Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til húsmóður á Seyðisfírði og hluthafa í Austurlandi KÆRA frú. Það er merkileg greinin sem þú, Karó- lína Þorsteinsdóttir, skrifar í Morgunblað- ið þann 2. nóvember. Alhæfíngar, tvískinn- ungsháttur og rang- túlkanir koma þar við sögu. I fyrstu mætti halda að þú værir á móti því að rjúpan sé veidd, en síðan kemur í ljós að þér er í raun alveg sama um hana, þú virðist bara vera á móti því að borgar- búar veiði hana. Þú virðist reyndar vera almennt á móti fólki úr höfuð- borginni. Grein þín hefst á því að þú lýsir komu vígasveita til Egilsstaða. Hefur ekki hvarflað að þér að þar gætu líka verið á ferð burtfluttir Austfirðingar og skyldmenni? Eða Akureyringar sem eru búnir að búa í Reykjavík í áratug? Þú minnist á vin þinn sem virðist vera voða rómantískur veiðimaður í gallabuxum og lopapeysu, eins og það skipti einhverju, og skjóti bara nokkrar rjúpur. Þú telur að hann eyðileggi ekki stofninn en gefur í skyn að vígamennirnir úr borginni geri það og séu þar að auki að troðast inn á landssvæði sem þeir eigi ekkert með að vera á, því að Austurland sé eign þeirra sem þar búi. Ég get nú upplýst þig um það að ég þekki ekki einn einasta veiðimann í Reykjavík sem veiðir rjúpur í at- vinnuskyni (enda harla lítið upp úr því að hafa með tilliti til kostn- aðar) og reyndar þekki ég ekki einn einasta sem veiðir mjög mik- ið eða svo að fjölskylda viðkom- andi og nánustu geti ekki nýtt, en ég veit um fjölmarga á Austfjörð- um sem veiða mörg hundruð rjúp- ur á hverju hausti og hafa af því atvinnu (án þess að ég sé nokkuð að gagnrýna þá sér- staklega). Ég fór í heimsókn til Austfjarða fyrir nokkrum árum á rjúpnaveiðitímanum, og hlustaði þar á svæðisútvarp Aust- fjarða. Þar var verið að ræða um akstur utan vega á Fljóts- heiðinni og sagði sá er við var rætt að það væri vandamál, en þá var ekki verið að tala um Reykvíkinga neitt sérstaklega enda var ekki mikið af þeim á þessum slóðum þá. En það er rétt hjá þér að því mið- ur eru svartir sauðir sem skemma fyrir heildinni eins og oft er, en þvílík firra að kenna Reykvíking- um einum um. Og ég vil nú spyrja þig. Af hverju ert þú á móti Reykvíking- um? Hafa þeir gert þér eitthvað, Byggðarígur Hafa Reykvíkingar gert þér eitthvað? spyr Guð- mundur Guðlaugsson, eða telurðu í einhverri alvöru að þeir séu á móti þér vegna þess að þú býrð á Seyðisfírði? eða telurðu í einhverri alvöru að þeir séu á móti þér vegna þess að þú býrð á Seyðisfirði? Af hverju ritarðu í neikvæðum tóni um fólk sem lætur sig umhverfisvernd snerta? Ég er viss um að flestir Austfirðingar eru í hjarta sínu fólk sem vill náttúrunni vel. Er það ekki í lagi? Ef að Reykvíking- Guðmundur Guðlaugsson ur er á móti því að sökkva Eyja- bökkum án ítarlegra rannsókna eða vegna þess að hann telji að þeir séu verðmætari til lengri tíma á þurru, er hann þá á móti Austfirðingum? Mega Reykvík- ingar ekki hafa skoðun á því hvað gert er við landið og í hvaða til- gangi? Það er alveg ljóst að við höfum fjárhagslegan ávinning af því að það gangi vel á Austfjörð- um. Þú segir: „Hugmyndir umhverf- isverndarmanna um það hvað dreifbýlisfólki sé nógu gott til andlegra og veraldregra þarfa eru hreint ótrúlegar. Þó tekur það út yfir allan bálk ef það er beinlínis fólk úr þeim geira sem flykkist nú hingað í hundraðatali til að eyða hér landi - og skógi og fugli.“ Svona yfirlýsingar dæma sig náttúrlega sjálfar en ég spyr: Eru þessir hræðilegu umhverfisvernd- arsinnar eingöngu Reykvíkingar og allir hinir dreifbýlisfólk? Er ekki hægt að vera umhverfis- verndarsinnaður þó að maður sé hlynntur því að nýta auðlindir landsins skynsamlega s.s. físk, fugl, vatnsorku? Er enginn um- hverfisverndarsinni á landsbyggð- inni? Það þarf að taka á utanvega- akstri. Besta leiðin er sú að byrja ekki að veiða fyrr en það er kom- inn snjór því þá þarf ekki að sækja eins langt eftir rjúpunni. í haust hefði átt að loka á veiðarnar tímabundið vegna snjóleysis eins og ákveðnum hólfum er lokað vegna smáfisks á sjónum. Með því er líka komið í veg fyrir að of mik- ið sé gengið á stofninn því erfitt er að veiða hann eftir að snjór er kominn og rjúpan dreifist um allt. Við eigum að reyna að lifa í sátt og samlyndi og hætta þessum endalausa ríg á milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hverjir eru það sem búa í Reykja- vík? Er það ekki m.a. stór hópur fólks sem flutt hefur af lands- byggðinni og afkomendur fólks utan af landi. Einu sinni bjuggum við öll í sveitum. Eiga ekki flestir ættingja og vini í höfuðborginni og öfugt? Ég vona að byggð verði styrkt á Austfjörðum svo að fólk megi búa þar áfram. Einhverjir þurfa líka að veita þjónustu öllum þeim sem flykkjast austur, vonandi þó ekki í þeim tilgangi að eyða þar skógum, landi og fugli. Höfundur er áhugamaður um náttúru fslands og skotveiðar. <f>ú upplifir hvúd d nýjan hdtt í LA-Z-BOY hnakka. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir á blóðrás og hjarta. HUSGAGNAHÖLUN Btldshöfði 20-112 Reykjavík Sími SIO 8000 Framleitt í USA Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-. Aklæði & leður í miklu úrvali. FÖSTU’UAGUR 19. NÓVEMBER 1999 57 lÓlflHlflgBORP I mqÓLFSSKflLfl Á komandi aðventu býður Ingólfsskáli upp á íslenskt jólahlaöborö í einstöku umhverfi sem hæfir sönnum íslendingum. Komið og njótið íslenskrar gestrisni í eina Víkingahúsi landsins þar sem langborðin svigna undan Ijúffengum réttum, og ljúfir lifandi tónar hljóma. V Pantanir og upplýsingar INGÓLFSSKÁLIVEITINGAHÚS S: 483-4160 / 483-4666 Fax: 483-4099 e-mail: basinn@islandia.is Tilboðið gildir HAGKAUP Meíra úrval - betri kaup í'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.