Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Könnun fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar og Endurvinnsluna Eyfirðingar sagðir umhverfisvænir í KÖNNUN Ráðgarðs nýlega kom í ljós að 98% Eyfirðinga flokka plastflöskur með skilagjaldi frá öðrum úrgangi. Hlutfall á skilum annarra skilagjaldsskyldra um- búða var örlítið lægra. 86% fólks flokka spilliefni frá öðrum úrgangi, 65% flokka pappír og 21% flokkar lífrænan úrgang frá öðrum úr- gangi. Könnunin var gerð fyrir Sorp- eyðingu Eyjafjarðar bs. og Endur- vinnsluna ehf. í lok september og byrjun október sl. Nettósvörun var 71,7%. Einnig kom fram að 63% finnst sanngjarnt það skilagjald sem núna er á plast- og glerflöskum og áldósum. Sama hlutfall er mjög eða frekar hlynnt því að skilagjald sé sett á umbúðir sem ekki bera það núna, s.s. drykkjarfernur og niðursuðudósir. Helmingur fólks veit hvað jarðgerð lífræns úrgangs er, a.m.k. að einhverju leyti. Þá voru Akureyringar spurðir hvernig þeir telji að umgengni bæj- arbúa sé um bæinn. Niðurstaðan er að 57% telja umgengni bæjarbúa um bæinn vera mjög eða frekar góða. Þessi niðurstaða sýnir að Eyfirð- ingar eru umhverfisvænir, eins og þeir hafa alltaf verið, segir í frétta- tilkynningu frá Sorpeyðingu Eyja- fjarðar og Endurvinnslunni. Á und- anförnum árum hefur endurvinnsla á svæðinu farið vaxandi og mengun af völdum spilliefna fer minnkandi. Þannig er þróunin greinilega í rétta átt en þó þurfa íbúarnir, fyrirtækin og sveitarfélögin að gera enn betur í þessum efnum. Af hálfu sveitarfélaganna í hér- aðinu er unnið markvisst að um- hverfismálum, ýmist með gerð Staðardagskrár 21 eða með öðrum hætti. Lögð er áhersla á góða sam- vinnu við héraðsbúa. Á döfinni er m.a. gerð fræðsluefnis fyrir heimili og fyrirtæki um meðhöndlun og förgun sorps. BÖSKUR Morgunblaðið/Agúst Blöndal Slagsíða á Neskaupstað - Sumum Norðfirð- ingum brá í brún nú á dögunum er þeir sáu Börk NK þar sem hann lá við bryggju og hallaði mikið. Ekki var neitt alvarlegt að en ástæðan fyrir hallanum á skipinu var að Berki NK smá viðgerð þurfti að framkvæma á því neðan sjólfnu bakborðsmeg- in og var þá brugðið á það ráð að halla skipinu mikið til að hægt væri að vinna verkið án þess að skipið færi í slipp. Morgunblaðið/Kristján Höldur flytur hj ólbarðaverkstæðið HÖLDUR hefur flutt hjólbarða- verkstæði sitt á Dalsbraut 1, Gler- áreyrum. Mildð var að gera fyrsta daginn á nýja staðnum, enda vökn- uðu bæjarbúar við að nýfallinn snjór var yfir öllu. „Þessi nýja að- staða breytir miklu fyrir okkur og við fengum svo sannarlega að prófa nýju tækin með látum,“ sagði Sveinn Bjarman, forstöðumaður hjólbarðaverkstæðisins. Hann gat þess jafnframt að þrátt fyrir að mik- ið hefði verið að gera hefði hann á að skipa öndvegis starfsmönnum sem leyst hefðu verkefnin með sóma. Núverandi húsnæði er mun stærra en hið eldra og tækjabúnað- ur betri. Á staðnum eru fimm affelg- unarvélar, en þær voru þrjár og fjórar lyftur í stað tveggja áður. „Þetta er því mikil breyting til batn- aðar,“ sagði Sveinn. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Gunnar Austfjörð, Ólafur Jensson og Þröstur Vatnsdal, starfsmenn ískrafts á Akureyri. ískraft opnar útibií Afengisverslun opnuð á Fáskrúðsfírði ÍSKRAFT í Kópavogi hefur opnað útibú á Hjalteyrargötu 4 á Akureyri og er um að ræða sölu- og þjónustu- miðstöð fyrir Norðurland, þ.e. svæðið frá Blönduósi til Vopnafjarð- ar. Framkvæmdastjóri Iskraft á Ak- ureyri er Ólafur Jensson, en sölu- fulltrúar þeir Gunnar Austfjörð og Þröstur Vatnsdal. ískraft er alhliða heildverslun með raflbúnað, s.s. raflagnaefni, raf- strengi, lýsingarbúnað, rafveituefni og annað sem að raflögnum snýr. Allar vörur fyrirtækisins eru boðn- ar á sama verði hvort heldur við- skiptin fara fram í Kópavogi eða Ak- ureyri. Útibúinu er ætlað að veita heildarþjónustu á sölu á rafiðnaðar- vörum til rafverktaka, byggingar- verktaka, hönnuða og fyrirtækja. Með tilkomu útibúsins er ætlun fyrirtækisins að bæta þjónustuna við viðskiptavini sína á Norðurlandi og auka um leið markaðshlutdeild þess. Húsnæðið er rúmgott, um 560 fermetrar að stærð þannig að unnt verður að hafa stóran lager norðan heiða, sem ætti að vera raf- og byggingaverktökum sem þurfa á skjótri afgreiðslu að halda mikils virði. Marilyn listamaður mánaðarins MARILYN Herdis Mellk er lista- inaður mánaðarins í Listfléttunni á Akureyri. Hún er fædd í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1961 og er af íslensku bergi brotin. Hún ólst upp í Bandarílqunum en dvaldi á Islandi á sumrin þangað til 1981 þegar hún fluttist til Islands. Hún stundaði listnám við Calif- ornia College of Art and Craft og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og þaðan útskrifaðist hún 1987 úr grafíkdeild. Fyrsta einka- sýning hennar var haldin haustið 1997 og hefur hún tekið þátt í fjökla samsýninga. Marilyn er fé- lagi í íslenskri grafík, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og grafíkfélaginu „Áfram veginn" við Laugaveg lb. Listfléttan er opin frá kl. 11 til 18 virka daga, laugardag frá klukkan 11 til 14. ----------------- Þensla rædd á há- degisfundi VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til hádegisverðarfundar á Fosshót- eli KEÁ næstkomandi mánudag, 15. nóvember, frá kl. 12 til 13.30. Yfirskrift fundarins er „Þenslan - hættumerki í efnahagsmálum“. Framsögumenn verða þeir Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, og Einar Oddur Kri- stjánsson alþingismaður. Hagvöxtur hefur verið töluverður á Islandi undanfarin tvö ár, tvöfalt meiri en í helstu viðskiptalöndun- um, en nýverið hafa sumir hins veg- ar greint merki þenslu og aukinnar verðbólgu. Á fundinum munu þeir Þórður og Einar Oddur velta fyrir sér hvort góðærinu sé að ljúka og takmarka þurfi neysluna. Fundargjald með hádegisverði er 2.000 krónur. Fundurinn er öll- um opinn en æskilegt að tilkynna þátttöku fyrirfram hjá Verslunar- ráði Islands. Fáskrúðsfirði - Áfengisverslun rík- isins hefur opnað vínbúð á Fá- skrúðsfirði í samvinnu við Heild- verslun Austurlands. Verslunin er til húsa í Þór en þar var áður rekin verslun í mörg ár. I vínbúðinni verða 80 tegundir af víni og bjór. Verslunarstjóri verður Þóra Kristjánsdóttir sem á hús- næðið ásamt Hermanni Steinssyni. Verslunin verður opin alla virka daga frá kl. 17-18 nema á föstudög- um frá 16-18. Verslunin er hönnuð af ÁTVR en um verkið sá Eyþór Friðbergsson og fleiri. Patreksfirði - Slysavamadeildin Unnur á Patreksfirði hefur ár hvert haldið jólabasar, þar sem konur deildarinnar hafa selt hand- verk sem þær hafa unnið. f ár var ákveðið að breyta aðeins til og koma í leiðinni með eitthvað nýtt. Eitthvað sem ekki hafði verið gert áður. Austurlenskt kvöld varð fyr- ir valinu. Patreksfirðingar og nágrannar fjölmennt.u á Rabbabarinn eða sjötíu manns. Þar var boðið upp á mat frá 12 Asíulöndum og Mið- Asíu. Sú sem töfraði fram alla þessa rétti heitir Árý Hinriksson. Árý er búsett á Patreksfirði þar sem hún kennir heimilisfræði við grunn- í húsnæðinu Þór var opnuð við sama tækifæri blóma- og gjafa- vöruverslun. Eigandi hennar er Guðríður Bergkvistsdóttm og heitir verslunin Björk. Þessi búð verður opin 14-18 virka daga auk þess sem hún verður opin um helgai' frá kl. 14-16. Þess má geta að Guðríður er jafnframt með umboð fyrir Úrval- Útsýn. Búðin er hönnuð af Guðríði en yf; irsmiður var Valbjöm Pálsson. I tengslum við opnunina á blómabúð- inni var Eyjólfur Ólafsson með málverkasýningu. skólann ásamt ensku en hún er ættuð frá Sri Lanka. Spiluð var blönduð létt klassísk dinnertónlist en það var Pólveij- inn Makiej Tabor sem töfraði fram þá tóna. Makiej Tabor er tónmenn- takennari og jafnframt skólastjóri tónlistarskólans á Patreksfirði. Konur úr slysavamadeildinni gengu um beina og vom þær allar klæddar indverskum sari. Má með sanni segja að kvöldið hafi tekist með ágætum. Að kvöldverði loknum tóku við „The Baker sons“ sem kannski mætti frekar kalla Bræðrabandið því að það em bræðumir Sigmar og Gestur Rafnssynir sem spiluðu báðir á gítar og sungu. Morgunblaðið/Birna Mjöll Slysavarnakonur ásamt Árý Hinriksson og Makiej Tabor. Morgunblaðið/Albert Kemp Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, Þóra Kristjánsdóttir og Her- mann Steinsson við opnun áfengisverslunarinnar. Austurlenskt kvöld á Patreksfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.