Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 34
G6GI Ha/ÍMaYOH .Gf HIJpAOOTgOY 34 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 }IQÁJ fl.MUOíIOM MORGUNBLAÐIÐ faiT^J.1 LISTIR Hátíð til heiðurs Gunnari Dal í IÐNÓ verður afmælisdagskrá til heiðurs Gunnari Dal á fimmtíu ára skáldaafmæli hans á morgun, laug- ardag, kl. 14.30. Fram koma Öldungadeild Karla- kórs Reykjavíkur, Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari, Selma Guðmun- dsdóttir píanóleikari, Erlingur Gíslason les ljóð, Atli Heimir Sveinsson og Jón Jósep Snæbjömsson munu flytja nýtt verk, Elísabet Linnet, eftir Atla við ljóð Gunnars. ♦ ♦♦ Tónleikar Lúðrasveit- ar Verka- lýðsins LÚÐRASVEIT Verkalýðsins held- ur tónleika á morgun, laugardag, kl. 15 í Seltjamarneskirkju. Þar flytur sveitin nokkra af þekktustu mörsum blásarbókmenntana. Meðal verka á tónleikunum era Stars and Stripes forever, eftir Sousa, Inngöngumars skylminga- þrælanna og Florentiner mars eftir Fueik, Alte Kammeraten eftir Tei- ke, Colonel Bogey eftir Alford svo nokkur séu nefnd. mvorur Karín Ilerzog Kynning í dag Lyf og heiisu, Melhaga, kl. 14-18, Hagkaupi, Skeifunni, 15-19 og Hagkaupi, Kringlunni, 14-18. undur Hermannsson, úrsmiður, antikklukkur og viðgerðir. Er fluttur í Bæjarlind 1-3, Kópavogi, sími 554 7770. (Næg bílastæði). Antik- klukkusýning dagana 20.-25. nóv. Blásarakvintett Reykjavikur fær góða dóma í Ástralfu Blásarakvintett Reykjavíkur á tröppum óperuhússins í Sydney, f.v. Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene, Hafsteinn Guðmundsson, Bemharður Wilkinson og Daði Kolbeinsson. Bjartur sem miðnætursólin BLÁS ARAKVINTETT Reylqavík- ur fær góða dóma í áströlskum dagblöðum fyrir tónleika sem hann hélt neðra fyrir skemmstu. Gagnrýnandi The Sydney Morn- ing Herald ber lof á fimmmenning- ana og segir leik þeirra hafa verið jafn bjartan og miðnætursólina. Tónleikamir fóm fram í sal í óp- eruhúsinu í Sydney og harmar gagnrýnandinn, David Vance, að fleiri skyldu ekki sælya þá. Menn hafí misst af miklu. Vance er hrifinn af efnisskrá kvintettsins og fer meðal annars lofsamlegum orðum um verk Hafl- iða Hallgrímssonar, Intarsia. „Þessi kreíjandi og andríka tóns- míð nýtti möguleika þessarar hljóðfæraskipanar ákaflega vel.“ Af öðmm hápunktum kvöldsins nefnir Vance Þijú stykki fyrir ein- leiksklarínettu og Tíu stykki fyrir blásarakvintett eftir Ligeti, þar hafi reynsla hljóðfæraleikaranna og tilfinningahiti skinið í gegn. Gagnrýnandi The Westem Austratían, Neville Cohn, sótti tón- leika blásarakvintettsins í tónlist- arháskólanum í Perth og ber lof á félagana fimm, segir þá ekki að- eins hafa leikið vel, heldur jafii- framt boðið af sér góðan þokka. Gerir hann sérstaklega góðan róm að frammistöðu Jósefs Ogni- benes homleikara - notar orð á borð við „hrífandi" og „töfmm lík- ur“ um leik hans. Hápunkt kvöldsins kveður hann hafa verið flutning á Blásara- kvintett Carls Nielsens, sem sé í hópi mest ögrandi og spennandi verka norrænna tónbókmennta. „mjóðfæraleikaramir bmgðust við þessari áskomn af fágun og næmi.“ Auk Jósefs, er Blásarakvintett Reykjavíkur skipaður Einari Jó- hannessyni klarínettuleikara, Haf- steini Guðmundssyni fagottleikara, Bemharði Wilkinson fiautuieikara og Daða Kolbeinssyni óbóleikara. Horn end- urskapar Dickinson BANDARÍSKI listfræðingurinn Eva Heisler flytur fyrirlestur er nefnist: „The Artist as Reader/ Reading as Sculpture" mánudag- inn 22. nóvember kl.12.30 í LHI í Laugarnesi, stofu 24. Bandaríski myndlistarmaður- inn Roni Horn er vel þekkt hér- lendis og hefur unnið mörg verk tengd íslenskri náttúru. A undan- förnum árum hefur hún m.a. gert fjögur myndverk þar sem ljóð Emely Dickinson eru uppspretta hugmyndanna. Fyrirlesturinn fjallar um það hvernig Horn end- urskapar texta Dickinson í verk- um sínum. Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður og kennari við LHI, flytur fyrirlestur um hina nýju gullgerðarlist í Skip- holti 1, stofu 113, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 12.30. Nýjar bækur • HVÍLDAR- DAGAR er skáldsaga eftir Braga Olafsson. I kynningu segir: „Eg reyni að ímynda mér hver muni koma fyrstur inn í ,uragi íbúðina mína, óiafsson snúi ég ekki aft- ur úr Heiðmörkinni. Og hversu langur tími muni líða þangað til ein- hver saknar mín. Mögulega tveir og hálfur mánuður, hugsa ég; sá tími sem ég á eftir af sumarleyf- inu.“ Sögupersóna bókarinnar hef- ur fengið óvenjulangt sumarfrí frá vinnu sinni. Ákveður hann að halda upp í Heiðmörk í dagsferð en sú fór fær snöggan og óvæntan endi. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 200 bls., prentuð í Gutenberg. Kápugerð önnuðust Sigi-ún Páls- dóttir og Einar Örn Benediktsson. Verð 3.380 kr. William Faulkner • LJOS í ágúst er eftir William Faulkner í þýð- ingu Rúnars Helga Vignis- sonar. I kynningu segir: „Kasólétt gengur Lena Grove eftir sveitavegi í Mississippi í leit að barnsföður sínum. I sakleysi sínu álpast hún inn í marg- slungna atburðarás sem sýnir bandaríska suðrið í hnotskurn. Þar stíga fram sumar af eftir- minnilegustu persónum Faulk- ners, svo sem Joe Christmas, sem lítur út fyrir að vera hvítur en telur sig hafa svertingjablóð í æð- um, og séra Gail Hightower, sem lifir í fortíðinni og gleymir nútíð- inni. Williams Faulkners, er einn helsta sagnameistara Banda- ríkjamanna á 20. öld. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1949. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 300 bls. prentuð í Gutenberg. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arngrímsson. Verð: 3.880 kr. Biblíuleg orgeltónlist í Selfosskirkju ORGELVERKIÐ Job eft- ir Petr Eben verður flutt í Selfosskirkju á morgun, laugardag, kl. 17. I fréttatilkynningu segir að verkið hafí ekki verið flutt áðui' hér á landi en flytjandinn, Jörg E. Sond- ermann, organisti, fram- flutti þetta verk í Þýska- landi árið 1990. Með honum flytur verkið sr. Kristján Valur Ingólfsson. Orgelverkið Job skiptist í átta þætti. A undan hverj- um þætti er fluttur viðeig- andi lestur úr Jobsbók og innihald textans túlkað í endurómi orgelsins. Petr Eben er fæddur 22. janúar 1929 og er í hópi merkustu núlifandi tón- skálda. Hann nam tónlist í Prag og hefur kennt tónvís- indi við Karlsháskóla í Prag frá 1955. Frá 1991 hefur hann verið prófessor í orgelleik við Tónlistarakademíuna í Prag. Hann skrifar um þetta verk: „Stefin í Jobsbók veita svör við einni erfið- ustu spurningu lífsgátunnar: Hvers vegna á gott fólk við böl að búa? Biblían sýnir ekki einungis fram á hvað mæða ein- staklingsins er lítilfjörleg í samanburði við bölið í ver- öldinni, heldur beinir hún sjónum okkar fyrst og fremst til Guðs. Guð stendur við hlið mannsins í þjáningunni." Jörg E. sondermann er fæddur 1957 í Witten í Þýskalandi. Hann lauk einleikaraprófi á orgel 1982 í Hamborg. Árin 1979-1997 starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Westfalen. Hann hefur haldið tónleika víða um lönd og hefur hljóðritað fyrir útvarp, m.a. allar sex tríósónötur Johanns Seb- astians Bachs. Jörg , Sondermann flutti til íslands haustið 1997 og hefur síðan starf- að sem organisti í Hvera- gerðis- og Kotstrandar- sóknum. Sr. Kristján Valur Ingólfsson er lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1974 og hefur starfað sem sóknarprestur á Raufarhöfn, Grenjaðarstað og ísa- firði og verið rektor Skálholtsskóla frá 1992. Jörg E. Sondermann Sr. Kristján V.alur Ing- ólfsson Getur þú svarað? BÆKUR Fjölskýldubok GETTU NÚ Spumingakeppni fyrir alla fjöl- skylduna. Safnað af Guðjóni Inga Eiríkssyni og Jóni Hjaltasyni. Káputeikning: Hjördís Olafsdóttir Prentvinnsla: Ásprent / POB ehf, 1999. - 77 síður. Jón Guðjón Ingi Hjaltason Eiríksson HÚN lætur ekki mikið yfir sér þessi bók, svo nett og feimin, að hætta er á, að henni verði valinn staður á söluborði, þar sem lítið ber á. Skaði væri það, því í heimi, þar sem börn þekkja foreldra sína helzt af myndum í albúmi og orðunum: „Leiktu þér annars staðar, því eg er svo þreytt(ur)“, eða „Farðu nú strax í rúmið!“, þá er þessi bók brú milli sálna. Brúin er undarlegrar náttúru, því gangirðu eftir henni, þá líður þreyta dagsins úr þér við þá gleði að hitta afkvæmi þitt á göngu þar líka, og við það, að þið takið upp spjall á vitrænum jafn- réttisgrandvelli. Þetta er þinn akk- ur, barnsins aftur á móti, að bráin er leið að þroskansfjalli,. þar sem pabbi og mamma rétta því hönd til klifurs. Væri einhver stund dagsins valin til slíkrar göngu, þá era minni líkur á, að böm í unglíngslíkömum þyrftu að brjóta ráður í amsturs- herberjum foreldra sinna; - liggja örvita við veg þeirra; - koma sér úr vinnu eða námi, til þess að hitta þessi fyrirbæri sem þeim var kennt að kalla mömmu og babba. Hvern- ig? Jú, bókin er safn fimm spurn- ingaflokka. Gerðar era mismun- andi kröfur til þroska, æskan ung og ellin rám finna hér gátur við hæfi. Af sérstakri háttvísi við spyr- il, þá hafa þeir, er efni söfnuðu, sett svörin við spurningunum líka á blað, svo um rétt eða rangt þarf ekki að deila, en þau koma samt ekki í veg fyrir það, að spurning- arnar geti orðið upphaf skemmti- legra umræðna um tilveruna og líf- ið. Þökk fyrir góða bók, - fjölskylduvæna! Kápumynd snjöll og prentverk allt vel unnið. Sig.Haukur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.