Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 1
267. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FBI-menn til
Egyptalands
Washington, Kaíró. Thc Daily Telegraph, AP.
AÐSTOÐARFLUGMAÐUR
egypsku Boeing-vélarinnar sem
hrapaði við Massachusetts fór 14
sinnum af ákefð með bænarorðin
„Eg treysti Guði“ er hann var
einn við stýrið. Hópur liðsmanna
bandarísku alríkislögreglunnar,
FBI, er farinn til Egyptalands til
að aðstoða félaga sína hjá sam-
gönguöryggisráðinu bandaríska,
NTSB, og flugmálastofnuninni,
FAA, við rannsóknina, að sögn
bandarísks stjórnarerindreka.
Amr Moussa, utanríkisráð-
herra Egyptalands, sagði í gær á
blaðamannafundi að rannsóknin
beindist alis ekki að því að um
glæpsamlegan ásetning hefði
verið að ræða. „Hér er um að
ræða sameiginlega leit að sann-
leikanum ... Við eigum samstarf
við bandarísku rannsóknaraðil-
ana á öllum sviðum,“ sagði
Moussa.
Getum hefur verið leitt að því
að aðstoðarflugmaðurinn hafi
viljandi steypt vélinni í hafið og
framið þannig sjálfsvíg. The
DaHy Telegraph fullyrðir að
egypskir sérfræðingar séu sam-
þykkir þeirri skýringu en hátt-
settir fulltrúar EgyptAir og
hershöfðingi í nánum tengslum
við Hosni Mubarak Egypta-
landsforseta hafi nú verið sendir
til Washington og þeir reyni að
hindra að ábyrgð verði varpað á
EgyptAir og starfsmenn þess.
Harðir bardagar við
borgarmörk Grosní
Urus-Martan, Sleptsovskaya. AFP, AP.
ÞUNGAMIÐJA átakanna um yfir-
ráð yfir Tsjetsjníu milli stjómar-
hers Rússa og aðskilnaðarsinnaðra
skæruliða Tsjetsjena færðist í gær
að bænum Urus-Martan, rétt utan
við borgarmörk Grosní, höfuð-
borgar sjálfstjórnarlýðveldisins.
Segjast Rússar nú mjög nálægt því
að umkringa Grosní. Býst her-
stjórnin við því að hafa lokað
hringnum í byrjun desember, að
sögn Interfax-fréttastofunnar.
Samgöngur suður úr Grosní
liggja um Urus-Martan og vegna
þessa hernaðarlega mikilvægis
bæjarins hafa skæruliðar Tsjet-
sjena búizt þar til vamar í skot-
gröfum. Vörðust þeir árásum stór-
skotaliðs og flughers Rússa með
sprengjuvörpum og loftvaraaflug-
skeytum.
AFP hefur eftir rússneskum
hermanni á vettvangi rétt utan við
Uras-Martan að hann vænti þess
að skipun um að taka bæinn verði
gefin út í vikunni.
Hvattir til að hörfa
bardagalaust
Straumur flóttamanna frá
átakasvæðinu heldur áfram. Yfir
220.000 íbúar Tsjetsjníu hafa nú
forðað sér undan hemaðinum, sem
hófst fyrir tveimur mánuðum.
Tsjetsjenar, sem ekki ráða yfir
eins stórvirkum vopnum og Rúss-
ar, hafa fram að þessu jafnan hörf-
að undan ofureflinu. Segja Rússar
5-6000 skæruliða nú bíða þess í
Grosní að láta sverfa til stáls við
innrásarliðið.
Trúir á Samkomulag
Anatolí Kvashnín, yfirmaður
rússneska heraflans í Tsjetsjníu,
hefur lagt áherzlu á að lið hans
muni ekki freista þess að uppræta
alla andstöðu í héraðshöfuðborg-
inni. Segist hann trúa því að í
Grosní fari eins og í öðram
tjetjsenskum bæjum sem Rússar
hafa tekið, að íbúarnir vilji fyrir
alla muni forða því að allt leggist í
rúst í bardögum og þrýsti þvi á
skæraliðana að hörfa, þannig að
hersveitir Rússa geti tekið borgina
mótstöðulítið.
„Fólk mun komast að samkomu-
lagi um þetta við óbótamennina, og
við munum hjálpa þeim að gera
það,“ sagði Kvashnín í sjónvarps-
viðtali.
En þar sem Grosní er mikilvæg-
asta bækistöð hinna sjálfstæðis-
sinnuðu skæraliða er að mati
sumra stjórnmálaskýrenda senni-
legt að þeir muni freista þess að
verjast fram í rauðan dauðann.
Clinton
hylltur í
Búlgaríu
Sofia. AP.
CLINTON Bandarikjaforseta var
vel fagnað af mannfjölda í mið-
borg Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu,
þegar hann kom þangað í opin-
bera heimsókn í gær. Hann er
fyrsti forseti Bandaríkjanna sem
kemur til landsins og sagðist hann
við komuna þangað vera stoltur af
því.
Clinton ávarpaði mannfjölda
sem safnast hafði saman við Al-
exander Nevski dómkirkjuna í
gærkvöldi og bað þá meðal annars
fólk um að sýna þolinmæði og
búast ekki við því að árangur
breyttra stjómarhátta skilaði sér í
bættum lífskjörum fyrr en ef til
vill eftir nokkra hríð.
Fyrr um daginn þakkaði Clin-
ton valdhöfum í landinu fyrir
stuðning þeirra við stríðsrekstur
NATO í Kosovo.
Kirkjur lokaðar
í landinu helga
Nasarct. AP.
PRESTUR, til vinstri, útskýrir
fyrir einu sóknarbarni sinu að það
verði frá að hverfa því kirkja
hans, Kirkja hinnar helgu grafar í
Jerúsalem, sé lokuð.
Kirkjur voru lokaðar um allt
fsraelsríki í gær og verða lokaðar
í dag til að mótmæla áformum um
byggingu mosku nálægt boðunar-
kirkjunni í Nasaret, borginni þar
sem Jesús ólst upp samkvæmt frá-
sögn guðspjallanna.
Rannsókn mannréttindabrota á A-Tímor
Yfirmenn hersins
dregnir til ábyrgðar
Jakarta, Dili. AP, AFP.
YFIRMAÐUR nefndar á vegum
Indónesíustjómar sem ætlað er að
rannsaka meinta glæpi indónes-
ískra hermanna á Austur-Tímor,
sagði í gær að lýrrverandi yfirmenn
hersins á eyjunni yrðu leiddir fyrir
rétt og látnir svara til saka.
Nefndin var sérstaklega skipuð
af stjómvöldum í Indónesíu vegna
átakanna á A-Tímor sem hófust eft-
ir að meirhluti íbúa þar greiddi at-
kvæði með sjálfstæði í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 20. ágúst.
Starfshópur á vegum Sameinuðu
þjóðanna vinnur einnig að því að
rannsaka morð, nauðganir og
mannréttindabrot sem íbúar hlið-
hollir Indónesíustjóm frömdu á að-
skilnaðarsinnum og talið er að her-
menn Indónesíu hafi tekið þátt í.
Yfirmaður rannsóknamefndar Ind-
ónesíustjómar sagði að vinna
starfshóps SÞ hefði ekki áhrif á
störf nefndarinnar.
Samkomulag náðist í gær milli
herforingja úr her Indónesíu og yf-
irmanna alþjóðlega friðargæsluliðs-
ins á A-Tímor um flutning flótta-
manna aftur til síns heima sem
flúðu yfir til V-Tímor þegar óöldin
geisaði. Meira en 250.000 manns frá
A-Tímor flúðu yfir til V-Tímor þeg-
ar ofsóknimar hófust. Richard Hol-
brooke, sendiherra Bandaríkjanna
hjá SÞ, var viðstaddur undirritun
samkomulagsins og sagðist við það
tækifæri vona að það yrði upphafið
að sáttum milli deiluaðila.
Ólga í Aceh-héraði
í gær fundust lík indónesískra
lögreglumanna sem byssumenn
rændu í Aceh-héraði, sem er vest-
asti hluti Indónesíu, lyrr í þessum
mánuði. Byssumenn brenndu einn-
ig til granna nokkrar byggingar í
héraðinu um síðustu helgi, þar á
meðal skóla og aðrar opinberar
byggingar.
Talið er að ódæðisverkin séu lið-
ur í baráttu skæraliða aðskilnaðar-
sinna í héraðinu og stjómvalda í
Jakarta.
Abdurrahman Wahid, forseti
Indónesíu, hefur lýst sig reiðubúinn
til að fallast á allsherjaratkvæða-
greiðslu í Aceh-héraði en vitað er að
margir aðrir áhrifamenn í ríkinu
era því andvígir. I gær útilokaði
þannig varnarmálaráðherra lands-
ins, Yuwono Sudarsono, að íbúar
héraðsins fengju að kjósa um fullt
sjálfstæði.