Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 49 MINNINGAR + Sigrún Sig- mundsdóttir fæddist á Hjarðar- hóli í Norðfirði, sem nú heitir Miðstræti 1, 3. júní 1915. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. nóv- ember 1999. For- eldrar hennar voru Sigmundur Stefáns- son, skósmiður í Neskaupstað, fædd- ur 5. nóvember 1875, dáinn 18. febr- úar 1953 og kona hans Stefanía Árna- dóttir, fædd 6. febrúar 1886, dáin. 1. júm' 1960. Systkini hennar eru: Guðmundur Valdimar Sigmunds- son, f. 1907, Guðrún Sigmunds- dóttir, f. 18. júlí 1908. Hennar eig- inmaður: Þórarinn Guðmundsson, f. 7. ágúst 1896. Börn þeirra: Bára Þórarinsdóttir, f. 31. desember 1935, Alda Þórarinsdóttir, f. 31. desember 1935. Guðríður Árný Hún Sigrún móðursystir mín er dáin. Nokkrum dögum íyrir lát hennar hafði Stefanía systir mín tjáð mér að Sigrún hefði verið lögð inn á sjúkrahúsið í Neskaupstað og væri svo mjög af henni dregið að henni væri vart hugað líf. Þrátt fyrir fréttir af alvarlegum veikindum hennar hélt ég í vonina og því var mér brugðið við andlátsfregnina. Gat það verið að þessi kona, sem ég hafði keyrt upp á Akranes um hálf- um mánuði fyrr í heimsókn á heimili mitt og hafði í þeirri ferð leikið við hvem sinn fingur, væri dáin? Ég man að þá undraðist ég kraftana í þessari 84 ára gömlu konu sem fyrir Sigmundsdóttir, f. 21. nóvember 1909. Hennar maður: Rík- arður Ingibergsson, f. 5. ágúst 1912. Synir þeirra: Reynir Rík- arðsson, f. 9. nóvem- ber 1942, Albert Ríkarðsson, f. 29. október 1944. Val- borg Sigmundsdóttir, f. 18. apríl 1911, Stefán Sigmundsson, f. 19. september 1912. Hans kona: Magnfríð- ur Kristófersdóttir, f. 12. júlí 1921. Böm þeirra: Sigmundur Smári Stef- ánsson, f. 18. aprfl 1944, Kristófer Valgeir Stefánsson, f. 24. aprfl 1948, Kristín Stefánsdóttir, f. 22. júní 1959. Guðmundur Valgeir Sigmundsson, f. 26. nóvember 1913, Jóhann Sigmundsson, f. 1. ágúst 1917, Lovísa Sigmunds- dóttir, f. 26. febrúar 1919, Ingi Sigfús Sigmundsson, f. 24. janúar nokkrum ámm fór í mikla hjartaað- gerð. Ég bjóst ekki við að hún gæti gengið upp stigana í fjölbýlishúsinu sem ég þý í jafn auðveldlega og hún gerði. Ég man að ég hugði henni langra lífdaga þrátt fyrir hennar al- varlega hjartasjúkdóm. Hún var ákaflega ánægð með ferðina á Akra- nes, ekki hvað síst að fara í gegnum Hvalfjarðargöng og ræddum við mikið um ágæti þess mannvirkis. Hún var mjög áhugasöm um hvers konar framfarir í sínum landsfjórð- ungi og jafnframt áhyggjufull vegna þess að fólki þar eystra fer fækk- andi. Ég hefði viljað kynnast Sigrúnu 1921, Sveinlaug Sigmundsdóttir, f. 30. júní 1922. Hennar maður: Baldur Leví Benediktsson, f. 20. júní 1919. Böm þeirra: Stefanía Baldursdóttir, f. 13. október 1947, Jens Benedikt Baldursson, f. 19. aprfl 1952, Herbert Viðar Bald- ursson, f. 14. maí 1957, Sigmund- ur Heimir Baldursson, f. 26. ágúst 1958. Albert Sigmundsson, f. 24. aprfl 1924, Ámína Hildur Sig- mundsdóttir, f. 19. janúar 1927. Hennar maður: Einar Ingimund- arson, f. 30. aprfl 1926. Böm þeirra: Sigrún Einarsdóttir, f. 1. júlí 1949, Sigmundur Einarsson, f. 4. ágúst 1950, Inga Einarsdóttir, f. 6. nóvember 1953, Valborg Ein- arsdóttir, f. 22. febrúar 1956, Valdimar Einarsson, f. 1. júlí 1962. Þau Guðrún, Stefán og Ár- nína lifa systur sína. Sigrún lærði saumaskap í Reykjavik og vann við það í nokk- ur ár en fluttist til Neskaupstaðar 1944 þar sem hún bjó eftir það. Hún vann þar með bræðmm sín- um, með Inga í búskap, í skósmíði með Valgeiri og í fatahreinsun Jó- hanns. Utför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. betur en ég hafði tök á. Hún bjó frá 1944 í Neskaupstað, var fædd þar en stundaði saumaskap í Reykjavík í nokkur ár. Vegna fjarlægðai- urðu kynni okkar minni en ég hefði kosið, eða kannski meiri þegar betur er að gáð því einhvem veginn virðist sam- bandið við ættingjana oft minnka þegar þeir búa nærri manni og allt- af ætti að vera möguleiki á að heim- sækja þá. Sigrúnu heimsótti ég þeg- ar ég átti leið austur og reyndi að heimsækja hana þegar ég vissi af henni á höfuðborgarsvæðinu. Síðast í sumar heimsóttum við Þóra Sig- rúnu í Neskaupstað. Þá var hún hress og góð heim að sækja að venju og ekkert benti til þess að nokkrum mánuðum síðar væri hún öll og kraftarnir þrotnir. Sigrún var ákveðin, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, gat verið nokkuð snögg upp á lagið og jafnvel hvöss en undir leyndist kona sem var sanngjörn og góð þegar á reyndi. Eg minnist hennar með söknuði. Jens B. Baldursson. Margs er að minnast og margt ber að þakka þegar ég kveð Sigrúnu móðursystur mína. Hún hefur verið samofin lífi mínu frá fæðingu. Hún bjó í Miðstræti 1, þar sem ég fædd- ist, ásamt afa, ömmu og bræðrum sínum. A sínum yngri árum dvaldi Sigr- ún í Reykjavík og lærði að sauma bæði kjóla og kápur. Húsnæðisleysi í Reykjavík olli því að hún fór aftur austur og einnig að amma var orðin lasburða og þurfti hjálp við heimilis- störfin. Það varð síðan hlutskipti Sigrúnar eftir að amma dó að halda heimili með bræðrum sínum, þeim Valgeiri, Jóhanni og Inga og gerði hún það af miklum myndarskap. Ávallt var mjög gestkvæmt á heim- ili systkinanna í Miðstræti 1 enda voru þau sérstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Heimili þeirra stóð alltaf öllum systkinabörnunum opið, mökum þeirra, bömum og bamabömum sem og vinum og vandalausum. Systkinabömin fengu gjaman að dvelja hluta úr sumri hjá Sigrúnu og bræðranum. Sigrún Einarsdóttir frænka mín og ég dvöldum eitt sum- ar fyrir austan þegar við voram 7 og 9 ára gamlar. Ymislegt vai’ gert okkur til skemmtunar. Við fóram m.a. annars á sundnámskeið og í berjamó og af myndarskap sínum saumaði Sigrún á okkar skokka og blússur og fallegu hjartasvuntuna sem ég á ennþá og held mikið upp á. Þegar ég var 15 ára dvaldi ég aftur sumarlangt hjá Sigrúnu og bræðr- unum, vann í frystihúsi og saltaði síld. Var það ánægjuleg og eftir- minnileg dvöl. Eftir að ég gifti mig og eignaðist böm kom ég nokkram sinnum austur með fjölskylduna og áttum við margar góðar stundir saman og gerðu þau öll, hvert á sinn hátt, allt tfl að gera heimsóknirnar ánægjulegar. Með nokkurra ára millibili létust bræðurnir og eftir lát þeirra var Miðstræti 1 og steinasafn Jóhanns fært bænum að gjöf og hýsir Miðstrætið nú náttúragripa- safn bæjarins. Sigrún var mikfl hannyrðakona. Hún saumaði út og prjónaði auk ýmislegs annars og á ég marga fal- lega muni frá henni. Sigrún hugði vel að litlum höndum og fótum og gætti hún þess ávallt að systkina- börn hennar, börn þeirra og bama- böm væru vel birg af sokkum og vettlingum. Sigrún kom tfl Reykjavíkur af og til. Þá dvaldi hún oft hjá móður minni meðan hún var á lífi og einnig hjá Bára frænku. Það gladdi mig mjög mikið að hún skyldi koma og vera hjá okkur Atla í 10 daga núna í október. Við áttum saman góða daga, heimsóttum frændfólk og fór- um í verslanir. Eftirtektarvert var hversu þessi fullorðna kona fylgdist vel með öllum sínum frændgarði og kunni jafnt deili á þeim yngri sem eldri og veitti það mér mflda ánægju-**- að fylgja henni í heimsóknum til frændfólks okkar. Þessa daga var mikið spjallað og létt yfir okkur. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þessar síðustu stundir okkar saman. Síðustu árin bjó Sigrún í Breiða- bliki þar sem hún undi hag sínum vel. Sjúkralega Sigrúnar varð stutt, rétt eins og hún hefði kosið. Hvíl í friði, Sigrún mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Stefanía. SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR + Páll Árnason fæddist að Set- bergi í Nesjum 6. september 1921. Hann lést á hjúkr- unardeild Skjól- garðs aðfaranótt laugardagsins 6. nóvember sl. For- eldrar Páls voru þau Guðrún Helga Pálsdóttir og Árni Pálsson, bóndi að Setbergi. Páll var næstelstur þriggja bræðra sem eru Ari Björgvin, fæddur 1918, sambýliskona Guðrún Stefánsdóttir sem nú er látin. Mig langar með fáum orðum að minnast frænda míns Páls Árna- sonar frá Setbergi í Nesjum. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði á Höfn þann 6. nóvember síðastliðinn eftir bar- áttu við krabbamein sem hann hafði háð um nokkurra ára bil. Palli frændi eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar var hagleikans maður. Hann kunni vel til verka og var mjög iðjusam- ur, vaknaði snemma á morgnana og lagði sig fram við þau við- fangsefni sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stundaði sjóinn frá Höfn sem ungur maður auk þess sem hann var eftirsóttur við vélavið- gerðir. Lengst af vann þann sem járniðnaðarmaður hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli en um leið og honum gáfust frí frá störfum sínum þar flýtti hann sér til heimahaganna. Það var honum mikið kappsmál að létta undir störfin í sveitinni s.s. við heyskap, viðgerðir og við- hald véla og annað sem féll til. Heimið á Setbergi átti hug hans allan og hann gaf því drjúg- an skerf af starfsþreki sínu. Þakklæti er mér efst í huga Helgi Árnason fæddur 1924, maki Jóhanna Þorvarð- ardóttir og eignuð- ust þau 5 börn. Páll var ókvæntur og barnlaus. Páll vann við ým- is störf, lengst af við járnsmíðar og rafsuðuvinnu hjá fslenskum aðal- verktökum. Páll verður jarð- sunginn frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hoffellskirkjugarði. þegar ég minnist þess hvað hann var alltaf tilbúinn að leggja eitt- hvað á sig til að rétta mér og mín- um hjálparhönd. Við minnumst þess öll í fjöl- skyldunni hversu góðan tíma hann alltaf veitti börnum og var ávallt umburðarlyndur gagnvart hvers konar uppátækjum og krakkaskap. Hann var skemmtilega sérvitur og örlítið einstrengingslegur þeg- ar því var að skipta og er manni en hlýrra um minningu hans fyrir vikið. Stundum átti hann það til að vera svolítið háðskur og gilti það jafnt um hann sjálfan sem aðra, þessi persónueinkenni hans vöktu oft mikla kátínu. En nú er gata lífsins er gengin þá er efst í huga þakklæti fyrir samfylgd, vináttu og ekki hvað síst fyrir greiðasemi sem eink- enndi svo mjög samskiptin við góðan frænda. Blessuð sé minning Páls Árna- sonar. Árný Helgadóttir. Þegar ég hugsa um Palla frænda kemur mér í hug yndis- legur hjartahlýr maður og mikill dýravinur. Bræðurnir þrír frá Setbergi, Palli, Ari og afi Helgi voru eins ólíkir og frekast mátti vera. Afi snöggur upp á lagið og gat verið örlítið hávær þegar við vor- um að spila. Ari fáskiptinn, hæg- látur og lumaði samt á ýmsu. Og Palli sem alltaf var svo blíður og rólegur yfir hlutunum. Það var svo notalegt að koma að Setbergi til Palla, Ara og Guð- rúnar langömmu sem nýlega er látinn. Það var alltaf svo rólegt andrúmsloftið hjá þeim. Amma og ég spiluðum oft kasínu og stund- um fylgdust Palli og Ari með, en oftast var Palli út í skúr að dytta að einhverju. En þó að hann hefði alltaf nóg að gera, hvort það nú var að gæta hundanna sem hann tók í fóstur, sjá um rollurnar eða smíða hluti úti í skúr þá átti hann alltaf tíma til að tala við mig og stundum lumaði hann á prins póló og app- elsíni. Elsku Palli minn! Það er mér ómetanlegt hvað þú varst mér góður sem og öllum frændsystk- inum mínum. Þú varst ekki afi okkar, en þrátt fyrir það munt þú ávallt skipa sérstakan sess í hjarta okkar, þú varst Palli frændi. Minningarnar sem ég á frá Set- bergi eru allar tengdar þér. Mér þykir svo vænt um Set- berg því þaðan er fólkið mitt og núna þegar þú og langamma eruð bæði farin þá er eins og vanti hluta af Setbergi eins og það var. Það verður skrítið að sjá engan Palla frænda spígsporandi um með vindil með gulu munnstykki. Ég veit nú að loknu ævikvöldi þá hefurðu fengið hvíld eftir erfið veikindi. Ég mun aldrei gleyma þér elsku besti Palli minn. Þó að þú hafir aldrei vitað það þá kenndir þú mér marga góða hluti sem ég mun alltaf minnast. Þín frænka Árný Björk. Það fækkar nú óðum því skyld- fólki okkar sem við systkinin ól- umst upp með á Setbergi og hefur verið okkur svo nákomið alla tíð. I endaðan maí kvöddum við móður- ömmu okkar hinstu kveðju og nú Pál föðurbróður okkar. Mig langar með fáeinum orðum að minnast Palla frænda eins og við syskinin kölluðum hann ávallt. Hann var fæddur og uppalinn á Setbergi í Nesjum. Þar var hann af efnalitlu fólki kominn og vand- ist frá barnæsku mikilli vinnu og að bjarga sér við það sem til var. Um tvítugt fór hann að sjá fyrir sér sjálfur, í fiskaðgerð og skút- uvinnu og síðar nokkrar vertíðir til sjós á ýmsum bátum sem gerð- ir voru út frá Hornafirði. Palli var sérlega duglegur og ósérhlífinn til allrar vinnu. Það má svo segja að hann hafi fundið sitt ævistarf er hann réð sig til Gísla Bjömsson- ar, sem rak járnsmíða- og við- gerðaverkstæði á Höfn. Þar kom fljótlega í ljós handlagni hans við hverskonar smíðar. Hann þótti ákaflega góður rafsuðumaður og handlaginn smiður. Um 1960 réði hann sig til íslenskra aðalverk- taka og fluttist suður. Þar vann hann fyrst í Hvalfirði og síðar á Keflavíkurflugvelli unns hann lét af störfum vegna aidurs árið 1991. Þá flytur hann aftur á æskuslóð- irnar að Setbergi og bjó þar með- an heilsan leyfði. Á meðan hann starfaði fyrir sunnan kom hann ávallt heim í öllum sumarfríum sínum. Fór yfir og lagfærði vélar og tæki og hjálpaði til við hey- skapinn. Öll hans aðkoma þar að var heimilinu ómetanleg og verð- ur honum seint fullþakkað sú að- stoð sem hann veitti. Ekki var það ósjaldan að sveitungarnir kæmu líka þegar mikið lá við og bæðu hann um að lagfæra eitt og annað sem og hann gerði fljótt og vel, ef það á annað borð var í hans valdi. Þar eins og ávallt var þrautseigja, handlagni og hversu úrræðagóður hann var honum gott veganesti. Eftir að hann fluttist aftur austur og kominn á eftirlaun var hann ekkert að leggja árar í bát, heldur vann flesta daga vikunnar við eitt og annað sem til féll bæði utan og innan heimilisins. Ekki var hann að víla það fyrir sér þótt það væri oft á tíðum mikil erfiðis- vinna. Það var eins og hann hefðr- aldrei nóg að gera. Boðinn og búinn að rétta manni hjálparhönd við hvað sem var. Síðustu árin gekkst hann undir stórar aðgerðir en náði sér ótrú- lega vel á milli. Það var honum því ákaflega erfiður tími þegar heilsunni tók að hraka fyrir al- vöru og kraftarnir að þverra. Hann ræddi það ekki svo sjaldan við mig hvaða verk biðu hans þeg- ar heilsan lagaðist og hann kæm- ist aftur á fætur. Síðustu mánuð- ina sem hann lifði var hann oft sárþjáður og auðsýnt að hverju stefndi. Aldrei var um neina upp- göf að ræða heldur þvert á móti. Það var með ólíkindum hvað líf-» sviljinn og dugnaðurinn var mik- ill. Að lokum varð hann þó að gangast undir þann dóm sem eng- inn fær umflúið. Um leið og ég þakka þér, kæri Palli, fyrir samfylgdina bið ég al- góðan Guð að blessa þig og minn- ingu þína sem með okkur lifir. Hafðu þökk fyrir allt. Stefán Helgi Helgason. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. PÁLL ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.