Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 19.11.1999, Qupperneq 72
1 ■ • -............. ■ ■ ........Hjyý"~| 72 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jón Torfason sigrar á öðlingamóti SKAK Taflfélag Ileykjavfkur ATSKÁKMÓT ÖÐLINGA Nóvember 1999 JÓN Torfason sigraði á atskák- móti öðlinga 1999 eftir æsispenn- andi keppni við Jóhann Örn Sigur- jónsson. Þeir urðu jafnir og efstir á mót- inu með 5'A vinning í sjö skákum og voru einnig jafnir að stig- um. Þeir tefldu því ein- vígi um efsta sætið á mótinu. Þar hafði Jón betur og telst því sig- urvegari mótsins. Urslit mótsins urðu sem hér segir: 1-2. Jón Torfason 5Vz v. 1-2. Jóhann Örn Sigur- jónss. 5‘Á v. 3. Júlíus Friðjónsson 5 v. (13,50 st.) 4. Sævar Bjamason 5 v. (12,50 st.) 5. Bemard J. Scudder 4 v. o.s.frv. Tefldar voru 30 mínútna atskák- ir. Skákstjóri var Ólafur S. Ás- grímsson. Stefán Amalds sigrar á atkvöldi Stefán Arnalds sigraði á atkvöldi Hellis sem haldið var hinn 15. nóv- ember. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Stefán Amalds 6 v. 2. -4. Benedikt Egilsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon 5 v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfús- son. Næsta atkvöld Hellis fer fram 6. desember 1999 og þá fer jafnframt fram verðlaunaafhending vegna Is- landsmótsins í netskák 1999 sem Hellir stóð að ásamt Símanum- Internet. Bikarmót TR Hið árlega bikarmót Taflfélags Reykjavíkur stendur nú yfir. Að loknum sex umferðum er staðan þessi: 1.-2. Sigurður Daði Sigfússon 4V4 v. 1.-2. Ríkharður Sveinsson 4V4 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 3’Æ v. 4. Torfi Leósson 3 v. 5. Stefán Amalds 3 v. o.s.frv. Yfir 1.500 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Unglingameistaramót Hellis Nú er þremur umferðum lokið á unglingameistaramóti Hellis 1999. Efstir á mótinu eru: I. -2. Dagur Amgrímsson og Birkir Öm Hreinsson 3 v. 3.-10. Örn Stefánsson, Atli Freyr Krist- jánsson, Benedikt Öm Bjamason, Hall- dór Heiðar Hallsson, Oddur Thoraren- sen, Sigurjón Kjærnested, Vilhjálmur Atlason og Hjörtur Ingvi Jóhannsson 2 v. II. -14. Birkir Thorarensen, Birgir Þór Magnússon, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Knútur Otterstedt lVz v. o.s.frv. Þátttakendur eru 23. Mótinu verður fram haldið 22. nóvem- ber. Skákstjóri er Vig- fús Ó. Vigfússon. Unglingameistara- mót íslands í kvöld Skáksamband ís- lands heldur Ung- lingameistaramót Is- lands 1999 (fyrir skák- menn fædda 1979 og síðar) daganá 19.-21. nóvember nk. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi og er umhugsunartíminn 1 klst. á keppanda. Mótið hefst klukkan 19:30 föstu- daginn 19. nóvember og verða tvær fyrstu umferðimar tefldar þá um kvöldið. Á laugardeginum verða 3.-5. umferð tefldar og hefst taflið kl. 13. Á sunnudeginum hefst keppnin einnig klukkan 13 og þá verða tvær síðustu umferðimar tefldar. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Þátttökugjald er kr. 800. Skráning fer fram í síma Skáksambands Islands, 568-9141, kl. 10-13 í dag og á mótsstað frá kl. Í9. Unglingameistari Islands fær farseðil á skákmót erlendis í verð- laun, en auk þess verða skákbækur í verðlaun fyrir 1.-5. sæti. Skákmót á næstunni 19.11. SÍ. Unglingameistaramót Islands 21.11. SÍ/Síminn-Internet. Mátnetsmót 22.11. Hellir. Fullorðinsmót 25.11. Hellir. Sveitak. grunnsk. í Breið- holti 26.11. TR. Klúbbakeppni 28.11. Hellir. Kvennaskákmót 28.11. SÍ/Síminn-Intemet. Mátnetsmót Daði Örn Jónsson Jón Torfason Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauöviöarg rind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnirtil afhendingar. mmxsmmsmm Sýningarsalur opinn alla daga VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um kýrnar MIKIÐ hefur verið rætt um það undanfarið að bæta íslenska kúakynið eða skipta yfir í norskan kúastofn. Það líst mér illa á. I hug mér kemur hvern- ig fór í Viðey forðum, þeg- ar bæta átti kúakynið; kýrnar drápust vegna stærðar kálfanna. Það er hollusta íslensku mjólkurinnar sem vegur þungt. Sagt er að efni í ís- lensku mjólkinni geti bægt frá sjúkdómum. Það fæst eflaust meira magn mjólk- ur úr erlenda kúastofnin- um, en er þörf á því? Verða þessar kýr ekki þurftafrekari? Eitthvað mun kosta að breyta fjós- unum og stækka básana. Eg vona að stjómvöld athugi vel alia þætti máls- ins áður en svona lagað verður leyft. Ólöf Pétursdóttir. Slæm gjaldeyrisþjónusta EG fór til Kanada með stuttum fyrirvara og treysti á að geta fengið gjaldeyri í Landsbankan- um í Leifsstöð. En bank- inn átti ekki kanadíska dollara sem kom sér mjög illa fyrir mig. Þama voru a.m.k. 6-7 manns í sömu erindagjörðum og sumir þeirra ákváðu að fara þessa ferð með mjög stutt- um fyrirvara og treysti fólk á þetta. Vil ég vekja athygli fólks á þessu. Þessi banki er með einokunarað- stöðu þama og verður fólk að geta treyst á að hann veiti almennilega þjónustu. Guðrún. Fyrirspurn HULDA hafði samband við Velvakanda og var hún með fyrirspurn sem hún vonar að einhver treysti sér til að svara. Var hún að velta því fyrir sér hvers vegna íslenskar verslanir beri ekki íslensk nöfn. Segir hún að flestar aug- lýsingar sem hún sjái í blöðum séu frá verslunum sem bera erlend nöfn. Seg- ir hún að það stingi sig að sjá öll þessi erlendu versl- unarnöfn, sérstaklega á degi tungunnar. Hulda. Tapað/fundið Pels tekinn í misgripum NYR pels var tekinn úr fatageymslu á Café Victor sl. laugardagskvöld, 13. nóvember. Þetta er tilfinn- anlegt tjón fyrir eigandann sem er einstæð móðir í há- skóla með tvö böm. Skilvís finnandi skili pelsinum á Café Victor aftur. Svört Nike- íþróttataska týndist SVÖRT Nike-íþróttataska týndist 5.-7. nóvember í Reykjavík. í henni var m.a. gsm-sími. Skilvís finn- anid hafi samband í síma 557 9248 og 482 3020. Steingrá hliðartaska týndist STEINGRÁ hliðartaska með rennilás, kventaska, gleymdist í strætisvagni, leið 6, um kvöldmatarleyt- ið sl. mánudag. I töskunni vom geisladiskar, snyrti- vörar o.fl. Þeir sem hafa orðið varir við töskuna vin- samlega hafið samband í síma 561 8486. Dýrahald Síamsköttur týndist í Artúnsholti SÍAMSKÖTTUR, grár og svartur með blá augu, týndist í Ártúnsholtinu sl. fimmtudagskvöld. Hann er eymamerktur og gegnir nafninu Fróði. Fróði gæti hafa villst þar sem hann var nýfluttur í hverfið. Þeii- sem hafa orðið hans varir hafi samband við Láru í síma 587 5281. Páfagaukar í búri fást gefins TVEIR ungir páfagaukar í búri fást gefins. Upplýs- ingar í síma 551 9028. Mína er týnd HÚN Mína okkar er týnd, hún sást síðast á heimili sínu í Hátúni sunnudaginn 14. nóvem- ber. Fólk er beðið um að litast um í geymslum og skúrum, hún gæti af for- vitni hafa skotist þar inn. Einnig eru þeir sem hafa séð til ferða hennar beðn- ir að láta vita í síma 896 8171 eða 562 2977. Fundarlaun. SKAK IJmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opna Monarch Assurance-mótinu í Port Erin á Isle of Man í nóvember. Grikkinn D. Agnos (2.455) hafði hvítt og átti leik gegn Dananum Bjarke Kristensen (2.405) 37. Bxg7! - Dxg3 38. Hh8+! - Kxg7 39. De5+ - Kf7 40. De8+ - Kf6 41. Hf8+ og svartur gafst upp. Rússinn Sergei Shipov og Hvítur leikur og vinnur. Emil Sutovsky frá ísrael, sigruðu á mótinu með 6'/2 v. af 9 mögulegum. Nigel Short var í hópi þeirra sem komu næstir með 6 v. Víkverji skrifar... VÍKVERJI horfði á beina út- sendingu frá Edduverðlauna- hátíðinni og hafði lúmskt gaman af, enda alltaf spennandi að horfa á fræga fólkið í sparifötunum, hvort heldur um er að ræða útlenska „þotuliðið“ eða hið íslenska. Is- lenska „þotufólkið“ stendur síst að baki hinu erlenda hvað varðar and- legt og líkamlegt atgjörvi, eini munurinn er sá að fræga fólkið á Islandi á engar þotur. Enda kannski líka óþarfi þar sem vega- lengdin frá Breiðholti og niður í miðbæ er ekki svo mikil að einka- bíllinn dugi ekki, eða þá leigubíll í einstaka tilvikum, ef menn vilja gera sér dagamun og fá sér í glas á Astró eða Rex. Víkverji biðst forláts. Það er ekki sanngjamt að hafa Edduverðlaunin eða Islensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíuna í flimtingum með þessum hætti. Bæði fyrirbrigðin eiga fyllilega rétt á sér og vonandi eiga Edduverðlaunin eftir að verða íslensku sjónvarps- og kvikmynda- gerðarfólki hvatning til frekari dáða. Það var bara svo skondið að horfa upp á þetta, kannski vegna þess að hér var greinilega verið að líkja eftir afhendingu Oskarsverð- launanna og í íslensku samhengi verður það dálítið hallærislegt. Hér er allt svo smátt í sniðum að þetta form gengur tæplega upp að mati Víkverja. Sama fólkið kemur iðu- lega við sögu og til dæmis sá Vík- verji ekki betur en Ingvar Sigurðs- son leikari kæmi fram í öllum myndskeiðum sem þama vom sýnd. Kannski ekki öllum, en afar mörg- um að minnsta kosti. Hér er ekki verið að gera lítið úr Ingvari, hann er uppáhaldsleikari Víkverja og hef- ur verið lengi. Reyndar var ekki úr svo mörgum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum að spila. „Ungfrúin góða og húsið“ fékk tilnefningu í nánast öllum flokkum enda sögðu gárungamir að svo mörg myndskeið hefðu verið sýnd úr myndinni þama um kvöldið að menn þyrftu ekki að ómaka sig við að fara í kvikmyndahús til að sjá hana. Víkverji ætlar samt að drífa sig áður en sýningum lýkur. Mynd sem hlýtur svona inörg verðlaun hlýtur að vera einnar kvöldstundar virði. XXX VÍKVERJI vill nota tækifærið í þessum pistli, enn og aftur, til að taka upp hanskann fyrir Ríkis- sjónvarpið. Flestir sjónvarpsþætt- imir, sem tilnefndir vom á Eddu- verðlaunahátíðinni, vora framleidd- ir fyrir Ríkissjónvarpið. Það segir sína sögu um hlut þess í íslenskri dagskrárgerð. Landlægt nöldur um að Ríkissjónvarpið sé leiðinlegt og niðurdrepandi á heldur ekki við rök að styðjast að mati Víkverja. Er honum ekki grunlaust um að þetta neikvæða tal sé orðið eins konar kækur hjá fólki sem orðið er svo „ameríkanserað" í hugsun að ekkert fær hreyft við því nema aulafyndni og fjöldamorð. Ríkissjónvarpið býður upp á fjöl- breytta dagskrá og sem dæmi má taka dagskrána síðastliðið fimmtu- dagskvöld, en þá horfði Víkverji á dagskrána frá því fréttir hófust klukkan sjö og framyfir seinni frétt- ir klukkan ellefu. Eftir fréttir var Frasier (sem að vísu er byggður upp á amerískri aulafyndni, en þó skárri en margir aðrir þættir af því tag- inu), því næst kom spurningaþáttur- inn Petta helst... og strax þar á eftir gamla kempan Derrick, þá Nýjasta tækni og vísindi og að þeim þætti loknum ágætur bandarískur mynda- flokkur, sem nýlega hóf göngu sína, Feðgarnir. Víkverji undi vel hag sín- um fyrir framan sjónvarpstækið þetta kvöld og fann enga þörf hjá sér til að skipta um rás. XXX VÍKVERJI vill ennfremur nota hér tækifærið og þakka þeim Auði Haralds og Kolbrúnu Berg- þórsdóttur fyrir bráðskemmtilegan útvarpsþátt á Rás tvö á sunnudög- um, Sunnudagslærið, sem sam- kvæmt kynningu er „safnþáttur um sauðkindina og annað mannlíf‘, en í þættinum fara þær stöllur á kost- um. Sérstaklega er Víkverji ánægð- ur með tónlistina sem flutt er í þættinum, en í þeim efnum kennir ýmissa tóna frá öllum heimshom- um. Þessi þáttur er hreinasta „perla“ að mati Víkverja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.