Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • • Jeltsín gekk út af leiðtogafundi Oryggis- og samvinmistofnimar Evrópu Málamiðlun náðist um þátt ÖSE í Tsjetsjníu Istanbúl, Moskva. AFP, AP, Reuters. Borís Jeltsín og Bill Clinton heilsa fréttamönnum fyrir fund sinn í gær. RÚSSAR og Vesturlönd komust í gærkvöldi að málamiðlun um af- skipti Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu af átökunum í Tsjet- sjníu, eftír að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði yfirgefíð fund ÖSE í Istanbúl í fússi. Fyrri dagur leiðtogafúndar ÖSE var stormasamur. Leiðtogar ríkja á Vesturlöndum gagnrýndu Rússa harðlega íýrir árásir á óbreytta borgara í Tsjetsjníu og lögðu hart að þeim að binda enda á átökin. Borís Jeltsín fyrtist við og yfirgaf fundinn tveimur klukkustundum fyrr en áætlað hafði verið. Sagði hann í ræðu sinni að Vesturlönd hefðu eng- an rétt á að gagnrýna sókn Rússa gegn „glæpamönnum og morðingj- um“ í Tsjetsjníu. Utanrfldsráðherramir náðu samkomulagi Skömmu eftir að Jeltsín gekk á dyr áttí Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands, fund með utanrík- isráðherrum Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu. Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandarílqanna, , sagði fréttamönnum að þar hefði Ivanov samþykkt máiamiðlun sem fæli meðal annars í sér að Knut Vol- lebæk, yfírmaður ÖSE, myndi heim- sækja Tsjetsjníu til að leita póli- tískrar lausnar á málinu. Rússar viðurkenndu auk þess að stofnunin gegndi lykilhlutverki við friðarum- leitanir. Sagði Albright að þetta yrði tiltekið í lokaályktun fundarins, sem samþykkt verður í dag. ígor ívanov neitaði því í gær að málamiðlunin fæli í sér að Rússar féllust á „pólitíska íhlutun" ÖSE í Tsjetsjníu. Sagði hann við frétta- menn að loknum fundi utanríkisráð- herranna að í samkomulaginu væri komið til móts við kröfúr stjómvalda í Moskvu, og að ekki væri hægt að túlka það þannig að ÖSE hefði af- skipti af innanríkismálum Rúss- lands. Borís Jeltsín og Bill Clinton Bandaríkjaforseti áttu klukku- stundar langan fund í gær, og flaug Jeltsín frá Istanbúl skömmu eftir að honum lauk. Sandy Berger, þjóðar- öryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði að forsetamir hefðu notað um helming fundartímans til að ræða um átökin í Tsjetsjníu. Undirritun nýs öryggissáttmála í Evrópu, þar sem hlutverk og mikil- vægi ÖSE í öryggismálum álfunnar verður staðfest, var frestað þangað til í dag vegna deilnanna um Tsjet- sjníu. Þegar Borís Jeltsín gekk af fundinum þótti flest benda til þess að ekkert yrði af undirrituninni, en Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að málamiðlun ut- anríkisráðherranna hefði tryggt að skrifað yrði undir sáttmálann. I gær var einnig staðfest að undir- ritun á endurskoðuðum sáttmála um hefðbundinn herafla í Evrópu færi fram snemma í dag, en óttast hafði verið að deilumar um átökin í Tsjet- sjníu yrðu þess valdandi að einhver aðildamíki neituðu að skrifa undir hann. í endurskoðaða sáttmálanum er kveðið á um að hámark hefðbund- ins herafla aðildarríkjanna verði skorið niður um 10%. Samningur um olíuleiðslu Fulltrúar Tyrkiands, Aserbaídsj- ans og Georgíu undirrituðu á fúndin- um í gær samning um lagningu olíu- leiðslu, sem mun liggja frá aserskum olíulindum við Kaspíahaf til hafnarborgarinnar Ceyhan í Tyrklandi. Samningurinn þykir sig- ur iýrir Bandaríkjastjóm, sem vildi koma í veg fýrir að leiðslan yrði lögð í gegnum Rússland og Iran. ■ EES/28 Umtalað morð- mál í Texas Þriðji maður- inn sak- felldur Jasper. AP. KVIÐDÓMUR í smábænum Jasper í Texas komst í gær að þeirri niðurstöðu að Shawn Berry, 24 ára hvítur Texas- búi, væri sekur um aðild að hrottalegu morði á blökku- manni árið 1998. Málið hefur vakið mikla athygli vestra vegna þess að morðið er rakið til kynþáttahaturs. Berry á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eða dauðarefsingu en þegar hafa tveir menn verið dæmdir til dauða vegna morðsins. Bundu fórnarlambið aftan í bifreið Mennimir þrír voru fundn- ir sekir um að hafa fyrst mis- þyrmt hrottalega hinum tæp- lega fimmtuga James Byrd með barsmíðum og síðar bundið hann aftan í bifreið sem ók fimm kflómetra leið með hann í eftirdragi. Berry hélt því fram við réttarhöldin að hann hefði ekki tekið þátt í barsmíðunum og neitaði því að hafa ekið bifreiðinni. ■ Ákærði/26 Reuters Flóð á Nýja-Sjálandi Wellington. Reuters. Mitchell segir frið í augsýn á N-Irlandi Belfast. Reuters. Borgar stj óraefni Verkamanna- flokksins í London Livingstone i kjon London. AFP. BRESKI Verkamannaflokkurinn tilkynnti í gær að Ken Livingstone yrði meðal þeirra sem verða í kjöri í atkvæðagreiðslu kjörmannaráðs, sem velur frambjóðanda flokksins fyrir borgarstjórakosningamar í London á næsta ári. Akvörðunin var tekin að lokinni fjögurra klukkustunda yfirheyrslu kjömefndar yfir Livingstone, sem boðað var til vegna efasemda um að hann samþykkti kosningastefnu- skrá flokksins, sem hefur ekki enn verið samin. Livingstone sagði eftir fundinn með kjömefndinni að hann hefði skuldbundið sig til að sam- þykkja kosningastefnuskrána og að barátta sín yrði byggð á henni, yrði hann valinn sem borgarstjóraefni. Livingstone tilheyrir vinstri armi Verkamannaflokksins, og er ekki í náðinni hjá Tony Blair, sem hefur lagt allt kapp á að koma í veg fyrir að hann verði frambjóðandi flokksins. „Rauði Ken“, eins og hann er kallaður, hefur meðal ann- ars lýst sig andvígan þeirri stefnu ríkisstjómarinnar að einkavæða neðanjarðarlestarkerfi höfuðborg- arinnar að hluta og leita eftir fjár- magni einkaðila í rekstur þess. FLÓÐIN sem gengið hafa yfir Suðureyju á Nýja-Sjálandi voru í rénun í gær, og gátu flestir þeirra 350 manna sem neyðst höfðu til að yfirgefa heimili sín snúið aftur. Miklar rigningar urðu þess valdandi að ár og fljót, á Suðureyju uxu allt að sexfalt, og urðu vinsælustu ferðamanna- svæði eyjarinnar verst úti. Á myndinni sést fólk ferðast með gúmmíbátum um götur borgarinnar Queenstown, en um þriðjungur miðbæjarins var enn á kafi í gærdag. Hótelhaldarar og verslunareigendur í borginni urðu fyrir miklu tjóni af völdum flóðanna. Sögðu þeir að útlit hefði verið fyrir bestu ferða- mannavertíðina í fimm ár, en að flestir gestir hefðu nú yfirgefið svæðið. GEORGE Mitchell, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sem miðlað hefur málum milli lýðveldissinna og sambandssinna, sagði í gær að frið- ur væri loks í augsýn á Norður- írlandi, eftir að of- beldi og vantraust hefðu ráðið ríkjum um aldir. Mitchell lét þessi ummæli falla er hann lýsti því yfir að 11 vikna samn- ingaþófi um afvopn- un Irska lýðveldis- hersins væri lokið, en IRA hét því á miðvikudag að ein- um úr forystusveit hreyfingarinnar yrði falið að semja um afhendingu vopna. Lagði Mitchell áherslu á nauðsyn þess að upphaf viðræðna um afvopnun skæruliða og mynd- un samsteypustjórnar mótmæl- enda og kaþólskra bæri upp á sama dag, og að það þyrfti að gerast sem fyrst. Mitchell sagði á fréttamanna- fundi er hann lagði fram loka- skýrslu sína um samningaumleit- anirnar, að hann teldi að friðarsamkomulaginu, sem kennt er við föstudaginn langa, yrði framfylgt að fullu. Lauk hann lofsorði á samningamenn beggja íýlkinga, og sagði hvoruga þeirra hafa beðið lægri hlut né far- ið með sigur af hólmi. „Hvorugur aðilinn mun fá allar kröfur sínar uppfylltar og báðir munu ganga í gegnum pólitíska erfiðleika," sagði Mitchell. Reg Empey, samn- ingamaður sambands- sinna, sagði að engin önnur leið hefði verið fær en að ganga til samninga, og að íbúar Norður-írlands væru sigurvegararnir. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórn- málaarms IRA, lét að því liggja að heppilegra væri að leita póli- tískra lausna en beita hryðjuverk- um í þágu málstaðarins. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, fagnaði yfirlýsingu IRA á ríkisstjórnarfundi í gær, og hrós- aði Mitchell fyrir „þolinmæði, hugrekki og hæiíleika". George Mitchell
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.