Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 38

Morgunblaðið - 20.10.1999, Side 38
§8 MIÐVIKUDAGUR 20, OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bein í baki! 20. OKTÓBER er alþjóðlegur bein- verndardagur og ástæða til að beina sjónum, venju frem- ur, að því málefni. Það er ekki ýkja fangt síðan menn litu á beinrýrnun eða beinþynningu og af- leiðingar hennar sem eðlilegan, óumflýjan- legan fylgifisk hækk- andi aldurs, sérstak- lega hjá konum. Bogið bak og veru- lega aukin hætta á beinbrotum var álitið hlutskipti sem stór hluti kvenna varð að sætta sig við. Með jákvæðari sýn á og umfjöllun um heilsufar kvenna og með auk- inni áherslu á fyrirbyggjandi að- gerðir innan heilbrigðiskerfisins hefur þetta viðhorf breyst. Aukin áhersla er lögð á rannsóknir á beinþynningu, orsakir, afleiðing- ar, meðhöndlun og síðast en ekki síst hvort og þá hvernig megi fyr- irbyggja sjúkdóminn. Beinþynning er oftast þögull wágestur, þ.e. sjúkómurinn getur hafa búið um sig í mörg ár og ver- ið mjög langt genginn án þess að sjúklingurinn verði á nokkurn hátt var við hann. Fyrstu merki um sjúkdóminn eru oft alvarleg, s.s. samfall hryggjarliða eða önn- ur beinbrot, eins og framhand- leggsbrot og brotinn lær- leggsháls, við lítinn sem engan áverka. I dag eigum við völ á einfaldri greiningaraðferð, beinþéttnimæl- ingu, sem er bæði sársaukalaus og ódýr. Ástæða er til að hvetja kon- ur til að nýta sér þennan mögu- leika og þá sérstaklega þær konur sem teljast vera í áhættuhóp. Tilgangur slíkrar rannsóknar er að greina sjúkdóminn í tíma svo veita megi þá meðhöndlun sem völ er á. Grunnorsakir beinþynningar eru ekki þekktar en margt er vit- að um áhættuþætti. Kyn, kynstofn og aldur eru þættir sem skipta miklu í þessu sambandi. Bein- þynning er vel þekkt hjá körlum en er miklu algengari hjá konum. Bein- þynning er alvarlegt algengt vandamál hjá konum af hvíta kyn- stofninum, en mun síður hjá svörtum konum. Sterk tengsl eru milli aldurs og beinþéttni. Einnig eru í aukinni áhættu: • Konur sem eru á og eru komnar yfir það æviskeið sem nefnt er breytinga- skeiðið. • Grannvaxnar, smábeinóttar konur. • Þær konur sem fá ekki nóg kalk úr fæðunni. • Fjölskyldusaga um bein- þynningu er áhættuþáttur. • Konur sem hafa tíðahvörf snemma (fyrir eða um fertugt) eða hafa misst eggjastokka vegna sjúkdóms. • Konur sem hreyfa sig lítið og stunda ekki líkamsrækt af neinu tagi. • Konur sem reykja eru í verulega aukinni áhættu, einnig eru konur sem neyta mikils áfeng- is taldar vera í aukinni hættu á að fá beinþynningu. • Einstaklingar sem vegna annarra sjúkdóma hafa þurft að taka ákveðnar tegundir lyfja, s.s. ýmsar tegundir stera. Við sjáum á þessari upptalningu að suma þessa þætti höfum við ekki á okkar valdi, s.s. arfbundna þætti og hækkandi aldur, meðan þættir sem tengjast lífsstíl og lífs- háttum og skipta máli eru á okkar valdi. Hollur og góður matur úr öllum fæðuflokkum með áherslu á kalkríka fæðu, t.d. mjólkurvörur, er mikilvægur, kalk er helsta byggingarefni beinanna og til að kalkið úr fæðunni komist í beinin þarf D-vítamín. Beinin eru lifandi vefur sem brotnar niður og endur- nýjast reglulega. A yngi-i árum er í flestum tilfellum jafnvægi á þessu ferli og konur byggja upp beinmassa þar til hámarksbein- magni er náð milli tvítugs og þrí- tugs. Rétt samsett fæði og hæfi- leg áreynsla er því einnig afar Beinvernd Beinþynning, segir Helga Þorbergsdóttir, er oftast þögull vágestur. mikilvægt á yngri árum. Hreyfing og áreynsla sem virðist skipta mestu máli til að styrkja beinin er áreynsla þar sem þungi hvílir á beinunum, t.d. göngur, skokk, dans og ýmiss konar leikfimi. Forðast ber áhættuþætti eins og reykingar og óhóflega áfengis- neyslu. Varðandi hormónameð- ferð eða annars konar lyfjameð- ferð er nauðsynlegt að ráðfæra sig við lækni en einstaklingsbund- ið er hvað á við. Kostnaður samfé- lagsins og þeirra einstaklinga sem líða vegna beinþynningar er mikill og fyrirsjáanlegt að sá kostnaður muni aukast á næstu árum og ára- tugum verði ekkert að gert. Menn hafa jafnvel talað um sjúkdóminn sem eitt stærsta heilsufarsvanda- mál 21. aldarinnar. A undanförnum árum hafa ver- ið stofnuð bæði landssamtök og svæðisbundin félög til höfuðs beinþynningu. Eitt þessara félaga er Beinvernd á Suðurlandi, sem stofnað var 20. nóvember 1997 að tilhlutan þáverandi landlæknis, Ólafs Ólafssonar. Helstu markmið félagsins eru að vekja athygli al- mennings og stjórnvalda á því hve alvarlegt heilsufarsvandamál beinþynning er og að stuðla að fræðslu um það sem best er vitað um beinþynningu og varnir gegn henni á hverjum tíma. Félagar í Beinvernd á Suðurlandi eru nú um 90 talsins. Félagið hefur m.a. staðið fyrir nokkrum fræðslufund- um sem hafa verið afar vel sóttir enda snertir málefnið marga og mikilvægi forvarna æ betur að verða lýðum ljóst. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í Vík og stjórnarmaður íBeinvernd á Suðurlandi. Helga Þorbergsdóttir V-v-v-v-vissulega stama ég -1 h-h-h- hverju ert þú góður? UNDANFARIÐ hafa nokkrir sagt mér frá einhverjum sem þeir þekkja sem stam- aði, en er hættur því. En ekki er allt sem sýnist og stam er miklu meira en þeir hnökrar á eðlilegu talflæði sem flestir tengja við stam. Stærstur hluti stams- ins er eitthvað sem þú heyrir ekki. Undir niðri eru margvíslegar tilfinningar sem oft getur reynst erfitt að takast á við. Stami hefur jafnvel verið líkt við ísjaka, þar sem einungis tíundi hlutinn sést, afgangurinn er undir yfirborðinu. Margir skammast sín Stam Talaðu um stamið við ættingja, vini og vinnu- félaga, segir Benedikt Benediktsson, því þeim getur liðið jafnilla og þér. fyrir stamið, eru dauðhræddir við að tala og reyna að hafa sem minnst samskipti við annað fólk. Þetta verður oft að vítahring, þar sem óttinn við stamið veldur aukinni spennu og þar með auknu stami sem aftur eykur við óttann og van- líðanina. Sá sem þú hélst að væri hættur að stama er kannski enn að berjast við þessar erfiðu tilfinningar og vanlíðan. Næst þegar þú hittir hann, spurðu hann um stamið. Þú kemst e.t.v. að einhverju sem þú áttir ekki von á. Eg veit um fólk sem talar mikið opin- berlega og stamar alls ekki neitt, en segir mér að það finni oft eða a.m.k. stundum fyrir staminu. Við þig sem stamar vil ég segja þetta. Tal- aðu um stamið við ætt- ingja, vini og vinnufé- laga. Það kann að hljóma ótrúlega, en þeim getur liðið jafn- illa, eða jafnvel verr en þér, þar sem fólk veit oft ekki alveg hvernig það á að haga sér og það að þú segir frá því hvernig þér líður, hjálpar þeim að bregðast rétt við og gerir samskipti auðveldari. Þú get- ur líka komist í samband við aðra sem stama og upplifað samkennd og skilning þeirra sem þekkja ná- kvæmlega það sem þú hefur upp- lifað. Alþjóðlegur upplýsingadagur um stam er föstudaginn 22. október. I tilefni af því stendur Málbjörg, fé- lag um stam, fyrir opnu húsi fimmtudaginn 21. október í Þjón- ustusetri líknarfélaga að Tryggva- götu 26,4. h. kl. 16-19. AUir eru vel- komnir til að fræðast um stam og tala við fólk sem tengist því á einn eða annan hátt. Upplýsingar um stam má nálgast á sama stað, og í síma 551 4570 á milli kl. 9 og 15. Við viljum sérstaklega benda á foreldrahóp Málbjargar þar sem foreldrar bama sem stama eru að vinna að betra lífi fyrir þessi börn sem oft lenda í félagslegri einangr- un vegna stamsins. A markvissan hátt er hægt að breyta því en eng- inn skyldi halda að það gerist af sjálfu sér. Heimasíða Málbjarar er www.is- mennt.is/vefii'/malþjorg. Höfundur er formaður Málbjargar, félags um stam. Benedikt Benediktsson Grímulaus fasismi Meðal annarra orða Eftir Njörð P. Njarðvík STÖKU sinnum kemur það fyrir í íslenskum blöðum að eins konar draugshaus for- dóma og mannfyrirlitningar skýtur upp kollinum. Oftast nær birtist hann í lesendabréfum sem beinast gegn útlendingum sem setj- ast hér að, gegn fólki af öðrum lit- arhætti eða af öðrum menningar- svæðum með önnur trúarviðhorf, gegn samkynhneigðu fólki - eða gegn fötluðu fólki af einhverju tagi, geðveilu, einhverfu, þroskaheftu. I stuttu máli: gegn fólki sem er ein- hvem veginn „öðru vísi“, þarf reyndar að vera einhvers staðar, en alls ekki í námunda við vandlætar- ann, sem sendir blöðum kröfu sína um útskúfun annarra. Stundum finnst manni þetta jafn- vel broslegt, en oftar sorglegt og einstaka sinnum jafnvel átakanlegt. En ég held að fullyrða megi, að æv- inlega stafi slík afstaða af stærilæti manna sem í raun gera kröfu til þess að aðrir eigi að vera eins og þeir. Þeir einir viti og eigi því að ráða fyrir öðrum. Og átakanlegt er þetta vegna þess, að þarna er að finna uppsprettu þess mannhaturs sem sundrar mannkyninu og kallar fram átök, kúgun, pyntingar, mann- dráp og þjóðernishreinsanir. Við höfum slíkt fyrir augunum í Kosovo, Norður-írlandi, Afganist- an, Tyrklandi, írak, Austur-Tímor svo að dæmi séu nefnd. s slensk lesendabréf hleypa ekki slíkum hörmungum af stað, sem betur fer, þótt af- staða sé af svipuðum toga. Og oft má hreinlega láta nægja að að svara slíkum bréfum með vorkunn- samri þögn. En þó kemur fyrir að svo langt er gengið í mannfyrirlitn- ingunni, að ekki verði þagað. Það gerðist því miður 7. október síðast- liðinn í Degi í „greinafiokki“ er nefnist Umbúðalaust og skrifaður er af hópi manna er rita reglubund- ið í blaðið. Tilefni þessarar greinar er í raun að fagna kosningasigri Jörg Haiders og Frelsisflokks hans í Austurríki nýverið, sem vakið hef- ur ugg víða í Evrópu: „Loksins hafa þýskumælandi þjóðir eignast leið- toga sem þjáist ekki af vanmeta- kennd vegna síðari heimssyrjaldar- innar.“ Reyndar vissi ég ekki að Konrad Adenauer, Ludwig Er- hardt, Willy Brandt, Helmut Schmid eða Helmut Kohl (svo að dæmi séu nefnd) hefðu þjáðst af vanmetakennd, þegar þeir reistu þýsku þjóðina úr rústum nasismans og skipuðu henni í fremstu röð evr- ópskra lýðræðisþjóða. Né heldur Brano Kreisky, sá mikilhæfi leið- togi austurrískra jafnaðarmanna. En að vísu lofsungu þeir ekki Adolf Hitler og samstarfsmenn hans eins og Jörg Haider hefur gert og grein- arhöfundur Dags bergmálar hér. Reyndar er söguskoðun þessa greinarhöfundar með þvílíkum endemum að helst má líkja því við að berja höfðinu við stein þeirrar þráhyggju sem hafnar beinum stað- reyndum. I grein hans voru það Bretar og Frakkar sem hófu síðari heimsstyjöldina, en ekki Þjóðverjar með innrás í Pólland. Enda harmar hann að Þjóðverjar búi enn „við þá andlegu kúgun að mega ekki lesa bækur á borð við Mein Kampf á móðurmáli sínu eftir fyrrum leið- toga Þýskalands, Adolf Hitler“ (sem er nú reyndar hægt þótt ekki sé henni hampað í búðargluggum). En bók þessa telur hann vera sögu- lega heimild „um ótrúlegan upp- gang Þjóðverja á milli styrjalda". Jafnframt harmar hann að hinn styrki flokksleiðtogi skuli skammaður fyrir „að viðurkenna að Adolf Hitler hafi mótað skynsam- lega stefnu í atvinnumálum“ enda hefðu „gömlu þjóðernissinnarnir“ aldrei annars „náð jafn glæsilegum árangri á mörgum sviðum og raun ber vitni“. Nú er það svo að degi síðar en þessi dæmalausa grein birtist, gat að líta frétt þess efnis að enn væru um 2,4 milljónir manna á lífi sem teldust eiga rétt á skaða- bótakröfum vegna þrælahalds í þýskum verksmiðjum á dögum hins mikla uppgangs. Kannski ber það vott um hina „skynsamlegu stefnu í atvinnumálum" Adolfs Hitlers. Greinarhöfundur kvartar einnig undan því að Jörg Haider skuli „skammaður fyrir að votta þýskum hershöfðingjum í SS-sveitunum virðingu sína“ - og er nú ekki laust við að erfitt sé að skilja hvaða virð- ingu þeir eiga skilið. En það er kannski von að slík kvörtun komi frá manni sem vogar sér að tala um hina „svokölluðu helför Gyðinga". Eg held ég verði að segja að það þurfi ótrúlega forherðingu til að komast svo að orði. Greinarhöfund- ur talar um hræsni af því að aðrir hafa einnig unnið óhæfuverk. En óhæfuverk eins réttlætir ekki óhæfuverk annars. Utrýmingarher- ferð nasista á hendur Gyðingum er þvílíkur smánarblettur á sögu mannkynsins, að það hlýtur að gera mönnum beinlínis ógerlegt að skilja þvílíkt mannhatur. Það hlýtur að vekja öllu hugsandi og góðviljuðu fólki óhug að flokksforingi sem boðar útlendingahatur og lofsyngur þá sem gerst hafa sek- ir um einhverja verstu glæpi gegn mannkyninu skuli fá brautargengi í frjálsum kosningum í lýðræðislandi. Og það hefur ekki einungis gerst í Austurríki, heldur einnig í Frakk- landi þar sem Front National undir forystu LePen hefur náð um 15% atkvæða. Það gengur því illa að kveða niður afturgöngur fasismans. Og ekki bætir úr skák þegar slík rödd heyrist einnig hér. Og hafa ber í huga að það er ekki einungis greinarhöfundur sem ber ábyrgð á slíkum málflutningi, heldur einnig ritstjóri blaðsins sem birtir þvílíkan óhroða. Því skuldar dagblaðið Dag- ur lesendum sínum afsökunar- beiðni. Höfundur er prófessor i íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.