Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Alandi
lokað fyr-
ir gegn-
umakstri
Fossvogur
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu skipulags- og
umferðarnefndar um að aug-
lýsa breytingu á deiliskipulagi
vegna umferðar um Aland og
Eyi-arland sem miðar að því
að Alandi verði lokað fyrir
gegnumakstri. Götunni verð-
ur þó ekki lokað í orðsins
fyllstu merkingu, heldur
verða sett upp skilti sem
banna gegnumakstur annarra
en sjúkrabíla.
Ibúar við Akraland og
Aland sendu skipulagsyfir-
völdum erindi fyrir rúmu ári
þar sem farið var fram á að
enginn gegnumakstur yrði
leyfður um Aland, enda vasri
gatan sú eina í Fossvogs-
hverfi þai- sem það væri leyfi-
legt. Þó vildu íbúar gera und-
antekningu varðandi akstur
sjúkrabíla.
Bentu íbúamir á að bílaum-
ferð um Áland og Eyrarland
hefði aukist verulega vegna
aksturs að Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, enda ætti fjöldi
fólks erindi á stofnunina.
Einnig bentu íbúarnir á að
Áland hefði tæplega verið
skipulagt sem akstursleið að
svo stórri stofnun í upphafi og
gatan hlyti að hafa verið
hugsuð sem botnlangi í sam-
ræmi við aðrar götur í hverf-
inu.
I erindi íbúanna kom fram
að homið á gatnamótum Eyr-
arlands og Alands er algjör-
lega blint, og geti orsakað að-
stæður sem skapað geti veru-
lega slysahættu, þó svo að
spegli hafi verið komið fyrir á
staur við homið. Þá sé mjög
lítið útsýni fyrir gangandi
vegfarendur og bflar sjáist
ekki fyrr en á stuttu færi.
Ibúar vogi sér vart að fara yf-
ir götuna vegna bflaumferðar
og hraðans sem þar er.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
iiaiiW
[sh-—Li : m 1 M
[ - ^
m
... .
Fimm átta metra háar koparsúlur fslandsmerkis Sigurjóns Ólafssonar munu í framtíðinni teygja sig upp úr Hagatorgi.
Morgunblaðið/Ásdís
Islandsmerki
á Hagatorg
Vesturbær
Átak gegn hraðakstri
Hafnarfjörður
MINNISMERKI Sigurjóns
Ólafssonar, íslandsmerk-
inu, verður á næstunni
komið fyrir við Hagatorg.
En listaverkið var gert til
að minnast stofnunar lýð-
veldis á íslandi 1944.
Listaverkið stóð áður við
Hótel Sögu en var fjarlægt
þaðan og hefúr því nú ver-
ið fundinn nýr samastaður.
Verkið samanstendur af
fimm koparklæddum súl-
um sem eru um átta metr-
ar á hæð.
Vinna stendur nú yfír
við undirstöður verksins
og er þessa stundina m.a.
verið að steypa stöpla
minnismerkisins. Hönnun
umhverfís og val staðsetn-
ingar íslandsmerkisins er
síðan í höndum Ragnhildar
Skarphéðisdóttur lands-
Iagsarkitekts en gert er
ráð fyrir að framkvæmd-
um Ijúki fyrir miðjan nóv-
ember nk.
SKIPULAGS- og umferðar-
nefnd Hafnarfjarðar hefur
lagt til við bæjarstjórn að sett-
ur verði 30 km hámarkshraði á
Skjólvangi, Sævangi og Vest-
urvangi og því fylgt efth' með
tilheyrandi aðgerðum. íbúar
við Skjólvang lögðu í sumar
fram erindi þar sem farið var
fram á úrbætur í umferðar-
málum í götunni. I vinnslu hjá
Hafnarfjarðarbæ er nýtt
deiliskipulag fyrir Hrafnistu-
svæðið þar sem tekið verður á
því hvort loka eigi Skjólvangi
sunnan við Herjólfsbraut,
þannig að aðkoma að Hrafn-
istu verði um Herjólfsbraut.
Þá hefur nefndin lagt til að
Hvammar sunnan Hvamma-
brautar verði gerðir að 30 km
hverfi með tilheyrandi hliðum
inn í hverfið, skiltum, þreng-
ingum og hraðahindrunum.
íbúar við Stekkjarhvamm
óskuðu eftir áliti á því hvort
að hægt væri að draga úr
hraða í götunni með hraða-
hindrun. Einnig fóru íbúarnir
fram á að settar verði hljóð-
manir eða girðing við Reykja-
nesbraut.
Jafnframt þessu hefur verið
samþykkt að leggja til við
bæjarstjórn að á safn- og
húsagötum í Mosahlíð verði
30 km hámarkshraði og að
sett verði upp hraðahindrun í
Uthlíð ofan við leikskólann í
tengslum við göngustíginn
sem þar er. í upphaflegri
hönnun Klettahlíðar var gert
ráð fyrir hraðahindrun á móts
við stíginn ofan við byggðina
ásamt þrengingu milli Furu-
hlíðar og Fjóluhlíðar. Skipu-
lags- og umferðarnefnd hefur
lagt til að þetta verði útfært
nánar og sett í framkvæmd.
Listasýning
á sjötugsafmæli
Breiðholt
ÁSMUNDUR Guðmunds-
son fagnaði sjötugsafmæli
sínu nú á dögunum með
því að halda sína fyrstu
sýningu, en Ásmundur
bæði málar og sker út í
tré.
Á annað hundrað
manns mættu í afmælis-
veisluna og skoðuðu um
Ieið sýningu Ásmundar í
félagsmiðstöðinni Ár-
skógum. En Ásmundur
hefur gert sér það til
gamans sl. 24 ár að mála.
Það sem gerir hann þó
frábrugðinn mörgum öðr-
um tómstundaiistamönn-
um er að hann hóf ekki að
mála af neinni alvöru fyrr
en hann fékk slag 45 ára
gamall. En Ásmundur
lamaðist þá í hægri hluta
líkamans og varð í fram-
haldi að læra að nota
vinstri hendina.
Það var hins vegar
fljótlega eftir veikindin
að Ásmundur hóf að mála
bæði sér og öðrum til
gamans. f gegnum tíðina
hefur hann m.a. málað
mikið á tré og meðal þess
sem vekur athygli gesta á
sýningu Ásmundar eru
mannamyndir málaðar á
við. En á myndunum má
þekkja ýmsa þjóðþekkta
einstaklinga eins og Stef-
án frá Möðrudal sem og
fjölda stjórnmálamanna.
Svipurinn er þar oft
glettilega líkur og segist
Ásmundur gjarnan mála
portrettin eftir myndum
úr Morgunblaðinu.
Aðspurður um þennan
sérkennilega efnivið, við-
argrunninn, segist Ás-
mundur í upphafí ekki
hafa verið nógu reyndur í
litameðferð og því hafí sér
reynst auðveldara að mála
með akrýllitum á viðar-
grunn en olíu á striga.
Hann er þó jafnvígur á
þessar litagerðir í dag.
Ásmundur er ekki
myndlistarmenntaður, en
hefur lésið sér nokkuð til
um málaralistina. Hann
nýtur hins vegar kennslu
í útskurði sem hann tók
til við að læra fyrir um
tveimur árum síðar. En
það er Einar Jóhannesson
sem býður upp á kennslu
í úl skurði fyrir eldri
borgara Árskóga.
Það er því útskurðurinn
sem á allan hug Ásmund-
ar um þessar mundir og
segist hann varla gefa sér
tíma til að mála lengur.
Heldur eru það útskornir
munir á borð við hestinn
á myndinni sem heilla
hann núna.
Myndir Ásmundar og
styttur eru til sölu á sýn-
ingunni í Árskógum og
hafa þó nokkrir nýtt sér
Morgunblaðið/Golli
tækifærið og fjárfest í
munum hans. Þeirri hug-
mynd hefur síðan heyrst
fleygt í Árskógum að
rétti staðurinn fyrir por-
trett sljórnmálamann-
anna væri nýja kaffístof-
an í Alþingishúsinu.
Þroskahjálp
fær lóð fyrir sam-
býli fatlaðra
Vesturbær
LANDSSAMTÖKIN Þroska-
þjálp hafa fengið jákvætt svar
við umsókn sinni um að reisa
sambýli fyrir fatlaða á lóð við
Einarsnes. Að sögn Friðriks
Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra samtakanna, er fram-
kvæmdin meðal annars hugs-
uð til að benda á að hægt sé
að leysa húsnæðismál fatlaðra
á farsælan hátt með góðum
lausnum.
Friðrik segir að Þroska-
hjálp hafi gert nokkuð í því
að byggja húsnæði fyrir fatl-
aða og hafi óskað eftir því við
Reykjavíkurborg að fá lóð til
slíkra framkvæmda. Samtök-
in hafa fengið lánsheimfldir
hjá Ibúðalánasjóði til að
byggja félagslegar leiguíbúð-
ir ætlaðar fötluðum. Friðrik
segir að eftir sé að ræða við
borgarskipulag varðandi það
hvaða gerðir húsa eru þama
hugsaðar, en stefnt sé að því
að byggja þama hús með
sjálfstæðum íbúðum fyrir
fatlaða. Ekki hefur verið
ákveðið hversu margar þær
verða, en væntanlega verður
byggt þarna tvflyft hús í
þeim anda sem hverfið býður
upp á.
Að sögn Friðriks hefur
Þroskahjálp þegar byggt eitt
5 íbúða raðhús með starfs-
mannaaðstöðu uppi í Star-
engi 118. Einnig hafa sam-
tökin fest kaup á íbúðum á
jarðhæð á Skúlagötu 46, þar
sem fatlaðii’ búa í sama húsi
og aðrir Reykvíkingar. „Við
höfum af þessu nokkra
reynslu og höfum verið að
búa til húsnæði sem við telj-
um að sé gott og hæfi fótluð-
um jafnt sem öðmm. Okkar
skoðun er sú að það húsnæði
sem fötluðum hæfir sé bara
húsnæði sem hæfir öllum, að
teknu tilliti til þeirra sér-
þarfa,“ segir Friðrik. Hann
segir að mikil eftirspum sé
eftir svona húsnæði, en að
Þroskahjálp stefni þó ekki að
því að fullnægja þeirri eftir-
spurn, það sé annarra að
gera það.
Borgarsjóður á lóðirnar nr.
58 og 60-62 við Einarsnes og
hefur borgarráð falið borgar-
skipulagi að gera breytingu á
deiliskipulagi svæðisins til
þess að þar geti risið sam-
býli. Einnig er gert ráð fyrir
að hluti af svæðinu leggist við
aðliggjandi lóðir og hefur
þegar verið samið við einn
lóðareiganda um sölu á við-
bót við hans lóð. Ennfremur
liggur gangstígur um svæðið.