Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 56
' 56 ,!,!iýÖB¥í}ftÁ#trt£ tó; NÖV^MbSKÍ Íá99 ÖlMMðWMtflffltÐ UMRÆÐAN Valdsmenneiga að • hlusta á þjóð sína UMHVERFIS- VINIR eru ný gras- rótarsaratök sem setja markið hátt. Við komum til þessa leiks á margvíslegum forsendum en markmiðið er eitt og hið sama: Við ætlum að hjálpa stjómvöld- "Sfc'um að ná áttum í máli sem varðar þjóðina alla og um- heiminn líka. Við ætl- um að gefa þjóðinni tækifæri til að segja þeim hug sinn með beinum hætti. Við viljum að Fljótsdalsv- irkjun fari í lögformlegt umhverf- ismat. Stærstu tækifærin Þetta mál er þannig vaxið að þjóðin vill láta það til sín taka. Hún vill fá möguleika til að koma athugasemdum sínum og skoðun- 'Tt.um á framfæri þannig að stjóm- völd verði að bregðast við þeim. Þau verði að hlusta - og þau verði að svara. Um það snýst þetta mál. Það er sá reginmunur sem er á lögformlegu umhverfismati og einkaskýrslu Landsvirkjunar sem aðeins þingmenn eiga að fjalla um. Landsmenn hafa verið að vakna til vítundar um þá auðlegð sem við eigum í ósnortnum víðemum lands okkar. Æ fleiri hafa verið að átta sig á því nú hin síðari ár að nýting þeirrar auðlegðar er ekki endilega '■S/fólgin í því að brjóta hana undir sig, beisla hana og kefla og breyta henni í eitthvað annað. Hún er ekki síður og jafnvel miklu fremur fólgin í því að vemda hana, leyfa henni að þróast á eigin forsendum, fá tækifæri til að njóta hennar, gefa öðmm tækifæri til að njóta hennar, nýta hana til rannsókna og fræðslu og efla þannig þekk- ingu okkar á lögmálum náttúmnn- ar, nýta hana sem þátt í þeirri ím- ynd sem við vfljum að landið okkar hafi og er í raun grannurinn undir margs konar atvinnusköpun og markaðssétijingu íslenskrar fram- leiðslu. Þar liggja okk- ar stærstu tækifæri tfl framtíðar. Allt þetta þarf að virða og meta ekki síður en raforkuframleiðslu. Upphaf að öðru meira Hluti landsmanna vill auka orkufreka stóriðju í landinu. Nú snýst málið um risaál- bræðslu á Reyðarfirði, verksmiðju með allt að 480 þús. tonna fram- leiðslugetu, sem er meira en starfandi verksmiðjur nú fram- leiða til samans, jafnvel að við- bættum þeim stækkunum sem þær hafa starfsleyfi fyrir. Tfl þess að reka slíka verksmiðju þarf álíka mikla raforku og nú þegar er framleidd í landinu bæði til al- mennra nota og til stóriðjurekst- urs. Tfl þess dugar ekki marg- nefnd Fljótsdalsvirkjun ein og sér. Hún er aðeins upphafið að þeim gríðarlegu framkvæmdum sem fyrirhugaðar em á hálendinu norð- an Vatnajökuls. Allar frekari framkvæmdir þurfa án nokkurs Stóriðja Þessar framkvæmdir, segir Kristín Halldórsdóttir, munu eyðileggja dýrmæt landsvæði norðan Vatnajökuls. vafa að fara í lögformlegt um- hverfismat. Um það er ekki deilt. Hvers vegna þá ekki Fljótsdals- virkjun? Menn vísa til fortíðar. En viðhorfín breytast hratt þessi árin. Æ fleiri era líka þeirrar skoðunar að lagastoð skorti í raun fyrir því að undanskilja Fljótsdalsvirkjun slíku mati þrátt fyrir fortíðina. Enn ein sönnun þess kom fram í Morgunblaðinu nýlega í viðtali við Aðalheiði Jóhannsdóttur lögfræð- ing sem hefur kynnt sér alla þætti málsins mjög vel. Lýðræðið skiptir máli Aðalatriðið er þetta: Þessar framkvæmdir munu sökkva Eyja- bökkum. Þær munu eyðileggja dýrmæt landsvæði norðan Vatna- jökuls. Þær munu skerða stórlega ósnortin víðerni og skaða ímynd lands og þjóðar. Eg vil ekki að þetta verði og ég er ekkert feimin við að segja það. Og þá segja ýms- ir: Hverju sldptir þá eiginlega lög- formlegt umhverfismat? Skiptir það nokkra ef það breytir ekki af- stöðu verndarsinna? Jú, það skipt- ir mjög miklu. Það skiptir máli að öllum sé ljóst hvað þama er að gerast og hvaða afleiðingar það muni hafa. Það skiptir máli að landsmenn hafi tækifæri til að láta sitt álit á því í ljósi á lögformlegan hátt og að lögformlegur aðili taki við því áliti og bregðist við því. Það skiptir máli að fara að lýðræð- islegum leikreglum. Lýðræðið skiptir máli. Þúsund ár dagur - ei meir Lýðræðið kostar oft tíma. En segir ekki í þjóðsöngnum okkar að þúsund ár séu dagur - ei meir. Við eram ekki að tala um þúsund ár - heldur nokkra mánuði. Hversu mörg ár var það land að mótast sem hér um ræðir? Þjóðin vill fá að segja álit sitt. A.m.k. þrír fjórðu landsmanna hafa ítrekað lýst þeim vflja í skoðanakönnunum. Þeir sætta sig ekki við þá bakdyraleið sem ríkisstjómin og Landsvirkjun eru að fara tfl þess að losna við að þurfa að svara athugasemdum fólksins. Valdsmenn eiga að hlusta á þjóð sína. Þeir verða að bregðast við ef þeir fá undirskriftir í tug- þúsunda tali. Umhverfisvinir setja markið hátt með þessari aðgerð. Það er mikið í húfi. Lýðræðið er í húfi. Og náttúra lands okkar er í húfi. Höfundur er fyrrverandi al- þingiskona og umhverfisvinur. Kristín Hall- dórsdóttir Fasteignagjöld á landsbyggðinni í LÖGUM um tekjustofna sveitarfé- laga segir í kaflanum um fasteignaskatt að stofn til álagningar skattsins skuh vera af- skrifað endurstofn- verð húsa margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík. Þetta þýðir að sveitar- félög á landsbyggðinni era að reikna fast- eignaskatta af ímynd- uðu verðmæti fast- eigna en ekki raunverulegu. Verð- mæti húss er allt að þrefalt meira ef það er staðsett í Reykjavík en úti á lands- byggðinni. Markmið þessa siðlausa laga- ákvæðis var að tryggja sveitarfélög- um á landsbyggð sömu tekjur og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu hafa af jafnstóram húsum. Eitt stærsta vandamálið í ís- lensku þjóðfélagi nú er stöðugur fólksflótti frá landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins og hafa fjöl- margar nefndir fengið það verkefni að finna lausn á vandanum og styrkja atvinnurekstur og búsetu í sveitum landsins. Þessi fólksflótti hefur m.a. leitt tfl mikillar hækkun- ar fasteignaverðs á höfuðborgar- svæðinu, vegna mikfllar eftirspum- ar, og horfa menn nú fram á 19% hækkun milli ára. Markaðsverð fa- steigna úti á landi lækkar víða vegna fólksflóttans en eigendur þeirra fá, að öllu óbreyttu, enn eina hækkunina á fasteignagjöld sín, ein- göngu vegna hækkunar í Reykja- vík. Þegar framangreint ákvæði var sett í lögin vöraðu vinnuveitendur við því og bentu á að með því væri verið að heimila að skattur væri lagður á eign sem væri í raun ekki tfl, en allt kom fyrir ekki. Þessi skattheimta kemur sér- staklega flla niður á ferðaþjónustu- fyrirtækjum þar sem fasteignir þeirra era ekki nýttar að marki nema yfir hásumarið og hefur hækkunin orðið svo gífurleg víða að rekstrarforsendur hafa breyst. Þegar atvinnurekendur tfl sveita hafa bent á að þeir fái heldur slæ- lega þjónustu af hálfu sveitarfélags- ins sé miðað við þjón- ustuna í stærri bæjum þá hafa fulltrúar sveit- arfélaganna lagt áherslu á 3. grein gild- andi laga um tekju- stofna sveitarfélaga þar sem stendur að álagning fasteigna- skatta teljist til al- mennrar skattlagning- ar, en séu ekki þjónustugjöld. Það hlýtur að vera athygl- isvert mál íyrir dóm- stóla landsins að skoða hvort fyrirtækin í landinu sitji við sama borð hvað varðar þessa skattheimtu. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- Ferðaþjónusta Þessi skattheimta, segír Erna Hauksdóttir, kemur sérstaklega illa niður á ferðaþjónustu- fyrirtækjum þar sem fasteignir þeirra eru ekki nýttar að marki nema yfír hásumarið. innar er kveðið á um endurskoðun á fyrirkomulagi fasteignagjalda þannig að skattstofninn endurspegli betur raunverðmæti fasteigna og var nýlega sett á laggimar nefnd sem fengið hefur það hlutverk að endurskoða lög um tekjustofna sveitarfélaga í heild og mun hún skila niðurstöðum vorið 2000. Það er Ijóst að þeir sem era að reyna að reka ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni una ekki þeim seinagangi. Þau era í dag að sligast undan háum fasteignagjöldum, sem lögð era á með ótrúlega siðlausum hætti, og munu þar af leiðandi ekki þola stórhækkun á næsta ári vegna hækkunar í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Erna Hauksdóttir Nýjar leiðir í Grafarholti BORGARSTJÓRN hefur nú samþykktar tillögur Reykjavikur- listans um úthlutun lóða í Grafar- holti, nýjasta hverfi Reykjavíkur. í þessum nýju úthlutunarreglum kveður við nýjan tón og horfið er frá miðstýrðum stjórnarháttum fortíðarinnar í átt til opinnar og réttlátari stjórnsýslu. Grafarholt- ið mun byggjast upp á næstu þremur til fjórum árum. Þar verða alls um 1500 íbúðir ásamt tilheyrandi þjónustukjörnum fyr- í>ir um 4500 manna byggð. Hverfið verður allt hið glæsilegasta og þar munu ferskir vindar leika í mörgum skilningi. Sérstæð nátt- úra, fjölbreyttar húsagerðir og fagurt útsýni til sjávar og lands. Það fer vel á því að þetta nýja hvefi ryðji þannig braut- ina fyrir heilbrigð- ari stjómarhætti í takt við kröfur nýrrar aldar og ár- þúsundamóta. Góðir kostir sameinaðir í grófum dráttum gera hinar nýju reglur ráð fyrir tvennskonar aðferð- um við úthlutun á byggingarrétti í þessum fyrsta áfanga Grafarholts- ins. I þeim eru sameinaðir ýmsir góðir kostir við úthlutun á bygg- ingarrétti. Annarsvegar er gert ráð fyrir því að byggingarrétti verði úthlutað til fyrirtækja, byggingarmeistara eða einstakl- inga þannig að sá sem hæst býð- ur í hverja lóð fái réttindin. Með þessu móti er komið í veg fyrir óeðlileg afskipti stjórnvalda við úthlutun þessara takmörkuðu gæða en alltof oft hafa stjórnvöld í Reykjavík legið undir ámæli vegna þesskonar afskipta á und- anfömum áratugum. Flokksgæð- ingar og aðrir velvildarmenn sitja nú við sama borð og aðrir bygg- ingaraðilar og sá þeirra sem hagkvæm- ast byggir er líklegast- ur tfl að hreppa hnoss- ið. Samhliða þessu munu nýju reglumar tryggja borgarbúum sanngjarnara verð fyr- ir þau takmörkuðu gæði sem lóðir og byggingarréttur era. A undanförnum áratug- um hefur Reykjavíkur- borg nefnilega afhent þessi gæði langt undir kostnaðarverði og því í raun niðurgreitt þau til byggingaraðila. Þetta hefur eðli máls- ins samkvæmt orðið til þess að myndast hefur líflegur eftirmark- aður þar sem braskað er með þessi réttindi á miklu hærra verði án þess að borgarbúar hafi notið þess á nokkurn hátt. Þessi niður- greiðsla hefur því engu breytt um fasteignaverð í Reykjavík enda lýtur það fyrst og fremst lögmál- um framboðs og eftirspumar en ekki einstökum kostnaðarþáttum hverju sinni. Af sömu ástæðum munu hærri gjöld vegna bygging- arréttarins væntanlega engin áhrif hafa á fasteignaverð í Reykjavík. Allir við sama borð Byggingarrétti vegna atvinnu- húsnæðis, félagslegs húsnæðis og hluta einbýlishúsahverfisins verð- ur hinsvegar úthlutað samhvæmt umsóknum á föstu verðlagi, enda Lóðaúthlutun Með þessum nýju út- hlutunarreglum, segir Hrannar Björn Arnarsson, stígur Reykjavíkurlisinn enn eitt skrefið í átt til opn- ari og nútímalegri stjórnarhátta. lúta þessar lóðir ýmsum ómark- aðstengdum hagsmunum sem nauðsynlegt er að hafa í huga við uppbyggingu hverfisins. Atvinnu- reksturinn verður til að mynda að falla vel að skipulagi hverfisins og uppbygging félagslegs húsnæðis verður að skipuleggjast í náinni samvinnu við borgaryfirvöld. Til að jafna þann fjárhagslega að- Hrannar Björn Amarsson stöðumun sem óneitanlega ríkir á milli einstaklinga og fyrirtækja í byggingariðnaði, þótti meirihluta borgarstjórnar einnig rétt að hluti þeirra einbýlishúsa sem byggð verða i hverfinu yrði af- hentur beint til einstaklinga án þess að til kæmi samkeppni þeirra við fjársterka bygginga- raðila. Um þessar umsóknir gildir þó sama grundvallarjafnræðis- reglan og gildir um afhendingu byggingarréttar vegna annarra íbúða í hverfinu.. Til að tryggja slíka sanngjarna úrlausn verður öllum umsóknum um umrædd einbýlishús safnað í pott og úr honum dregnar þær sem sam- þykktar verða. Afskipti stjórn- valda verða því útilokuð og allir umsækjendur sitja við sama borð. Samstarf um betri stjórnsýslu Með þessum nýju úthlutunar- reglum stígur Reykjavíkurlisinn enn eitt skrefið í átt til opnari og nútímalegri stjórnarhátta. Reglu- rnar hafa verið unnar í góðu sam- ráði við helstu aðila byggingar- iðnaðarins og þess ber að vænta að reynslan og áframhaldandi samráð við borgarbúa auðveldi okkur enn frekari skref í þessa átt. Uppbygging Grafarholtsins markar því margþætt ánægjuleg þáttaskil í sífelldri þróun Reykja- víkurborgar. Það er vel. Höfundur er borgarfulltrúi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.