Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 10

Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 10
 10 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson við lok fyrri umræðu um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Gagnlegar umræð- ur en áform stjórn- valda eru óbreytt Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra horfir út um glugga meðan Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hlýða á umræður um Fljóts- dalsvirkjun fyrr í vikunni. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði í lokaorðum sínum við fyrri umræðu um þingsályktunartil- lögu ríkisstjórnarinnar um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun að þrátt fyrir afar gagnlegar umræð- ur um málið hefði ekkert nýtt komið fram sem kippti fótunum undan þeim heimildum sem stjórnvöld teldu sig hafa til framkvæmdanna. Sagði hann þó að virkjunarfram- kvæmdir væru bundnar því að samn- ingar tækjust um byggingu álvers á Reyðarfirði. Fyrri umræðu um þetta deilumál lauk á sjöunda tímanum í gær eftir að hafa staðið yfir í þrjá daga. Tóku 44 af 63 fulltrúum á Al- þingi þátt í umræðunum en málið fer nú til umfjöllunar í iðnaðarnefnd og síðan til seinni umræðu í þinginu. Umræður hófust um klukkan eitt í gærdag og var Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, þá fyrstur á mælendaskrá. Sagðist hann hafa verið formaður umhverfis- nefndar þegar lög um mat á um- hverfisáhrifum voru sett 1993 og fullyrti að allir nefndarmanna hefðu gengið með galopin augu að því hvað fælist í bráðabirgðaákvæði laganna, nefnilega að Fljótsdalsvirkjun yrði undanskilin mati á umhverfisáhrif- um. Par hefðu menn ekki bara verið að ræða um einhverja vegarspotta eins og haldið hefði verið fram. „Það er því með öllu óviðunandi að því sé haldið fram hér og nú að ekki séu lagalegar forsendur fyrir því að í þessa virkjun sé ráðist. Ef menn voru á annað borð ósammála því að lögin um mat á umhverfisáhrifum væru í því formi sem þau voru sam- þykkt 1993 þá hefðu þær raddir átt að heyrast þá þegar, þá þegar. Enda hefði þá gefist tími til þess að skoða þessi mál nánar.“ Tómas Ingi sagðist aldrei mundu neita því að verið væri að fóma mikl- um náttúruverðmætum með því að búa til uppistöðulón við Eyjabakka. Menn gætu hins vegar ekki rekið hið íslenska eyðslusamfélag án þess að ganga á verðmæti náttúrunnar og nýta auðlindir landsins. Öðruvísi væri ekki hægt að standa undir þeim væntingum sem Islendingar hefðu sjálfir skapað. Jóhann Arsælsson, þingmaður Samfylkingar, gerði bráðabirgðaá- kvæðið að umtalsefni í andsvörum og spurði hvort sú undanþága sem í því fælist ætti að gilda endalaust. Viður- kenndi Tómas Ingi að það væri meinbugur á bráðabirgðaákvæðinu að í því væri ekki sólarlagsákvæði og sagði að við endurskoðun laganna um mat á umhverfisáhrifum mætti gera ráð fyrir að slíkt sólarlágs- ákvæði kæmi inn. Guðmundur Árni samþykkur Fljótsdalsvirkjun Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sagði Austfirðinga hafa lengi þurft að hlusta á loforð um álver á Reyðar- firði og enn hefðu Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur, sem oftast hefðu farið með stjórnartaumana undanfarin tuttugu ár, ekki staðið við gefin loforð. Kvaðst Guðmundur Árni vona að Austfirðingar yrðu ekki sviknir í tryggðum einu sinni enn. Guðmundur Ámi fordæmdi ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki farið með virkjunarframkvæmdir í lögformlegt umhverfismat fyrir löngu síðan. Það væri málinu jafnframt happadrýgra í dag að gera slíkt mat nú, jafnvel þótt hann efaðist ekki um löglegan rétt ríkisstjórnarinnar til að fara sínu fram. Þrátt fyrir harða gagnrýni í garð stjórnarflokkanna tók Guðmundur Árni þó fram í lokaorðum sínum að hann hefði verið sammála virkjun Jökulsár í Fljótsdal og að hann væri það enn. „Ég hef ekki skipt um skoð- un í þeim efnum. Ég hef hins vegar kallað eftir því, og hef ævinlega gert það, vegna þess að ég er umhverfis- sinni, ég er lýðræðissinni og fram- kvæmdasinni, og ég vil kalla eftir því að menn gangi til verka þannig sem leikreglur segja til um.“ Jóhann Arsælsson, þingmaður Samfylkingar, kom í pontu á eftir Guðmundi Árna og spurði til hvers lögin um mat á umhverfisáhrifum væru eiginlega ef það ætti síðan að m mm ii ÉM ALÞINGI falla í skaut Aiþingis að gera um- hverfismat á virkjunum. Velti hann því fyrir sér hvort þá væri ekki bara nær að afnema lögin og láta Aiþingi alfarið um þau mál. Ekki til sú ákvörðun sem áhrif hefur alls staðar Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra kvaddi sér hljóðs í annað skipti og sagði umræður um þingsályktun- artillögu stjórnarinnar hafa verið málefnalegar að mörgu leyti. Skoð- anir væru skiptar og ekki alltaf eftir flokkslínum. Lagði Finnur áherslu á að tryggja þyrfti stoðir efnahags- legrar velmegunar á íslandi svo menn yrðu betur í stakk búnir til að takast á við niðursveiflu þegar hún á endanum kæmi. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, tók næst til máls og sagði m.a. að það væri rétt, sem fram hefði komið, að álver á Reyðarfirði myndi ekki hafa bein áhrif á byggðalög á Vestfjörðum. Hitt væri annað mál að varla væri til sú ákvörðun, sem stjórnmálamenn gætu tekið, sem áhrif hefði alls staðar. Kristinn sagði lagalegan grundvöll þess að ganga til framkvæmda alveg skýran en við þau orð gerði Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, athugasemd í andsvörum og sagði um lögfræðilegt álitaefni að ræða. Því gæti hvorki hún né Krist- inn H. Gunnarsson fullyrt svona nokkuð enda væri hvorugt þeirra löglært. Tveir þingmenn Samfylkingar fylgdu í kjölfarið og sagði Rannveig Guðmundsdóttir m.a. að umi’æðan snérist í raun ekki um það hvort virkja ætti eða ekki á Austurlandi heldur hvort fara ætti að landslög- um. Flokksbróðir Rannveigar, Einar Már Sigurðarson, ítrekaði hins veg- ar stuðning sinn við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir og sagði án efa um að ræða þá bestu byggðaað- gerð sem stjórnvöld gætu mögulega beitt sér fyrir nú um stundir. „Hagsmunir fólksins að leiðarljósi" I lokaorðum sínum við umræðuna í gær sagði Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra að hann teldi niðurstöðu umræðunnar vera þá að „öll lagaleg skilyrði málsins væru klár,“ eins og hann orðaði það. „Og þessi lagalegu skilyrði eru ekki dregin í efa hér nema af sárafáum þingmönnum," bætti hann við. Ráðherra hélt áfram að draga saman niðurstöður umræð- unnar, eins og þær kæmu honum fyr- ir sjónir, og sagði að í öðru lagi væri ekld efast um þjóðhagslegan ávinn- ing byggingu vatnsorkuvers á Aust- urlandi og álvers í Reyðarfirði. „I þriðja lagi,“ sagði hann, „eru menn einnig sammála um það, hvem- ig svo sem menn líta á málið, að hér er um gríðarlega stórt byggðamál að ræða. Og í fjórða lagi eykur þetta mál, eða þessi starfsemi álversins, fjölbreytni í atvinnulífinu frá því sem nú er. Því hefur ekkert komið fram að mínu mati við þessa umræðu sem breytir afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar þingsályktunartillögu sem hér liggur fyrir. Þ.e.a.s. hinn mikli þjóðhagslegi ávinningur, sem fæst með byggingu og rekstri álversins, yfirvinnur þann skaða sem verður á náttúrunni við framkvæmdimar." Að síðustu sá þó ráðherra ástæðu til þess að ítreka að það hefði enn ekki verið samið um byggingu álvers- ins og því myndu framkvæmdirnar við Fljótsdalsvirkjun að sjálfsögðu ráðast af því hvort samningar tækjust um byggingu álversins eða ekki. Eftir að gerðar höfðu verið at- hugasemdir við lokaræðu ráðherra steig hann aftur í pontu og kvaðst aldrei hafa dregið það í efa að náttúr- an hlyti einhvem skaða af fram- kvæmdunum við Fljótsdalsvirkjun. En minni hagsmunir yrðu þó að víkja fyrir meiri hagsmunum. „Við verðum að hafa hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki hreindýra- og gæsastofna sem þarna em til staðar. [...] Framkvæmdirnar leggja grunn að varanlegum lífskjarabótum á ís- landi. Ekki bara á Austurlandi held- ur á landinu öllu.“ Landsvirkjun gerði mönnum kleift að skoða Eyjabakka I umræðum seint á miðvikudags- kvöld hafði Jón Bjarnason, þingmað- ur Vinstri grænna, sagt að í þessu máli væri gjörsamlega farið á sveig við leikreglur og lög sem Alþingi sjálft hefði sett. Taldi hann litlar efndii’ hafa orðið á loforðum ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum, byggðastefna fælist ekki í einni virkjun heldur í því að jafna aðstöðu og kjör landsbyggðarfólks. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á öndverð- um meiði og sagði Fljótsdalsvirkjun og álver á Reyðarfii’ði leggja grann að efnahagslegri farsæld á íslandi, að ekki væri talað um Austurland. Benti hann mönnum á að vart hefði verið hægt að heimsækja Eyjabakka nema af því að Landsvirkjun hefði byggt þar vegi og brýr. Jónas Hallgrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng og sagði hér á ferðinni eitt langþýðingarmesta framlag á síðari árum til að sporna við fólksflótta af Austurlandi. Jafnframt hefði það í för með sér veralegan þjóðhagslegan arð handa landsmönnum öllum. Sagði Jónas að Austfirðingar mættu muna sinn fífil fegurri, þeir hefðu mátt hlusta á stöðug loforð um virkj- un en lítt hefði orðið úr efndum fram að þessu. Það var hins vegar skoðun Jó- hanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingai’, að málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar væri pólitískur loddaraskapur, hún væri einungis að koma sér undan því að senda Fljóts- dalsvirkjun í það eðlilega ferli sem lög kvæðu á um. Þenslubúskapur markmið manna? Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér hljóðs í annað skipti í umræðunni á miðviku- dagskvöld og lagði áherslu á hversu mikla fjölgun íbúa á Austurlandi Fljótsdalsvirkjun og álver á Reyðar- firði gæti haft í för með sér, sem og bætt lífskjör. Mannlíf yrði fjölbreytt- ara, menningarlíf fengi vítamíns- sprautu, ferðaþjónusta myndi eflast auk þess sem vert væri að íhuga vel þann öryggisþátt sem fælist í því að virkja utan helstu jarðskjálfta- og eldgosasvæðanna á Islandi. Pétur H. Blöndal, þingmaðiu’ Sjálfstæðisflokks, ræddi hins vegar um það sem aldrei hefði verið byggt ef menn hefðu ávallt notað jafn þröng sjónarmið og umhverfisvernd- arsinnar notuðu í þessu máli. Benti hann á að huga þyrfti að fleiri við- fangsefnum en því að vernda náttúr- una, t.d. þyrfti að útrýma fátækt, bæta velmegun í landinu sem og vel- ferð. Sagði Pétur að það væri skylda Islendinga að nýta auðlindir sínar í þessu augnamiði. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri grænna, tók annan pól í hæð- ina og sagði að í máli stjórnarliða vantaði vilja til að láta náttúrana njóta vafans. Með vísan í nýlega skoðanakönnun, þar sem fram kom að 80% Islendinga vissu ekki hvað fælist í hinu lögformlega umhverfis- mati, benti hún á að menn þyrftu ekki nauðsynlega að þekkja til hlítar hið lögformlega ferli til að vera fylgj- andi þeim leikreglum sem Alþingi sjálft hefði sett. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstri grænna, kom í pontu á eftir flokkssystur sinni og sagði að Vinstri grænir vildu gjarnan virkja fallvötn landsins en að þeir væra andvígir stóriðjustefnu og að þeir vildu leggja alveg nýjar línur í því hvernig orkan væri nýtt. Gagnrýndi hann orð Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra frá því á þriðjudag, en þá sagði Davíð að Fljótsdalsvirkjun myndi koma til með að tryggja áframhaldandi þenslu í hagkerfinu einmitt þegar vænta mætti minni hagvaxtar. Spurði Árni Steinar hvort það væri semsé markmiðið að standa fyrir þenslubúskap. Tæki aðeins 20 vikur að fá niðurstöðu Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Samfylkingar, lagði mikla áherslu á að fylgja ætti settum reglum og setja Éljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat. Ef niðurstaða þess væri að fyrirhuguð framkvæmd bryti gegn umhverfissjónarmiðum þá ætti ekki að vinna þá framkvæmd. „Ef hins vegar niðurstaða hinna hlutlausu sérfræðinga er að framkvæmdin brjóti ekki gegn umhverfissjónarmið- um þá mun ég styðja slíka fram- kvæmd,“ sagði hann. Sighvatur sagði að ef frammats- skýrsla Landsvirkjunar væri jafn góð og stjómarliðar hefðu haldið fram þá ætti að setja hana í hið lögformlega ferli núna. Það ferli þyrfti einungis að taka tuttugu vikur og endanleg niður- staða myndi liggja fyrir í lok apríl á næsta ári, tveimur til þremur mánuð- um áður en í framkvæmdir skyldi ráðast skv. samkomulagi við Lands- virkjun. „Taki ferlið hins vegar lengri tíma er það einfaldlega vegna þess að um- hverfismat Landsvirkjunar reyndist ekki vera það fullgilda frammat á um- hverfisáhrifum sem stjórnarsinnar fullyrða að það sé, þá eru þeir komnii’ í mótsögn við sjálfa sig því þá era for- sendur þeirra fyrir málatilbúnaðinum hér á Alþingi fallnar líka.“ Síðastur á mælendaskrá áður en fundi var frestað seint á miðvikudags- kvöld var Hjálmar Amason, þing- maður Framsóknarflokksins, og kom fram í máli hans að menn þyrftu nú að velja á milli óhemju fallegs lands- lags eða áframhaldandi sókn í stór- iðju- og atvinnumálum. Valið væri augljóst vildu menn ekki stofna í hættu þeim mikla árangri sem orðið hefði hér á landi síðastliðin ár í efna- hagsmálum. Þingflokkur Samfylkingarinnar Refsing verði hert við dreifíngu á barnaklámi ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi írumvarp til laga sem miðar að því að herða refs- ingu við því að búa til, flytja inn eða dreifa bamaklámi. Lagt er til að ný málsgrein bætist við 210. gr. hegningarlaga sem er svohljóðandi: „Hver sem býr til eða flytur inn í útbreiðsluskyni, selur, út- býtir eða dreifir á annan hátt klámrit- um, klámmyndum eða öðram slíkum hlutum sem sýna böm á kynferðisleg- an eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ I greinargerð frumvarpsins er m.a. skýrt frá því að samkvæmt núgildandi hegningarlögum sé ekki lögð sérstök refsing við því að búa til, flytja inn, selja, útbýta eða dreifa klámiitum, klámmyndum eða öðram slíkum hlut- um sem sýna böm á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. „Refsingin er sú sama hvort sem börn era notuð til framleiðslu efnisins eða fullorðnir.“ Flutningsmenn telja hins vegar eðlilegt að það varði meiri refsingu að búa til eða dreifa bamaklámi en þegar um fullorðna þátttakendm- er að ræða. „Framvarpið miðar því að því að vemda börn frekar en nú er fyrir því kynferðislega ofbeldi sem fram- leiðsla á barnaklámi er og fyrir dreif- ingu á slíku efhi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.