Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 259. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR13. NÓVEMBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐINS Frelsinu feginn SVISSNESKI drengurinn Raoul Wiitrich (með bangsann) veifar ásamt fjölskyldu sinni til fólks sem fagnaði honum á flugvellin- um í Ziirich-Kloten í gær. Raoul er ellefu ára og var hnepptur í varðhald í Bandaríkjunum fyrir rúmum tveim mánuðum vegna þess að nágrannakona taldi sig hafa séð hann sýna yngri systur sinni kynferðislega áreitni. Flugslys í Kosovo Talið að 24 hafi farist Pristína. AP; AFP. Hundruð farast í jarð- skjálfta í Tyrklandi Ankuru ^VP ^VFP JARÐSKJÁLFTI, er mældist allt að 7,2 stig á Richter-kvarða að sögn tyrkneskra jarðskjálftafræð- inga, varð að minnsta kosti 120 manns að bana í Tyrklandi í gær og mikið tjón varð á eignum. Mörg hundruð manns slösuðust. Tyi-k- neska sjónvarpið sýndi myndir af fólki sem reyndi í örvæntingu að fleygja burt braki úr hrundum hús- um í leit að ættingjum undir rúst- unum. Talsmaður í heilbrigðisráð- uneyti landsins sagði í gærkvöldi að tölurnar um manntjón hækkuðu stöðugt. Bulent Ecevit forsætis- ráðherra sagði að talið væri að fjöldi fólks væri á lífi undir húsar- ústum. Hjálparsveitir frá mörgum lönd- um, þ. á m. Grikklandi, Israel, Danmörku og Þýskalandi, voru væntanlegar til Tyrklands, að sögn Ismaels Cems utanríkisráðherra. Hamfarirnar urðu nokkrum mínútum fyrir klukkan sjö í gærk- völdi að þarlendum tíma. Upptökin munu hafa verið við borgina Duzce, um 170 kílómetra austan við Istanbúl. Hús í Istanbúl og höfuðborginni Ankara svignuðu í hamförunum í gær. Fjöldi fólks slasaðist í Duzee og fengu margir aðhlynningu í garði spítalans á staðnum. Raf- magn var tekið af vegna ótta við að kviknað gæti í af völdum skamm- hlaups. Mörg hús þar hrundu. f borginni Bolu kviknaði í nokkr- um húsum og vegurinn til Istanbúl rofnaði, að sögn lögreglustjóra staðarins, Ugur Gur. Hann bað um að þegar yrðu send lyf og önnur hjálpargögn frá höfuðborginni Ankara, sem er í um 250 km fjar- lægð. „Við höfum á ný orðið fyrir hræðilegu áfalli,“ sagði Suleiman Demirel, forseti Tyrklands. Leit haldið áfram við Nantucket Newport. AP. LEITIN að „svarta kassanum“ með hljóðupptökum flugmanna í EgyptAir-þotunni hélt áfram í gær eftir nokkra töf sem varð vegna óveðurs og bilunar í vélmenni. Frekari rannsóknii' á upptökum í flugritanum hafa ekki leitt í ljós neinar vísbendingar um orsakir slyssins. Ferill allra sem voru um borð er nú vandlega kannaður. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, er sögð rannsaka gögn um andlegt ástand aðstoðarflugmannsins. Sérfræðingar velta því fyrir sér hvort sprenging hafi valdið því að flugmaðurinn hafi skyndilega lækkað flugið til að gera fólki um borð kleift að draga andann sem ekki er hægt án súrefnistækja í fullri flughæð. Einnig segja þeir að dyr gætu hafa opnast vegna bilun- ar. Æskan styður Kútsjma ÚKRAÍNSKIR háskólanemar í Kíev halda á mynd af Leoníd Kútsjma forseta og er búið að skreyta hann með pönkarahárgreiðslu. Fyrir neðan mynd- ina stendur: „Allt mun verða gott“. Um 6.000 nem- ar tóku í gær þátt í útifundi til stuðnings for- setanum sem keppir um embættið í seinni umferð forsetakosninganna við frambjóðanda kommúnista um helgina. FLUGVEL á vegum Matvælaað- stoðar Sameinuðu þjóðanna, WFP, hrapaði í gær skammt norðan við Pristínu, höfuðstað Kosovo, og var talið líklegt að allir um borð, 24 manns, hefðu farist. Þoka var á svæðinu er vélin fórst um tveim stundum fyrir áætlaða lendingu á flugvellinum í borg- inni. Um borð voru starfsmenn WFP og fleiri stofnana. Ekkert var látið uppi um hugsanlega orsök slyss- ins í gærkvöldi. Vélin hrapaði á svæði þar sem mikið er um jarð- sprengjur og því hættulegt að fara þar um, ekki síst í myrkri. Breskar hersveitir hafa haldið uppi friðargæslu á svæðinu. Bandaríski undirhershöfðinginn Jack Schmitt sagði að haldið yrði áfram leit fram á nótt og tækju um 240 manns þátt í henni. Þyrla með hitasækin leitartæki kannaði fjalllendi í grenndinni í von um að finna brak. Sagði Schmitt að leitin yrði enn hert þegar dagaði. Vélin hrapaði í um 10-20 km fjarlægð frá Pristínu, að sögn Catherine Bertini, framkvæmda- stjóra WFP, sem hefur aðalstöðv- ar í Róm. Flugvélin var af gerðinni ATR-42, hún flaug reglulega milli Rómar og Pristínu sex sinnum í viku. Rússar ná næststærstu borg Tsjetsjníu á sitt vald Grosní, Helsinki, Moskvu, Washington. AFP, AP. RÚSSNESKAR hersveitir náðu í gær Gudermes, annarri stærstu borg Tsjetsjníu, á sitt vald. Stjórnvöld í Moskvu sökuðu Banda- ríkin í gær um að reyna að sölsa undir sig ríki sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, og vísuðu á bug tilmælum erlendra ríkja um að binda enda á átökin. Rússar höfðu gert stöðugar eldflauga- og stórskotaliðsárásir á Gudermes alla þessa viku. Talið er að skæruliðar hafi verið búnir að yfirgefa borgina áður en til innrásarinnar kom, og ekki bárust fregnir af átökum. Sjónv- arpsupptökur frá Gudermes sýndu hópa rússneskra hermanna, vopnaða hríðskota- rifflum, þokast varlega meðfram húsveggjum og eftir auðum strætum borgarinnar í gær, en stór hluti íbúanna hafði lagt á flótta. „Rússneski fáninn hefur verið reistur í borginni," sagði Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, í gær. Taka borgarinnar vakti mikinn fögnuð meðal yfirmanna hersins, enda er Gudermes fyrsta stóra borgin sem herinn nær á sitt vald síðan hann hörfaði frá Tsjetsjníu við lok stríðsins árið 1996. Sérlegur fulltrúi Borís Jeltsíns Rússlands- forseta í Tsjetsjníu lagði til að Rússar skipuðu fyrir um flutning helstu valdastofnana lands- ins frá höfuðborginni Grosní til Gudermes, en Tsjetsjnía tilheyrir Rússlandi enn formlega, svo komast mætti hjá því að gera innrás í Grosní. Rússar gætu þá sett upp ríkisstjórn í Gudermes undir forystu Bislans Gantamirovs, borgarstjóra Grosní, sem er hliðhollur stjórn- völdum í Moskvu. Ásakanir á hendur Bandarikjamönnum ígor Sergejev, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sakaði í gær Bandaríkjamenn og vest- ræna bandamenn þeirra um að reyna að ná fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna undir sitt áhrifavald, og reyna að grafa undan forræði Moskvustjórnarinnar í syðri héruðum Rúss- lands. „Þetta er bein ögrun við Rússland. Markm- iðið er að veikja stöðu okkar og bola okkur burt frá Kákasus, Mið-Asíu og svæðinu í kringum Kaspíahaf," sagði Sergejev í sjónvarpsviðtali. James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, vísaði þessum ásökunum á bug í gær, og sagði þær ekki eiga sér neina stoð. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, lét þau ummæli falla í Helsinki í gær að Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) mætti gjarnan koma Rússum til hjálpar við að leysa vanda flóttamanna frá Tsjetsjníu, en hafnaði boði stofnunarinnar um að aðstoða við að koma á friðarviðræðum við Tjsetsjena. Fred Eckhard, talsmaður Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að Annan væri „afar áhyggjufull- ur“ vegna þeirrar stefnu sem átökin í Tjset- sjníu hefðu tekið. „Hemaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníu virðast hafa þróast langt út fyrir takmarkaða sókn gegn hryðjuverkamönnum," sagði í yfirlýsingu Eckhards. „Hann [Annanj ítrekar tilmæli sín til Rússa um að gera tafar- laust ráðstafanir til að forða borgurum lands- ins frá þjáningum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.