Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dreng- urinn á batavegi LITLI drengurinn sem fluttur var fyrir nokkru til læknismeð- ferðar í Skotlandi er nú á bata- vegi. Drengurinn er ekki leng- ur í gervilunga á sjúkrahúsi í Skotlandi, en hann þjáðist af sjaldgæfum lungnasjúkdómi. Drengurinn, sem er fjögurra ára, var alvarlega veikur og þarfnaðist sérhæfðrar læknis- meðferðar sem ekki er unnt að veita hér á landi. Ekki var mögulegt að taka við honum á þeim sjúkrahúsum á hinum Norðurlöndunum sem hafa að- stöðu til að veita meðferðina og var hann því fluttur á sjúkra- hús í Skotlandi. Sænskt heilbrigðisstarfsfólk var fengið til að annast flutning hans með aðstoð sænska hers- ins. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu komu Svíarnir með Herkúles-flutningaflugvél sænska hersins ásamt sér- hæfðum sjúkrabíl og tækja- búnaði. Drengurinn var síðan fluttur með bílnum um borð í vélina og flogið með hann til Skotlands. Líklegt er að fljótlega verði hugað að flutningi drengsins heim til Islands. Utanríkisráðherra um hugsanlega aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu Vaxandi líknr á því að Is- lendingar gangi aftur í ráðið HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á lUþingi í gær að það væru vaxandi líkur á því að íslendingar gengju aftur í Alþjóðahval- veiðiráðið. Sagði hann að bæði Japanir og Norðmenn hvettu Islendinga afar eindregið til þess enda væri andrúmsloft innan ráðsins nú breytt frá því sem var er Islendingar gengu út árið 1992. Halldór lét þessi ummæli falla í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær en Hjálmar Arnason, þingmaður Framsóknarflokks, hafði spurt ráðherrann að því hvort til greina kæmi að Is- land gengi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Lagði Halldór hins vegar áherslu á að það yrði að vera í því ákveðinn tilgangur að ganga á ný í Alþjóðahvalveiðiráðið, og tilgangurinn yrði að vera sá að nýta hvalastofnana við Island og vinna með öðrum þjóðum í heiminum að því að koma upp á nýjan leik sjálfbærri nýtingu á sjávarspendýrum, auk þess sem vinna þyrfti að því að auka skilning í heiminum á þessum sjónarmiðum. Halldór rakti í máli sínu tildrög þess að Is- lendingar gengu úr Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1992. Sagði hann að Islendingar hefðu vænst þess þá að fleiri ríki, einkum Noregur, myndu fylgja þeim úr ráðinu. Það hefði hins vegar ekki gengið eftir. Ennfremur hefði Norður-Atlants- hafssjávarspendýraráðið, NAMMCO, sem skip- að er íslendingum, Norðmönnum, Grænlend- ingum og Færeyingum, ekki reynst jafnöflugt og vonir stóðu til. Halldór sagði að þótt íslendingar hefðu á sín- um tíma gengið úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hefðu þeir fylgst vel með málum þar sem áheyrnarfulltrúar. „Vissar vonir eru bundnar við að með fjölgun ríkja í Alþjóðahvalveiðiráð- inu, sem vilja nýta sjávarspendýr með sjálfbær- um hætti, megi vænta einhverra breytinga á starfsemi ráðsins,“ sagði Halldór. Hann benti á að eins og reglum væri nú hátt- að væri aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu for- senda þess að íslendingar gætu selt öðrum þjóðum, til dæmis Japönum, hvalaafurðir. Enn- fremur hygðust íslensk stjórnvöld gerast aðilar að CITES-samningnum, samningi um alþjóða- verslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, til að geta haft áhrif á það að ýmsar hvalategundir væru tekn- ar af lista yfir dýr í útrýmingarhættu. „Það eru því vaxandi líkur fyrir því að minu mati að við göngum í Alþjóðahvalveiðiráðið,“ sagði Halldór í lokaorðum sínum. Yflrlýsingunni vel tekið Yfirlýsingu utanríkisráðherra var vel tekið og m.a. fógnuðu Svanfríður Jónasdóttir og Jó- hann Ársælsson, þingmenn Samfylkingar, um- mælunum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði hins vegar áherslu á að menn gengju varla á ný í Alþjóðahvalveiðiráðið nema á þeirri forsendu að hefja ætti hvalveiðar að nýju, líkt og Alþingi hefði ályktað um á síð- asta þingi. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður utanríkismálanefndar, sagðist telja að það hefði orkað tvímælis á sín- um tíma að ganga úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Til þess hefðu reyndar legið ýmis rök en þau hefðu virst haldbetri þá en þau hefðu síðar reynst. Auk þess væru uppi efasemdir um að NAMMCO gæti nokkurn tíma reynst vettvang- ur fyrir alþjóðlega samvinnu um nýtingu sjáv- arspendýra. Sagði Tómas Ingi að hann teldi því skynsamjegt að íhuga að ganga aftur í Alþjóða- hvalveiðiráðið. Björn Bjarnason menntamálaráðherra rifjaði upp að hann hefði, einn þingmanna, á sínum tíma verið andvígur því að Islendingar gengju úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hann teldi hins veg- ar að til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi í hvalamálum væri brýnt að íslendingar væru í ráðinu. Því ætti að stefna markvisst að aðild. Bætur fyrir að selja kvóta frá skipi Morgunblaðið/Atli Vigfússon Býr sig undir Evr- ópumót í uppstoppun HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo fyrrverandi stjórnarmenn í útgerð- arfyrirtæki til að greiða Glitni hf. tæpar 3,7 milljónir, auk dráttar- vaxta frá apríl 1996. Rétturinn sagði stjórnarmennina bera ábyrgð á því tjóni sem Glitnir varð fyrir, með því að selja aflaheimild báts áður en báturinn var seldur nauð- ungarsölu til lúkningar skuld við Glitni. Féfang, sem síðar var sameinað Glitni, lánaði manni 7 milljónir króna árið 1990 fyrir bátakaupum og var skuldabréfinu þinglýst á 1. veðrétt bátsins. Maðurinn afsalaði árið 1991 bátnum, án veiðiheimilda, til hlutafélags í Garði, sem yfirtók áhvflandi veðskuldir. Við nauðungarsölu á bátnum í janúar 1995, vegna vanskila á veð- skuldabréfinu, kom í ljós að afla- hlutdeild, sem færð hafði verið á bátinn eftir söluna til hlutafélags- ins, hafði verið skilin frá honum án samþykkis Féfangs. Hafði aflahlut- deildin verið færð eftir beiðni hlutafélagsins til Fiskistofu, en í beiðninni sagði, að með henni fylgdi nýtt veðbókarvottorð og skriflegt samþykki þeirra aðila, sem veð áttu í skipinu 1. janúar 1991. Við útgáfu sýslumanns á veð- Framsal óheimilt án samþykkis bókarvottorði bátsins hafði hins vegar láðst að geta um veðrétt lánafyrirtækisins. Á nauðungar- uppboðinu keypti einn stjórnar- manna hlutafélagsins bátinn á 5,2 milljónir og lánastofnunin fékk um 3,6 milljónir í sinn hlut. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri hlutafélagsins var dæmdur í héraði fyrir skilasvik með því að hafa selt bátinn án sam- þykkis lánastofnunarinnar. Veð- rétturinn hefði náð til aflahlut- deildar bátsins og ráðstöfun fram- kvæmdastjórans hefði ekki getað samrýmst þessum réttindum. Brugðust skyldum sinum í dómi sínum í máli stjórnar- mannanna tveggja vísaði Hæsti- réttur til þess, að samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, en þau lög höfðu tekið gildi þegar hlutafé- lagið keypti bátinn, hefði verið óheimilt að framselja aflahlutdeild skips nema fyrir lægi samþykki þeirra aðila, sem samningsveð ættu í skipinu. Hæstiréttur taldi, að ákvörðun hlutafélagsins um að framselja aflahlutdeildina hefði verið mikils háttar ákvörðun í skilningi 2. mgr. 52. gr. þágildandi laga um hlutafélög nr. 32/1978. Hún hefði því verið á verksviði stjórnar félagsins en ekki fram- kvæmdastjóra eins. Stjórnarmennirnir hefðu vitað um veðrétt Fjárfangs, nú Glitnis, og því mátt vita, að veðbókarvott- orðið sem fylgdi beiðninni til Fiski- stofu um framsal aflahlutdeildar væri rangt. Þeim hefði jafnframt borið að ganga úr skugga um, að samþykki veðhafa væri fengið fyrir framsalinu. Hæstiréttur sagði stjórnar- mennina hafa brugðist skyldum sínum samkvæmt þágildandi hluta- félagalögum og bæru þeir skaða- bótaábyrgð á því tjóni, sem rakið yrði til þessarar vanrækslu. Þeim var gert að greiða Glitni bætur, sem námu þeim eftirstöðvum veð- skuldabréfsins, sem ekki höfðu greiðst við nauðungarsölu bátsins, samtals tæpar 3,7 milljónir auk dráttarvaxta, auk 400 þúsund króna í málskostnað. Laxamýri - Evrópumót í upp- stoppun verður haldið í París í júnímánuði á næsta ári og er þeg- ar haflnn undirbúningur þeirra sem þangað fara. Haraldur Ólafsson, uppstoppari á Akureyri, er einn þeirra sem ætla að taka þátt í keppninni. Að sögn Haraidar kemur margt fólk til mótsins. Hann kom af þessu til- efni við í Norðurlaxi hf. til þess að fá Iax til uppstoppunar. Á hverju hausti er fargað laxi sem notaður er í ræktunarstarfið og fékk Haraldur að velja úr það sem honum leist best á. Hann valdi 20 punda hæng á Evrópu- mótið og ætlar að stoppa hann upp í náttúrulegu umhverfí þar sem laxinn verður að stökkva upp háan foss. A myndinni hampar Haraldur laxinum og er bjartsýnn á gott gengi í keppninni. mWmm W am A FOSTUDOGUM , Slóvenar „skutu“ íslendinga niður/C1 Tómas Holton tekur við Skallagrími/C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.