sé fólki í Evrópu mjög hugleikið og segir hann að fólk sé yfirleitt á þeirri skoðun að rangt sé að veita einkaaðila einkarétt á upplýsingum úr gagnagrunni á heilbrigðissviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.