Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Réttarhöld yfír forystumönnun
Falun Gong í Kína
Fjórir dæmd-
ir í allt að 12
ára fangelsi
Pcking. AP, AFP.
FJÓRIR atkvæðamiklir félagar í
Falun Gong, andlegri hreyfingu
sem hefur verið bönnuð í Kína,
voru dæmdir í tveggja til tólf ára
fangelsi í gær eftir að hafa verið
fundnir sekir um að „nota ill trúar-
brögð til að brjóta lög landsins".
Einn sakborninganna, Song Yu-
esheng, fékk tólf ára fangelsisdóm
en hinir þrír voru dæmdir í
tveggja til sjö ára fangelsi.
Dómarnir voru kveðnir upp eft-
ir sjö klukkustunda réttarhöld í
Hainan-héraði í suðurhluta Kína.
Þetta er fyrsta saksóknin gegn fé-
lögum í Falun Gong sem kínversk
yfirvöld hafa greint frá, en talið er
að réttað hafi verið yfir nokkrum
forystumönnum hreyfingarinnar
sem voru sakaðir um að hafa stolið
skjölum um bannið við hreyfing-
unni sem voru skilgreind sem „rík-
isleyndarmál".
Fjórmenningarnir voru dæmdir
fyrir að skipuleggja samkomu 183
félaga í Falun Gong í borginni
Haikou 8. ágúst, hálfum mánuði
eftir að hreyfingin var bönnuð.
Kínverska þingið samþykkti í
lok síðasta mánaðar ný lög sem
veita yfirvöldum víðtæka heimild
til að handtaka og saksækja félaga
í Falun Gong. Handtökur síðustu
daga benda til þess að kínversk yf-
irvöld hyggist notfæra sér lögin til
að sækja til saka menn fyrir að-
gerðir sem hreyfingin stóð fyrir
áður en hún var bönnuð.
Annan furðar sig á
herferðinni
Mannréttindasamtök í Hong
Kong segja að um 111 félagar í
Falun Gong verði leiddir fyrir rétt
eftir Kínaheimsókn Kofis Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, sem hefst á sunnudag.
Annan skoraði í gær á kínversk
stjórnvöld að standa við skuld-
bindingar sínar í mannréttinda-
málum og furðaði sig á herferðinni
gegn Falun Gong. Hann kvaðst
ætla að ræða málið við ráðamenn í
Peking og vonast eftir „ítarlegum
og hreinskilnum" viðræðum.
Stjórnin í Peking hefur áætlað
að rúmlega tvær milljónir Kín-
verja hafi gengið í Falun Gong en
leiðtogar hreyfingarinnar segja að
AP
Lögreglumaður yfirheyrir aldraðan mann við Alþýðuhöllina í Peking. Kínverska lögreglan heldur enn uppi
ströngu eftirliti í miðborginni og handtekur þá sem grunaðir eru um aðild að andlegu hreyfingunni Falun
Gong.
félagar hennar í Kína og fleiri ríkj-
um séu rúmlega 100 milljónir.
Margir af forystumönnum hreyf-
ingarinnar voru áður áhrifamiklir í
kommúnistaflokknum og gegndu
opinberum embættum.
Kínverskir embættismenn segj-
ast nú vera vongóðir um að hægt
verði að uppræta Falun Gong þótt
þeir hafi áður lýst hreyfingunni
sem mestu ógninni við stjórn
kommúnistaflokksins frá mótmæl-
um lýðræðissinna á Torgi hins
himneska friðar í Peking 1989.
Li Hongzhi, fyrrverandi starfs-
maður opinberrar skrifstofu í
Kína, stofnaði hreyfinguna árið
1992 og flutti síðar til New York.
Falun Gong er blanda af búddha-
trú, taóisma, dulspeki og ýmsum
kenningum Hongzhi. Félagar
hennar iðka hægar líkamsæfingar,
sem eiga að bæta heilsuna og jafn-
vel færa þeim yfirnáttúrulegan
mátt. Eitt af meginmarkmiðum
Falun Gong er að bæta siðferði
mannkynsins og bjarga því frá sið-
spillingu og úrkynjun sem rakin er
tfl vísinda- og tæknihyggju nútím-
ans.
Jujf nmn nJ uú b/újíi lújiíju
tuú jhuúu/ u/ k'jmínn Wmm
Engar eðlilegar skýringar hafa
fundist á hrapi Egypt Air-þotunnar
Kanna undarlega
hegðun flugliða
Newport, Washington. AP, AFP.
BANDARÍSKT dagblað skýrði frá
því í gær, að verið væri að kanna
undarlega hegðun nokkurra flug-
liða EgyptAir-þotunnar, sem fórst
undan norðausturströnd Banda-
ríkjanna. Þykir hún benda til, að
ekki hafi verið um slys að ræða.
Dagblaðið Boston Herald sagði í
gær og hafði eftir ónefndum heim-
ildarmönnum, að sannanir væru
um, að einn flugliðanna a.m.k. hefði
haft ástæðu til að óttast, að eitthvað
myndi „koma fyrir“.
Þessi maður, flugþjónninn Hass-
an Sherif, hringdi í konu sína, Ran-
iu, frá New York skömmu áður en
vélin fór í loftið og sagði við hana,
að það væri eitthvað að og hann
væri „mjög áhyggjufullur“.
Sagði blaðið, að annar maður,
einn flugstjóranna, hefði líka haft
áhyggjur og hefði hann skilið eftir
peninga og orðsendingu til fjöl-
skyldu annars manns í áhöfninni.
Blaðið segir, að engin eðlileg
skýring hafi fundist á atburðinum
en framkoma sumra í áhöfninni
bendi hins vegar sterklega tfl, að
eitthvað alvarlegt hafi verið yfirvof-
andi.
Tekist hefur að ná upp öðrum
flugrita vélarinnar en hætt var við
tilraunir til að ná upp hinum í gær
er bilun kom upp í vélmenninu, sem
til þess er notað. Var von á öðru
fljótlega.
Taesa-flugvélin sem fórst í vikunni
Tæknileg vandamál
hugsanleg
HUGSANLEGT er að tæknileg
vandamál hafi komið upp í mexík-
ósku farþegaflugvélinni, sem hrap-
aði fyrr í vikunni með þeim afleið-
ingum að allir farþegarnir átján
fórust. Þetta var haft eftir farþega
sem fór frá borði á síðasta viðkom-
ustað vélarinnar fyrir slysið.
Maria de Gracia Anguiano sagði í
viðtali sem birtist í dagblaðinu E1
Universal í gær að flugvélin hefði
„hoppað upp og niður“ á leiðinni frá
Guadalajara til Uruapan. „Það var
skelfilegt," sagði Anguiano. „Þegar
við nálguðumst Uruapan heyrðust
skrýtin hljóð í flugvélinni, sem við
höfðum aldrei heyrt áður.“
Flugvélin, sem var í eigu Taesa-
flugfélagsins, hrapaði á akur
skömmu eftir flugtak frá Uruapan
á þriðjudag. Endanlegur áfanga-
staður vélarinnar var Mexíkóborg,
en samkvæmt upplýsingum frá
flugfélaginu fóru 85 farþegar frá
borði í Uruapan.
Vélin var af gerðinni DC-9 og var
hún smíðuð árið 1970. Hún átti að
baki 60 þúsund flugstundir og var
að sögn stéttarfélags flugmanna
„alræmd“ fyrir olíuleka. Flugmála-
yfirvöld í Mexíkó hafa ekki enn lát-
ið neitt uppi um ástæðu slyssins.
Flugritar vélarinnar fundust á
þriðjudag, en að sögn sérfræðinga
mun greining á innihaldi þeirra
taka margar vikur.