Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 32
32 „EÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 .. —8S—fiaaMHVQU.-.Ql flUOAUUTaO'il MARAZZI ÁIFABORG 2 KNARRARVOGI4 • * 568 6755 LISTIR Starfsmaður Sothebys kemur mynd Cézanne fyrir í sýningarsal, þar sem hægt verður að virða hana fyrir sér fram að uppboðinu. Reuters Handklæðaofnar Vandaðir handklæðaofnar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. Lagerstærðir: 700x550 mm 1152x600 mm 1764 x 600 mm m___HHl-JMI.M TCÍIGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 Fást í hygglngavóruverslunum um laridallt Stolin mynd eftir Cézanne boðin upp MEISTARAVERK eftir franska listmálarann Paul Cézanne, sem stolið var fyrir 21 ári en kom í leit- imar í byrjun þessa árs, verður boðin upp hjá Sotheby’s í London 7. desember. Myndin, sem nefnist „Bouilloire et fmits“ eða Pjáturkanna og blóm, var máluð milU 1888 og 1890, er Cézanne var á hátindi ferils síns. Sýnir hún uppstillingu af eplum, appelsínum og sitrón- um, sem komið er fyrir hjá pjátur- könnu á dúklögðu borði, og fúllyrt er að hún sé til marks um hlutverk Cézannes sem fyrirrennara kúb- istanna. Talið er að myndin muni seljast fyrir 15 til 20 milljónir doll- ara, eða 1 til 1,4 milljarða króna. Kyrralífsmyndinni var stolið úr einkasafni í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1978, en fyr- irtækið Art Loss Register, sem rekur stærsta gagnabanka heims um stolin listaverk, hafði upp á henni fyrir nokkmm mánuðum. Lögregla réðst í kjölfarið til inn- göngu á ótilgreindan stað og gerði myndina upptæka. Einn merkasti listaverkafundur síðari ára Talsmaður Art Loss Register sagði að verðmæti myndarinnar og hinn langi túni sem liðinn væri siðan henni var stolið, gerði þetta að einum merkasta listaverka- fúndi siðari ára. Sagði hann að fundurinn sýndi að æ erfiðara yrði að koma stolnum listmunum í verð. Eigendur myndarinnar, hjón að nafni Bakwin, em sagðir hafa byggt upp merkilegt listaverka- safn á nokkmm áratugum.Tals- maður hjónanna sagði að þau hefðu gefið upp alla von um að myndin kæmi í leitimar, en þegar hún fannst hefðu þau ákveðið að selja hana. Sements- pokinn í Listasetrinu í LISTASETRINU Kirkju- hvoli, Akranesi, verður opn- uð sýning á morgun, laugar- dag, í tilefni af 40 ára afmæli útgáfu „Sement- spokans", blaðs starfs- mannafélags Sements- verksmiðjunnar, sem er einnig fertugt. A sýningunni kennir margra grasa, s.s. fjölda ljósmynda frá starfí innan verksmiðjunnar, myndb- anda, allra viðtala sem hafa birtst í Sementspokanum, ásamt ýmsum munum, sem notaðir hafa verið í verk- smiðjunni sl. 40 ár. Sýningunni lýkur 5. des- ember og er Listasetrið op- ið alla daga nema mánu- daga frá kl. 15-18. Sýning á ljósmynd- um úr maraþoni SÝNING á myndum úr ljósmynda- maraþoni Unglistar verður opnuð í Hinu húsinu við Ingólfstorg á morgun, laugardag, kl. 16:00 með verðlaunaafhendingu. Veitt eru verðlaun fyrir bestu myndina, bestu filmuna og frumlegustu myndina ásamt því að veittar verða viðurkenningar fyrir bestu mynd- imar lýrir hvert þema sem vom tólftalsins. Sýningin stendur til 27. nóvem- ber. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9:00-17:00. —---♦ ♦♦-- Píanótónleikar endurteknir JONAS Ingimundarson píanóleik- ari endurflytur einleikstónleika sína í Salnum í Tónlistarhúsi Kópa- vogs á morgun, laugarda, kl. 16. A efnisskránni era fyrsta og síðasta sónata Beethovens og allir fjórtán valsamir eftir Fréderic Chopin í tilefni af 150 ára ártíð tónskáldsins. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500. Leyndarmálið eftir Aðalheiði Ólöfu Skarphéðinsdóttur er eitt verka í glugga Meistara Jakobs. Grafíkverk í glugga ADALIIEIDUR Ólöf Skarphéðins- dóttir sýnir sex ný grafíkverk í glugga Meistara Jakobs, Skóla- vörðustíg 5. Verkin eru unnin með þurmál og vatnslit, einnig trérist- ur. Aðalheiður er ein af ellefú lista- mönnum sem reka listhúsið Meist- ara Jakob. Hún hefur haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Gluggakynningin stendur til 29. nóvember. MORGUNBLAÐIÐ aiaALisiwuoiioM Hádegisleik- hús á Isafirði SKG-veitingar á Hótel Isafirði bjóða upp á leikþáttinn Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur í há- deginu næstu þrjá fostudaga og verður framsýning í dag. Um er að ræða samstarf veit- ingastaðarins og fjögurra ung- menna á Isafirði, þeiiTa Þórannar Ömu Kristjánsdóttur, Herdísar Önnu Jónasdóttur, Hörpu Henrýs- dóttur og Greips Gíslasonar, sem leikstýrir. Leiksýningin tekur um hálfa klukkustund. ♦ ♦ ♦ Lúðrar hljóma í Tjarnarsalnum LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15. A efnisskrá verður syrpa með Reykjavíkurlögum eftir ýmsa höfunda í útsetningu Ellerts Karlssonar; Slavonic Dances eftir Antoní Dvorák; Themes for Grieg í útsetningu Clar W. Johnson; British Watherside eftir Percey Gringer; The Matador eftir A. Young; Seven Years In Tibet eft- ir John Williams; Salut To 01- ’Blue Eyes, syrpa djass- og dæg- urlaga í útsetningu John Moss, sett saman til heiðurs Frank Sin- atra og Csardas eftir V. Monti. Einleikari á harmonikku er Grettir Björnsson. Lúðrasveit Reykjavíkur er nýkomin úr æfingaferð til Hvols- vallar þar sem einnig voru haldn- ir tónleikar með því efni sem flutt verður í Tjarnarsalnum. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson tónskáld. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. ------♦-♦-♦---- Sýningu lýkur Gallerí @ hlemmur.is SÝNINGU Baldurs J. Baldurs- sonar og Kristins Pálmasonar í Gallerí@hlemmur.is , Þverholti 5, lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Listin til Eyja með Eimskip RURI opnar sýningu í Gallerí Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum á morgun, Iaugardag, kl. 16. Á sýningu eru ljós- myndir í stærð- unum 55x75 cm og 60x90 cm, en sýningin er til- einkuð Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti sem barðist harðri baráttu fyrir friðun og vemdun Gull- foss. Þetta er önn- ur sýningin af tveimur á þessu hausti sem Eimskipafélag íslands styrkir í Eyjum en í fyrrahaust sýndu Ráðhildur Ingadóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir með tilstyrk Eimskipafélagsins.Vestmanna- eyjabæjar, lánar húsnæðið end- urgjaldslaust og er það tillegg bæjarins til eflingar sýningarhaldi í Eyjum. Sýning Rúríar verður opin tvær helgar, þ.e. hinn 20. og 21., og 27. og 28. nóvember frá kl. 14-18. Að- gangur er ókeypis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.