Morgunblaðið - 20.10.1999, Qupperneq 58
^58 MIÐVIKUDAGUR 20, OKTÓBER 1999
FOLKI FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
Leikslgórinn ungi Night Shyamalan.
hefur inn rúma 17 milljarða króna.
Leikstjóri er 27 ára Indverji, Night
Shyamalan, og talaði Pétur Blöndal m.a.
við hann um samstarfíð við Bruce Willis,
45 stuttmyndir og hræðslu við drauga.
Eru til
draugar?
^ Ein umtalaðasta kvikmynd vestanhafs
er Sjötta skilningarvitið sem halað
dálítið skelkaður en við mynduðum
smátt og smátt náið samband með-
an á tökunum stóð. Pað hjálpaði að
hann bar virðingu fyrir mér þegar
hann hófst handa við verkefnið því
honum fannst mikið til handritsins
koma. Hann hafði því aðrar vænt-
ingar en venjulega þegar hann tek-
ur verkefni að sér og mín upplifun
var sú að þar væri duglegur og
framtakssamur fagmaður að verki.“
Haley Joel Osment og Bruce Willis
í hlutverkum sinum.
Mér skilst að þú hafir
sjálfur verið tíu ára
þegar þú fórst að gera
kvikmyndir; hvemig voru þær?
„Sú fyrsta var útúrsnúningur úr
James Bond,“ segir hann og hlær.
„Ég var í hlutverki James Bond.
Þótt röddin væri ekki svona djúp og
ég talaði eins og stúlka var ég í
jakkafötum, með sólgleraugu og
barði alla í hverfinu. Alls gerði ég 45
stuttmyndir fram til 16 ára aldurs
og hver þeirra er um 5 til 7 mínútur.
Þær fjölluðu um allt milli himins og
jarðar og allir sem komu nálægt
gerð þeirra skemmtu sér konung-
lega leyfi ég mér að fullyrða. I lok
vikunnar héldum við bíósýningu
þótt varla væri horfandi á neina
þeirra. Einstaka sinnum kom fyrir
eitthvað fyndið eða áhugavert, en
annars voru þetta hræðilegar
myndir. Ég hef verið að safna þeim
saman svo þær verði ekki seldar í
Oprah.“
Lærðir þú eitthvað á þessu?
„Já, maður lærir hvað á ekki að
gera. Við reyndum til að mynda að
endurgera Leitina að týndu örkinni
með skelfilegum árangri. Eftir því
sem árin liðu sá maður að þessi
ÞAÐ vakti ómælda athygli í
Bandaríkjunum þegar
Sjötta skilningarvitið úr
smiðju indverska leik-
- stjórans Night Shyamalans náði
efsta sæti aðsóknarlistans í sumar,
hélt því í fimm vikur og varð fyrst í
kvikmyndasögunni ásamt Titanic til
að ná yfir 20 milljónir dollara fimm
helgar í röð. Myndin hefur verið í
yfir tvo mánuði á lista og halað inn
ríflega 242 milljarða dollara eða
rúma 17 milljarða króna. Er hún
næstaðsóknarmest í Bandaríkjun-
um það sem af er árinu.
Bruce Willis er í aðalhlutverki
myndarinnar og virðist hafa líkað
ýiað vel því í vikunni bárust fregnir
af því að hann hefði ráðið sig í næstu
mynd þessa unga leikstjóra, sem er
aðeins 28 ára. Disney hefur keypt
réttinn til framleiðslu á myndinni
og verður mótleikari Willis ekki af
verri endanum eða Samuel L. Jack-
son. Blaðamaður náði tali af
Shyamalan og talaði við hann um
Sjötta skilningarvitið sem
frumsýnd var hérlendis á fostudag.
Ertu hræddurvið drauga?
„Ekki eftir að ég varð fullorð-
inn,“ segir Shyamalan og hlær.
„En ég var hræddur við þá þegar
ég var krakki. Mér var meinilla
við að vera einn og ég leyfði for-
eldrum mínum aldrei að skilja
mig einan eftir. Þau urðu alltaf
0áS fá einhvem til að vera hjá
mér.“
Jafnvel þótt Sjötta skilning-
arvitið sé hrollvekjandi líður
manni ekki illa þegar maður fer
af myndinni og slekkur ljósin
til að fara að sofa.
„Myndin er þegar allt kem-
ur til alls góðviljuð skýring.
Hún snýst um að veita krakka
stuðning og horfast í augu við ótt-
ann. Það er ekkert neikvætt við það.
Maður verður sterkari og upplýst-
ari, hvort sem það á við um dreng-
inn eða lækninn. Síðasta atriði
myndarinnar er upplífgandi og von-
andi líður áhorfendum þannig.“
IS
Ímmmm
Þær eru margar ráðgáturnar sem Willis glímir við.
Þú þurftir þá ekki að hræða þá.
„Nei,“ svarar hann og hlær. „Ég
veit ekki hvort það er svo auðvelt
þegar 10 ára krakkar eru annars
vegar. Ef til vill er það hægt þegar
þeir eru sex eða sjö ára, en það er
ekki góð leið til að leikstýra.“
Hvemig var að vinna með Brace
Willis?
„Það var frábært. I fyrstu var ég
3C Tr vernig kviknaði hugmyndin?
1—1 „Eg hafði mynd í huga af
JL JL dreng í jarðarfor sem situr
í stiganum og er að tala við ímynd-
aða persónu. Þegar fólkið fer að
hlusta kemst það að því að hann er
að tala við manninn sem er fallinn
frá. Atriðið skilaði sér ekki í mynd-
ina heldur annað jarðarfararatriði
sem er á svipuðum nótum.“
Hvernig var að leikstýra krökk-
unum í myndinni og fá þá til að
leika?
„Ég talaði bara við þá,“ segir
hann. „Þá naut ég þess að hafa
Ifckrifað handritið og geta útskýrt
fyrir þeim tálfinningarótið og hvað
ég hefði í huga fyrir hverja persónu.
Eg skýrði út fyrir þeim mannlegu
hliðina, ekki bara hina draugalegu
og ógnvekjandi, og benti þeim á að
einbeita sér að því að sýna sannar
tilfinningar á hverju augnabliki; ég
Sgeæi um að það skilaði sér í mynd-
^ha.“
Haldið þið sambandi?
„Við tölum saman viku-
lega vegna þess hversu
myndin gengur vel í Bandaríkjun-
um. Við skiptumst gjaman á sögum
af fólki sem hefur séð myndina og
ræðum jafnvel önnur verkefni; við
eram að hugsa um að gera aðra
mynd saman sem yrði þó ekki fram-
hald af þessari.“
Hefurðu fundið fyrir jákvæðum
viðbrögðum?
„Mjög sterklega," svarar hann.
„Það er sjaldgæft að
myndir komi á óvart nú-
orðið; að áhorfendur grípi
andann á lofti. Þeir fá
sjaldnast tíma til að kom-
ast inn í söguna því flýtir-
inn er svo mikill að byrja
hasarinn. Menn virðast ekki
gera sér ljóst að ef þeir taka
sér tíma til að segja söguna
græða þeir á því í lokin. Von-
andi læra kvikmyndaverin
eitthvað á þessu því viðbrögð-
in hafa verið einstök og fólk
fer aftur og aftur á myndina.
Áhrifanna gætir alls staðar.
Það er talað um myndina í
spjallþáttum, hún er í blöðun-
um á hverjum degi og um dag-
inn fékk ég sent slúðurblað þar
sem sagði frá 10 ára dreng sem
sá draug í alvöranni.“
sögupersóna getur ekki talað svona,
þetta gervi er óviðeigandi og að
ekki má færa myndavélina á þenn-
an hátt. Smátt og smátt lærir mað-
ur.“
Horfirðu enn á þessar myndir?
„Fjölskyldan mín kom saman á
síðustu þakkargjörðarhátíð og
horfði á nokkrar af þessum mynd-
um. Þá ýmist hlógu allir sig mátt-
lausa eða hágrétu.“
Þú ert 28 ára og samt ertu búinn
að leikstýra þriðju kvikmynd þinni í
fullri lengd sem hefur halað inn 242
milljónir dollara. Hvemig kanntu
við þig á frægðarbrautinni?
„Það er óvenjulegur staður,“
svarar Shyamalan. „Maður lærir
alla ævi hvemig á að takast á við
klúður og vanlíðan. En enginn segir
manni hvemig maður á að bregðast
við einskærri velgengni. Hvað gerir
hetjan eftir að hún vinnur hjarta
stúlkunnar í lok myndarinnar? Það
er aldrei sýnt. Velgengni af þessu
tagi hefur áhrif á allt sem maður
tekur sér fyrir hendur. Allir sem
veifa manni, borða með manni, tala
við mann vita af því að þetta er leik-
stjórinn sem gerði Sjötta skilning-
arvitið. Aður var það bara ungi Ind-
verjinn sem gerði kvikmyndir. Ég
held dauðahaldi í hið hversdagslega
lífsmynstur sem ég hrærðist í þegar
ég gerði þessar þrjár myndir. Sög-
umar verða til af því að fara út með
raslið, þegar hundurinn ræðst á
mann; það skilar sér í myndfrnar.
En ef ég fer ekki út með raslið af því
ég er svo ríkur þá tapast augnablik-
ið. Maður verður að halda sérkenn-
um sínum.“
Sérðu aldrei eftir að hafa ekki
gerst læknir? [Tólf í nánustu fjöl-
skyldu úrvalsnemandans Shyama-
lans era læknar og hafnaði hann
fjölmörgum styrkjum til lækna-
náms sem honum vora boðnir til að
einbeita sér að kvikmyndum.]
„Nei, en ég fékk að leika lækni
[Dr. Hill] í myndinni.11
Þú lékst einmitt aðalhlutverkið
og leikstýrðir myndinni
„Praying With Anger“. Ætl-
arðu kannski að feta í fótspor
Quentins Tarantinos og ýmist leika
eða leikstýra kvikmyndum?
„Vonandi fer ég ekki sömu leið og
Quentin," svarar hann. „Ég hef ekki
nógan tíma til að æfa leiklistina þar
sem ég er upptekinn við handrita-
skrif og leikstjóm. En ef ég get æft
mig svolítið í aukahlutverkum eins
og í Sjötta skilningarvitinu þá kem-
ur kannski að því að ég gef mér
tíma. Annars sé ég varla fram á það
því ég verð meira og meira feiminn
eftir því sem ég fullorðnast."
Shyamalan afsakar sig og hverf-
ur stundarkom úr símanum. Þegar
hann kemur aftur segist hann hafa
verið að huga að eiginkonu sinni
sem sé ólétt.
Var hún þá að eiga rétt í þessu?
spyr blaðamaður.
„Já, einmitt á þessu augnabliki,“
svarar hann og hlær. „Þetta er
stúlka.“