Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR TRYGGVI TÓMASSON + Tryggrvi Tómas- son fæddist 14. apríl 1928 að Syðri- Neslöndum í Mý- vatnssveit. Hann lést að Ljósheimum, Sel- fossi, 5. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Sig- tryggsdóttir hús- freyja, f. 30.12. 1896, d. 9.9. 1978, frá Syðri-Neslönd- um í Mývatnssveit og Tómas Sigur- tryggvason bóndi, f. 8.7.1891, d. 16.2. 1956, frá Litlu- Völlum í Bárðardal. Bróðir Tryggva er Reynir Tómasson bóndi, f. 28.5. 1925, eiginkona hans er Emma Kolbeinsdóttir og búa þau í Eyvík í Grímsnesi. Tryggvi ólst upp í foreldrahús- um að Syðri-Neslöndum við leik og störf og hlaut hefðbundna barnakennslu. Ennfremur stundaði hann nám í alþýðuskól- anum að Laugum í Reykjadal veturinn 1944-1945. Tryggvi stundaði ýmis störf á yngri ár- um, vegavinnu og bygginga- vinnu auk bústarfa. Hann nam einnig smíðar að Hólmi í Land- broti veturinn 1947-1948. Á Akureyri hinn 6. janúar 1951 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Pálsdóttur, f. 3.5. 1919, frá Syðri- Steinsmýri í Meðal- landi. Tryggvi og Ingibjörg hófu bú- skap að Björk í Grímsnesi vorið 1951, ásamt foreldr- um hans og bróður. Þar hafa þau hjónin búið óslitið þar til þau fluttu að Selfossi fyrir ári. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 18.12. 1951, maki: Hörður Smári Þorsteins- son. Böm þeirra era: Ingibjörg, Helga og Þóra Steinunn. 2) Tóm- as, f. 11.4. 1954, maki: Þórdís Pálmadóttir. Börn þeirra eru: Heiða Björg, Dagný og Sigur- veig Mjöll. 3) Páll Ragnar, f. 12.10. 1959, maki: Sigríður Björasdóttir. Böm þeirra eru: Inga Biraa, Tryggvi og Guð- björg. Utför Tryggva fer fram í dag frá Selfosskirkju og hefst at- höfnin kl. 14. Elskulegur tengdafaðir minn er til moldar borinn í dag þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi verið kominn á háan aldur, aðeins 71 árs. Ég kynntist þér fyrir tæpum 30 árum. I fyrstu sá ég þig sem myndarlegan bónda í Grímsnesinu við vinnu á Borg þegar ég var að byrja að læðast á sveitaböllin þar. Þú varst alltaf ákaflega notalegur y með þitt feimnislega bros. Foreldrar mínir könnuðust við þig og þess vegna komst ég að því að þú varst Tryggvi á Björk. Síðar lágu svo leiðir okkar saman er ég kynntist syni þínum, þurfti ég þá að fara að líta þig öðrum augum. Sem sé „tengdapabbi", vá! Þá fór ég að kynnast persónunni betur og annan eins öðling er erfitt að finna. Reglumaður í hvívetna. Hreinskiptinn og heiðarlegur. Aldrei á þessum áratugum hef ég heyrt þig segja nokkurt einasta blótsyrði. Finnst mér það lýsa persónunni betur en margt annað. Verklaginn og vinnusamur varstu og vildir ekki geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag. Frænkur þínar í Mývatnssveitinni, Dísa í Helluhrauni og Veiga í Nes- löndum, hafa sagt okkur að þú hafir alltaf verið svo glaður og kátur í æsku og alltaf varið þá sem minna mega sín. Veiga minntist á það við mig að hún myndi svo vel eftir þegar þið Dísa dönsuðuð eftir munnhörpuleik Jonna um allt hús. Ég er ekki hissa á því, vegna þess að ekki liðu mörg þorrablótin án þess að þú spyrðir hvort ég ætlaði ekki að dansa einn dans við „kallinn". Og ekki leiddist mér það. Gaman hafðir þú af ýmis- konar kveðskap og áttir ekki erfitt með að setja saman vísu ef svo bar undir. Harmonikkan var líka part- ur af þér fannst mér alltaf. Gaman að hlusta á þig spila á hana og stundum tókstu nú í trommurnar líka ef_ vantaði músík í pásum á Borg. Ég er svo heppin að frændi minn keypti nikkuna þína þegar þú gast ekki lengur leikið á hana, svo ég hef fengið að njóta tóna hennar við ýmis tækifæri síðan og hef nú yfirleitt hugsað til þín þá. Að koma inn á heimili ykkar Imbu var mjög notalegt. Eins og að koma heim. Handverk ykkar j^beggja í öllum hornum. Ég man alltaf þegar ég kom til ykkar að haustlagi, þegar sláturtíð stóð sem hæst. Þið sátuð inni í stofu hvort með sitt fatið á hnjánum og saumuðuð keppi, svo snyrtileg og hávaðalaus að horfa á sjónvarpið með öðru auganu. Ég hafði nefni- lega aldrei séð svona að farið. Karl- Vmaður að sauma fyrir það fyrsta og svo sitja svona afslöppuð við þetta, inni í stofu. Ég hafði vanist því að þetta væri bara gert í hvelli og auð- vitað bara konur að sauma, þetta var bara vinna sem þurfti að klára sem fyrst. En af hverju ekki að slaka svona örlítið á og njóta nær- veru hvort annars. Þetta var eitt- hvað svo hugljúft. Mikið var nú alltaf gaman að fara með ykkur norður að Mývatni. Þar lágu rætur þínar svo augljóslega. Veiði, varp og yndisleg náttúrufeg- urð. Nú hvílir skuggi yfir þessum bæjum á Neslandatanga, þar sem þú og frændi þinn Geiri í Ytri-Nes- löndum hafa farið yfir móðuna miklu með aðeins 10 daga millibili. En hann fórst af slysförum á Mý- vatni í október sl. Biðjum við góðan Guð að blessa minningu hans. Elsku Tryggvi, ég gæti skrifað margar blaðsíður ef ég léti allt fara sem ég hef upplifað í návist ykkar Imbu. Notalegt var að hafa þig hjá okkur síðastliðið haust. Allt svo friðsælt í nærveru þinni. Undanfarin ár hafa verið þér erf- ið, ekki síst síðastliðið ár hjá ykkur báðum. HeOsufarið hefur farið ört niður á við hjá þér og Imba átti við vanheilsu að stríða líka. Flutningur frá Björk og ýmiskonar röskun. En nú hefur þú fengið hvíldina og ert laus úr fjötrum vanheilsu og veik- inda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Imba. Ég veit að þú átt eftir að eiga mörg góð ár í faðmi fjölskyldunnar. Munum við öll um- vefja þig og hjálpa í gegnum þetta erfiða tímabÖ. Þú ert einstök, mundu það. Ykkar tengdadóttir Þórdís Pálma. Fyrir hartnær þrjátíu árum bar fundum okkar Tryggva Tómasson- ar saman í fyrsta sinn. Hann brosti kankvíslega og rétti fram hönd sína, handtak hans var hlýtt og traustvekjandi. Hann sagði ekki margt, bóndinn á Björk, þá stund- ina - aðeins: „Komdu sæll, Tryggvi heiti ég.“ Svo virti hann „strák- gemlinginn" fyrir sér með bros á vör. Þrjátíu ár eru ekki langur tími í árum talið, en brot minninganna eru orðin æði mörg á þessum árum, - síðan þá. Hlýja hans og traust hafa haldist til síðustu stundar, líkt og handtakið forðum, enda var Tryggvi staðfastur og maður ákveðinn. Starf bóndans er ekki dans á rós- um, ekki sú glansmynd sem oft má sjá í auglýsingum og myndabókum, þar sem sólin skín í heiði og glitrar veðurblíða. - Öðru nær. Oftar en ekki er búskapur stritvinna mjög háð veðráttu, kalsamt og erfitt starf, einkum að vetrarlagi. Skil- yrði og tækni til búskapar voru öllu lakari áður en nú á allra síðustu ár- um. En víkingur til vinnu og harð- duglegur var Tryggvi í störfum sín- um við búskapinn og þrautseigur með afbrigðum, enda þótt hann bæri þungar byrðar veikinda fyrri ára. Tryggvi ólst upp hjá heiðvirðu og sómakæru fólki, í fögru umhverfi norðan heiða á bökkum Mývatns. Oft mátti heyra á máli hans hve hreykinn hann var af átthögum sín- um. Ég hygg að hugur hans hafi oftar leitað þangað en mann grun- aði, jafnvel eftirsjá verið undir niðri. Þar lærði hann ungur að veiða silung í net, nokkuð sem var honum mikið áhugamál. Þegar halda átti norður á æskustöðvarnar í heimsókn var tilhlökkunin svo mikil, að helst mátti ekki stansa á leiðinni. Hér syðra fór ég oft með Tryggva ýmist til að leggja eða vitja um net í Apavatni. Ekki brást það að létt var brúnin á mínum manni og skrafhreyfinn var hann í þeim ferðum. Ekki spillti fyrir að Land-Roverinn malaði taktfast undir. En allt er breytingum háð í veröld þessari. Störf og áhugamál geta horfið á braut, - verið ýtt til hliðar með valdi. Kraftar þrotið, heilsan bilað. Nú hin síðustu mis- seri hefur Tryggvi verið sviptur heilsunni, átt erfitt með hreyfingar og nú undir það síðasta, rúmlig- gjandi og öðrum háður. Það er mikið áfall og raun fyrir þann sem vanur var að ganga um lendur sínar að vild, geta skroppið á hestbak og um frjálst höfuð strokið. Því hygg ég, og raunar veit, að bið- in hefur oft verið þungbær, dagarn- ir lengi að líða - líkastir heilli eilífð. Kaflaskipti hafa nú orðið í lífsbók Tryggva Tómassonar. En lífi er engan veginn lokið, - heldur er það orðið til í annarri mynd. Þegar ég nú horfi á bak heiðarlegum og orð- vörum manni, sem ég var svo hepp- inn að eiga að tengdaföður, situr eftir björt minning um góðan dreng. Ég óska honum góðrar ferð- ar og góðra endurfunda. Guð blessi minningu Tryggva Tómassonar. Smári. Elsku afi. Þegar ég frétti að þú værir orðinn svona veikur langaði mig að koma heim. Það var ansi erf- itt að vera 4000 km í burtu og geta lítið annað gert en að hugsa til þín. Ég veit að þú fannst fyrir nærveru minni. Þegar ég heyrði í þér í síð- asta skipti fann ég að þú varst orð- inn þreyttur. Nú hálfum mánuði síðar ert þú allur, en minningamar um svona fallega persónu eins og þig lifa endalaust. Ég minnist þín eins og þú varst upp á þitt besta. Við systurnar nutum þess í öllum fríum að heimsækja ykkur ömmu í sveitina til að hjálpa til eftir bestu getu. Við horfðum á þig aðdáunar- augum, þar sem þú rakaðir heilu túnin, Idæddur lopapeysu, úlpu, lopahúfu, með eymaskjól og skíða- gleraugu. Einnig minnist ég ferða okkar um túnin eldsnemma á morgnana til að fylgjast með sauðburðinum. Þú, með húfuna fyrir ofan eyru, sinntir þeim af mestu snilld. Þú varst fyrirmynd okkar allra og sú besta sem hægt er að hugsa sér. Ekki voguðum við okkur að segja svo sem eitt blótsyrði þegar þú varst nálægt. Ferðalögin norður að Mývatni með þér þar sem þú kenndir okkur örnefni í kringum vatnið, nöfnin á fuglunum og fórst með okkur í veiðiferðir út á vatn. Þessar ferðir voru engu líkar. Ég ætla nú að hætta að láta hug- ann reika héðan frá Italíu og gef systrum mínum á Laugarvatni orð- ið. Já, elsku afi, ég held að við syst- urnar deilum nú flestum minning- um um þig. Alltaf er ánægjulegt að láta hugann reika aftur og hugsa um þá góðu daga sem við áttum hjá ykkur ömmu í sveitinni. Við feng- um að fara á hestbak á Væng, Hóla- Brún eða Snarp. Svo veittist okkur það stóra hlutverk að fá að aðstoða þig við búskapinn. Og síðan varst þú tilbúinn að leika við okkur þess á milli. Taka okkur í bóndabeygju og annað þvíumlíkt. Ógleymanleg eru okkur fjölskylduboðin um jólin, sem alltaf hafa verið ákveðinn fast- ur punktur. Jóladagur hjá afa og ömmu. Amma búin að útbúa hvílíka veislu; hangikjöt, svínasteik og ég veit ekki hvað, og ekki má gleyma laufabrauðsstöflunum sem ein- hverra hluta vegna hverfa alltaf fyrr en varir. Þá spiluðum við og spjölluðum og áttum ánægjulegar stundir. Svo þegar allir eru orðnir úthvíldir og maginn segir stopp, þá halda allh- til síns heima og bíða næstu jóla sem nú verða, vafalífið, ósköp tómleg án þín. En við vitum að þú ert ekki langt undan. Við höfum líka haft svo gaman af því þegar þú hlustaðir á okkur spila á píanóið, alltaf fengum við hrós, sama hvað mistökin voru mörg. Elsku afi. Takk fyrir að hafa gef- ið okkur þessar yndislegu stundir. Elsku amma, við vonum að Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu stundum. Eg sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (ÞS) Heiða Björg, Dagný og Sigurveig Mjöll. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund um sinn. Ég er viss um að nú líður þér betur en þér hefur liðið síðustu vikumar. Fyrir nokkr- um vikum veiktist þú enn meira og var það ljóst að brugðið gæti til beggja vona. Þá fór maður að hugsa um það hvernig lífið yrði án þín og ég hélt að með svona fyrirvara yrði þetta allt auðveldara og ég yrði til- búin þegar kallið þitt kæmi. En þegar það kom varð mér það Ijóst að maður er aldrei tilbúinn fyrir svona hluti. Það er alltaf jafn sárt að missa og sárt að sakna. Samt þótti mér best að hafa komið til þín um morguninn, geta setið hjá þér og haldið í höndina á þér. Sá tími sem framundan er, að læra að lifa án þín, verður erfiður. Það verður svo skrýtið að geta ekki komið til þín og sagt þér allar fréttimar af dýrunum og því sem drifið hefur á daga mína hverju sinni. Skrýtið er að hugsa til jólanna sem nú era í nánd, í þessi 28 ár sem ég hef lifað hef ég aldrei verið annars staðar en hjá þér og ömmu á Björk. En svona er víst lífið, allt breytingum háð. Þegar breytingarnar eru til góðs er maður sáttur og sennilega eru þær til góðs, því löngu og erfíðu stríði þínu við veikindi er lokið og ég veit að þú ert víst hvíldinni feginn, en sárt er það samt. A svona stundu er svo margs að minnast. Það besta er að allar minningamar um þig, afi minn, eru svo góðar. Ljúfmenni eins og þú eru vandfundin. Gott skap, glað- lyndi og heiðarleiki hefur einkennt þig alla tíð. Við okkur bamabörnin hefur þú alltaf verið svo góður og við lært að bera virðingu fyrir þér, því eitt af því góða sem þú gerðir var að skamma okkur aldrei. Ef við gerðum einhver prakkarastrik komst þú alltaf og talaðir við okkur og útskýrðir af hverju við mættum ekki gera hlutina og það var segin saga, þetta var aldrei gert aftur. Einnig varst þú svo iðinn við að kenna okkur ýmislegt, svo sem að lesa. Alltaf þegar pósturinn kom og þú fórst að lesa Tímann léstu okkur alltaf lesa fyrirsagnimar. Þannig lærði ég að lesa. Ég er svo heppin að vera elsta barnabarnið ykkar ömmu og hef fengið að vera svo mikið hjá ykkur, meira að segja flutt til ykkar um fermingaraldur. Þetta er það besta sem ég hef fengið í mínu lífi, að njóta samvista ykkar, þetta mikið og þetta lengi. Það var alltaf jafn gott að vera hjá ykkur í sveitinni og fá að vera með þér úti allan daginn og koma svo inn og borða góða mat- inn hennar ömmu, kjötsúpuna og sultutertuna. Margar vom ferðirnar okkar saman norður í Mývatnssveit til Veigu og Jonna. Þar varst þú uppa- linn og sagðir mér margar sögur og fræddir mig um staðhætti. Af öllum ferðunum sem farið var út á vatn að veiða, ýmist í net eða á spón, er mér sérstaklega minnisstæð ein ferð út á vatn til að taka upp netin, áður en við héldum heim. Þá höfðum við með okkur spón og var hann ekki nema rétt kominn í vatnið þegar bitið var á. Svona gekk þetta í dá- góða stund og jókst bros þitt í sam- ræmi við aflann. Þú varst mikið fyrir tónlist og spilaðir sjálfur á harmonikku. Mörg voru þau kvöldin sem þú fórst niður í kjallara að æfa þig og ég gat hlustað endalaust og horft á þig, þú varst svo glaður, brostir og glottir á víxl. Ekki veit ég hvort þú varst flinkur á harmonikkuna en sem barni þótti mér þú bestur. Dýrin hafa alltaf verið þér svo mikilvæg og síðan við Bjössi tókum við dýrunum þínum hef ég alltaf reynt að vera eins góð við þau og þú, því það er eitt af því sem ég þrái mest er að verða jafn góður bóndi og þú. Þú varst alltaf svo rólegur og sagðir mér að maður ætti alltaf að ganga rólega um dýrin því þá yrðu þau róleg og gæf. Þessu hef ég reynt að fara eftir en veit ekki hvort mér tekst eins vel til og þér. Ofáar voru ferðimar okkar saman í fjárhúsin að gefa ánum og voru þær allar jafn skemmtilegar. Margt var spjallað og mikið var hlegið, þó hlógum við mest að því núna seinni árin að þú vildir allaf hafa bagga- stabbann beinan og varst þú þá oft að rembast við að taka neðstu baggana á undan þeim efstu. Þetta þótti mér alltaf jafn fyndið og var oft að spyrja þig af hverju þú værir alltaf að streða þetta. Þú svaraðir mér alltaf eins, „ég er bara svona sérvitur“, og hlóst. Og að þessu hlógum við mikið. Við áttum það sameiginlegt að hafa gaman af dýr- unum og töluðum því mikið um kindur og hross. Hrossin voru okk- ur ofarlega í huga og höfum við alla tíð haft gaman að því að fara á bak. Reiðtúramir okkar vora margir og skemmtilegir og er mér sérstak- lega minnisstæður einn reiðtúr sem við fórum í þegar þú varst að verða búinn að temja hana Lipurtá. Við riðum niður veg, þú á Lipurtá og ég á Hannibal. Þegar við vorum komin niður að rimlahliði sagðir þú að við skyldum hafa hestaskipti. Mér þótti það mikið að fá að prófa mer- ina en þegar við komum heim spurðir þú mig hvort mér þætti hún góð og ef mér þætti það þá mætti ég eiga hana. Ég hef sjaldan verið eins lukkuleg með nokkuð sem þú gafst mér. Skemmtilegustu reið- túrarnir okkar fannst mér þegar við riðum upp að Stangarlæk á fal- legu sumarkvöldi á þeim Væng, Kramrna, Hólabrún og Rökkva og Karó hljóp með.Við stoppuðum allt- af í dágóða stund við lækinn, hlust- uðum á fuglasönginn, horfðum á fallegu náttúrana og spjölluðum. Þú sagðir mér svo margar skemmtilegar sögur og kenndir mér svo margt um náttúruna. Það er svo langt síðan við fóram saman á hestbak og ég veit að þér þótti erfitt þegar þú hættir að geta farið á bak. En um það leyti sem þú hættir að fara á hestbak varstu með ungan hest sem heitir Snarpur og varst þú alltaf að segja mér hvað hann væri nú góður, ég ætti að nota hann meira. En eins og svo oft áður hlustaði ég ekki nóg. Það var ekki fyrr en í fyrrasumar að ég fór að nota hann og fannst hann betri en mig minnti. Og með degi hverjum batnaði hann, var ekki eins latur og ég hélt. Það var svo ekki fyrr en nú í sumar sem ég áttaði mig á því hvað þú varst að reyna segja mér, þegar ég fór einn daginn í útreiða- túr á honum og hann tók þennan líka ágæta skeiðsprett með mig. Um kvöldið kom ég svo til þín á Ljósheima og fór að segja þér þetta og var mikið montin yfir því hvað ég fékk mikið út úr hestinum. Þá kom þetta gamla góða bros og glott á þig og þú sagðir: „Vissir þú það ekki?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.