Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 51

Morgunblaðið - 19.11.1999, Page 51
CHíl A J B WU DH pM, MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR (!0(!|íiaaMa’/öM .01 ajjÐAaijtböu. Og FÖSTUDÁGUR 19. NÓVEMBER1999 51 A finna hjá hans ágætu konu, Guð- rúnu. Er ég kom til starfa hjá Nor- ræna félaginu fyrir fjórum árum fékk ég hlýjar kveðjur frá Jónasi, kveðjur sem ég mat mikils. Eg fann þá aftur það traust sem hann bar til mín og ég hafði kynnst áður og að hann treysti mér til að starfa félag- inu til heilla. Að leiðarlokum vil ég þakka Jón- asi fyrir hans góðu störf í þágu Norræna félagsins og votta um leið Guðrúnu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning Jónasar Eysteinssonar. Sigurlin Sveinbjamardóttir. Það hefur löngum verið vinsælt meðal unglinga að fullyrða að þeir þoli ekki að læra dönsku. Þannig var því líka farið þegar ég var í gagnfræðaskóla og síðar í Verzlun- arskóla Islands, en fyrirlitningin á málinu var fljót að hverfa þegar kennararnir birtust. Bæði _ Haga- skóli og Verzlunarskóli Islands höfðu á að skipa þvílíkum dönsku- kennurum, að danska varð fljótlega meðal skemmtilegustu námsgrein- anna. Það var í Verzló sem við Jónas Eysteinsson hittumst fyrst. Þessi snaggaralegi og glaðlyndi maður var fljótur að snúa fordómum gagn- vart danskri tungu á þann veg að aldrei gleymist. Jónas var góður kennari, skemmtilegur og litríkur persónuleiki, en umfram allt góð manneskja, sem ég er fullviss að við öll nemendur í Verzlunarskólanum, sem nutum leiðsagnar hans, eigum eftir að minnast af miklum hlýhug alla tíð. Þegar við kvöddum skólann okkar fengu kennararnir á sig vís- ur; sumar nokkuð beiskar, en vís- urnar um þá Lýð Bjömsson og Jón- as Eysteinsson gátu aldrei orðið öðruvísi en með hlýjum orðum. Síðar átti ég því láni að fagna að kynnast Eysteini, syni Jónasar, sem giftur er Jódísi, einni upp- áhaldsfrænkunni minni. Það tók ekki langan tíma að finna sama gullhjartað og sló í Jónasi dönskuk- ennara slá í Eysteini vini mínum. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Jónasi Eysteinssyni sem gaf mér svo miklu meira á Verzlunarskóla- árunum en bara kennslu í dönsku. Megi góður maður hvíla í Guðs friði. Aðeins fallegar minningar fylgja honum á æðri svið. Fjöl- skyldu hans votta ég samúð mína og bið að þær fögru minningar megi sefa söknuðinn. Anna Kristine Magnúsdóttir. Frágangur afmælis- og minningar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur ör- yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfí (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) - vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðu- gi-ein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, HALLDÓR INGIBERG ARNARSON, Drekahlíð 5, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 15. nóvember. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Ólöf Konráðsdóttir, Öm Sölvi Halldórsson, Elva Ösp Ólafsdóttir, Halldór Heiðar Halldórsson, Erla Ásgrímsdóttir, Andrea Anna Arnardóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, ÞÓRA GUÐNÝ KOLBEINSDÓTTIR, Kleppsvegi 64, áður til heimilis á Laugarnesvegi 80, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd annarra ættingja og aðstandenda, Kolbeinn Jakobsson, Hólmfríður Jakobsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HREINN HERMANNSSON fyrrum útibússtjóri hjá Landsbanka fslands, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. nóv- ember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Valdís Þórarinsdóttir, Þorgerður Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur sambýlismaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN KRISTJÁN JOENSEN, Langanesvegi 10, Þórshöfn, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugar- daginn 13. nóvember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 11.00. Guðný Jósefsdóttir, systkini, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÁRNADÓTTIR BACHMANN, Áshamri 59, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Þorkeli Sævar Guðfinnsson, Edda Snorradóttir, Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir, Jóhann Magni Jóhannsson, Sigurjón Örn Guðfinnsson, Kristín Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Bróðir okkar og mágur, GRÉTAR VILHJÁLMSSON, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Brynjólfur Vilhjálmsson, Ingi Vilhjálmsson, Erla Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Magnúsína Sigurðardóttir, Marta Vilhjálmsdóttir, Haukur Guðmarsson. t Faðir minn, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Selási 26, Egilsstöðum, er lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 13. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Ármann Örn Magnússon, Erla Jónsdóttir, Bjarghildur Sigurðardóttir, Oddrún Sigurðardóttir, fósturböm, barnabörn og langafabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík þriðju- daginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík á morgun, laugar- daginn 20. nóvember, kl. 14.00. Þórarinn Leifur Árnason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn. t Móðir mín og fósturmóðir, SOFFÍA K. LÖVE, Hlíf 1, Isafirði, sem lést sunnudaginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá ísafjarðar- kirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Einar H. Þorsteinsson, Þorleifur K. Kristmundsson og fjölskyldur. t ÞÓRARINN B. HJÖRLEIFSSON frá Norðfirði, sem lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 19. nóvem- ber, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Hólm Hermannsdóttir, Jakob Hóim Hermannsson. t Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför unnusta míns, föður, sonar, bróður, tengdasonar, mágs óg frænda, ANTONS BJÖRNS FERNANDO. Tanja Aðalheiður Larsen, Alexía Rós Pálína Kristjánsdóttir, Þóra Haraldsdóttir, Lilja C. Larsen, Finnur H. Larsen, Anna K. Larsen, Finnur Harðarson, Kristján Harðarson, ivar Öm Harðarson. Femando, Edvin Már Fernando, Kaj Anton Larsen, Sigurður I. Einarsson, Anna M. Bjömsdóttir, Valgeir Sveinsson, Eva Sigurðardóttir, Lilja V. Bryngeirsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.