Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r
FRETTIR
Spurt á málræktarþingi um hlut íslensku í háskólum
Dregur markaðshyggja úr
vægi íslensku í háskólum?
Islensk fræði eru ef til vill ekki lengur
þungamiðjan í heimspekideild Háskóla
✓
Islands. Alþjóðahyggja og markaðsvædd
menntun hefur minnkað vægi íslenskunnar
í HI. Inga Rún Sigurðardóttir
hlustaði á Kristján Árnason prófessor á
málræktarþingi 1999. Hann spurði hvort
hætta væri á að hlutur íslenskra fræða
í Háskóla Islands minnkaði of mikið. Hann
vill skýrari stefnu í málinu.
Islensk hreintungustefna er
hagnýt, að sögn Kristjáns. Hann
segir að það sé vegna þess að hún
henti einkar vel þegar laga á ís-
lenskuna að nýjum tímum. „Það
verður að huga að stöðu tungunn-
ar í daglegu lífi. Við getum sett
saman endalausan forða snjallra
nýyrða og gert tunguna þannig
færa um að fjalla um nýjustu
tækni og vísindi. Þessi orðasmíð er
unnin fyrir gýg ef íslenska verður
ekki notuð nema af einhverjum
sérvitringum,“ sagði Kristján.
Verslað með íslenskuna
ALÞJOÐAHYGGJA og menntun
sem markaðsvara virðast hafa
minnkað vægi íslenskunnar og ís-
lenskra fræða innan Háskóla Is-
lands. Þetta kom fram í fyrirlestri
Kristjáns Árnasonar, formanns ís-
lenskrar málnefndar og prófessors
við íslenskuskor Háskóla íslands.
Fyrirlestur hans, „Islenska í æðri
menntun og vísindum", var hluti af
dagskrá málræktarþings sem
haldið var í hátíðasal Háskóla ís-
lands síðastliðinn laugardag, 20.
nóvember. Meginefni þingsins var
að þessu sinni íslenskt mál og
menntun.
Kristján sagði að Háskóla Is-
lands bæri að móta sér stefnu í
málefnum íslensku og íslenskra
fræða. Til þess að fræðin aðlagist
samfélaginu þurfa þau að vera á
íslensku. „Við komumst ekki hjá
því að horfast í augu við það að ís-
lenska er alls ekki ein um hituna
hér á landi og verður það vafalaust
enn síður í framtíðinni. Ahrif
skólakerfisins og menntastofnana
munu hér ráða úrslitum, ekki síst
Morgunblaðið/Ásdís
Getur Háskóli Islands verið þekktur fyrir að haga málum sinum
þannig að íslensk fræði þynnist út? spurði Kristján Árnason, for-
maður íslenskrar málnefndar. Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, er með honum á myndinni.
starfið á háskólastigi. Hinir er-
lendu straumar í tækni, vísindum
og hugsun mæða mest á því skól-
astigi, og það er auðvitað hlutverk
íslenskra háskóla að vinna úr
þessu og veita inn í íslenskt samfé-
lag,“ sagði Kristján.
Hagnýt hreintungustefna
í þessu sambandi talaði hann
um mikilvægi íðorðastarfs. Það
felst m.a. í gerð íðorðasafna sem
innihalda sérfræðiorð ákveðinnar
fræðigreinar á íslensku. Kristján
tók sérstaklega fram að lítil til-
hneiging væri til þess að halda
námskeið á ensku innan verkfræði
og raungreinanna. Hann sagði það
vera að þakka því að í mörgum
þessum greinum hefði verið unnið
við gerð íðorðasafna og kallaði
Kristján það „hið þarfasta verk“.
í máli Kristjáns kom fram að sí-
fellt fleiri námskeið eru haldin á
ensku í Háskólanum og má rekja
það að nokkru leyti til erlendra
gestafyrirlesara en annað atriði,
sem oft er nefnt í þessu sambandi,
er fjöldi erlendra skiptinema. „Eg
hef heyrt umræðu um viðskipta-
jöfnuð við önnur lönd. Ef íslenskir
stúdentar eiga að fá að sækja er-
lenda háskóla á Háskólinn að taka
við tilteknum fjölda erlendra nem-
enda. Hér má spyrja hvort þau
viðskipti sem hér um ræðir séu á
jafnréttisgrundvelli. Ekki er gert
ráð fýrir öðru en íslenskir stúdent-
ar sem sækja nám í öðrum löndum
læri þarlendar tungur," sagði
Kristján.
Lengi vel voru íslensk fræði
þungamiðjan í heimspekideild, að
sögn Kristjáns. Nú er svo komið
að sagnfræðiskor er orðin stærri
en íslenskuskor þótt ekki muni
miklu, eða einungis einum nem-
anda. Kristján talar um að áhrif al-
þjóðahyggjunnar innan heim-
spekideildar beini kröftum
Háskólans smám saman frá hinu
íslenska yfir í það almenna. „Auð-
vitað getur Háskólinn ekki þving-
að menn til að læra íslensku eða
bannað þeim að leggja stund á er-
lend fræði. En hann getur ekki
Við Vatnsfell búa nú 160-170 manns í litlu þorpi.
Nærri 170 íbúar í litlu
þorpi við Vatnsfell
Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson
Þrátt fyrir tafir er verkið í heild að mestu á áætlun og einstaka verk-
þættir eru á undan áætlun.
MILLI160 og 170 manns búa nú 1
Vatnsfellsbúðum og eru þeir
starfsmenn verktaka sem hafa
það hlutverk að koma upp Vatns-
fellsvirkjun, hver með sinn verk-
þátt. Þama hefúr risið lítið þorp í
um 500 metra hæð sem hefur eig-
in götulýsingu, brunavarnir,
sjúkrabfl og sorphirðu og að sjálf-
sögðu mötuneyti sem sér um að
allir fái nauðsynlega næringu.
Kolbrún Geirsdóttir er matráð-
skona í Vatnsfellsbúðum sem ÍAV-
Isafl hefur komið upp og eru
starfsmenn verktakans þar í fæði
en auk þeirra einnig menn frá
Arnarfelli, Fossvélum og VSÓ en
Kolbrún segir að öðrum búðum
verði komið upp næsta sumar.
„Eg hef bæði gaman af elda-
mennsku og ekki spillir það að
vera í Ijallaloftinu hér,“ segir Kol-
brún en hún hefur 20 ára reynslu
af rekstri mötuneytis á virkjana-
svæðum og segir að veðrið hafi
verið ágætt við Vatnsfell í haust,
aðeins einu sinni verið verulega
slæmt. Kolbrún byrjaði við Hraun-
eyjafoss sumarið 1979 og hefur
siðan unnið við bæði Sultartanga
og Kvíslaveitur í báðum áföngum,
Blönduvirkjun, Sigöldu og írafoss
í afleysingum og nú Vatnsfell.
Hún segir alla aðstöðu til elda-
mennsku hafa gjörbreyst á þess-
um árum og orðið léttari. „Við fá-
um vörur hingað tvisvar í viku og
sjáum um allan bakstur nema á
brauðum.“
En er matseðillinn skipulagður
langt fram í tímann?
„Nei, það þýðir ekkert og mér
finnst miklu betra að ákveða hann
ekki fyrr en daginn áður. Ég
panta inn og hef allt sem þarf og
síðan eru þetta fisk- og kjötréttir
jöfnum höndum og ýmislegt ann-
að,“ segir Kolbrún og kveðst að-
spurð ekki fá annað en hrós fyrir
matinn og segir starfsmenn ósköp
þægilega. Alls starfa 8 manns í
mötuneytinu og við ræstingar og
eru vaktir frá hálfsex að morgni
til 22 á kvöldin. Fyrr í haust voru
einnig næturvaktir en ekki var
þörf á þeim lengur.
Aðrennslisskurður
á undan áætlun
Vatnsfellsvirkjun á að vera til-
búin 1. febrúar árið 2002 og segir
Jóhann G. Bergþórsson staðar-
stjóri að það sé stysti byggingar-
tími virkjunar hérlendis. Alls
starfa um 140 manns við fram-
kvæmdimar um þcssar mundir en
reiknað er með að þeir verði flest-
ir um 190. Hver hópur vinnur í sex
daga og fær síðan þriggja daga frí
en hluti starfsmanna við jarðvinnu
vann á 12 tíma vöktum sem ekki
eru lengur fyrir hendi.
Fyrsta steypa í stöðvarhúsi fór
fram fyrir viku og gerð aðrennsl-
isskurðar og pípuskurðar em á
undan áætlun. Gröftur stöðvar-
húss er eitthvað á eftir áætlun en
botnrásin er á réttu róli.