Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
I barnaskóla
með bleyju?
„Málum er sem sé svo háttað að sá barna-
læknir sem einna ötullegast hefur barist
fyrir því að foreldrar láti afþeirri ósvinnu
að koþþavenja börn sín starfar jafnframt
sem ráðgjafi hjá Pampers og kemur sem
slíkur (og auðvitað sem virtur sérfræðing-
ur með ákveðnar skoðanir) fram í auglýs-
ingum þar sem verið er að kynna nýju
fínu bleyjurnar fyrir skólabörnin. “
Foreldrar og aðrir þeir
sem koma nærri
barnauppeldi þekkja
það væntanlega vel
að vera upplýstir um
hver ný sannindi á fætur öðrum
varðandi bamauppeldið. Það sem
einn daginn er hið eina rétta og
getur tryggt ungviðinu farseðil í
átt til hamingjusams lífs, er ann-
an daginn orðið rangt, jafnvel
skaðlegt heilsu og framtíð þessa
sama ungviðis. Það er svo ekki til
þess að ein-
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksen
falda málið fyr-
ir vesalings for-
eldrana þegar
sérfræðingarn-
ir koma fram í
fjölmiðlum og
deila um réttmæti mismunandi
kenninga og langvarandi nei-
kvæð áhrif þess að hundsa þau
skilaboð sem þeir vilja koma á
framfæri.
Einu sinni var það brjóstagjöf-
in sem allt snerist um. Móður-
mjólkin var allt frá því að vera
hreinasti óþarfi, ef ekki beinlínis
skaðleg, upp í að vera lífselixír.
Konur hlupu eftir nýjustu skila-
boðunum og óttuðust mest að
rása af réttri braut, bömum sín-
um til ævarandi miska.
Þessa dagana er það deilan um
bleyjumar sem hæst ber, að
minnsta kosti vestan Atlantshafs-
ins. Rannsóknir undanfarinna ára
og áratuga hafa þar sýnt að
bleyjubömin verða sífellt eldri.
Árið 1957 var yfirgnæfandi meiri-
hluti bama, rúmlega 90%, hættur
að nota bleyjur íyrir átján mán-
aða aldur, samanborið við tæp-
lega 25% nú. Aðeins 60% bama
hafa nú verið vanin af bleyju um
þriggja ára aldur.
Þeir sem eðliiega eru ánægð-
astir með þessa þróun mála era
stórfyrirtæki á borð við Procter
& Gamble sem framleiða
Pampers-bleyjur og Kimberly-
Clark framleiðandi Huggies-
bleyja. Bæði fyrirtækin spá um-
talsverðri söluaukningu á næstu
áram og þakka það aðallega nýrri
afúrð sem þau hafa þróað, bleyj-
um fyrir 4-5 ára gömul böm!
Eg ætla mér ekki þá dul að
reyna hér að koma með skyn-
samlegt innlegg í þessa áhuga-
verðu umræðu um það hvort
böm beri af því alvarlegan og
varanlegan skaða að vera vanin
af bleyju áður en þau telja sig
sjálf tilbúin til þess, svo ég ein-
faldi málið fram úr hófi. Sjálfsagt
hefur hver sína skoðun á því,
hvenær heppilegast er að venja
bömin á kopp.
Málið er hins vegar ekki síður
áhugavert þegar það er skoðað í
ljósi umræðu undanfarið um vís-
indi og viðskipti, þar sem m.a.
hafa verið viðraðar áhyggjur af
því að vísindamenn annaðhvort
selji niðurstöður sínar hæstbjóð-
endum eða séu á mála hjá
ákveðnum fyrirtækjum og fyrir-
geri þar með vísindalegu hlut-
leysi sínu. Málum er sem sé svo
háttað að sá bamalæknir sem
einna ötullegast hefur barist fyr-
ir því að foreldrar láti af þeirri
ósvinnu að koppavenja böm sín
starfar jafnframt sem ráðgjafi
hjá Pampers og kemur sem slík-
ur (og auðvitað sem virtur sér-
fræðingur með ákveðnar skoðan-
ir) fram í auglýsingum þar sem
verið er að kynna nýju finu bleyj-
umar fyrir skólabörnin.
Til þess að allrar sanngirni sé
gætt ber að geta þess að um-
ræddur dr. Brazelton hefur í ára-
tugi reynt að vinna þessari skoð-
un sinni brautargengi og það
þarf svo sem engan að undra að
hann hafi með því vakið áhuga
bleyjuframleiðenda, svo ekki sé
minnst á áunna velvild. Núna
birtist hinn ágæti doktor sem
sagt í sjónvarpsauglýsingum, þar
sem hann leggur ríkt að foreldr-
um að þvinga bömin ekki til
koppasetu, þetta komi allt af
sjálfu sér. Allt í kringum hann
era börn nærri fermingaraldri,
alsæl með lipra bleyjumar sinar,
hamingjusöm með að hafa slopp-
ið við hinar harðneskjulegu
þvinganir sem einstaka gamal-
dags foreldrar beita börnin sín
ennþá og kalla aga.
Aðrir bamalæknar hafa harð-
lega gagnrýnt kenningar Braz-
eltons og segja enga glóru í að
börnin séu látin hafa sjálfdæmi
um hvenær þau taki upp nýja
siði, enda gangi uppeldi út á það
að hafa vit fyrir smáfólkinu. Það
er rauður þráður í tali þessara
lækna, að ekkert mark sé á dokt-
omum takandi, þar sem hann
þiggi laun frá bleyjuframleið-
anda. Sjálfur lætur Brazelton
engan bilbug á sér finna. Segist
stoltur af samstarfinu við
Pampers sem hafi tekið vel í þá
málaleitan hans að hefja fram-
leiðslu á bleyjum fyrir 4-5 ára
gömul böm og markaðssetja í
samstarfi við sig með það fyrir
augum að auðvelda foreldram að
leyfa bömunum að ráða ferðinni.
Að svo stöddu virðist málstað-
ur Brazeltons hafa betur. Aug-
lýsingamar hafa ábyggilega sitt
að segja, mátt þeirra er vart
hægt að efast um, en á það má
líka benda að undanfarna áratugi
hefur orðið greinileg aukning á
alls konar vandamálum smáfólks-
ins. Þau era með harðlífi, pissa
oftar undir og eiga yfir höfuð erf-
iðara en áður með að hafa stjóm
á þvagi, langt fram eftir aldri.
Þessar fréttir era vatn á myllu
talsmanna beggja fylkinga, ýmist
er þetta því að kenna að bömin
era alltof lengi með bleyju eða
allt of stutt, en dr. Brazelton hef-
ur betur í að sannfæra forráða-
menn bama um að þessi aukning
sé því að kenna að bömin séu
þvinguð til að hætta of snemma.
Hvers vegna forráðamenn bam-
anna era ginnkeyptir fyrir kenn-
ingum hans er svo annað mál.
Það er þó Ijóst, af samtölum við
foreldra í sjónvarpsþætti í
bandarísku sjónvarpi á dögunum,
að þeir líða beinlínis fyrir að
beita böm sín einhverjum þeim
uppeldisaðferðum, sem kalla
mætti harðar, jafnvel því að
venja þau á kopp. Ef bömin mót-
mæla draga foreldrarnir í land.
Leikur
LEIKIR
Activision gaf nýlega út úr smiðju
Neversoft Entertainment. Leikurinn
nefnist Tony Hawk Pro Skater og er
þemað að þessu sinni hjúlabretti.
HJÓLABRETTALEIKIR eiga
sér ekki langa sögu á Playstation,
fyrsti hjólabrettaleikurinn var gef-
inn út fyrir um ári og nefnist
Street Sk8ter. Leikurinn átti afar
lítilli velgengni að fagna og að mati
þeirra sem spiluðu hann var vanda-
málið að hann var óraunsær,
stjórnunin var slæm og grafíkin lé-
leg. Neversoft tók allt þetta til at-
hugunar við gerð leiksins sem hér
er til umfjöllunar og sést það vel er
hann er spilaður.
Activision ákvað snemma í hönn-
un leiksins að hann ætti ekki bara
að höfða til skeitara. Þess í stað var
lögð áhersla á að allir gætu spilað
hann. Ef spilandinn velur til dæmis
að spila leikinn í Career Mode þarf
hann að leysa nokkrar þrautir í
hverju borði. Fyrir hverja þraut
sem leyst er fær spilandinn eitt
hjólabrettamyndband, fyrir þrjú
slík myndbönd fær hann svo eitt
auka borð og eitt bretti.
Þrautimar í hverju borði eru
ekki alltaf eins, en þó eru sumar
sem ekki breytast milli borða. Sem
dæmi má nefna að til að fá eitt
myndband í fyrsta borðinu þarf sk-
eitarinn að brjóta fimm kassa. Til
að fá annað þarf hann að safna
fimm stöfum eða granda á fimm
borðum. Tveggja mínútna tíma
takmark er í öllum borðum svo það
er erfiðara en það virðist í fyrstu.
Fyrir þá sem iðka hina göfugu
íþrótt hjólabrettarennsli er aðal
vandamál leiksins líklega að hann
er aðeins of óraunsær. Auðvitað
gat Activision ekki látið alla spi-
lendur eyða klukkutímum í að
reyna að hoppa
upp á kant.
Þeir sem ekki
hjólabrettast
hefðu mjög lík-
lega ekki kunn-
að að meta það.
Þess í stað er
ekki óalgengt
að sjá spiland-
ann þeytast
tugi metra upp
í loftið á pöllum
sem þættu of
stórir fyrir
góða snjó-
brettamenn,
lenda á bakinu
og standa svo
upp innan
þriggja sek-
úndna eins og
ekkert hafi
gerst (að
minnsta kosti
sjáum við blóð).
Stjórn leiks-
ins er ótrúlega
einföld og gerir
það að verkum
að hann verður
ótrúlega spilan-
legur. Spilend-
ur geta grand-
að á öllu, hopp-
að á öllu, rennt sér á öllu og gert
trick yfir allt. Til að gera kickflip til
dæmis þarf spilandinn aðeins að
hoppa og ýta til hliðar og á kass-
ann. Einfaldleiki stjómunar leiks-
ins á án vafa stóran þátt í vel-
gengni hans.
Grafík leiksins er afar góð, borðin
era öll afar vel hönnuð og risastór
og hyóðið mjög gott. Hljómsveitir
eins og Primus og Pennywise
hljóma leikinn í gegn og hjálpa gíf-
urlega í að skapa andrúmsloftið sem
leikurinn sækist eftfr.
Tony Hawk er besti hjóla-
brettaleikur sem komið hefur út
til þessa. Allir skeitarar sem eru
nú að draga sig í hlé fyrir vetur-
inn eiga eftir að elska þennan leik
og hinir sem ekki skeita eiga mjög
líklega eftir að gera það líka.
Tony Hawk er leikur fyrir pönk-
ara.
Es.: Fyrir þá sem ekki þola
óraunsæi leiksins; það er að koma
nýr leikur sem Zoo York hannaði.
Ingvi M. Árnason
FJÓRÐI hluti Tomb Raider kemur út á næstunni
víða um heim og hefur verið vel tekið af þeim gagn-
rýnendum sem komist hafa yfir eintök af frumgerð
hans. Leikurinn er að sögn nokkuð breyttur frá
fyrri gerð, meðal annars til að svara gagnrýni vegna
annars og þriðja kafla, auk þess sem hann hefur
verið þyngdur nokkuð og finnst sumum nóg um.
Tomb Raider IV, sem heitir reyndar ekki svo
heldur Tomb Raider: The Last Revelation, er nokk-
uð breyttur frá fyrri gerð leiksins, meðal annars
hvað varðar viðmótið, grafíkina og ekki síst leikinn
sjálfan. Þannig minnir hann um margt á fyrsta
hluta Tomb Raider-raðarinnar og gerist til að
mynda í einu landi, Egyptalandi, frekar en að Lara
sé að flengjast um allan heim eins og í síðustu leikj-
um.
Einnig var aukið við þrautir í leiknum, svo mjög
reyndar að hefur vakið áhyggjur markaðsmanna
framleiðandans vestan hafs, sem óttast að hann sé
einfaldlega orðinn of erfiður fyrir bandarísk ung-
menni. Þannig segja menn að ahyglisgáfu ung-
menna vestan hafs sé svo háttað að þau missi áhuga
á þeim þrautum sem þau geti ekki leyst á tíu mínút-
um eða svo. Því verður leikurinn gefinn út í sér-
stakri einfaldaðri útgáfu í Bandaríkjunum, en
venjulegri útgáfu í Evrópu. Einnig verður sérstök
gerð sett á markað í Japan, þar sem Lara fær refsi-
stig í stað þess að deyja ef henni verða á mistök.
Það er gert því japanskir tölvuleikjavinir kunna því
illa að deyja í leikjum, en sætta sig við að þurfa að
byrja upp á nýtt.
Fjórði hluti Tomb Raider