Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 71C
Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar
HINN árlegi kristniboðsdagur þjóð-
kirkjunnai- er á morgun, sunnudag-
inn 14. nóvember, en kristniboðsins
er jafnframt minnst sérstaklega ann-
an sunnudag í nóvember. Er þá sér-
staklega vakin athygli á kristniboði
meðal heiðingja og í mörgum guðs-
þjónustum tekin samskot til styrktar
starfinu.
I fréttabréfi sem Kristniboðssam-
bandið hefur sent prestum landsins,
segir Karl Sigurbjörnsson biskup
m.a.: „Kirkjan er sendiför að boði
frelsarans til að gera allar þjóðir að
lærisveinum, skíra, kenna. Allt líf og
vitnisburður kristins safnaðar er lið-
ur í þeirri sendiför... Bið ég presta
að minnast þess við guðsþjónustur
dagsins að hvetja söfnuði sína til að
láta fé af hendi rakna til íslenska
kristniboðsins í Kenýa og Eþíópíu.
Þar á íslenska þjóðkirkjan dóttur-
söfnuði, söfnuði sem eru til komnir
vegna fórna og framkvæmda ís-
lenskra ki-istniboða og kristni-
boðsvina. Þau treysta á okkur...“
Biskup hvetur til þess að í söfnuðum
landsins verði myndaðir starfshópar
til að styðja kristniboð og hjálpar-
starf enda væri það „gott verkefni í
tilefni kristnihátíðar og dýrmagt af-
mælisgjöf. Við höfum þakkarskuld
að gjalda og kærleiksskyldum að
gegna,“ segir biskup.
I Eþíópíu og Kenýa, þar sem ís-
lenskir kristniboðar hafa verið að
verki í mörg ár, eru starfsskilyrði
góð. Lúthersku kirkjurnar í þessum
Fundur um
húsnæðismál
LAUGARDAGINN 13. nóvember
verður fundur í Þjóðleikhúskjallar-
anum kl. 13.30 um húsnæðismál með
yfírskriftinni „Húsnæðismál eru
kjaramál."
Á fundinum verða fulltrúar ASI,
BSRB, Eflingar - stéttarfélags, Ör-
yrkjabandalagsins, Leigjendasam-
takanna, Byggingarfélags leigjenda
og Landssambands eldriborgara,
einnig verða alþingismenn. Þessir
aðilar sitja fyrir svörum um það al-
varlega ástand sem nú ríkir í hús-
næðismálum almennings og hvaða
leiðir eru færar útúr vandanum, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Fundurinn hefst með ávarpi Þóris
Karls Jónassonar Byggingarfél.
leigjenda. í pallborðsumræðunum
verða: Guðrún Kr. Óladóttir Eflingu,
Benedikt Davíðsson Landssambandi
eldriborgara, Jón Kjartansson leigj-
endasamtökunum, Helgi Seljan Ör-
yrkjabandalaginu, Kristján Gunn-
arsson ASÍ, Ögmundur Jónasson
BSRB, Jóhanna Sigurðardóttir al-
þingismaður og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson v.þingm. og form. Sam-
bands ísl. sveitarfélaga.
Námskeið í
vinnusálfræði
NÁMSKEIÐ í vinnusálfræði verður
haldið á Hótel Loftleiðum dagana
16., 17., 23. og 25. nóvember kl.
16-19. Yfirskrift námskeiðsins er Að
leysa samskiptavanda á vinnustað.
Námskeiðið er ætlað stjórnendum,
yfirmönnum, trúnaðarmönnum og
öðrum sem þurfa að takast á við ým-
iss konar samskiptamál og sam-
starfsvanda á vinnustað. Makmiðið
er að auka hæfni þátttakenda til að
ráða við flókin samskipti.
Leiðbeinendur eru Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
sem eru sérfræðingar í klínískri sál-
fræði. Upplýsingar og skráning eru í
síma Sálfræðistöðvarinnar virka
daga milli kl. 11-12.
Basar Kvenfélags
Kristskirkju
KVENFÉLAG Kristskirkju, Landa-
koti, heldur hinn árlega basar sinn
með kaffisölu og happdrætti í Safn-
aðarheimili kaþólskra, Hávallagötu
16, Reykjavík, á morgun, sunnudag-
inn 14. nóvember, kl. 15.
Góðir munir, gott kaffi og góðir
happdrættisvinningar verða á
boðstólum, segir í fréttatilkynningu.
löndum vaxa mjög ört. Víða eru kirkj-
ur troðfullar. Þó bíður enn fjöldi fólks
eftir því að fulltrúar kirkjunnai- komi
á heimaslóðir þess og flytji því fagn-
aðarerindið. Þá fylgir kristniboðinu
jafnan skólahald, heilsugæsla og ann-
að hjálparstarf sem fólkið kann vel að
meta, segir í fréttatilkynningu. Fimm
kristniboðar eru nú að störfum ytra á
vegum Kristniboðssambandsins.
Kristniboðssambandið styi'kir
einnig útvarpssendingar á kínversku
en íslendingar boðuðu kristna trú í
Kína fyrir valdatöku kommúnista.
Ýmsar hömlur eru á kristilegu starfi
þar í landi. Bannað er að fræða börn
um trúna og þau mega ekki koma í
kirkju fyrr en þau eru átján ára. Alla
söfnuði á að skrá hjá yfirvöldum.
Kristnir menn utan Kína hafa nú um
alllangt skeið framleitt dagskrárefni
handa bömum og fullorðnum á kín-
versku og útvarpa því inn í Kína.
Berast útvarpsstöðvunum sífellt bréf
frá Kínverjum sem hlusta á dag-
skrárnar og þakka þær fyrir. Nánari
fréttir af starfi Kristniboðssam-
bandsins má fá á vefsíðu þess,
http://sik.torg.is
Skúli Svavarsson kristniboði mun
prédika í útvarpsmessu á kristni-
boðsdaginn og fleiri kristniboðar
stíga í stólinn í guðsþjónustum þenn-
an dag.
- Ekta síðir pelsar á 135.000
- Bómullar-og satínrúmföt
‘ ' - Síðir leðurfrakkar
- Handunnir dúkar SÍgUVStjClVtia
og rúmteppi & ,
r r Fákafeni (Bláu húsin),
Opið kl. 12-18, lau. kl. 12-15.
sími 588 4545.
_____10 rósir fcr. 990
Full búð af q/asi með á kr. 650
nýjum gjafavörum /
Gott verð ^JDUÍlCl
Opið til kl. 10 ðll kvöld . Fókafeni 11, sími 568 9120
STOR-BASAR
OG HLUTAVELTA
verður í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13,
á morgun, sunnudag 14. nóv. kl. 15.
Glæsilegt úrval varnings og vinninga.
Engin núll.
Kvenfélag
Fríkirkjunnar
Stökktu til
Kanarí
21. nóvember
frá kr.
39.855
Aðeins 24 sæti
Einstakt tækifæri til að komast í sólina þann ~ ' I
21. nóvember í 3 vikur á Kanarí á hreint frábærum kjörum. Þú hringir og
bókar ferðina, og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. í öllum
tilfellum er um íbúðir eða smáhýsi að ræða. Á Kanarí er núna 25-28 stiga
hiti, yndislegt sumarveður og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heims-
ferða allan tímann.
Verð kr.
39.855
Verð kr.
49.990
m.v. hjón méð 2 böm, 2-14 ára, 3 vikur,
21. nóv.
M.v. 2 í íbúð, 3 vikur, 21. nóv.
skattar innifaldir.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is
engin
venjuleg
jóla...
...stemning
ítalskir sófar
sýning á sunnudag kl. 14-18
á Sólon íslandus
ínm
Bankastræti 9 • 551 1088
HÉR & NÚ / S A