Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 75 FOLKI FRETTUM Sungið á Hólmavík SJONVARPA LAUGARDEGI SVOKÖLLUÐ menningardag- skrá sjónvarpsstöðva er nær ein- göngu flutt í þágu Reykjavíkur og nágrannabyggða hennar. Alltaf þegar vetur gengur í garð hefst flutningur á menningarþáttum eða spjallþáttum. Þegar ekki er talað um leiklist í þessum þáttum þeyta menn raddböndin um merkilegt fólk, sem er að gefa út geisladiska með poppi, sem sækir að sjónvarpi eins og flugur að ljósi eða þorskur og kvóti að fréttastofu útvarpsins. Landsbyggðin stend- ur utan og ofan við þessar snaut- legu hörmungar ljósvakafjölmiðla, enda að mestu látin í friði nema hvað Stefán Jón, hinn geðslegi piltur frá Degi, ríður húsum í sjáv- arplássum við að telja íbúunum trú um að þeim hafi verið slátrað á altari efnahagslífins. Það gengur svona upp og ofan, en þættir Stef- áns bera þess merki a.m.k., að sumir halda að þeir séu á lífi. Menningarlífið í Reykjavík þarf vissulega á sinni kynningu að halda, enda þýddi lítið að halda uppi leikhúsum og fiðluspili ef hvergi væri sagt frá því. Og inn- lend þáttagerð í sjónvarpi er yfir- leitt á slíkum brauðfótum, að það þaif töluverða seiglu til að lifa hana af. En svo bar við um síðustu helgi, að sýndur var óvenju merld- legur þáttur í ríkiskassanum, Stutt í spunann, þar sem stjórn- endurnir óku út á land, ætluðu til Akureyrar, sem þeir hefðu mátt gera að skaðlausu, stönsuðu í Staðarskála, en gerðu síðan för til Hólmavíkur. Öll atriðin í þessum þætti komu á óvart og voru óvenjuleg og sum skemmtileg. I ljós kom að landsbyggðin geymir skemmtilegt fólk og frásagnarvert ekki síður en Reykjavík, fáist ein- hver til að kynna það og menningu þess í stað einhliða og sífelldrar endurtekningar á staðlaðri menn- ingu Reykjavíkur, sem minnir stundum á að borgin geldm- þess að hýsa stöðlun- arverksmiðju háskól- ans í Vatnsmýrinni, þai’ sem hluti menningarinnar virðist settur í flokk með kjötlærum. Illa hefur gengið að fá framfylgt kjörorðinu: Látið menninguna í friði. Þáttm’- inn, Stutt í spunann, vai’ merkileg- ur vegna þess, að sjaldan leitar ríkiskassinn menningar á lands- byggðinni. Óvart fann hann óskipulagða og merkilega menn- ingu, sem menn álíta fullum fetum að sé þar ekki til, af því lands- byggðin hugsi aðeins um að flytja til Reykjavíkur. Áttræð kona söng fyrir okkur í þættinum norður á Hólmavík. Hún var gömul eins og landsbyggðin en hélt þó fríðleika sínum. Hún söng með rödd ungrar konu og söng vel. Og þannig á landsbyggðin að syngja fyrir Reykvíkinga svo þeir hætti að halda að menningin fyrirfinnist aðeins þar. Nokkur umræða hefur verið um ríkisútvarpið á liðnum dögum. Framsóknannenn þing- uðu með sínu liði og töluðu dálítið djarflega um stöðu útvarps og sjónvarps af stjómmálaflokki að vera, sem enn hefur ekki tekið til í húsi sínu eftir langa vinstrivillu. Hluti af þessari vinstrivillu kom fram í því hvemig flokkurinn skip- aði útvarpsráð. Þar sátu löngum og situr enn fulltrúi, sem hefur meira við störf menntamálaráð- herra að athuga en starf minni- hluta útvarpsráðs. Á undan hon- um hafði setið kona af þekktri framsóknarætt í útvarpsráði. Hún vildi láta víta framsóknarmenn sérstaklega ef henni fannst þeir ekki nógu kurteisir í útvarpinu. Nú þarf hún ekki að hafa áhyggjur af því lengur hvemig framsóknar- menn hegða sér í útvarpinu. Hún gekk úr flokknum til að geta dust- að þá til á Alþingi. Framsóknar- menn verða að athuga heimavinn- una sína áður en þeir fara að endurskipulegga útvarp og sjón- varp og fyrir alla muni að sleppa því að þjösnast á ráðherra rílds- útvarps á meðan hús þeirra er hef- ur eldd verið rutt af flokkaflæk- ingum. Lengi vel var útvarpið einskonar heilög stofnun, sem menn hlustuðu á af andakt. Þai’ töluðu menn af ábyrgðarþunga og létu sumt sem léttvægara taldist liggja á milli hluta. Bæði fyrirles- arar, þulir og fréttamenn vom þjóðkunnir og virtir. Þeir vora pólitískir en gættu sín í starfi. Sumir höfðu verið í Moskvu, aðrir í Bandaríkjunum og fréttastjóri, öðlingurinn Jón Magnússon, hafði lært í Svíþjóð. Allt samstaif var með ágætum. Menn komu að framburðarleiðréttingum án at- hugasemda. Einn sem hafði verið í Moskvu leiðrétti framburð Grom- yko utanríkisráðherra og nefndi hann alltaf Graaamyko. Þetta þótti bera vott um menntun og víðsýni. Á þessum áram þurfti út- varpið ekki að keppa við neinn. Nú er komin samkeppni. Hún getur aldrei orðið gamalgrónum ríkis- rekstri hagstæð. Indriði G. Þorsteinsson í kvöld 13/11 kl. 23.00 örfá sæti laus lau. 27/11 kl. 20.30 Ath. Síðasta sýning fyrir jól bdd-e/rpj kiml sun. 14/11 kl. 14 örfá sæti laus Ath. Allra síðasta sýning! JÓN GNARR: ÉG VAR EINU SINNINÖRD fös. 19/11 kl.21 uppselt lau. 20/11 uppselt, fim. 18/11 uppselt, sun. 21/11 uppselt, fös. 26/11 örfá sæti Ath. aðrar aukasýningar í síma Miöasala i s. 552 3000. Opiö virka daga kl. 10 —18 og fram aö sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. líalfiLcíhhúsið Vesturgotu 3 uii5*aar Ö-þessi Ný revía eftir Karl Agúst Ulfsson og Hjálmar H. Ragnarsson í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. í kvöld lau. kl. 21 laus sæti mið. 24/11 kl. 21 uppselt, fös.' 26/11 kl. 21 uppselt lau. 27/11 kl. 21 uppselt fös. 3/12 kl. 21 laus sæti lau. 4/12 kl. 21 laus sæti Kvöldverður kl. 19.30 Ath.— Pantið tímanlega í kvöldverð Starfsmannafélög/hópar athugið — Jólahlaðborð i desember. oÆvintýrid um ástina eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 14/11 kl. 15 örfá sæti laus aukasýning kl. 17 — uppselt sun. 28/11 kl. 15 síðasta sýn. fyrir jól MIÐAPANTANIR I S. 551 9055 í) 44.VIKA t ^4.«! j Nr. | var j vikur Diskur Flytjandi Útgefondi [ 1. : Ny 7 Songs of Irelund The Evergreens MCI 2. j 1. j 2 Sögur 1980-1990 Bubbi slenskir tónar 3. j Ný j 13 Skólaplufun Ýmsir iaugur 4. j Ný j 1 The Clopton Chronides:8est of Eric Clapton Warner 1 5. j 16. j 28 Gullna hliðið Sólin hons Jóns míns Spor 6. I 2. j 51 Sings Bochorach & David Dionne Warvick Music Collection 7. j 6. j 59 Gling gló Bjöik Smekkleysa 8. j 40. 1 Artists of The Century: Jussi Björling Jussi Björling BMG | 9. ; 11. i 6 Buenu Vista R CooderjbrohomF MNW 10. í Ný ; 1 Sibeiius Finlandiu Sinfóníuhljómsv. fsl. Naxos 11. i 9. i 2 Óskalögin 3 Ýmsir slenskir tónar 12. i 12. i 10 Karíus og Boktus Ýmsir Spor 13. i 85. i 31 Dýrin í Hólsoskógi Ýmsir Spor 14. i Ný i 7 Very best of Celine Dion CD Studio 99 Going for o song 15. i 4. i 12 Pottþétt 80’s ýmsir Pottþétt 16. i 39. i 19 Boyzone 8y Request (Greotest hits) Jniversol 17.: Ný 1 Love Songs Presley, Elvis BMG - 18. i Ný i 11 Bestulögin 1990-1999 Vikingarna Tónoflóð 1 19.1 5. 1 39 Gold Abbo Universol Í 20.1 10. i 12 Kardemommubærinn Ýmsir Spor Unnið af PricewaterhouseCoopers í somstorfi við Somband hljómplötufromleiðendo og Morgunbloðið. Bubbi keppir við Ira ÍRSKIR söngvar í flutningi Ever- greens eru í efsta sæti listans yfir gamalt og gott efni. I öðru sæti er ný safnskífa með lögum Bubba Morthens frá árunum 1980 til 1990. Þessar tvær plötur tróna langhæst á listanum að þessu sinni. Annars halda Sálin hans Jóns míns og Björk velli með skífurnar Gullna hliðið og Gling gló. Þá kemur Sin- fóníuhljómsveit Islands sterk inn efirSibelins Finlandia. 9{œturgaíinn Smiðjuvefji 14, ‘Kppavqfji, sími 587 6080 í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms ásamt hinum síungu rokkurum Rúnari Guðjónssyni og Sigga Johnny Opið frá kl. 22 Munið sunnudagskántrýkvöldin með Viðari Jónssyni ■BBREBaBlíllí i2*3iÖ3 stuðhljómsveit W 8VILLT skemmtir á '39 Kaffi Reykjavik i kvöld frá kl. 23.30-4.00. Borðapantanir i síma 562 5540 Misstu ekki af fjörinu á Kaffi Reykjavik HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM HAGATORGI Kldss leikurfyrirdansi frákl. 23.30 íkvöld. Söngvarar. Sigrún Eva Ármannsddttir og Reynir Guðmundsson Radisson S4S SAGA HOTEL REYKJAVÍK [eilsubötar dansleikur ftir skemmtidagskrá Ladda og NHNNQH XSjJVU9 - QilO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.