Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 4
4 FOSTUDAGUR 19. NÓVRMBÍ'ÍÉ'1999
VrOR(;UNBLAÐll)
FRÉTTIR
Viðræður um stofnun félags um Tækniháskóla
Deilt um aðild háskóla
VIÐRÆÐUR aðila um stofnun félags um
rekstur Taekniskólans og síðan stofnun
Tækniháskóla Islands liggja niðri eftir að
Alþýðusamband Islands lýsti því yfir að
hætta væri á hagsmunaárekstri ef Háskóli
íslands og Háskólinn á Akureyri tækju
þátt í verkefninu, að sögn Sveins Hannes-
sonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnað-
arins. Samtökin hafa í umboði menntamála-
ráðherra forystu um stofnun félagsins.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, segist
vilja sem mest og best samstarf við háskól-
ann en að ekki séu rök fyrir beinni stjórn-
unarlegri aðild skólanna. „Við erum að
vinna að þessu og ég veit ekki annað en að
við séum samstiga að öllu leyti nema hvað
þetta varðar," sagði hann.
„Við höfum viljað bæta verk- og tækni-
menntun í landinu og eitt af því sem komið
hefur til tals er að við ásamt öðrum tækjum
að okkur rekstur Tækniskólans með það
fyrir augum að breyta honum í Tæknihá-
skóla,“ sagði Sveinn. „Við höfum reynt að
koma saman hópi sem stofna mun félag um
reksturinn og höfum rætt við Háskóla Is-
lands og Háskólann á Akureyri, ASÍ, Félag
verk- og tæknifræðinga og rannsóknastofn-
anir iðnaðarins, fiskiðnaðarins og landbún-
aðarins auk Orkustofnunar."
Ekki samstaða
Sveinn sagði verkefnið tvíþætt, annars
vegar að efla almennt verk- og tækni-
menntun í landinu og hins vegar að reka
Tækniskólann. „Það er skemmst frá því að
segja að ekki hefur tekist að ná samstöðu
innan þessa hóps,“ sagði hann. „Það sem
strandað hefur á er hugmynd okkar um að
fá háskólana til liðs við okkur en ASÍ telur
að hætt sé við hagsmunaárekstri ef þeir
eru með. Við hjá samtökunum teljum hins
vegar nauðsynlegt að hafa þessa skóla með
okkur til að geta ráðið við framkvæmdina.
Við erum ekki sérfræðingar í að reka skóla.
Það má því segja að málið sé í biðstöðu eins
og er en við höfum verið að skoða leiðir út
úr þessum vanda.“
Hætt við hagsmunaárekstri
„Það liggur ekki fyrir endanleg niður-
staða,“ sagði Grétar. „Það er rétt að við
höfum séð aðkomuna þannig, ef þetta á að
ganga upp, að aðilar í atvinnulífinu, Samtök
iðnaðarins, ASI, rannsóknarstofnanir,
Tæknifræðingafélagið annaðhvort í gegn-
um ASI og Samtök iðnaðarins eða með
beinni hætti sameiginlegra menntastofnana
sem eru á okkar vegum til dæmis í málm-
iðnaði, byggingariðnaði, rafiðnaði, svo eitt-
hvað sé nefnt. Það hefur hins vegar komið
upp á haustvikunum með afdráttarlausari
hætti að Samtök iðnaðarins hafa lagt
áherslu á stjómunarlega aðild háskólanna.
Við viljum auðvitað hafa sem mest og best
samstarf við þá en við sjáum ekki rökin fyr-
ir að þeir komi að beinni stjómunarlegri
aðild.“
„Það sem við erum að velta fyrir okkur
er hvort einhver fordæmi séu um að há-
skólamir eigi stjómarmenn í stjómum
annarra hliðstæðra menntastofnana,“
sagði hann og tók sem dæmi Viðskiptahá-
skólann og háskóla samvinnumanna og
hvort slík stjómarseta ætti þá ekki að vera
gagnkvæm. „Þama gæti verið um sam-
keppni milli aðila að ræða og hugsanlega
um námsleiðir að einhverju leyti og þá er-
um við famir að tala um nemendur og í
framhaldi fjármagn," sagði Grétar. „Þetta
er það sem við stöldrum við þegar talað er
um stjórnunarlega aðild en auðvitað blasir
það við að öll rök em til þess að eiga mjög
traust samstarf og í einhverjum tilvikum
formlegt við háskólana. Þama eram við
staddir og eram ekki búnir að vinna úr
þessu en ég ætla rétt að vona að okkur tak-
ist það.“
Unnið við breytingar innandyra í gamla Safnahúsinu við Hverfísgötu
ENDURBÆTUR innandyra standa nú
sem hæst 1 gamla Safnahúsinu við
Hverfisgötu sem mun heita Þjóðmenn-
ingarhúsið þegar það verður opnað 20.
apríl næstkomandi. Guðmundur Magn-
ússon, forstöðumaður Þjóðmenningar-
hússins, segir að nöfnin sem húsið sé
þekktast undir, Landsbókasafnið og
Safnahúsið, hafi ekki þótt endurspegla
nógu vel þá nýju starfsemi sem fara
muni fram í húsinu, en húsið verður op-
inbert sýninga- og fundahús og vett-
vangur kynninga á íslenskri sögu og
menningararfi.
„Ákveðið var að finna nýtt nafn og
var meðal annars leitað ráða hjá Is-
lenskri málstöð. Nafnið þótti hæfa starf-
seminni og einnig þótti við hæfi að Þjóð-
menningarhúsið stæði við hliðina á
Þjóðleikhúsinu."
Starfsemi á öllum hæðum
Fyrsti áfangi framkvæmdanna, end-
urbætur utandyra, hófst 1996, annar
áfangi, endurbætur á lóð, 1998 og þriðji
og síðasti áfangi, endurbætur innan-
dyra, hófst í vor. „Við leggjum mikla
áherslu á að húsið haldi sinum uppruna-
lega sjarma," segir Guðmundur. „Allt
sem er gert er háð samþykki húsafrið-
unarnefndar ríkisins og voru allar áætl-
anir bornar undir hana auk þess sem
hún hefur eftirlit með framkvæmdun-
um.“ Innanhússframkvæmdum lýkur í
mars á næsta ári og þá verða gömlu inn-
réttingar hússins og húsmunir, sem nú
er verið að lagfæra, flutt þangað aftur,
ásamt öðrum munum sem eiga að vera
þar til frambúðar.
Endur-
bætur á
svipmiklu
húsi
Nú verður starfsemi á öllum hæðum
hússins, sýningarsalir, fundarsalir og
veitingastofa. Tvær stórar menningar-
sögulegar sýningar verða opnaðar á
næsta ári, sýning um landafundi íslend-
inga verður opnuð um leið og húsið í
risi þess, og 17. júní verður opnuð sýn-
ing um kristni í íslensku þjóðlífi í þús-
und ár.
Kostnaður um 315 milljónir
í fundarstofum verða til sýnis gamlir
munir og mun hver salur hafa sinn svip.
Einn verður kenndur við Hannes Haf-
stein, annar við Jón Sigurðsson og aðrir
við leiklistar- og tónlistarsögu Islands.
Rekstur fundarstofa og veitingaþjón-
ustu verður boðinn út og segir Guð-
mundur að eftir forkönnun um útboðið
sem gerð var fyrir skömmu hafi borist
um sextíu fyrirspurnir. „Þeir sem reka
fundarstofurnar munu ákveða útleigu-
verð á þeim í samráði við okkur, jafn-
framt verða settar reglur um hvernig
þær verði notaðar. Við höfum til dæmis
ekki hugsað okkur að þar fari fram
veislur, ættarmót eða eitthvað slíkt.“
Rekstur á verslun í húsinu verður einnig
boðinn út og er hugmyndin að selja þar
muni og bækur sem tengjast starfsemi
hússins.
„Það sem staðið var frammi fyrir í
upphafi verksins var að hér væri eitt af
svipmeiri húsum Reykjavíkur, um
hundrað ára gamalt, friðað að utan sem
innan og ljóst að það bæri að varðveita
í upprunalegri mynd. Samdóma álit
þeirra sem þekkja til friðunarmála
húsa er að mikilvægt sé að einhver
starfsemi sé í húsunum. Því var farin
sú leið að finna starfsemi sem myndi
henta húsinu og geta lagað sig að
byggingunni.“ Guðmundur tekur fram
að ekki sé verið að búa til nýtt safn
heldur sé verið að opna húsið og gera
það aðgengilegt fyrir þá sem vilja
halda þar fundi, fyrirlestra, móttökur
eða sýningar.
Framkvæmdarinnar eru Qármagnað-
ar úr endurbótasjóði menningarbygg-
inga, og segir Guðmundur fjárhagsáætl-
anir hafa staðist. Gert er ráð fyrir að
heildarkostnaður verði um 315 milljónir
en ekki er enn Ijóst hver rekstrarkostn-
aður hússins verður. „Sértekjur hússins
verða einhveijar, bæði leigutekjur af
fundarsölum og aðgangseyrir að sýning-
unum en við ætlum okkur þó að hafa
hann eins lágan og mögulegt er og von-
andi Iægri en gengur og gerist," segir
Guðmundur.
ÞJOÐMENNINGARHUSIÐ
við Hverfisgötu
V sýningarsolur
skrifstolur
hússins
fundarstofur
sýningarsalir
bókasalur-
sýningarsalur
fundarstofur
sýningarsalir
sýningarsalur
-aðal-
inngangur
eldhús
veitingastofa
verslun
Kjallarí
innn
starfsemi
snyrtiherbergi
fatahengi
tæknirými og
innri starfsemi
Morgunblaðið/Sverrir
Tugir iðnaðarmanna vinna nú hörðum höndum að endurbótum innandyra í húsinu.