Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 } JP7I1 MORGUNBLAÐIÐ
In'ij m
LUil
Hin eina sanna eld-
borg, sem allar aðrar
eldborgir draga nafn
af, er austast á Snæ-
fellsnesi í Hnappadals-
Snæfells-
jökull
Arnarstapi
Rauðháls
Rauðhálsahraun
Akurholt
,7 • Landbrotx
Insstaðir
Haukatunga
Eldborgár■
Arnar-
drangur
Borgargatk_
Eldborg0
kjólshellir
hraun
Kolviðarnes. y
Stóra-Hráún'
Garðar
igraskógar-
I Barnaborg ^
\ Barnaborgar-
\ hraun
Þar má virða fyrir sér fjallahringinn
og rifja upp örnefnin, sem eru ein-
staklega myndræn og lýsandi á
Snæfellsnesi. Einnig er gaman að
hugleiða hver varð kveikjan að þess-
um vel völdu nöfnum og hvernig þau
tóku breytingum í aldanna rás. Ekki
er síður gaman að huga að staðhátt-
um og rifja upp sögur og sagnir,
sem þama eru nærtækar svo að
segja á hverju leiti.
Lengst í vestri rís jökullinn
(1.446 m), höfuðprýði Snæ-
fellsness, síðan koma Hel-
grindur (986 m), tindaröð sem líkist
grindum og sums staðar færar
gönguleiðir um skörðin milli tinda
og hnúka. Landslag þarna er ekki
ósvipað og í Grindaskörðum á Sel-
vogsleið frá Hafnarfírði, sem marg-
ir þekkja, en þessar snæfellsku
grindur voru helkaldar í vetrar-
stormum, enda er fjallið Kaldnasi
ekki langt undan. Austar ber mest
á Tröllatindum, Elliðatindum og
enn austar Ljósufjöllum (1.063 m)
með gígskál efst á hæsta tindi og
sísnævi að norðan. I norðri gnæfa
Þrífjöll með Skyrtunnu hæsta og
vestast. Suður af henni er Núpudal-
ur, sem áður hét Gnúpadalur eins
og segir í Landnámu. Munu Þrífjöll
líklega vera gnúpar þeir, sem dal-
urinn er við kenndur. Skyrtunnu-
ELDBORG er
talin hafa orðið til
í eldgosi eftir að
land byggðist og
er um þann at-
burð athyglisverð
frásögn í Land-
námu þar sem segir frá landnámi
Sel-Þóris á Rauðamel. Ættu allir að
lesa eða jafnvel læra þessa frsögn
áður en þeir skoða borgina, enda er
hún listasmíði eins og borgin sjálf:
„Þá var Þórir gamall og blindur,
er hann kom út síð um kveld og sá,
að maður réri utan í Kaldárós á
járnnökkva, mikill og illilegur, og
gekk upp til bæjar þess, er í Hripi
hét, og gróf þar í stöðurshliði. En
um nóttina kom þar upp jarðeldur,
og brann þá Borgarhraun. Þar var
bærinn, sem nú er borgin.“
Reyndar segja jarðfræðingar nú,
að Rauðhálsahraun þarna skammt
frá, sé yngra en Eldborgarhraun og
eigi sagan því að líkindum við þá
eldstöð.
Þekkt eru munnmæli, sem
herma, að standi ákveðin tala fólks
í botni Eldborgargígs, muni hún
gjósa að nýju, en enginn veit ennþá
hver sú tala er.
Eldborg rís hátt yfir umhverfið
eða 100 m yfir sjávarmál og er það-
an mikið og vítt útsýni í björtu veðri.
sýslu hinni fornu. Gígur
hennar er fullkomin
skál með heilum börm-
um allt um kring og
vaxinn birkiskógi að
nokkru, sem ekki þekk-
ist í öðrum eldborgum
svo vitað sé. Borgin er
slík gersemi frá náttúr-
unnar hendi hvar sem
á hana er litið, skrifar
Einar Haukur
Kristjánsson, að allir
ættu að umgangast
hana sem helgan dóm
og gæta þess að
skemma útlit hennar
ekki hið minnsta.
A SLOÐUM FERÐAFELAGS ISLANDS
Stykkisholmur
Hellissandur Rjf \ I
1 \ Ljósufjöll - l . ■
C *— Kaldnasi* Trollatindar
Hlliöatindar ( '
Ljósmyndir/Einar Haukur Kristjansson
Eldborg.
20 km
9ufjör~u~?~r,
\ ''Eskigrasey
Kaldárós
»?/\ ° t
Eldborg
í Hnappa-
dalssýslu
-t
Draumlausar nætur
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÞAÐ brennur við að karlmenn sem ég hitti
kvarti yfir draumum sínum eða réttara sagt
skorti á draumum. Þeir segja að þá dreymi
aldrei og ef það komi fyrir séu draumarnir
annað hvort tómt rugl eða þeir séu að eltast
við konur til að sofa hjá þeim. Samkvæmt
rannsóknum vísindamanna dreymir alla og ef
menn eru sviptir draumsvefni sínum, REM-
draumi, um lengri tíma, sturlast menn og
missa ráð og rænu. Því ætla ég að karlmenn á
íslandi dreymi og dreymi mikið, en eitthvað er
það sem rýfur minnið frá draumnum svo eftir
situr draumslitur kynlöngunar. Getur verið að
nútíminn sé trunta, eins og skáldið kvað, og
tæknin sem átti að sameina mennina og gera
lífið þægilegra, sé að sundra andlegum veru-
leika með stöðugt hraðari áreitum véla ljós-
vakans í einhvers konar draumlausa firringu
tímaskorts? Er þolinmæðin að sigla sinn sjó
og óþolið að ná yfirhöndinni svo draumurinn
sjái sér þann kost vænstan að skríða í felur?
Arabískur málsháttur um fyi'irbærið segir
kannski meira en mörg orð: „Þolinmæðin er
frá Guði, flaustrið frá Satan.“
Draumar „Heru“
Dreymt 1998
1. Ég var stödd heima hjá mér í lítilli íbúð
sem ég bjó í þegar mig dreymdi drauminn. Við
sonur minn eigum von á að fá til okkar há-
hyrning. Hann kemst hins vegar ekki inn um
neinar dyr á íbúðinni og því er verið að grafa
skurð úti í götu sem á að ná inn í baðherbergi
hjá okkur þannig að háhyrningurinn geti hafst
við í baðinu hjá okkur.
2. Ég er heima hjá mér í sömu íbúð og
skynja að eitthvað er um að vera úti fyrir. Ég
lít út um borðstofugluggann og sé að það er
komin stór sundlaug á grasflötina. í henni
synda þrír háhyrningar. Ég horfi á þá um
stund og sé að sá stærsti gefur mér auga. Mér
finnst þetta skemmtileg sjón og kalla á son
minn að horfa með mér. Hann verður hrædd-
ur og það tekur mig langan tíma að fá hann að
glugganum. Næst erum við stödd við húsvegg-
inn fyrir neðan gluggann og erum að fara í
sturtu við sundlaugina. Sonur minn er tregur
og vill ekki koma nálægt lauginni. Mér finnst
þetta undarlegt þar sem hann er hrifinn af
dýrum og óhræddur við vatn. Ég tek hann í
fangið og ber hann að sundlauginni, þá kemur
stærsti háhyrningurinn og horfir á okkur.
Augasteinn hans er sérkennilegur, hringurinn
utan um augasteininn hefur brostið og eins og
dropi lekið niður. Ég verð hrædd og finnst ég
verði að horfa í augu sonar míns en vissi áður
en ég gerði það að augasteinar hans voru eins,
einnig mínir. Ég horfi á háhyrninginn og hann
segir við okkur: „Þið hafið lifað af hörmung-
arnar miklu“.
3. Dreymt 1999. Ég er stödd í stórri dimmri
byggingu sem minnir á vöruhús. Þar er mikið
um að vera og verið að sjúkdómsgreina fólk.
Þrír menn eru við borð og fólk kemur þangað í
greiningu. Fyrrverandi sambýlismaður minn
og ég erum þarna sofandi uppi í rúmi en ég
skynjaði það sem fram fór. Hann er vakinn og
tekin í skoðun og greindur með ristilkrabba-
mein sem mér þykir ekki góðs viti. Ég kúri
mig niður en þá er komið að mér. Ég heyri
hvíslað að ég sé sofandi og megi sofa áfram.
Þá rís ég upp og segi að best sé að ljúka þessu
af. Mennirnir þrír greina mig með krabbamein
í hálsi og það er eins og ég hafi þegar vitað
það.
4. Ég er með ókunnum manni (við erum
par) í húsi sem ég þekki ekki. I draumnum töl-
um við ekki mikið saman en föðmumst samt
oft. Hann er fjarlægur en ég veit að hann mun
ekki svíkja mig og milli okkar er traust og
virðing. Við eigum saman þríbura á sitthverj-
um aldrinum, stundum kornabörn, stundum
nokkurra ára eða jafnvel litlir leikglaðir hvolp-
ar. I húsinu eru herbergi sem ég þekki ekki og
ég hef sýnt foreldrum mínum húsið en bara að
utan, þau vita af lífi mínu í húsinu en hafa ekki
komið inn. Mér finnst gott að þau viti hvar ég
bý. Ég og maðurinn erum sofandi inni í svefn-
herbergi og margar nætur liðnar í draumnum.
Ég veit að hann hverfur úr rúminu á nóttinni
því ég vakna við þríburana. Þessa nótt vakna
ég og hann er ekki í rúminu, það er kveikt á
fjölda kerta og mig undrar að hann skyldi ekki
slökkva á þeim er hann fór. Þegar ég hugsa
um hvert hann fari, finn ég hvorki til afbrýði-