Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVTKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Arborg
Leikskólakenn-
arar snúa aftur
til vinnu
BÆJARSTJÓRN Árborgar hefur ákveðið
að leggja fé til átaksverkefnis sem miðar
að því að fylgja eftir nýn-i aðalnámsskrá
fyrir leikskóla sem menntamálaráðuneytið
gaf út þann 1. júlí 1999. Samþykkt átaksins
hefur meðal annars þau áhrif að allir leik-
skólakennaranir sem höfðu sagt starfi sínu
lausu fyrr á árinu, nema einn, hafa snúið
aftur tá starfa. Bæjarstjóm Árborgar vís-
aði uppsögnum leikskólakennaranna á sín-
um tíma til Félagsdóms til að fá úr því
skorið hvort að þær væru löglegar. Málið
er enn tii efnislegar umfjöllunnar hjá
dómnum.
Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæj-
arstjómar Árborgar, segir að sátt hafi ver-
ið um málið í bæjarstjórninni. „Til þess að
taka upp nýja námsskrá þarf að vinna
ákveðna heimavinnu í leikskólunum og í því
felst þetta átak. Átakið hefur þau áhrif að
leikskólakennaranir verða fengnir til þess
að vinna þessa vinnu og borgað íyrir það.“
Ingunn segir að ekki sé enn ljóst hversu
mikið átakið mun kosta bæjarfélagið en
sennilega mun upphæðin skipta nokkrum
milljónum og að stærsti hlutinn af þeim
peningum fari í launakostnað kennara.
Tvær beingreiðslur
og yfirvinnutímar
Hrafnhildur Karlsdóttir, einn þeirra
leikskólakennara sem ætla að snúa aftur
til starfa, segist vera mjög ánægð með að
bæjarstjómin skyldi hafa samþykkt að
ráðast í undirbúning fyrir nýja námsskrá,
en Félag íslenskra leikskólakennara hafði
fyrr í haust skorað á bæjarstjómina að
setja fé til að fylgja eftir hinni nýju aðal-
námsskrá. „Leikskólakennarar era al-
mennt séð mjög ánægðir með þetta átak
og þess vegna komum við aftur til starfa.
Við viljum vinna að hinni nýju námsskrá."
Hrafnhildur vildi ekki tjá sig um hversu
mikið kjör leikskólakennara á svæðinu
myndu batna með á átakinu, en sagði að
þeir myndu fá tvær beingreiðslur á næstu
tveim mánuðum auk þess að ákveðinn
fjöldi yfirvinnutíma yrði greiddur
Fulltrúaráð Félags íslenskra leikskólakennara
ályktar um vanda í leikskólum
Undirmönnuðum
deildum verði um-
svifalaust lokað
FULLTRÚARÁÐ Félags íslenskra leikskóla-
kennara lýsir yfir þungum áhyggjum af „þeim
mikla vanda sem leikskólar standa frammi
fyrir“, eins og segir í ályktun aukafulltrúa-
ráðsþings sem haldið var 15. október sl. Full-
trúaráðið skorar á leikskólastjóra að „loka
deildum umsvifalaust fáist ekki fólk til
starfa". Jafnframt er bent á nauðsyn þess að
laun leikskólakennara „hækki gífurlega" í
næstu kjarasamningum til að bæta ástandið.
Björg Bjamadóttir, formaður FÍL, segir
manneklu í leikskólum alls óviðunandi. Til séu
ákvæði í reglugerð sem segi til um þann
fjölda starfsmanna sem á að vera fyrir tiltek-
inn fjölda bama. Augljóst sé að ekki sé hægt
að hafa fullsetna leikskóla þar sem skortur sé
á starfsfólki. Af þessum sökum hvetji fulltrúa-
ráðið tO þess að undirmönnuðum deOdum
verði lokað.
„Þessi ályktun er hvatning til leikskóla-
stjóra um að standa saman. Það er erfitt að
vera einn og fylgja einhverju út í æsar meðan
aðrir gera allt til að redda málum og skapa
þar með ólíðandi ástand innan leikskólanna og
óhóflegt álag á starfsmenn. Fólk bara kiknar
undan þessu álagi. Og það er að gerast. Lok-
anir era vissulega harkalegar gagnvart for-
eldram og bömum en það er ekki hægt að
sinna þessu starfi nema með vissum lág-
marksfjölda starfsfólks."
Ástandið sýnu verra nú í haust
Björg segir ástandið í leikskólum nú verra
en undanfarin haust. „Þetta hefur farið stig-
versnandi síðustu ár en er með versta móti
núna og hefur verið langvarandi." Margir
leikskólar séu enn undirmannaðir og engar
umsóknir berist, fyrst og fremst vegna lé-
legra launa. „Það era þau svör sem fólk gefur.
Við vitum um leikskólakennara sem era að
ráða sig í önnur störf og ófaglært fólk einnig.
Það fær miklu betur borgað annars staðar.“
Björg segir að viðleitni sveitarfélaga tO að
bæta ástandið hafi ekki dugað. Viðbótarfjár-
magn tO þess að standa undir greiðslum fyrir
aukið álag og aukna vinnu hafi ekki leyst
vandann. „Við erum með ályktuninni að velqa
athygli á þessu ástandi og tO að minna við-
semjendur okkar á að hægt sé að leysa vanda-
málið við samningaborðið, ef vOji er fyrir
hendi. Og kannski hvergi annars staðar,“ seg-
ir Björg.
EXPÓ 2000, heimssýningin í Hannover
Vatn meginþema
íslenska skálans
Þversnið af íslenska sýningarskáianum á EXPO 2000 í Hannover.
Vatn gegnir mikiu hiutverki í skálanum.
Ríkharður Kristjánsson verkfra-ðingur og Árni Páll Jóhannsson hönn-
uður við líkan af islenska skáianum á heimssýningunni í Hannovcr.
FYRSTA skóflustungan hefur
verið tekin að íslenska sýningar-
skálanum á heimssýningunni í
Hannover, EXPO 2000, sem
hefst 1. júní á næsta ári undir yf-
irskriftinni: Maður, náttúra og
tækni. Árni Páll Jóhannsson
hönnuður var fenginn til að
hanna skálann, en hann hannaði
einnig íslenska skálann á heims-
sýningunni í Lissabon á síðasta
ári. Skálinn verður blár risa-
kubbur úr stálgrind, 23x23 metr-
ar að flatarmáli og 19 metrar á
hæð, klæddur bláum plastdúk og
glærum þar yfir, sem vatn renn-
ur niðureftir af þaki hússins, en
vatn er meginþema íslenska
skálans. Reiknað er með að um 4
milljónir gesta komi í skálann,
en það er 10% af áætluðum
heildarfjölda sýningargesta.
„Upphaflega var ætlunin að
reisa einfalda skemmu úr stáli
og þar inni áttu að vera fossar
og vatn,“ sagði Ríkharður Krist-
jánsson, verkfræðilegur ráðgjafi
verkefnisins. „Þegar hugmyndin
var kynnt fyrir Þjóðveijunum
þögðu þeir en sögðu síðan að
þeir vildu fá að sjá arkitektúr
með tæknilegu framtíðaryfir-
bragði. Þeir væru búnir að rífa
gömlu skemmurnar og færu víst
ekki að byggja nýjar.“
Ósýnilegt glerhús
Næsta hugmynd var að reisa
glerþak á glersúlu, þar sem vatn
rynni fram af og myndaði veggi
hússins. Þegar skrúfað yrði fyr-
ir vatnið á kvöldin hyrfi húsið.
Þegar til átti að taka var horfið
frá þessari hugmynd því fall-
hæðin var það mikil að þurft
hefði alla orku Steingrímsstöðv-
ar við Sogið til að koma vatninu
upp á þak og kostnaðurinn við
það ævintýri eitt var um 300
milljónir. „Þannig að það var
hætt við það,“ sagði Ríkharður.
„Þetta var rosalegt en góð hug-
mynd.“
„Húsið sem við erum með í
dag er í raun tilraun til að gera
foss að húsi en með minna
vatni,“ sagði Ríkharður. „Það er
úr bláum og glærum plastdúk
og rennur vatnið yfir dúkana en
glæri dúkurinn gerir það að
verkum að vatnið virkar mun
meira en það er í raun. Menn fá
á tilfinninguna að þetta sé góður
foss, sem gengið er inn í. Þessi
útfærsla er mun ódýrari, en
áætlaður kostnaður fyrir verkið
í heild ásamt rekstri er nú um
270 milljónir."
Brot á arkitektúr
„Skálinn er eiginlega brot á
arkitektúr,“ sagði Árni Páll.
„Það má segja að hann sé leik-
mynd eða jafnvel sýndarveru-
Ieiki. Ég er upphaflega mynd-
listarmaður, sem leiddist úr í
leikmyndahönnun í kvikmynd-
um svona mest vegna fátæktar
og til að hafa í mig og á. Ég held
að menn hafi haft samband við
mig og beðið um hugmyndir að
skála þar sem ég er eini vani
maðurinn, en ég átti einnig hug-
myndina að íslenska skálanum á
heimssýningunni í Lissabon."
Ákveðið hefur verið að varpa
upp Ijósmyndum af sem flestum
Islendingum á veggi skálans að
innanverðu og hefur fólk verið
beðið að senda inn myndir til
EXPO 2000. „Við þurfum bæði
gamlar og nýjar myndir,“ sagði
Árni Páll. „Við höfum þegar
fengið mikil og góð viðbrögð og
erum komin með um 5.000
myndir. Fólk hringir hingað og
spyr um ýmislegt, hvað mynd-
imar eigi að vera stórar og
hvort við viljum margar myndir
en við viljum fá eins margar og
hægt er. Til dæmis gamlar ætt-
armyndir. Pabbi minn safnaði
mannamyndum úr byggðum við
Breiðafjörð og átti stórt safn,
sem hann gaf Byggðasafninu í
Stykkishólmi. Það safn fáum við
allt. Það er engin hætta á að
fólki muni leiðast þegar gengið
verður um skálann, jafnvel þótt
myndirnar verði 1.000 eða 2.000
þá nennir enginn að horfa svo
lengi. Það tekur um klukku-
stund að horfa á 1.000 myndir,
en enginn nennir að horfa leng-
ur en fimm mínútur."
Allir á heimssýninguna
„Grunnhugmyndin er að allir
Islendingar komi á heimssýning-
una,“ sagði hann, „og að nöfn
allra Islendinga sem lifað hafa
rúlli yfir veggina án nokkurs
samhengis við myndirnar um
leið og nafnahefðin verður út-
skýrð, en mörgum útlendingum
hefur reynst erfítt að skilja
þetta með syni og dætur.“
Hringlaga (jörn verður í miðj-
um skálanum og göngubraut
sem vindur sig upp eftir miðj-
unni. „Það hefur verið tekin _
kvikmynd af náttúruperlum Is-
lands úr lofti, 90 gráður og beint
niður, sem er óvenjulegt sjónar-
horn,“ sagði Árni Páll. „Mynd-
inni verður varpað yfir tjörnina
og munu áhorfendur horfa á
hana af göngubrautinni. Sem
dæmi má nefna að myndin fylgir
árfarvegi og þegar farið er nið-
ur fossa finnst áhorfandanum
hann lenda í miðjum fossúðan-
um. Eitt augnablik er allt hvítt
en þegar farið er upp fossinn til
baka þá er kominn vetur og
hann kominn í klakabönd.“
Árni Páll sagði að hugmyndin
væri að láta vatnið í tjörninni
gjósa við og við um 34 til 35
metra eða 15 metra upp úr hús-
inu til að minna á heitu hverina.
„Það gerist þegar sýndar eru
myndir, sem teknar eru yfir
hverasvæðum," sagði Árni Páll.
„Ég get ímyndað mér að áhorf-
endur muni súpa hveljur þegar
kemur að þessu atriði.“
Góð aðstaða til sýninga
í skálanum verða til sölu vör-
ur sem minna á Island, en ekki
hefur verið tekin endanleg
ákvörðun um hvað verður í boði.
„Þetta eiga að vera vörur í há-
um gæðaflokki en stjórnendur
sýningarinnar hafa ákveðið að
einungis megi vera með fimm
vöruflokka," sagði Árni Páll.
Þegar hefur verið ákveðið að
selja íslensk frímerki. Þá hefur
verið rætt um að selja ýmsar
heilsuvörur og einhveija ís-
lenska hönnun, veski eða annað
úr fiskroði.
Þá bentu þeir félagar á að öll
aðstaða til sýningarhalds í skál-
anum væri sérlega góð. Til
dæmis gætu íslenskir tískuhönn-
uðir efnt til tískusýningar, þar
sem sýningarfólkið kæmi gang-
andi niður göngubrautina í
miðju húsinu. A fyrstu hæð væri
gert ráð fyrir fundar- og fyrir-
lestrarsal, þar sem einstaklingar
og fyrirtæki gætu kynnt sig og
starfsemi sína auk þess sem boð-
ið verður upp á aðgang að tölvu-
búnaði.
Árni Páll sagði að íslenski
skálinn stæði á einum besta stað
á sýningarsvæðinu, rétt við bfla-
stæði og inngang inn á svæðið
og rétt við endastöð kláffeiju
sem strengd verður þvert yfír
sýningarsvæðið. „Oll húsin
verða rifin að lokinni sýningu
sem lýkur 31. október," sagði
Ríkharður. Sagði hann að von-
andi tækist að selja íslenska
skálann og þá hugsanlega sem
sýningarhöll og hafa nokkrir að-
ilar þegar sýnt því áhuga.