Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 29

Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 29 Rómönsukvöld „Aldrei varð mér ljóða TOIVLIST Norræna húsið SÖNGTÓNLEIKAR Björn Blomqvist bassi og Magnus Svensson píanóleikari fluttu söngva eftir Sibelius, Jack Mattsson og Oskar Merkikanto. Fimmtudags- kvöld kl. 20.30. ÞAÐ er orðið ansi hart þegar unn- endur sönglistarínnai’ þurfa að velja milli þrennra tónleika á einu kvöldi. Eflaust hefur þetta haft sitt að segja um dræma aðsókn á söng- tónleikana í Norræna húsinu á fimmtudagskvöldið. Þar var ekki blásið í lúðra til að laða að fólk, - allt með hógværð í þeim efnum. Hins vegar var efnisskrá tónleik- anna forvitnileg, fleiri lög eftir Sib- elius en þessir þrír til fjórir stand- ardar sem heyrast hér á tónleikum; sönglög frá Alandseyjum, og söng- lög eftir eitt vinsælasta tónskáld Finna, sem nánast aldrei heyrast hér. Ekki voru listamennirnir síður forvitnilegir. Gestir Norræna hússins á Róm- önsukvöldi að þessu sinni voru fmnsk-álandseyski bassasöngvar- inn Björn Blomqvist og sænski píanóleikarinn Magnus Svensson. Efnisskráin var stutt og laggóð, átta söngvar eftir Jean Sibelius, flestir við sænsk Ijóð; þrír söngvar eftir álandseyska tónskáldið Jack Mattson, og loks fjórir söngvar eft- ir Oskar Marikanto við finnsk ljóð. Tónleikarnir stóðu ekki nema í um þrjá stundarfjórðunga, sem verður líka að teljast skemmtilegt tilbrigði við oft alltof langa kvöldtónleika. Það er hins vegar spurning, - óháð þessum einstöku tónleikum, hvort ekki er kominn tími til að flýta tón- leikum almennt. Erlendis er ekki óalgengt að tónleikar hefjist hálf átta eða átta, og jafnvel klukkan sjö. Það virðist tilhneiging í samfé- laginu hér að lengja kvöldið, - og yrðu því eflaust margir fegnir að geta hafið kvöldið fyrr. Björn Blomqvist er ungur söngv- ari, en er þegar orðinn stórt „nafn“ í norrænum óperuheimi; - er fast- ráðinn við Konunglegu óperuna í Stokkhólmi. Hann hefur óvenju þýða og mjög fagra bassarödd, sem er ekki alltof algengt, - bassasöngv- arar hafa oftar en ekki fremur gróf- an og hrjúfan raddblæ. Magnus Jónas Ingi- mundarson leikur í Hömrum JÓNAS Ingimundarson, píanóleikari heldur tónleika í Hömrum, tónlistarhúsi Isa- fjarðar, í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá eru tvær píanósónötur Beet- hovens, sú fyrsta í f-moll nr. 2, sem hann samdi ungur að aldri og sú síðasta, op. 111. Eftir hlé eru á dagskránni fjórtán valsar eftir Chopin. Jónas Ingimundarson er þekktastur fyrir píanóleik sinn, bæði sem einleikari og meðleikari, einkum með söngvurum. Einnig hefur hann staðið fyrir öflugu tón- listarkynningarstarfi allan sinn feril og skipulagt ýmiss konar tónleikahald með fjölda listamanna víða um landið. Jónas hefur leikið inn á fjölda hljóm- og geislaplatna Hann hefur kennt við Tónlistarskól- ann í Reykjavík frá árinu 1974 og verið tónlistarráðu- nautur Kópavogsbæjar frá 1994. Jónas hefur hlotið margar heiðursviðurkenning- ar fyrir störf sín að tónlistar- málum. Svensson er feiknagóður píanisti. Hann er ungur, - en í efnisskrá tón- leikanna segir að hann hafi ekki farið að læra á píanó fyrr en 15 ára gamall. Tilfínning hans fyrir sam- bandi píanós og söngs virtist full- komin. Það sem að var á rómönsukvöld- inu virtist vera slappleiki eða þreyta söngvarans. Það var sýnt að hann var ekki alveg í lagi; - kannski bara þreyttur eða lasinn. Það var sem hann gæfi ekki allt í sönginn, - héldi aftur af sér. Að auki þurfti Björn Blomqvist að syngja með nótur fyrir framan sig, - en það er ákaflega ótrúlegt að söngvari af slíkum kaliber kunni ekki lög eins og Saf, sáf susa og Var det en dröm. En þrátt fyrir þetta var það þó líka ljóst að þarna var virkilega góður söngvari á ferð, með sterka tilfinn- ingu fyrir ljóðatúlkun og þessa frá- bæru rödd. Lög Sibeliusar voru fal- lega sungin, sérstaklega Sáf, sáf susa, Demanten pá marssnön og Váren flyktar hastigt. Píanóleikur Magnusar Svensson var dásamleg- ur, - lýrískur og músíkalskur, en í síðasta Sibeliusarlaginu, Var det en dröm, lék hann allt of sterkt og yfirgnæfði söngvarann sem vantaði þrótt til að halda hæð í því ólgandi báli sem lagið er. Jack Mattsson er hálffimmtugt tónskáld frá Álandseyjum. Hann samdi Tre meditativa sánger við ljóð eftir Valdemar Nyman fyrir Bjöm Blomqvist. Þetta eru sak- leysisleg lög, samin í dæguriagastíl, einföld og strúktúreruð og láta Ijúft í eyru. Þeir Björn Blomqvist og Magnus Svensson gerðu þessum lögum prýðileg skil, en enn vantaði herslumun á að söngvarinn væri nægilega bi'attur. I lögum Oskars Merikantos virt- ist Bjöm Blomqvist hins vegar vera að ná sér á strik. Lögin voru öll sungin við finnsk Ijóð, og voru söngvaranum auðheyrilega bæði töm og kær. Tónlist Oskars Merik- antos þekkja Islendingar helst af fáeinum karlakórslögum sem stundum heyrast á tónleikum hér, en sönglögin virðast ekki síður fall- in til vinsælda, svo svipsterk sem þau eru. Bjöi'n Blomqvist og Magn- us Svensson fluttu lög Merikantos af mikilli innlifun, sérstaklega síð- asta lagið, Á hafi, sem var sterkt og afar glæsilegt í túlkun þeirra. Bergþóra Jónsdóttir. vant/ af orðum er hér nég.“ BÆKUR L j ó ð a þ ý ð i n g a r VÆNGSTÝFÐIR DRAUMAR Ljóð lettneskra skálda. Þýðandi: Hrafn A. Harðarson. Hlér 1999. VÆNGSTYFÐIR draumar hefur að geyma ljóðaþýðingar eftir tólf skáld sem öll eru frá Eystrasalts- löndunum. Þýða- ndinn, Hrafn A. Harð- arson gefur bókinni undirtitilinn „Ljóð úr Ljósalandi" og skýrir það með því að hér sé um að ræða „vísan til þess að Baltikum er dregið af lettneska orðinu balts sem þýðir Ijós eða bjartur.“ Ljósaland þykir hon- um „öllu liprara orð en Eystrasaltsland" og má alveg taka und- ir það þótt ólíklegt sé að hægt sé að breyta heiti landsins þannig í almennu máli. En sem Hrafn A. Harðarson skáldlegt heiti er það fallegt. Hrafn A. Harðarson hefur áður fengist við ljóðaþýðingar og er þessi bók gefin út með styrk úr Þýðingarsjóði rithöfundasam- bandsins. Gagnrýnandi hefur ekki forsendur til að meta hvernig ljóð- unum er snúið úr frummálinu, en getur aðeins reynt að meta textann eins og hann kemur fyrir á ís- lensku. Ljóðin eru af ýmsu tagi enda höfundarnir af ólíkum kyns- lóðum Ljósalandsskálda, allt frá því að vera fædd upp úr miðbiki síðustu aldar (Janis Rainis og Aspazija (f. 1865)) til þess að telj- ast til yngstu kynslóðar lettneskra skálda (Amanda Aizpuriete og Dagnija Dreika). I heild ættu ljóð bókarinnar því að geta gefið ágæta yfirsýn yfir ljóðlist Ljósalands á þessari öld. Bókin hefst á tveimur ástarljóð- um eftir elsta skáldið, Rainis, sem þýðandi segir vera helsta þjóð- skáld Lettlands. Eiginkona Rainis og jafnaldra, Aspazija, á einnig tvö Ijóð í bókinni og í þeim báðum eni dregnar upp dulúðugar myndir af mannlegri þrá þar sem tunglskin og seiður hafsins eru ráðandi í myndmáli. Þessi ljóð bera flest ein- kenni rómantísku stefnunnar sem ráðandi var í evrópskri ljóðlist á síðari hluta 19. aldar. Aleksandr Caks og Vilma Belsevica láta bæði verk annarra listamanna veita sér innblástur, sá fyrrnefndi yrkir skemmtilegt ljóð með vísun til Ibs- en og sú síðarnefnda yrkir magnað ljóð út frá einu málverka Goya. Islandsvinirnir Knuts Skujen- ieks og Uldis Berzins eiga nokkur fjöl- breytileg og athyglis- verð Ijóð í safninu. Sá fyrrnefndi vísar m.a. í norræna goðafræði í ljóðinu „Níu nætur Oðins“ og spyr (sjálf- an sig og aðra) áleit- innar spurningar: „Getur þú þjáðst svo vegna viskunnar,/ rotnað svo fyrir ljóðið og endurfæðst?" Sjálfur hefur hann setið í fangabúðum „fyrir að þegja og neita að tala gegn sannfæringu sinni“ og sú reynsla skilar sér á áhrifaríkan hátt í ljóðinu „Það sem ég lærði í fimm ára fangavist minni“. Ljóð Skujenieks eru með því eftirtekt- ai-verðasta í bókinni. I Ijóði Dagniju Dreika, „Sjálfs- ævisögu“, er notast við þekkt ævintýraminni til að tjá vonbrigði nútímakonu með nútíma „prins“. Svipuð ljóð eru til eftir íslenskar skáldkonur þannig að álykta má að sú reynsla sem hér er lýst sé sam- eiginleg konum í öllum heimsins hornum: Ég \dldi verða Öskubuska en varð ei að ósk minni: Postulínsskórinn passaði ekki á penan fót minn. Rauðhetta réði tísku ræfíls úlfurinn skelfdist geiflurnar í mér og gleypti glaður aðra ömmu í minn stað. Eg reyndi næst við Þyrnirósu og reyndist svefninn góður. En vekjaraklukka í kjallara kallaði mig til Ragnaraka. Að lokum lék ég MjalMti kóngsson kom í heimsókn með flösku víns í faðmi og fjölbrot í buxum. Hann settist á kistu mína og grét og saup sitt gullna vín en sýndist óttast smit: Hann kyssti mig aldrei og reið á braut En sár fylli ég kistuna reiði tárum Héðan í frá mun ég engu trúa, Sama hvað þú segir mér: Ég mun svara og yppta öxlum: Seg mér engin ævintýr. Hér hefur aðeins verið minnst á nokkur af þeim ljóðum sem Væng: stýfðir draumar hafa að geyma. I heild er hér um að ræða athyglis- vert safn ljóða sem gefa ágæta mynd af ljóðlist heims sem flestum hér heima er að öllum líkindum framandi. Þýðingar Hrafns A. Harðarsonar eru myndríkar og liprar og vekja áhuga á Ljósa- landsskáldum. Hafi hann þökk fyr- ir framtakið. Soffía Auður Birgisdóttir Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffistell. Allir verðflokkar. Wv V Heimsfrægir hönnuðir in.a. Gianni Yersate. WJA//y\\\tvV-; vphslunin Langavegi 52, s. 562 4244. Tölvutöflurnar... ... vekja verbskuldaba athygli Tölvutengda taflan er bylting í fundarformi og fjarskiptum • Skráb er á töfluna • Flutt inn í tölvuna • Prentað út • Sett upp á heimasíÖu • Sent í tölvupósti • Hugbúnaður og tengingar fylgja • Til sýnis hjá okkur eba vib lánum til reynslu J. fiSTVfllDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 533 3535 Til sölu/leigu ------------------------Fossháls 1 Fullbúið 814 fm.verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað. Laust til afhendingar l.nóv. n.k. Áhvílandi mjög hagstætt langtímalán. Frábært tækifæri á vaxandi verslunar og þjónustusvæði HREYSTI Upplýsingar í síma 568 1717 á skrifstofutíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.