Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 VIÐSKIPTI Mjög góð afkoma hjá Flugleiðum hf. fyrstu níu mánuði ársins Hagnaður tímabils- ins 2.057 milljónir . Flugleiðir Úr 9 mán. uppgjöri samsta hf. íðu 199 Jan.-sept. 1999 / 7 Jan.-seot. Rekstrarreikningur Miiijómr kmna 1998 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld án afskrifta 23.818 21.528 21.602 19.724 +10,3% +9,1% Afskriftir Fjámagnsgjöld Hagn. af reglul. starfs. fyrir skatta 740 -58 1.492 858 -453 567 -13,8% Tekju- og eignarskattar Hagn. af reglul. starfs. eftir skatta Haqnaður (tap) af sölu eigna -418 1.074 1.618 -218 349 -10 Tekjuskattur af söluhagn. eigna Hagnaður tímabilsins -635 0 2.057 339 Efnahagsreikningur 30. sept.: 1999 1998 Breyiing 1 Eigmr: \ Veltufjármunír Milij. króna Fastafjármunir 10.954 16.655 8.585 15.829 +27,6% +5,2% Eignir samtals 27.609 24.415 +13.1% sku/dír Skuldir og skuldbindingar 18.952 17.849 +6,2% ciaiðfc- EÍB‘Ö ,É 8.657 6.566 +31,8% J Skuldir og eigið fé samtals 27.609 24.415 +13,1% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyling Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Handbært fé frá rekstri Millj. króna Veltufé frá rekstri 1,30 31% 2.359 2.785 1,10 27% 1.904 1.933 FLUGLEIÐIR hf. högnuðust um tæpan 2,1 milljarð króna eftir reiknaða skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins 1999 samkvæmt óend- urskoðuðu milliuppgjöri samstæðu. A sama tímabili í fyrra nam hagn- aður eftir skatta 339 milljónum króna. Velta samstæðunnar nam um 23,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins í samanburði við 21,6 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Hagnaður samstæðunnar af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 1.492 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins, en var á sama tímabili í fyrra 567 milljónir króna. Afkoman af reglulegri starfsemi fyrir skatta batnaði því um 925 miljjónir króna. A fyrstu níu mánuðum ársins fluttu Flugleiðir um 1,05 milljónir farþega á móti 1,00 milljón farþega á sama tímabili á seinasta ári. „Leiðakerfi félagins hagkvæmt" „Við erum tiltöluiegá ánægðir með útkomuna, og með það að hafa tekist að snúa við rekstri félagsins. Petta er ekki síst ánægjulegt á tim- um þegar öðrum flugfélögum vegn- ast almennt verr um þessar mund- ir. Ein af ástæðum þess að okkur gengur þetta vel er hagkvæmt leiðakerfi félagsins sem nú er farið að virka mjög vel,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða í samtali við Morgunblaðið. „Þessa breytingu má fyrst og fremst rekja til fyrri hluta ársins, en við munum kappkosta við að halda í horfinu á seinni helmingi ársins við erfiðari kringumstæður í farþegaflugi á alþjóðamarkaði." Tekjur móðurfélags jukust um 5,2% meðan að fjöldi farþega sem Flugleiðir flugu með jukust um 4%. í tilkynningunni segir að í tekju- liðnum muni mest um farþega og fraktflutningatekjur, og hlutfalls- lega hafi mestur vöxtur orðið í frakttekjum. Sigurður er einnig spurður hvort flugleiðum sé að takast að auka fjölda viðskiptaferðalanga í sam- ræmi við fyrirætlanir félagsins? „Jú, það er rétt að þeim hefur fjölgað. En þetta er líka vegna þess að okkur hefur tekist að auka fjölda farþega sem koma til lands- ins, en þeir gefa betri tekjur en far- þegar sem eru einungis á leið yfir hafið, og koma auk þess inniendri ferðaþjónustu til góða.“ Verulega aukinn hagnaður frá dótturfélögum I fréttatilkynningunni segir Sig- urður einnig að Flugleiðir hafi náð árangri í að markaðssetja ferðir til Islands utan háannatímans. „Und- anfarin ár hefur vetrarflug félags- ins aukist meira en sumarflug og á því byggist fjölgun ferðamanna til Islands yfir veturinn.“ Fram kemur í tilkynningunni að hlutdeild Flugleiða í hagnaði dótt- urfélaga sé um 150 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er liðlega 137 milljónum króna hærri fjárhæð en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðarhlutdeild var um 13 milljónir króna. Þar munar mestu um batnandi afkomu Flug- félags Islands og Ferðaskrifstofu íslands. Afköst aukist um níu présent á næsta ári í fréttatilkynningunni segir að Flugleiðir hf. eiga fasta pöntun í fjórar nýjar farþegaþotur af gerð- inni Boeing 757, og geti Flugleiðir þá skilað vélum sem félagið sé með í leigu. Aðspurður um hvort hugs- anlegt væri fyrir Flugleiði að halda áfram einhverjum leiguvélum og auka umsvif segir hann að slíkt verði að ráðast af efnahagsaðstæð- um sem og aðstæðum í greininni. „Á næsta ári tekur félagið við nýrri farþegavél af gerðinni Boeing 757 en mun láta af hendi í staðinn vél af gerðinni Boeing 737 sem er minni vél. Sætaframboð mun þó aukast meira en það,“ segir Sigurður. „Við áætlum að auka af- köst flugflotans um níu prósent á næsta ári. Við hyggjumst fljúga vélunum meira og hætta t.d. að fljúga milli Hamborgar og Kaup- mannahafnar, en munum auka flug frá öðrum stöðum í staðinn.“ I fréttatilkynningu frá félaginu segir einnig að innra virði félags- ins, eða eigið fé deilt með hlutafé, hafi verið 3,75 í lok níu mánaða tímabils en var 2,85 í lok sama tímabils í fyrra. Söluhagnaður sem kemur félaginu til tekna í þessu níu mánaða milliuppgjöri er til kominn vegna sölu á tveimur hótelbygging- um í Reykjavík og á Boeing 737- 400 flugvél á fyrsta fjórðungi ár- sins. 0PIN KERFI hf. (Samstæða) Úr árshlutareikningi Janúar-september 1999 Rekstrarreikningur Milljónir króna Rekstrartekjur með umboðssölu Rekstrargjöld Hrein fjármagnsgjöld Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt Tekju- og eignarskattar Söluhagnaður eigna ihagnaður eigna___________________ jn. án áhr. dóttur- og hlutdeildarfél. tdeild og áhrif dóttur- og hlutd.fél. jnaður tímabilsins Efnahagsreikningur 30. sept.: Eignir samtals Eigið fé samtals Skuldir samtals Milljónir króna Milljónir króna Skuldir og eigið fé samtals Kennitölur Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Arðsemi eigin fjár m.v. heilt ár JAN.-SEPT. 1999 2.674.6 2.443.6 20,0 172,7 53.1 56.2 175,7 -75,7 100,1 1999 2.111,6 805,3 1.306,3 2.111,6 1999 1,31 0,31 24,4% JAN.-SEPT. 1998 1.970,8 1.820,1 17,8 90.8 17.8 16,6 89,6 -20,1 69,5 1998 1.736,0 671,1 1.064,9 1.736,0 1998 1,39 0,32 37,1 % Breyting 436% 434% +12% +90% +198% +238% +96% +276% 444% Breylingl +22% +20% +23% +22% Afkoma Tæknivals umfram væntingar NIÐURSTAÐA af reglulegri starfsemi Tæknivals hf. á þriðja ársfjórðungi 1999 er betri en áætl- að hafði verið, að því er fram kem- ur í tilkynningu Tæknivals til Verðbréfaþings Islands. Gert var ráð fyrir 30 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi en Ámi Sigfús- son, framkvæmdastjóri Tæknivals, segir niðurstöðuna nú helmingi betri, en gefur þó ekki upp ná- kvæma tölu. „Þegar uppgjör fyrstu sex mán- uða ársins 1999 var lagt fram, sem sýndi 144,3 milljóna króna tap- rekstur, tilkynntu forsvarsmenn Tæknivals að stefnt væri að við- snúningi í rekstri fyrirtækisins á seinni sex mánuðum ársins, sem Gott níu mánaða uppgjör hjá Opnum kerfum hf. Hagnaðist um 100 milljonir OPIN kerfi hf. skiluðu 100,1 milljón króna hagnaði eftir reiknaða skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 1999 samkvæmt óendurskoðuðu árs- hlutauppgjöri samstæðunnar. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður 69,5 milljónum króna og nemur aukning 44%. Hagnaður móðurfélags Opinna kerfa hf. af reglulegri starfsemi eft- ir skatta nam 63,0 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins 1999, en 37,8 milljónum króna á sama tíma í fyrra, sem er 67% aukning. Þetta kemur m.a. fram í fréttatilkynn- ingu frá Opnum kerfum hf. „Við munum enda árið með meiri hagnaði en við bjuggumst við í upp- hafi árs, enda höfum við náð hagn- aðarmarkmiðum ársins og búumst við að ná a.m.k. 140 milljónum eftir skatta sem er þá urn 40% yfir áætl- unum,“ segir Gylfi Amason, fram- kvæmdastjóri Opinna kerfa hf. í samtali við Morgunblaðið. I fréttatilkynningu kemur fram að velgengni móðurfélagsins megi rekja til aukinnar sölu á UNIX- og NT netþjónum og tengdri þjónustu svo sem rekstrarþjónustusamning- um Einnig sé góður vöxtur í-sölu á PC-tölvum og ClSCO-netbúnaði. Fram kemur að forsvarsmenn fé- lagsins séu ánægðir með aldurs- samsetningu birgða og stöðu við- skiptakrafna. Áhugi á nýsköpunarverkefnum ungs fólks „Við vonumst til að áhrif hlut- deildar- og dótturfélaga á rekstrar- niðurstöðu samstæðunnar verði í árslok orðin jákvæð. Mér sýnist að það sé jákvæð þróun að eiga sér stað hjá Tæknivali geti skilað okk- ur betri niðurstöðu en nú er,“ segir Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa. Hann segir einnig að Opin kerfi hafi áhuga á að koma að með fjár- magn þar sem ungt fólk sé með áhugaverðar nýsköpunarhug- myndir á upplýsingatæknisviði. „Við höfum í gegn um tíðina fjár- fest í ýmsum fyrirtækjum. Það þarf einnig tíma til að fylgjast með fyrir- tækjum og þarf að hafa mannskap til að gera það. Undanfarna tólf mánuði höfum við kannski haft full- ar hendur af verkefnum, en ég vona að á nýju ári verðum við í stakk búnir til að skoða ný verkefni,“ seg- ir Frosti Bergsson. gerði ráð fyrir 50 miUjóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi það tímabil,“ segir í tilkynningunni. Þriðji ársfjórðungur skilar betri niðurstöðu af reglulegri starfsemi en ráðgert var og gangi áætlanir fjórða ársfjórðungs eftir mun við- snúningur í rekstri fara fram úr þeim væntingum sem gerðar voru. Góð verkefnastaða Árni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals segir verkefna- stöðu fyrirtækisins mjög góða þeg- ar horft er til fjórða ársfjórðungs. „Við teljum allar líkur á að áætlan- ir þess ársfjórðungs standist. Þar með erum við að ná þeim mark- miðum sem við settum okkur um að viðsnúningur í rekstrinum kæmi fram strax á þessu ári.“ Aðspurður segir Árni það standa til að birta ársfjórðung- suppgjör í framtíðinni en uppgjör- ið var ekki birt að þessu sinni. I til- kynningunni kemur fram að þriðji fjórðungur ársins sé að jafnaði erf- iðastur en afkoman er þó betri nú en gert var ráð fyrir. „Júlí og ágúst eru áberandi erfiðastir í rekstri fyrirtækis eins og Tækni- vals en í september gengur jafnan mun betur. Einnig er rekstrar- kostnaður, sem fyrirtækið hefur borið, óðum að léttast," segir Árni. „Lausnin er ekki fólgin í aukinni veltu heldur áherslu á lyldlhæfni okkar, framlegð og kostnaðarað- hald. Jákvæð merki koma heldur fyrr fram en við ætluðum. Nú er bara að tryggja framhaldið." í september sl. varð AX-hug- búnaðarhús hf. til með samruna hugbúnaðarsviðs Tæknivals og Agresso-sviðs Skýrr, auk þátttöku Opinna kerfa og annarra aðila. Hagnaður af sölu hugbúnaðarsviðs Tæknivals nemur um 180 milljón- um króna, að því er fram kemur í tilkynningunni, en söluhagnaður- inn verður aðeins að hluta tekju- færður á árinu 1999. Árni segir að ekki hafi verið ákveðið hversu stór hluti hagnaðarins verði færður. „Varfæmissjónarmið ráða þar ferðinni og ákvörðun verður tekin í samráði við endurskoðendur. Við teljum það varlegri leið að horfa til lengri tíma varðandi tekjufærsl- una.“ Rétt ákvörðun að selja hugbúnaðareiningu Matthías H. Johannessen, hjá greiningardeild Kaupþings, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að selja hugbúnaðareiningu Tækni- vals og reyna samstarf við önnur hugbúnaðarhús í ljósi þess að það hafi vegið minnst í rekstrinum. „Þrátt fyrir verulegan viðsnún- ing í rekstri þá stendur eftir gríð- arlegt tap á fyrri árshelmingi eða um 144 milljónir króna. Þrátt fyrir að félagið muni skila nokkru meiri hagnaði en 50 milljónum króna, mun það vart ná að jafna út hið mikla tap. Það er því líklegt að um helmingur söluhagnaðarins verði tekjufærður tU þess að sýna niður- stöðu í árslok réttum megin við núllið. Niðurstaðan er sú að um já- kvæðar fréttir er að ræða fyrir Tæknival, félagið virðist vera á réttri leið með nýjum stjórnendum og jákvætt að einungis hluti hagn- aðar hugbúnaðarsviðsins verði tekjufærður. Það er því vonandi að viðsnúningurinn muni skila sér jafnframt í rekstri félagsins á næsta ári og að ekki muni þurfa að koma á ný til svokallaðra sér- stakra afskrifta birgða,“ segir Matthías. Tvenn viðskipti urðu með hluta- bréf Tæknivals í gær og hækkaði gengi bréfanna um rúm 7%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.