Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 53 + Ólöf Eggerts- dóttir frá Há- varðsstöðum í Leir- ársveit fæddist 28. mars 1910. Foreldr- ar hennar voru Halldóra Jónsdóttir, f. 8. júní 1870, _d. 1948, og Eggert Ól- afsson, f. 15. mars 1868, d. 1932. Þau eignuðust ellefu börn sem öll eru lát- in. Hinn 23. desem- ber 1934 giftist Ólöf Guðmundi Jónssyni, f. 23.10. 1907, d. 29.5. 1999. Þau bjuggu allan sinn búskap í Litlabæ, Vallar- götu 23, Keflavík. Foreldrar hans voru Jón Pálsson, f. 28.6. 1864, d. 1912 og Jóhanna Jóns- dóttir, f. 26.1. 1870, d. 1926. Börn Ólafar og Guðmundar eru Elín Jóhanna, f. 1934, d. 1948. Lúðvík, f. 1936, kvæntur Bjarneyju Sigurðardóttur, f. 1939. Þau eiga fjögur börn, eitt er látið, og þrjú barnabörn. Mamma mín, það er nú gott að þú ert búin að fá hvíldina. Þú varst orðin ansi lúin eftir allt það sem þú hafðir gengið í gegnum. Að eiga átta börn og fá svo lömunarveikina og heilahimnubólgu sama árið, að- eins þrjátíu og sex ára gömul, yngsta barnið sex mánaða og elsta tólf ára. Ella systir deyr árið eftir, þá tæplega þrettán ára gömul, það var mikill missir hjá ykkur pabba, því hún var alltaf svo Ijúf og góð þrátt fyrir sín veikindi. Þetta gekk allt saman, við krakkarnir fai’nir að bjarga okkur og hjálpa til. Það fólk sem hjálpaði ykkur með hópinn þegar þú fórst á Hafnarfjarðarspít- ala, það var langur tíminn sem okk- ur fannst þá. Lúlli var hjá systkin- unum í Asatúni, ég var hjá Rósu og Magga með tvíburana, Halli hjá Guggu og Valda, Inga í Ingimund- arhúsi sem við kölluðum og Edda hjá Nínu og Óla frænda, svo var Ella hjá pabba þar sem hún þurfti að sprauta sig vegna sykursýki. Svona get ég lengi talið upp en þetta bjargaðist allt saman með hjálp góðs fólks. Það var alltaf jafn gott að koma heim í Litlabæ, nýbúið að baka kleinur eða flatkökur, sem við fáum hvergi eins og þú bakaðir, mamma min. Svo þakka ég fyrir alla sokk- ana og vettlingana sem þú prjónað- ir á börnin okkar, sem alltaf var gott að fá á þau. Minningarnar hrannast upp um góða mömmu, það gæti verið efni í heila bók, en ég læt staðar numið hér. Eg þakka þér fyrir allar góðu stundimar, elsku mamma. Það var aðdáunarvert hvað hann pabbi var duglegur að ganga upp á sjúkrahús, þau tvö og hálft ár sem þú varst þar. Hann heimsótti þig á hverjum degi klukk- an hálfþrjú, allt til síns hinsta dags, þótt hann væri orðinn níutíu og eins árs. A þessari kveðjustund vil ég nota tækifærið og þakka henni tengda- mömmu fyrir hlýtt viðmót og góð kynni. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn í Litlabæinn í mat eða kaffi, eins og við gerðum oft með barnahópinn. Það var alltaf hlaðborð af kræsingum hjá þeim heiðurshjónum Lóu og Gumma. Tengdamamma var mjög skapgóð kona, ég minnist þess ekki að hafa hitt hana öðruvísi en blíða og þægi- lega í öllu viðmóti. Það var ætíð mjög gestkvæmt í Litlabænum enda bamahópurinn stór og sam- hentur. Mun sá stóri afkomenda- hópur heiðra minningu þeirra hjóna best með vináttu og sam- heldni í framtíðinni. Guð geymi þig, nú ertu komin til pabba eftir aðeins fimm mánaða aðskilnað. Nú vitum við að ykkur líður vel saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Halldóra, f. 1937 gift Ingólfi Bárðar- syni, f. 1937, og eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn og eitt barnabarna- barn. Inga Kristín, f. 1939, gift Antho- ny Ciotta, f. 1940. Þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn. Þórhallur Arnar, f. 1941, kvæntur Sigríði Friðjónsdóttur, f. 1944. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. Gréta f. 1943, gift James Hand, f. 1944. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Birna, f. 1943, sambýlismaður Donald Lovejoy, f. 1928. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn. Ólöf Edda, f. 1946, gjft Gisla S. Einarssyni. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Útför Ólafar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælterað vitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Við viljum þakka öllu hinu dá- samlega hjúkrunarfólki á Heil- brigðisstofnun Suðumesja þá frá- bæru umönnun sem það veitti henni mömmu. Guð blessi það í sín- um góðu störfum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt elsku mamma og tengdamamma. Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og Ingólfur Bárðarson. Arla dags 5. nóv. sl. hringdi mág- kona mín og sagði mér að móðir hennar, tengdamóðir mín, væri lát- in fyrir stuttri stundu. Það má segja að þessi tíðindi komu ekki mjög á óvart, en þó verða sorgarviðbrögð alltaf með líkum hætti. En aðstæður geta ver- ið mismunandi, böm viðkomandi og ættingjar búsettir erlendis og ýms- ar ámóta aðstæður. Fullt nafn hennar tengdamömmu var Olöf Eggertsdóttir en hún var alltaf kölluð Lóa. Hún var fædd í Leirár- sveitinni, að Hávarðsstöðum, 28. mars 1911. Lífsgleðin einkenndi allt daglegt far Lóu og hún var ávallt reiðubúin að gera gott betra og gott úr öllu og tók því sem að höndum bar með æðruleysi kynslóðarinnar sem nú er smám saman að hverfa. Hún var ein af þeim sem fæddust í upphafi þeirrar aldar sem nú er að líða og kynntist því þegar kjörin voru kröpp, ómegð mikil og algengt að stórir systkinahópar væru aðskildir vegna fátæktar. Hún var af þeirri kynslóðin sem lét sér nægja að dansa við undirleik á greiðu, ein- falda harmonikku og jafnvel var dansað við söng án hljóðfæra. Lóa átti marga vini og kunningja á svæðinu sunnan Skarðsheiðar og hélt góðu sambandi við heimasveit- ina alla tíð. Þau systkinin, böm Eggerts og Halldóm, sem kennd vora við Hávarðsstaði, era nú öll farin á vit feðranna og er örugglega glatt á hjalla hjá þeim í heimi þar sem allir era heilir og hressir. Lík- lega hefur hún Lóa sagt þegar hún kom yfir í eilífðina til hans tengda- pabba, sem dó núna í maí sl.: Ja, nú er ég komin, Gummi minn, þú þarft ekki að bíða lengur eftir mér. Þessi minningarorð eru ekki til að rekja lífsferil eða afrekasögu Lóu, en hún vann meiri afrek en margh- þeirra sem merktir hafa verið orðum og vegtyllum. Þetta er sagt vegna þess að hún bar það með æðraleysi að hafa fengið lömunar- veikina iyrir 53 áram, en rak sitt stóra heimili með góðum eigin- manni af miklum myndarskap og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni. Þessi orð era hér sett á blað til að minnast góðrar móður, góðrar tengdamömmu, góðrar ömmu og langömmu sem eins og svo fjölmargir aðrir úr alþýðustétt hefur unnið landi og þjóð til heilla með hógværð og lítillæti. Síðustu árin hallaði hratt undan fæti hjá Lóu, þó hélt hún glettni og glað- værð fram til þess síðasta. Því til sannindamerkis þurfti ekki annað en að nefna harmonikkuspil eða dansleik á Hólnum þegar við hjónin og dóttir okkar Erla Björk, yngsta bamabarn Lóu, vorum í heimsókn sunnudaginn 24. okt. sl. Þá kom glampi í augun og glettnisyrði sem svar, sem varpar hlýju á minningu stundarinnar sem og margra ann- arra. Þó hún myndi ekki skýrlega hver einstaklingurinn var sem hún var að ræða við kom alltaf í ljós glaðværðin og þakklætið yfir því hvað allir væru góðir og hvað hún hefði það gott á Sjúkrahúsi Suður- nesja í Keflavík, sem hún kallaði „heima“. Hjúkrunarfólkinu þar er þökkuð frábær umönnun og elsku- legheit. Með þessum orðum votta ég öll- um ömmubömum, langömmubörn- um og börnum Lóu og mökum þeirra samúð mína vegna andláts hennar. Minningin mun lifa þótt líf hverfi og sælt mun vera í þeim heimi sem mínir elskulegu tengda- foreldrar gista. Haf þú, Lóa, þökk fyrir ailt með bestu kveðju til tengdapabba. Gisli S. Einarsson. Elskuleg tengdamóðir mín er látin áttatíu og níu ára að aldri, rúmum fimm mánuðum á eftir eig- inmanni sínum Guðmundi Jónssyni frá Litlabæ, sem lést 29. maí síðast- liðin. Það er dásamlegt til þess að vita að þau séu sameinuð á ný. Það voru forréttindi að fá að vera sam- ferða þeim, þessum öðlingsmann- eskjum í gegnum lífið í tæp 45 ár. Ég dáðist alltaf mikið að tengda- móður minni enda ríkti alla tíð á milli okkar kær vinátta og virðing. Hún var mér sem besta móðir í einu og öllu. Ég minnist þess þegar við Inga mágkona mín voram að búa okkur út á Kvennaskólann á Blönduósi. Þá var það sama gert fyrir báðar, eins og systur væru. Tengdamóðir mín, hún Lóa í Litla- bæ, var aðeins 36 ára þegar hún veiktist af heilahimnubólgu og síð- ar lömunarveiki sem markaði hana alla tíð, þá áttu þau hjón orðið átta börn, öll barnung. Eftir árslegu á sjúkrahúsi kemst hún heim aftur, ekki er auðvelt að setja sig inn í þær aðstæður sem þá ríktu á heim- ilinu, þá voru engin þægindi nema þau höfðu rennandi vatn inn í húsið. Gummi var alla tíð framfarasinnað- ur maður og var hann með þeim Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir bh-ting- ardag. Berist grein efth- að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ÓLÖF EGGERTS- DÓTTIR fyrstu, allavega í vesturbænum, að taka inn kalt vatn. Lóa var ekki sú manneskja að gefast upp, hún hafði hendurnar heilar og þær vora óspart notaðar, allt saumað og bak- að, prjónavél átti hún og prjónað var óspart á allan barnahópinn. Lóa hafði mikla ánægju af tónlist og elskaði að dansa, en það vora ekki stigin fleiri dansspor, lömun- arveikin sá fyrir því eins og svo mörgu öðru, en nú er hún orðin frjáls, laus úr fjötrum, Guði sé þökk fyrir það. I minningunni, þegar ég lít til baka, þá var alltaf mikið hlegið og mikið fjör í Litlabænum, enda komnir aðrir tímar, allt fullt af ungu og kátu fólki, og ekki dró Gummi úr látunum þegar hann vai- í stuði og kvað þá í tengdamömmu: Hættið nú krakkar áður en þið brjótið húsgögnin. Svona vil ég minnast ykkar, elsku tengda- mamma og svona sé ég ykkur íyrir mér núna. Glöð og alsæl sameinuð á ný, í þeim stóra hópi ástvina sem famh’ eru á undan. Guð blessi minningu þína, elsku Lóa mín, og hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og okkur öllum. Ó hve sælir eruð þér, sem genguð inn til hvíldar Guði hjá og fenguð í friði fundið fjötra leysta, er líf á jörðu er bundið. (Simon Dach - Helgi Hálfdánarson.) Bjarney Sigurðardóttir. Elsku amma Lóa. Við systkinin viljum þakka fyrir að fá að hafa ykkur afa í öll þessi ár og nú eruð þið bæði farin með fimm mánaða mUlibili. Þið afi vorað samhent hjón, bárað virðingu fyrir hvort öðra og voru góðir vinir. Þið voruðsá^- góð fyrirmynd fyrir okkur afkom- endurna. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar á Vallargötuna í Litlabæinn. Óll vitum við það að við fáum aldrei eins kleinur og hveitibrauð í fram- tíðinni. Börnin okkar voru heppin að fá að eiga langömmu og langafa, í mörg ár sum hver. Elsku amma, þú sem varst svo hlý og góð manneskja, við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar í Litlabænum. Guð blessi þig og varðveiti. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu aðégfarialdreifráþér alltaf Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvem dag, þó eitthvað þyngi gef ég verði góða barnið geisli þinn á kalda hjamið. (Asmundur Eiríksson.) Elsku amma, haf þú þökk fyrir allt og allt. Þín ^ Elín, Arnar, Ragnliildur, Brynja, Guðmundur og fjölskyklur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHALLA FRIÐRIKSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, sem lést á sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 14.00. Harpa Þorvaldsdóttir, Birgir Guðnason, Ása Ásmundsdóttir, Sigurður G. Eiríksson, Árni Ásmundsson, Margrét Ágústsdóttir, börn og barnabörn. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og systur, BIRNU Þ. THORLACIUS, Ólafsvegi 12, Ólafsfirði. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Þorleifur Th. Sigurjónsson, Sigrún Andrésdóttir, Dalla Gunnlaugsdóttir, Agnar Sverrisson, Ágústa Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ólafsson, Birkir Gunnlaugsson, Margrét Thorlacius, Þórhildur Þorleifsdóttir, Björg Thorlacius, Ólöf Thorlacius og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞURÍÐAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Kríuhólum 2, áður Þóristúni 7, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir kærleiksríka umönnun. JL Haligerður Jónsdóttir, Páll Stefánsson, Ingveldur Jónsdóttir, Helgi Guðmundsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.