Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 13

Morgunblaðið - 19.11.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Rósa Kristín Benediktsdóttir tekur við viðurkenningu sem „Félagi ársins 1999“ í alþjóðahreyfingu JC. Islendingur hlýtur alþjóðlega viður- kenningu JC-hreyfíngarinnar / Ber hróður Is- lendinga langt Yfirmaður flugsamgöngumála hjá ESB segir að samræma verði flugumferðarstjórn í Evrópu Seinkanir í þriðjungi allra flugferða Morgunblaðið/Arni Sæberg Michael Ayral er framkvæmdastjóri stjórnardeildar flugsamgöngu- mála hjá framkvæmdasfjórn Evrópusambandsins. Hann var meðal ræðumanna á flugþingi í gær. RÓSU Kristínu Benediktsdóttur, félaga í JC Nesi á íslandi, hefur verið afhent viðurkenning sem „Félagi ársins 1999“ í hinni al- þjóðlegu Junior Chamber hreyf- ingu. Afhendingin fór fram við sérstaka móttöku fyrir Rósu sem stjórn JC Islandi hélt henni en Rósa var útnefnd á heimsþingi JC hreyfíngarinnar sem fór fram í Cannes, í Frakklandi, dagana 5.-13. nóvember sl. Aðeins einn „félagi ársins“ er útnefndur á hveiju ári og er þetta í fyrsta sinn sem Islcndingur verður fyr- ir valinu. „Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Rósa. Hún hefur starfað í JC hreyfingunni á Is- landi siðan 1992 en viðurkenn- inguna fær hún fyrir störf sín síðustu 12 mánuði. „Undanfarið ár hef ég verið umsjónarmaður með þjálfun og öllum námskeið- um sem við stöndum fyrir. Ég hef bæði samið námskeið og haft umsjón með þeim. Starf mitt felst meira eða minna í kynningarmál- um og námskeiðahaldi." Meginhlutverk JC felst í þjálf- un í stjórnun. En JC stendur fyr- ir námskeiðahaldi fyrir félaga sína og fyrir starfsmenn fyrir- tækja. „Við æfum okkur og aðra t.d. í ræðumennsku og skipuleg- um stjórnarhöldum og vinnu- brögðum. Við skipum okkur í nefndir og vinnum alls konar verkefni, sinnum alls konar emb- ættum og reynum að vinna allt á sem skipulegastan máta.“ Rósa segir að mikil eftirspurn sé eftir stjórnunarnámskeiðum. „Það er^eins og þetta sé hvergi kennt. Ég vil hvetja fólk til að at- huga starfsemi hreyfingarinnar, hafi það áhuga á því að þjálfa sig í stjórnun." Félagar í JC íslandi taka einnig þátt í alþjóðlegu starfi hreyfingarinnar, sem í eru um 300 þúsund meðlimir, og Rósa hefur sótt bæði Evrópuþing og heimsþing, nú síðast í Cannes þar sem hún var útnefnd. Ekki munu fylgja útnefningunni nein sérstök verðlaun. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning og ber hróður okkar Islendinganna langt,“ segir Rósa. SEINKANIR verða á þriðjungi allra flugferða í Evrópu og eru þær að meðaltali um 20 mínútur, segir Mich- ael Ayral, framkvæmdastjóri flug- samgöngumála hjá framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Segir hann útilok- að að farþegar og flugfélög geti sætt sig við slíkt til langframa og því brýnt að endurskipuleggja allt flug- stjómarkerfí í Evrópu. Michael Ayral ræddi þetta efni í erindi sínu á flugþingi í gær og staldraði einkum við stefnumótun Evrópusambandsins. Hann segir flugumferð aukast um 6-7% árlega um þessar mundir og að gert sé ráð fyrir að hún muni tvöfaldast næsta áratuginn. Hann segir umferðar- þungann í lofti nú slíkan að lítið megi auka við umferðina og því séu þessar seinkanir staðreynd og ýmis vandræði við flugvelli þar sem um- ferðin er mest. Tiltekur hann sér- staklega Heathrow í Englandi, Schiphol í Hollandi og Frankfurt í Þýskalandi. „Vandinn sem við eig- um við að glíma er hins vegar sá að Evrópa er ekki eitt flugstjómar- svæði heldui- hefur hvert land lög- sögu yfír sínu svæði og setur eigin reglur en ef auka á afkastagetu í lofti verður að samræma yfirstjóm flugumferðar," segir Ayral og bætir við að samræma verði einnig hvers konar reglur um öryggismál, eftirlit og vottun með bæði þjónustu í flugi og flugvélaframleiðslu. „Við höfum líka á stefnuskránni að stjórnun flugsamgangna og rekstur eða þjónusta við flugið verði aðskilin." Hernaðarumsvif taka pláss Þá nefnir Michael Ayral enn eitt vandamál í flugi yfir Evrópu sem er það rými sem herir hafi til sérstakra afnota. „Þegar Kosovo-deilan stóð varð mikil takmörkun á borgaralegu flugi á stómm svæðum vegna hem- aðarumsvifa. Þessi svæði höfðu fram að því verið opin allri umferð en um leið og átök eða deilur standa yfir era settar ýmsar takmarkanir vegna hemaðar og það kemur niður á venjulegu flugi,“ segir hann og nefn- ir að slíkt gerist reyndar líka á jörðu niðri; við vissar aðstæður geti yfir- völd sett ýmsar takmarkanir á venjulega bílaumferð. Hann segir ástandið mjög misjafnt eftir löndum og sums staðar sé gott samræmi milli flugumferðarstjómar hers og borgaralegrar umferðar og afköst í flugumferðinni því mikil. • Hann minnir líka á að 33 flugvellir í Evr- ópu hafi eigin reglur um takmörkun á flugumferð, banni til dæmis flug að næturlagi og hafi reglur um há- vaða frá vélum. Þannig sé afkasta- geta flugvallanna minnkuð stórlega. Þá segir framkvæmdastjórinn að mikið sé rætt hvoit og hvemig megi leysa vandann á stystu flugleiðun- um. „A styttri leiðum, þegar menn era að ferðast nokkur hundrað kíló- metra milli borga, era kannski í klukkutíma flugferð, er mikil sam- keppni við ofurhraðlestimar. Það á til dæmis við um Briissel og París og í nokkram mæli við leiðina milli Parísar og London. Á slíkum leiðum hefur fólk í auknum mæli notfært sér þessar hraðskreiðu lestar og það á sérstaklega við þá sem ekki era að fara neitt lengra. Þama má ef vil vill létta eitthvað á mesta þunganum í fluginu og draga úr þörfinni fyrir tíðar ferðir,“ sagði Michael Ayrel. „Svo má líka velta fyrir sér þeim tæknilega möguleika að mun stærri flugvélar annist flug þar sem umferðin er mest, þá myndi ferðum fækka.“ En á hann von á að hægt verði að auka af- köstin í Evrópu á næstunni? „Þetta tekur talsverðan tíma. Fyrst þarf að ná pólitískri samstöðu um stefnu og síðan þarf að koma um- bótunum á og það er á öUum sviðum, hjá flugvöllum, flugumferðarstjóm, flugfélögum. Og þótt vandinn sé mik- ill nú þegar megum við ekki einblína á hann, við verðum að hafa í huga lausnir sem duga næstu áratugina." Umræðufundur Sambands ungra sjálfstæðismanna um starfsemi nektardansstaða Andstaða við að banna nektardansstaði Morgiinblaðið/Jim Smart Fjölmennt var á fundi Sambands ungra sjálfst æðismanna um starfsemi nektardansstaða. ÞAÐ er ekki rétt að banna nektar- dansstaði á íslandi, um það vora allir sem héldu framsögu á um- ræðufundi SUS um starfsemi nekt- ardansstaða sammála. Elsa B. Valsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar, sagði kom- inn tíma á önnur sjónarmið í þeirri einsleitu umræðu sem hefði ríkt um þetta málefni og svaraði hún nokkram af rökum gagnrýnis- radda. Hún sagðist þó eingöngu hlynnt starfsemi þar sem konur taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Að segja starfsemi nektardans- staða stuðla að kvenfyrirlitningu og ofbeldi gegn konum fannst henni sýna nokkuð sérstakt við- horf til kynlífs og nektar, þar sem kynlíf sé talið niðurlægjandi fyrir konur en ekki karla og karlmenn séu „gerendur" í kynlífi en konur „þolendur". Að verið sé að nota líkama kvenna í gróðaskyni sagði Elsa mega andmæla með því að benda á að flestar dansmeyjanna hafi mjög góðar tekjur og vísaði hún í viðtal við tvær íslenskar stúlkur í tímaritinu Veru sem vilja frekar dansa nektardans eina helgi en að vinna í heilan mánuð frá níu til fimm, en fyrir þetta fái þær sama pening. Ein þyngstu rök andmælenda nektardansstaða eru þau að þar sé verið að nota sér neyð kvenna. Elsa sagði það sorg- lega staðreynd að víða í heiminum neyddist fólk til að stunda vændi til að svelta ekki. En þetta væri þess skásti kostur og spurði hún hvort réttlætanlegt væri að svipta það honum. Nær væri að reyna að bæta efnahagsleg skilyrði svo enginn þurfi að vera í þessari stöðu. Tryggja þarf réttar- stöðu kvennanna Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði óraunhæft að banna rekstur nektardansstaða. Það þyi’fti hins vegar að ganga úr skugga um að þær erlendu stúlkur sem kæmu hingað til þessara stai-fa gerðu það af fúsum og fijálsum vilja. Ef þetta væri þeirra val ætti að leyfa þessa starfsemi, það virtist vera markað- ur fyiir hana og ef hún yrði bönnuð færi hún fram í einhverjum bak- húsum og það yvði síst til bóta. Þorgerður gagnrýndi að erlendu dansmeyjarnar væra undanþegnar reglum um atvinnuleyfi og heil- brigðisskoðun sem aðrir útlending- ar sem koma hingað til starfa þurfa að fylgja og sagði hún réttast að þær giltu einnig um þær, ekki síst þeirra sjálfra og réttarstöðu þeirra vegna. Olafur Arnfjörð, eigandi Club 7, gagnrýndi þá einslitu umræðu sem fram hefði farið um þetta málefni þar sem samtök femínista færu fremst í flokki. Málflutningur þeirra væri ekki til sóma og ein- kenndist af þekkingarleysi, rang- færslum og fordómum. Jafnvel þingmenn væru farnir að vitna í sögusagnir og sagði hann tímabært að umræðan yrði málefnalegri. Mikilvægt væri að leiðrétta þann misskilning að þetta sé niðuriæg- ing fyrir konur og þeim sé haldið hér nauðugum því reynslan sýni að 95% af þeim konum sem komi hingað óski eftir því að koma aftur og það eigi einnig við um konur frá Austur-Evrópu. Varðandi áhyggj- ur af smitsjúkdómum benti hann á að Islendingar ferðist mikið og þeir sem komi heim frá útlöndum geti alveg eins verið „smitberar". Þó sagðist hann deila þeim áhyggjum sem landlæknir hefur meðal ann- arra tjáð og ritaði hann landlækni bréf með beiðni um aðstoð við að koma í veg fyrir vandamál tengd smitsjúkdómum, en svar hefur ekki enn borist. Sýnir nýjungagirni landans Þórann Sveinbjamardóttir sagði tvö þjóðareinkenna íslendinga vera nýjungagimi og skammsýni, þau væru oft til góðs en í ekki máli sem þessu. Lög og reglur um starf- semi nektarstaða væra ekki til því svo virðist sem aldrei hafi verið gert ráð fyrir að þeir gætu sprottið upp svo hratt og víða. Konurnar sem hingað kæmu væru á keng- bognu undanþáguákvæði vísinda- og listamanna, um atvinnuleyfi, borguðu ekki skatta og vinnuveit- endur hefðu engar skyldur gagn- vart þeim. Hún benti á að alls stað- ar í heiminum væri starfsemi af þessu tagi tengd við vændi, mis- notkun, verslun með manneskjur og níðingshátt hverskonar og sagði það ranghugmyndir hjá Islending- um að telja starfsemina hér eitt- hvað betri og þrifalegri en annars staðar. Þórunn sagðist þó ekki telja hægt að banna þessa starf- semi, frekar en áfengi eða spila- kassa, og benti á að ef fólk teldi þetta vera vandamál væri svarið við því vandamáli ekki boð og bönn. Hún sagði virðingarvert þeg- ar eigendur þessara staða settu sér ákveðnar vinnureglur og brýndi hún jafnframt mikilvægi þess að það löggjafinn setti ramma um þessa atvinnustarfsemi eins og alla aðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.