Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 55
ffKíAJfTMlTníinM •' MORTTUNBI.A+HfT 000 AnUTBÖ’? KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fríkirkjusöfn- uðurinn 100 ára Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vík var stofnaður 19. nóvember árið 1899 og verður því 100 ára þessa helgi. Þessara merku tímamóta hefur verið minnst með ýmsum hætti á yfirstandandi ári og má þar meðal annars nefna eftirfarandi. Kirkjubyggingin hefur gengið í gegnum mikla og kostnaðarsama endumýjun og skartar nú sínu feg- ursta sem eitt stærsta og glæsileg- asta guðshús landsins. Fríkirkjuhátíð var haldin í Skál- holti 29. ágúst síðastliðin. Tíma- mótaguðsþjónusta var þar haldin í yfirfullri Skálholtskirkju, í sam- vinnu fríkirkjusafnaðanna þriggja, Fríkirkjunnar í Reykjavík, Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði og Oháða safnaðarins. Þá má einnig nefna að ný kapella í Safnaðarheimili Frí- kirkjusafnaðarins verður vígð 28. nóvember nk. En hápunktur hátíðarhaldanna verður nú dagana 19.-21. nóvem- ber. Hátíðarfundur og málþing verð- ur í kirkjunni föstudagskvöldið 19. nóvember kl. 20, en það var hinn eiginlegi stofndagur safnaðarins. Það er við hæfi að minnast þess dags með málþingi þar sem tekist verður á við tUvistarspumingar er varða tilurð, hlutverk og markmið Fríkirkjunnar. 5 stutt framsöguer- indi verða flutt og síðan pallborðs- umræður á eftir. Flytjendur verða sr. Hjörtur Magni Jóhannsson frík- irkjuprestur, Sigurður E. Sigurðs- son, formaður safnaðarstjómar, gróf. Pétur Pétursson, sr. María Agústsdóttir héraðsprestur, dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Einnig verður tónlist- ardagskrá og léttar veitingar í Safnaðarsal að loknu málþingi. Æskulýðs- og fjölskylduhátíð verður á laugardeginum kl. 17 í kirkjunni. Ætlunin er að halda eins konar smiðjumessu og að sem flest- ir taki þátt. Markmiðið er að eiga góða og ánægjulega stund saman í kirkjunni. I stað hefðbundinnar predikunar verður sýndur nýr helgileikur sem saminn var af þessu tilefni. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11 á sunnudags- morgni. Forseti íslands verður gestur safnaðarins við guðsþjón- ustuna og mun hann flytja ávarp. Guðsþjónustunni verður útvarpað til allra landsmanna. Að henni lok- inni býður söfnuðurinn kirkjugest- um að koma til hádegisverðar að Hótel Borg, verður þar boðið upp á málsverð (hlaðborð) fyrir gjafverð, aðeins 500 kr. íyrir manninn. Þar fer einnig fram stutt afmælisdag- skrá. Hátíðartónleikar verða síðan á sunnudagskvöldið kl. 20. Flutt verður Cacillien-messan eftir Josef Haydn. Einsöngvarar, kór Frí- kirkjunnar ásamt 17 manna hljóm- sveit. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an, Soffía Stefánsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Ei- ríkur Hreinn Helgason bassi. Stjórnandi er Kári Þormar. Safnaðarprestur. Skálholts- dómkirkia NÆSTKOMANDI laúgardags- kvöld verður í Skálholtsdómkirkju Maríukvöld og náttsöngur kl. 20.30. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup flytur hugvekju. Ljóðalest- ur og tónlistarflutningur sem bygg- ir á maríuljóðum og söngvum. Langholtskirkja. Opið hús iyrir alla aidurshópa kl. 11-13. Létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Kyrrðar- og bænastund i kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarpresta og djákna. Kær- leiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp- lifun fyrir börn. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra ■ - £*•>- «.§p Híf •4T|{ r! P Ltf .. ] i, | ,, , - m ;r fyr? . : ; laugard. 20. nóv. kl. 13. Kvik- myndasýning. Farið í Sýningarsal Vilhjálms Knudsen. Sýndar verða myndirnar Homstrandir frá 1950 og Reykjavík frá 1955. Kaffiveit- ingar í Norræna húsinu. Þátttaka tilkynnist í dag kl. 10-12 og 16-18 í í síma 511-1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Ræðumaður Ester Jakobsen. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Spjall, samvera og stutt helgistund for- eldra með ungum börnum sínum. Kl. 20 nótt í KFUM & K húsinu við Vestmannabraut. Gleði og gaman í æskulýðsfélaginu. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkjuskólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Víkurskóla. Sjöunda dags aðventistar á Isl- andi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.ll. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Með Kristi inn í nýja öld RÁÐSTEFNA um kristinn boð- skap í samfélagi okkar tíma verður haldin laugardaginn 20. nóvember 1999 í húsi KFUM & K v/Holtaveg og hefst kl. 13.30. Fyririesarar verða: Sr. Kjartan Jónsson, trúboði, sr. Sigurður Páls- son, sóknarprestur, Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÆSKR, Adda Steina Björnsdóttir,^ ritstj. Víðförla, og Elín Hirst frétta- maður. Að loknum hverjum fyrirlestri verða fyrirspurnir og í lok ráð- stefnunnar verða pallborðsumræð- ur. Allir velkomnir. lOi^Ð KRISTIN TRÚ f ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ2000 Kirkjugöngur I dag, laugardaginn 20. nóvem-^* ber, verður ganga nr. 4. Lagt verð- ur af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 og hefst gangan við Hall- grímskirkju. Gönguleiðin verður frá Hallgrímskirkju að Fíladelfíu í Hátúni og endað verður í Háteigs- kirkju. Hreyfing, fræðsla og bæna- hald. Veitingar í boði Háteigs- skirkjusafnaðar. Þátttökugjald 500 kr. 'VÁlllv." 17 verslanir og þjónustuabilar bjóöa frábært vöruúrval til hátíbarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæöi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.