Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 39

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ urUAitaHTJDfiOM LISTIR FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 39 'wee f 'iTU'UM'jj'Vóvi'-.'tff-imÐAUT itwc V'T 00 Nýjar bækur Viðburðaríkt skeið stjórn- málasögu Dagur B. Steingrímur Eggertsson Hermannsson • ÆVISAGA Stein- gríms Hermannsson- ar, 2. bindi, er eftir Dag B. Eggertsson. Bókin er byggð á samtölum Dags við Steingrím Hermann- sson fyrrverandi for- sætisráðherra og ýmsa samferðamenn hans, einkabréfum Steingríms og ýmsum persónulegum slgöl- um og minnisblöðum, auk annarra heimilda úr ýmsum áttum. I þessari bók segir Steingrímur sögu sína frá því að hann fór fyrst í framboð á Vestfjörðum á sjöunda áratugnum fram til þess tíma er ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens hvarf frá völdum, en þá hafði Steingrímur verið ráðherra í tveimur ríkis- stjómum og stýrt fjóram ráðuneyt- um. í kynningu segir m.a.: „í ævisögu sinni rekur Steingrímur Hermann- sson eftirminnilega atburði frá stormasamri ævi. Ólafur Jóhannes- son, Vilmundur Gylfason, Gunnar Thoroddsen, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson era meðal þeima sem stíga fram á sviðið á síð- um bókarinnar, sem fjallar um eitt viðburðaríkasta skeið íslenskrar stjómmálasögu. Steingrímur svipt- ir hulunni af hrossakaupum og hatrömmum deilum, fjármálum Framsóknar-flokksins og klofningi Sjálfstæðisflokksins, fyrir- greiðslupólitík og „grænubauna- málinu“ svo fátt eitt sé nefnt. Ævis- aga Steingríms Hermannssonar er í senn spennandi saga af einstæð- um stjómmálamanni og merkilegt innlegg í íslenska stjómmálasögu." Fyrsta bindi kom út haustið 1998. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 380 bls., auk 48 síðna með ljósmyndum. I bókinni ernafna- skrá og ítarleg heimildaskrá. Loft- ur Olafur Leifsson hannaði bókar- kápu, Oddi hf. prentaði bókina. Verð: 4.460 kr. • RAMSES - Musterið eilífa er skáldsaga eftir Christian Jacq í þýðingu Helga Más Barðasonar. Sagan fjallar um viðburðaríkt líf Ramsesar II., sem var faraó Egypta fyrir rúmum þrjú þúsund árum, og er sjálfstætt framhald bókarinnar Ramses - Sonur ljóss- ins sem kom út í fyrra. í fréttatilkynningu segir að bókin sé um átök, undirferli, álög og ástir í fornum og heillandi menningarheimi á bökkum Nílar. Hinn ungi Ramses er orðinn faraó Egyptalands en bróðir hans situr á svikráðum og ætlar sjálfum sér hásætið. Bækumar um Ramses hafa ver- ið þýddar á yfir þrjátíu tungumál en höfundur þeirra, Frakkinn Christian Jacq, er sérfróður um menningu, sögu og lífshætti Egypta til forna. Utgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er er 323 bls., prentuðí Odda hf. Björn Hermann Jónsson hannaði bókarkápu. Verð: 3.880 kr. • RÍKI guðs er skráð af breska rit- höfíndinum Geraldine McCaug- hrean í íslenskri þýðingu Vilborg- ar Dagbjartsdóttur. Bókin hefur að geyma eftirminnilegustu sög- ur Nýja testamentisins, m.a. boðun Maríu til upprisunnar. Fyrstu jólin, Jesús velur sér lær- isveina, Vatni breytt í vín, Hastað á vindinn, Dæmisögur Jesú og Gangaávatninu. Höfundurinn hefur oftsinnis ver- ið verðlaunaður fyrir endursagnir gullaldarbókmennta. Anna Cynthia Leplar skreytti hverja síðu bókar- innar litmyndum, en áður hafa þær unnið saman Þjóð guðs - sögur úr Gamla testamentinu sem út kom í fyrra. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 120 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 1.990 kr. • BIRTAN á fjöllunum er skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson. I kynningu segir: „Stundum er eins og allt það liðna verði að ljóði. Eins og minningamar séu í Ijóðum þar til reynt er að koma þeim í orð: þá breytast þær í sögu.“ I dal vestur á landi hefur myndast sérkenni- legt sambýli nokkurra sveitunga þar sem menn skiptast mjög í flokka; Þórbergsmenn eða Lax- nessmenn, framfarasinna eða íhaldsmenn, skáld eða ekki skáld. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 340 bls. prentuð í Gutenberg. Kápugerð önnuðust Snæbjörn Arngrímsson og Einar Falur Ing- ólfsson. Verð: 3.380 krónur. • ENDIR og upphafe rljóða- bók eftir pólsku skáldkonuna Wislöwu Szym- borsku í þýðingu Geirlaugs Magn- ússonar. í fréttatil- kynningu segir að yrkisefni pólsku skáldkon- unnar og nóbelsverðlaunahöfund- arins Wislöwu Szymborsku séu oft heimspekilegs eðlis, hún hafi hvað eftir annað fengist við tímaþrá- hyggju mannsins, stöðuga leit hans að eðli veruleikans, ótta hans við hendinguna og spuminguna stóra; hver er ég í þessum heimi? Útgefandi erBjartur. Bókin 80 bls., prentuð í Gutenberg Kápu- gerð annaðist Snæbjörn Arngríms- son.Verð: 1.880 kr. ■ • MYRKR- IÐ kringum ljósastaur- ana er Ijóða- bók eftir Óskar Árna Óskarsson. Þetta er sjöunda ljóðabók Oskars Ar- na. Auk frumsam- inna ljóða geymir bókin ljóðaþýð- ingar frá ýmsum heimshomum. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 80 bls., prentuð í Gutenberg. Kápugerð önnuðust Snæbjörn Arngrímsson og Óskar Árni Ósk- arsson. Verð: 1.880 kr. • YSTA brún er safn stuttra sagna eftir El- ínu Ebbu Gunn- arsdóttur. Sög- urnar tengjast innbyrðis og mynda heild. í fréttatil- kynningu segir m.a.: „Ysta brún er safn sagna af fólki sem hefur í hversdagsleika sínum þokast út á ystu brún í margvíslegum skilningi - við því blasir hyldýpi en um leið nýr veraleiki. Stíll sagnanna er látlaus og hljóður og búningur þeirra raunsær en um leið vægðarlaus." Ysta brún er önnur bók höfundar en fyrir fyrstu bók sína, Sumar sögur, hlaut Elín Ebba Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 1997. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 167 bls., prentuð í Odda hf. Wilfríed Bullerjahn hannaði bókarkápu. Verð: 3.880 kr. Wislawa Szymborska flottari & ódýrari s: 552 2270 uk verö okkar verð stakar buxur 6.100 3.900 dragtarbuxur 8.900 3.900 rúskinsbuxur 5.400 2.900 dragtarjakk ar 6.100 5.900 töskur frá 1.500 eyrnalokkar frá 900 táhringir 490 toppar frá 2.900 pils frá 2.900 ZARA isma laugavegi 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.