Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir bandarísku myndina „Lake Placid“ með Bridget
Fonda og Bill Pullman í aðalhlutverkum en leikstjóri er Steve Miner.
Spenna o g
grín í Maine
Frumsýning
KELLY Scott (Bridget
Fonda) er steingervinga-
fræðingur sem hefur lit-
inn sem engan áhuga á náttúr-
unni. Hún er að ná sér eftir
misheppnað ástarsamband á
skrifstofunni þegar hún er send í
sitt fyrsta vísindaverkefni sem er
að rannsaka risavaxinn og stór-
hættulegan krókódíl er sést hefur
við Lake Placid. Sem borgarbarn
þolir hún ekki óbyggðirnar og það
fer sérstaklega í taugarnar á
fylgdarmanni hennar, veiðiverðin-
um Jack Welles (Bill Pullman),
sem vildi alveg eins vera án henn-
ar.
Aðrir sem koma við sögu leið-
angursins eru lögreglustjórinn
Hank Keough (Brendan Gleeson),
- sem er ekki ánægður fyrr en
hann hefur fundið skepnuna og
skotið, og sérvitringurinn Hector
Cyr (Oliver Platt), sem vill fanga
krókódílinn lifandi ef það er nokk-
ur möguleiki.
Þannig er söguþráðurinn í
bandarísku gaman-spennumynd-
inni „Lake Placid“ með Bridget
Fonda og Bill Pullman í aðalhlut-
verkum. Leikstjóri er Steve Min-
er en hann á að baki tvær kunnar
myndir, „Halloween: H20“ og
„Forever Young“. „Mér hefur
alltaf fundist gaman að blanda
saman ólíkum tegundum kvik-
mynda,“ er haft eftir honum, „og
þessi mynd gerir það að vissu
marki. Hún er með sérkennileg-
um persónum, spennuaugnablik-
um og gamanatriðum. Það var
ómótstæðileg samsetning fyrir
mig.“
„Þetta er svolítið furðulegt
samband,“ segir Bridget Fonda
aðspurð um persónu hennar í
myndinni og samband hennar við
veiðivörðinn, Jack. „Hún hatar
Jack en finnst hann einnig aðlað-
andi á sinn máta. Og hún þolir
ekki sjálfa sig fyrir að hugsa
þannig!“
„Jack finnst Kelly gersamlega
óþolandi,11 segir Bill Pullman hins
vegar. „En það myndast einskon-
ar samband á milli þeirra þeim
báðum til furðu.“
Ein persóna myndarinnar, ef
persónu skyldi kalla, er krókódíll-
inn, tíu metra löng mannæta við
Lake Placid í Maine en þar hefur
aldrei fundist nein slík skepna áð-
ur. „Skrímslið er augljóslega stór
partur af sögunni," er haft eftir
leikstjóranum Miner, „svo við
hugsuðum með okkur, hvað er
betra en tíu metra löng mannæta
í hlutverki óþokkans?“
Skrímslahönnuðurinn kunni,
Bill Pullman og Bridget Fonda í hlutverkum sínum.
Stan Winston, var fenginn til þess
að sjá um hönnun dýrsins en hann
hefur víða komið við sem brellu-
hönnuður, starfaði m.a. við Júra-
garðsmyndir Steven Spielbergs.
Smíðaðar voru þrjár útgáfur af
skepnunni og þurfti hver þeirra
þrjá til sex brúðustjórnendur til
þess að sjá um hreyfingarnar.
Bridget Fonda er dóttir leik-
arans Peter Fonda en afi hennar
var Henry Fonda. Hennar þekkt-
ustu myndir eru sennilega „Sing-
le White Female“ og „Jackie
Brown“ en hún vinnur nú við
myndina „Monkeybone" þar sem
hún leikur á móti Brendan Fra-
ser.
Bill Pullman lék forseta Banda-
ríkjanna í metsölumyndinni
„Independence Day“ en hann hef-
ur fengist við mörg og ólík hlut-
verk um sína daga og unnið með
leikstjórum á borð við David
Lynch og Wim Wenders.
Það gengur ýmislegt á við
vatnið Lake Placid í Maine.
Líkamarnir leika
í höndum þeirra
TONLIST
III GIIIV 0 R T H
Geisladiskur
HighNorth, geisladiskur Human-
BodyOrchestra. Líkamssveitin er
að mestu hugarfóstur þeirra Ragn-
hildar Gísladóttur og Jakobs Magn-
ússonar. Fleiri sem herja „húðir“
eru t.d. þeir Eyþór Gunnarsson, Eg-
illOlafsson, Mark Davies, Ásgeir
Óskarsson, Simon Whitaker og
Michael Ormiston. Öll lög eru eftir
HumanBodyOrchestra. Sjón átexta
við lögin „Freedom" og „Ghost
Story“ og Þórarinn Þórarinsson á
textann við lagið „Island - Land of
Isis“. Upptökustjórn var í höndum
HumanBodyOrchestra. 55,01 mín.
Vitund gefur út.
FÉ LAGSMÁLAFRÖMUÐUR-
INN og framkvæmdaforkólfurinn
Jakob Frímann Magnússon er hug-
myndaríkur og frjór maður. Hið
sama má segja um spúsu hans,
~ Ragnhildi Gísladóttur. f hugum
flestra eru þau skötuhjú fram-
varðapar hljómsveitar allra lands-
manna, Stuðmanna, en oft vill
gleymast að þau hafa verið með
ævintýralegri tónlistarmönnum ís-
lenskrar poppsögu. Jakob hefur til
að mynda ýtt fjölskrúðugustu
verkefnum úr vör í gegnum tíðina
undir viðurnefnum eins og Jobbi
Maggadon og Jack Magnet á með-
an Ragnhildur var aðalsprauta
hinna stórskemmtilegu Grýlna.
Það líður íslenskri þjóð ábyggi-
lega seint úr minni er þau Ragn-
hildur og Diddi fiðla (Sigurður
Rúnar Jónsson) börðu fáklædd en
taktviss í skrokkinn á sér ásamt
fríðu föruneyti á sjónvarpsskjám
landsmanna í nafni íslenskrar
menningar. Jakob var þá starfandi
í Lundúnum sem menningarfull-
trúi f slands og voru sumir ekki par
_ ánægðir með þessa endemis vit-
' leysu hjá hæstvirtum fulltrúanum.
Þessi margumtalaða uppákoma er
undanfari þeirrar plötu sem hér er
til umfjöllunar.
Það sem gerir „HighNorth" að
einstakri plötu er að öll þau hljóð
sem heyra má á plötunni koma frá
mannslíkamanum, hvort sem þau
eru í formi söngs, hártogs eða
banks í bumbu. Þessi vinnsluaðferð
hefði getað gefið tilefni tO afar
furðulegra hljómsmíða og sá ég
fyrir mér samhengislaus, melódíu-
laus búkhljóð og ámóta gauragang.
Það hefði verið djarfur leikur í
sjálfu sér og ekkert við það að at-
huga. Það kom mér hins vegar á
óvart að hljóðin eru notuð til að
vinna „hefðbundin“ lög, með
hljómagangi, sönglínum og öllu til-
heyrandi. Hljóðsarpar og hljóð-
gervlar koma og við sögu í laga-
vinnslu og gera að verkum að
stundum hljómar búkslátturinn
ekkert eins og búksláttur, gæti
verið hvaða hljóðfæri sem er.
Líkamssveit Röggu og Jakobs
tekst hins vegar ágætlega til með
þetta allt saman. Platan er afar
fjölbreytt og gætir margskonar
áhrifa á henni. Heyra má sakleysis-
legt „trip-popp“ („Ghost story“) í
bland við það sem sumir myndu
kalla tóma steypu („Five wounds").
Hið ofnotaða trip-hop-hugtak lýsir
ágætlega áferð margra laganna en
það tónlistarform, sem listamenn
eins Tricky og Massive Attack
skutu upp á yfirborðið um miðjan
þennan áratug, hefur verið þeim
skötuhjúum nokkuð hugleikið.
Manni verður t.d. óneitanlega
hugsað til plötunnar „Ragga and
The Jack Magic Orchestra“, metn-
aðarfullrar, trip-hop-skotinnar
fuðupoppplötu sem Jakob og
Ragnhildur stóðu að fyrir tveimur
árum, ásamt reyndar Mark Davies
sem kemur þó nokkuð við sögu á
þessari plötu. Einnig gestasöng
Ragnhildur á trip-hop-meistara-
stykkinu „Maxinquaye“, frábæm
plötu Trickys frá 1995.
Þegar blessuðu trip-hoppinu
sleppir verður þessi plata að ein-
hvers konar martröð poppfræð-
ingsins, því nær ógerlegt er að
staðsetja hana innan einhvers
flokks. Hún er til muna þyngri og
berstrípaðri en áðurnefnd plata
Ragga and The Jack Magic
Orchestra og er á stundum þjóðleg
og minnir síðasta lagið „Island -
Land of Isis“ óneitanlega á geislad-
isk Oskar „Draumur hjarðsveins-
ins“. Stundum er hún myrk, fer í
hálfgerðar „industrial“-teknók-
eyrslur en á öðrum stundum dettur
hún niður í meðalmennskulegar
nýaldai’pælingar sem minna
óþyrmilega á Enyu. Oftast hljómar
hún þó eins og hún hafi verið gerð í
einskismannslandi, svo illflokkan-
leg er hún og verður það að teljast
afrek út af fyrir sig, á tímum vax-
andi síbylju.
Rödd Ragnhildar er miðlæg út í
gegnum skífuna og fer hún á
harðahlaupum upp og niður tónst-
igann og bregður fyrir sig eigin
tungumáli, svona líkt og Jón Þór
Birgisson nokkur í hljómsveitinni
Sigur Rós hefur ástundað.
Raddæfingarnar minna þó nokkuð
á tilraunakennda skífu Ragnhildar
eða Röggu frá 1992, „Rombigy", en
þar stjórnaði hinn dularfulli HÓH,
betur þekktur sem Hilmar Örn
Hilmarsson, upptökum.
Einnig er vert að geta annarrar
raddar sem er óhjákvæmilega
áberandi á plötunni, enda myndi
vart dyljast daufdumbum er hinn
goðumlíki þurs, Egill Ólafsson, hef-
ur upp raust sína með Líkamssveit-
inni. Rödd Egils er sterk og áhrifa-
mikil og jóðlar hann og sönglar af
hjartans lyst á völdum stöðum á
plötunni. Stundum hljómar hann
eins og andsetinn afrískur töfra-
læknir en á öðrum stöðum hrín
hann eins og beljaki. Egill er líka
hugmyndaríkur og frjór maður og
hefur alltaf verið. Nægir að nefna
vel þekktar tilraunir hans með
sambræðslu popps og þjóðlaga inn-
an Hins íslenska Þursaflokks og
verkefnið 3toone sem eflaust eng-
inn man eftir en þá var hann að
gera tilraunir með raf/danstónlist í
félagi við tvo aðra.
„High North“ er
frumleg plata, gerð af
einurð og alúð. Tón-
listin myndi seint telj-
ast söluvænleg eða
grípandi, enda það lík-
lega ekki tilgangurinn.
Lagasmíðarnar eru
flestar harla góðar og
veita nýja og spennandi
sýn á hefðbundna popp-
lagasmíð. Ragnhhdur
og Jakob virðast vera
ein af fáum tónlistar-
mönnum sinnar kynslóðar sem
þora og vilja gera nýja og tilrauna-
kennda hluti og er það fagnaðar-
efni.
Arnar Eggert Thoroddsen
Nýr söngvari í Á móti sól
Gleðisveit
að austan
HLJÓMSVEITIN Á múti sól
er mikil gleðisveit og niinnir
uni inargt á bresku sveitina
Madness, þvflíkt fjör er í liá-
vegum haft. Björgvin Jóhann
Hreiðarsson söngvari hefur
nú hvatt félaga sína í sveit-
inni og haldið á móti sól á vit
ævintýranna úti á lands-
byggðinni. I hans stað kemur
Magni Ásgeirsson, ættaður
og uppalinn á Borgarfirði
eystra og segist hafa það
helst tfl frægðar unnið að
gera sig að tvisvar að fífli í
Söngkeppni framhaldsskól-
anna.
Nei, þií gerðir þig ekki að
neinu fífli...
„Jú biessuð vertu, ég lít
alltaf á það þannig að ég sé
að gera mig að fífli þegar ég
kem fram,“ segir Magni og
hlær en fer síðan að rifja upp
hvernig það kom til að hann
gekk til liðs við Á móti sól.
„Ég var bara á Egilsstöðum
að gera ekki neitl [hann var
að haka] þegar Heimir [Ey-
vlndarson] hljómborðsleikari
hafði samband við mig. Ég
hafði aldrei hitt þessa menn
áður og veit ekki alveg
hvernlg þeim datt í hug að
hringja í mig en ég fór í
bæinn og tók eina æfingu
með þeim og var bara ráð-
inn.“
Hvemig kanntu við þig
með Á móti sól?
„Það er stórskemmtilegt,“
segir Magni kátur i' bragði.
„Svo eru þetta svo skemmti-
legir strákar.“
Mim sveitin breytast með
þiginnan borðs?
„Já, ég hef strax fundið
fyrir því. Ég syng t.d. ekki
eins og Björgvin. Ég get ekki
alveg skilgreint hvemig en
þetta hefur eitthvað breyst."
Varstu aðdáandi Á móti sól
áður?
„Mér fannst þeir mjög
skemmtilegir og hafði séð þá
einu sinni á balli. En ég var
kannski cnginn sérstakur að-
dáandi," játar Magni og hlær.
„Þetta er mjög gríðarlega
skemmtileg hjómsveit með
skemmtilegan stíl, það er
engin spurning.“
Hefur spilad á
tugum balla
Magni segist liafa verið í
hljómsveit frá því hann var
fimmtán ára og spilað á ein-
hverjum tugum balla fyrir
austan. Hann flutti til
Reykjavíkur þegar hann
gekk til liðs við sveitina og er
nú að smíða um allan bæ.
„Við erum allir að austan í
sveitinni, ég frá Borgarfirði
og þeir frá Selfossi. Það er
nefnilega svo sniðugt að þeg-
ar ég segist vera að austan
hér í bænum þá lialda allir að
ég sé frá Selfossi."
Á móti sól verður í þættin-
um Með
hausverk
um helg-
ar á Sýn í
dag og
síðan
með tón-
leika í
Sjallan-
um á
Akur-
eyri í
kvöld
ásamt
stuð-
manninum sjálfum Páli Ósk-
ari. Allir aðdáendur Á móti
sól og þeir sein muna eftir
Magna í Söngkeppni fram-
haldsskóla ættu að mæta og
taka þátt. f gteðinni.