Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 43
jsBMsasiBStSba^......... 4flaBwawaa MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 4C9 1 _ Ingimar Brynjólfsson bóndi á Asláksstöðum og lengi oddviti og sýslunefndarmaður Arnarnes- hrepps varð bráðkvaddur við heimili sitt laugardaginn 9. októ- ber. Með honum kvaddi hinn síð- asti í þeirri sveit manna, sem ég var samtíða í stjórn Minjasafnsins á Akureyri á fyrstu árum þess, en | það var formlega sett á stofn árið 1 1962. Hann var fulltrúi Eyjafjarð- | arsýslu, sem átti safnið að einum fimmta ásamt Kaupfélagi Eyfirð- inga, sem átti annan fimmtung, og Akureyrarkaupstað, sem átti þrjá fimmtu, og kusu eigendurnir stjórnarmenn í sömu hlutföllum. Að vísu tók hann ekki sæti í safn- stjórninni fyrr en að Þórami Kr. Eldjárn á Tjörn látnum árið 1968, en sat í stjóm af hálfu sýslunefnd- ar allt til ársins 1990, þegar Eyja- fjarðarsýsla hafði verið lögð niður * sem stjórnsýslueining. Aðrir stjórnarmenn safnsins á fyrstu tuttugu árum þess vom þeir Jónas Kristjánsson, Helgi Eiríksson, Ar- mann Dalmannsson, Kristján Ein- arsson frá Djúpalæk, Gísli Magn- ússon og Páll Helgason. Safnvörð- ur var Þórður Friðbjarnarson. Þessara vösku hugsjónamanna og góðu vina minna minnist ég nú allra með þökk og virðingu, þegar hinn síðasti þeirra, Ingimar á Asláksstöðum, er kvaddur. Hann var hæglátur maður og hógvær í framgöngu, broshýr og blíðlegur, greindarlegur og góð- mannlegur. Hann hafði ekld þann háttinn á að ryðjast um fast á mannamótum með hávaða og glumrugangi og vekja á þann hátt Iathygli á sér eða reyna að vinna málstað sínum fylgi, eins og sum- um hættir til. Slíkt var ekki háttur hans, eðli eða aðferð. En hann kom málum sínum fram eigi síður en aðrir fyrir því. Þó að honum lægi ekki hátt rómur, var á hann hlust- að, þegar hann tók til máls, því að hann studdist jafnan við gild rök, skarplega íhygli og góðvild. Orð hans m-ðu heldur ekki hrakin eða þeim hnekkt með neinni skynsemi eða sanngirni. Þar við bættist, að hann var afar tillögugóður og glöggskyggn á góðar og snjallar lausnir á hverjum vanda, lausnir, sem ógjarna lágu öllum í augum uppi og öðrum hafði sést yfir. Af þessu varð hann „virður vel“ í sveit sinni og héraði, enda bæði bústólpi og landstólpi, svo að ég leyfi mér að taka mér í munn orð ástsæls sveitunga hans úr Öxnadal. Honum voru lengst af falin flest þau trún- aðarstörf, sem til féllu í Ai-names- hreppi, og margur mun hafa leitað til hans í vanda, en farið af fundi hans hressari en hann kom. Fyrrgreindir eiginleikar fylgdu honum inn á fundina í stjóm Minjasafnsins á Akureyri. Þegar mikill vandi steðjaði að í rekstri safnsins eða framkvæmdum, oftast fjárhagskröggur, var ekki óal- gengt, að Ingimar kæmi með lausnina tilbúna í skjalatöskunni sinni eða þá í huga sér, svo að vandræðin leystust eða viku að minnsta kosti frá í bili, þangað til betur rættist úr. Hann sá alltaf einhver ráð, enda alvanur „að berj- ast í bönkum“ (svo að ég hnupli fleiri snilliyrðum, nú frá sonarsyni Þórarins á Tjörn). Lengi verður minnisstæð rósemi og ráðsnilld Ingimars, þegar verið var að berj- ast við að koma upp tveggja hæða Iviðbótarbyggingn við safnhúsið á áttunda áratugnum þrátt fyrir sparsamlegar (að hyggju okkar stjórnarmanna) fjárveitingar eig- endanna ög ekki var til sú lána- stofnun í bæ og héraði, þar sem stjórnin átti ekki ógreidd víxillán, stundum með ábyrgð eigenda, en þó oftar með persónulegri ábyrgð stjórnarmanna. Ekki voru heldur margir sjóðir og félög hér nær- Ilendis, þar sem ekki hafði verið knúið dyra og beðið um einhverja hungurlús til framdráttar góðu og knýjandi málefni. Reynt var að hafa úti öll spjót. Allt um það virt- ust flest sund vera að lokast, verk- ið að stöðvast rétt við lokatak- markið og horfur á, að safnið sæti eftir í sömu þrengslunum og áður og, sem verra var, í allri skulda- súpunni. Þá var fangaráðið að fá Ingimar til að gerast fjármála- stjóri safnsins, annast fjárreiður þess, fjáröflun, samninga við lán- ardrottna og skuldaskil í samráði við formann stjórnarinnar. Samin var skrá yfir allar skuldir safnsins, gjalddaga og afborgunarskilmála og á grundvelli hennar gerð áætl- un um greiðslur þessara skulda eins og handbært fé og væntanleg- ar tekjur leyfðu. Reynt var síðan að standa við þessa áætlun og greiða niður skuldir eftir bestu getu. Það tókst á örfáum árum með ýtrustu hagsýni og sparnaði, ljúka byggingunni úti og inni og taka hana í notkun. Minjasafnið var orðið skuldlaust aftur eftir margra ára basl og miklu hæfara en áður til að gegna menningar- hlutverki sínu í stórbættum húsa- kynnum. Að þessum sigri átti Ingi- mar ekki minnstan hlut, þó að aðr- ir stjórnarmenn og safnvörður ættu vissulega einnig drjúgan þátt í honum. Þess skal getið, að aldrei tók Ingimar eyrisvirði fyrir ómak sitt og erfiði í þágu safnsins, ekki einu sinni bílastyrk. Slíkt hefði honum ekki þótt við hæfi. Honum þótti nefnilega vænt um stofnun- ina. Það var að frumkvæði hans og samkvæmt tillögu hans, að samin var og gefin út árið 1988 mynd- skreytt saga Minjasafnsins á Akureyri á árunum 1962-1987. Aldrei gerði svo ill veður eða svo vonda færð, að Ingimar léti slíkt aftra sér frá að sækja stjómar- eða aðalfundi Minjasafnsins inn á Akur- eyri. Hann lét heldur ekkert aftra sér frá að vinna safninu allt það gagn, sem hann mátti. Saftiið var hugsjón hans og óskabam, sem hann gladdist af að sjá vaxa, dafna og eflast. Og honum varð að ósk sinni. Það var honum líka metnað- armál fyrir hönd héraðsins alls, að þessi menningarstofnun yrði sem veglegust og myndarlegust, svo að hún yrði þess megnug í iyi'sta lagi að varðveita sýnilegar og áþreifan- legar minjar mannlífs og athafnalífs fyrri daga í héraðinu, í öðra lagi að skila þessari snertingu við horfnar aldir til komandi kynslóða, svo að þær mættu nokkuð af því læra um lífsbaráttu forfeðra sinna og for- mæðra, og í þriðja lagi að verða síð- ar meir miðstöð þjóðfræða og forn- leifafræða héraðs og fjórðungs. Með okkur Ingimar tókst ekki aðeins gott samstarf, heldur einnig einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Aldrei hittumst við svo á förnum vegi, að við tækjum ekki tal saman og hefðum veður af per- sónulegum högum hvor annars. Og gott þótti okkur hjónum að koma á heimili hans og Sigríðar húsfreyju og eiga með þeim kvöldstund við spjall yfir kaffibolla. Ahugamál hans voru mörg og miðuðu öll til hags og heilla samtíð og framtíð, svo sem skógarreiturinn í Ásláks- staðatúni er til vitnis um ásamt mörgu öðru. Ingimar vann ekki að þessum áhugamálum sínum til að láta á sér bera eða varpa frægðar- ljóma á nafn sitt og persónu, held- ur af einlægni og hljóðlátri holl- ustu við þau málefni, sem hann trúði á og tók ástfóstri við. Hann notaði sjaldnast stór orð, en verk hans voru þeim mun drýgri. Það munaði um liðveislu hans, þar sem hann lagðist á árar. Bros hans var hlýtt og glatt, og handtak hans var þétt og traust. Slíki'a drengja er sárt að sakna, en gott að minnast. Ljúft er að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. Þá væri vel, ef þjóð vor eign- aðist marga slíka. Við Ellen sendum eiginkonu Ingimars, Sigríði Axelsdóttur, son- um þeirra og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur, um leið og við blessum minningu góðs vin- ar og biðjum honum heilla í nýjum heimi. Sverrir Pálsson. SÖLVI JÓNSSON + Sölvi Páll Jóns- son fæddist á Látrum í Aðalvík 5. apríl 1908. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi hinn 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 19. október. Elskulegur föður- bróðir minn Sölvi Páll Jónsson frá Látram í Aðalvík er látinn. Langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Með Sölva er fallinn frá einn af hinum kjarkmiklu Aðalvíkingum, sem þurftu að yfirgefa heima- byggð sína og flytjast brott. Þú vildir helst ekki vera á sjúkrahúsi og sem betur fer þurft- ir þú ekki að vera þar lengi, bless- unin hún Laufey sá um það með hjálp barnanna ykkar. Eg man þegar ég var lítil og fluttist til Reykjavikur, þá komum við fyrst til ykkar í Skerjafjörðinn. A heimili ykkar var alltaf tekið vel á móti öllum, þar var gott að koma og vel veitt. Vorið kom ekki fyrr en þú varst kominn af bjarginu með svartfugl- seggin. Og mikið var gaman að fylgjast með ykkur frændum, þér og pabba og Hilla þegar farið var að líða á aprílmánuð ár hvert, þá voruð þið farnir að fá í æðar eins og þið kölluðuð það og skipuleggja ferð norður í Aðalvík. Þar leið ykk- ur alltaf best. Það var svo gaman að sitja með ykkur á henni Grænutótt. Þið vor- uð óþreytandi að segja okkur sög- ur úr þessari dásamlegu vík og hvernig lífið var hér áður fyrr. Þá var mikið skrafað og mikið hlegið. Það var alltaf eins og þú fengir góðan vítamínkúr þegar þú komst norður. Þótt það væri erfitt síð- ustu árin að komast upp brekkuna, varst þú fljótlega farinn að rölta milli húsa og heilsa upp á frænd- fólkið á næstu bæjum. Mikill var krafturinn þegar þér tókst að byggja hús í Stakkadal ásamt Axel, Viðari og Fríðu. Og sæll varst þú þegar þú sast við gluggann og horfðir yfir spegil- slétta víkina á dásamlegum sumar- kvöldum. Að lokum vil ég þakka fyrir öll góðu árin. Megir þú hvíla í friði. Við blessum þig og bjóðum góða nótt, nú blika daggartár á legstað þínum. Hvíldin er ljúf og grafar- húmið hljótt, nú hjúfrar eilífð þig að barmi sínum. (G.M.) Elsku Laufey og fjölskyldan öll. Eg votta ykkur innilega samúð og bið Guð að vera með ykkur. Bára Hannesdóttir. Sól að hafi hnígur, hamra gyllir tind, sunnan móti þýðum vind, brosaþausvounaðsrík. Kvölds þá yflr friður færist, fegurst er í Aðalvík Mig langar með nokkrum orðum að kveðja vin minn Sölva P. Jóns- son frá Stakkadal. Sölvi var sterk- ur persónuleiki og glæsimenni á velli. Ég var svo lánsamur að kyn- anst honum þegar ég kynntist dóttur yngsta bróður hans Snorra Jónssonar. Sjálfur man ég eftir þessum virðulega manni þegar ég var ung- ur drengur í Asgarðinum þegar hann kom gangandi frá Réttar- holtsveginum upp í Silla og Valda til þess að draga björg í bú. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum náið og eiga margar góðar stundir með honum. Alloft lagði hann leið í Kópavoginn til þess að húsvitja hjá bróður sín- um Snorra. Nú er séffinn komin, sagði Snorri. Þá er best að hella upp á könnuna. Síðan tóku þeir bræður hressi- lega í nefið áður en ræddar voru gamlar og góðar stundir. Sölvi var með eindæmum minnugur og fast- heldinn á skoðanir sínar. Síðan byrjuðu þeir að tvinna, Sölvi reri sér í stólnum og hlustaði á Snorra. Veistu það, Sölvi, að ég man það eins og gerst hefði í gær, þegar ég var ungur drengur á Hornströnd- um, þegar ég fór með glóð í striga- skjóðu á milli bæja. Allt í einu hættir Sölvi að róa sér í stólnum og horfir undrunaraugum á bróð- ur sinn, setur í brýrnar og segir að það sé farið að slá út í fyrir honum. Hann hafi aldrei heyrt aðra eins vitleysu, hann væri þá sá eini sem hann þekkti sem gæti borið glóð í strigaskjóðu, það hefðu allir til að mynda átt eld- spýtur. Síðan sló hann á læri sér, elskan mín, hvernig hann gæti bullað svona. Síðan hristi hann höfuðið. Snorri mismælti sig ætlaði að nefna kol, en hann var ekkert að leiðrétta sig þegar hann var búinn að ná Sölva í þennan ham. Þá var komið að sjómennsk- unni, hvor hefði útvegað hvorum pláss á vélbátnum Skutli. Hvorugur gaf sig í þeim efnum og fæst víst aldrei úr því skorið úr því að þeir eru báðir fallnir frá. Mig langar að kveðja þig, Sölvi, með þessum nokkrum línum. Nú veit ég að þið bræðurnir erað allir komnir saman og hafið eflaust margt að spjalla. ^ Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guð veri með þér. Ég vil votta Laufeyju eiginkonu hans mína dýpstu samúð og einnig aðstendendum hans. Guðlaugur Kr. Birgisson. Við systkinin úr Akurgerði 8 viljum minnast Sölva Jónssonafk'" með örfáum orðum. Sölvi var fæddur og uppalinn á Hornströnd- um. Hann var bóndi í Stakkadal í Aðalvík um miðja öldina áður en byggð fór í eyði. Sölvi kvæntist Laufeyju Guðmundsdóttur fyrir 60 árum en hún er systir pabba okk- ar, Halldórs Guðmundssonar. Halldór og Sölvi voru miklir vinir og heimsóttu hvor annan reglulega en þeir bjuggu nálægt hvor öðrum. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar við fjölskyldan í Akurgeráv" heimsóttum Sölva Jónsson í Stakkadal í Aðalvík fyrir fjórum árum. Sölvi hafði verið að byggja upp húsið sem hann bjó í áður en allt fór í eyði. Hann hafði lokið við að byggja húsið með hjálp barna sinna og tók á móti okkur sem höfðingi. Þá var Sölvi Jónsson 87 ára gamall og var við nokkuð góða heilsu. Hann hélt síðan upp á 90 ára afmælið sitt í fyrra og mættu þar 130 manns. Sölvi var jákvæður og hress og gaman var að heim- sækja hann. Við vottum Laufeyju, Höddu, Hermanni, Maddí, Axel, Magnúsi Óskarssyni og fjölskyldunni allri^. okkar dýpstu samúð. Helga Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Jón Árni Halldórsson. JÓHANN HENDRIK POULSEN + Jóhann Hendrik Poulsen fæddist í Færeyjum 13. jan- úar 1908. Hann lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Eir hinn 6. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Nes- kirkju 13. október. Við systkinin ákváð- um að koma saman til að minnast elskulegs afa okkar. Við misstum móð- urafa og báðar ömmur okkar þegar við vorum tiltölulega ung og varð samband okkar við afa því mjög náið. Þrátt fyrir að hann hafi búið í Reykjavík en við alla tíð á Akranesi voru samskipti okkar ávallt mikil. Þegar við vorum á ung- lingsáranum kom afi oft og dvaldist hjá okkur nokki’a daga í senn. Á þessum áram fór hann á hverju vori til sjós með pabba okkar á grá- sleppuveiðar. Álltaf var hugur í afa að komast á sjóinn og því mikið spáð í veðrið. I þau skipti sem þeir komust á sjóinn kom afi ávallt endurnærður heim á lífi og sál, þótt þreyttur væri. I kringum afa vora oft líflegar umræður og gátu þeir pabbi oft þráttað um þjóðmálin tímum saman. Sátum við systkinin þá oft og hlógum að þeim þegar umræðumar voru orðnar það heitar að þær heyrðust út í garð. Við áttum því láni að fagna að fara með afa okkar til Færeyja, en þangað var hann vanur að fara á hverju sumri og bauð þá oft einhverju bamabamanna með sér. Þær ferðir era okkur ógleymanlegar. Nú síðustu árin átti afi við veik- indi að stríða sem urðu þess vald- andi að við sáum hann sjaldnar en áður, en alltaf var jafn gaman að fá hann í heimsókn. Svo vora komin langafabörn sem fannst gaman að hitta langafa sinn, enda var hann mjög barngóður. Síðustu árin sín bjó afi á hjúkrun- arheimilinu Eii’. Þar leið honum mjög vel og viljum við þakka starfs- fólkinu góða umönnun. Elsku afi, það er með hlýhug og söknuði sem við minnumst þín. Líði þér sem best á nýjum slóðum. Þín afabörn Helgi Ólafur og Friðrikka Jóhanna. Skilafrestur^ minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf gi-ein að berast fyiir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk-j | um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. **
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.