Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Verðkönnun Neytendasamtakanna
AKUREYRI
Jólabærinn Akureyri formlega opnaður
Allt að 88%^
verðmunur á
framköllun
ALLT að 88% munur er á hæsta
og lægsta verði við framköllun á 36
mynda filmu samkvæmt verðkönn-
un sem Neytendasamtökin gerðu á
Akureyri og nokkrum nágranna-
byggðum fyrr í þessum mánuði.
Verðkönnun var gerð hjá fimm
fyrirtækjum á Akureyri, Nýja
fUmuhúsinu, Ljósmyndavörum,
Pedromyndum, Ljósmyndabúðinni
Sunnuhlíð og KEA-Nettó, hjá
Ljósmyndastofu Péturs á Húsavík,
versluninni Ues á Dalvík og Sigló-
Myndum á Siglufirði. Könnunin
var gerð 9. nóvember síðastliðinn.
Ekki var lagt mat á gæði framköll-
unar, en fyrirtækin eru með mis-
munandi tæki til framköllunar og
framköllunarpappír.
Hvað framköUun á 36 mynda
filmu varðar kom í ljós að lægsta
verðið er í KEA-Nettó, 1.035 krón-
ur en hæsta verðið var í Ljós-
myndabúðinni Sunnuhlíð, 1.946
krónur. Einnig var ódýrast að
framkalla 24 mynda filmu hjá
Húsnæði í eign Kaup-
félags Þingeyinga
auglýst til sölu
Aðeins
bárust tilboð
í Garðars-
braut 5
FJÓRAR fasteignir Kaupfélags
Þingeyinga, þrjár á Húsavík og ein
í Reykjahlíð, voru auglýstar til sölu
fyrir skömmu og rann tilboðsfrest-
ur út í síðustu viku. Aðeins bárust
tilboð í húsnæðið á Garðarsbraut 5,
bæði í húsnæðið allt og einstaka
hluta þess.
Höfuðstöðvar KÞ eru að Garð-
arsbraut 5 en um er að ræða tæp-
lega 2.700 fermetra skrifstofú- og
verslunarhúsnæði. Gamla slátur-
húsið, rúmlega 1.500 fermetra hús-
næði félagsins á hafnarsvæðinu á
Húsavík var einnig auglýst til sölu,
svo og þriggja herbergja íbúð á
Garðarsbraut 15. Þá var rúmlega
200 fermetra verslunarhúsnæði KÞ
í Reykjahlíð auglýst til sölu en þar
rekur KEA matvöruverslun í dag.
Nettó, 850 krónur, en dýrast í
Pedromyndum, 1.450 krónur og er
munurinn rúm 70%. Munur á
hæsta og lægsta verði þegar um er
að ræða framköllun á APS-filmum
var frá 25-33% og þá var 25%
verðmunur á eftirtökum.
KEA-Nettó er með mótttöku á
filmum tfl framköllunar, um sjálfs-
afgreiðslu er að ræða, viðskiptavin-
urinn setur fflmu í poka og merkir
sér og setur síðan í kassa. Mynd-
imar má svo sækja næsta dag, en
hjá öllum öðrum var hægt að fá
framköllun samdægurs.
Mismunandi ívilnanir
Þá er tekið fram að ívilnanir
vegna framköllunar eru nokkuð
mismunandi hjá fyrirtækjunum.
Þannig eru Pedromyndir með kort
sem veitir 25% afslátt við þriðju
komu með filmu til framköllunar,
aukasett við fjórðu komu og svo
framvegis og þá geta tryggir við-
skiptavinir fengið gullkort eftir
eins árs viðskipti sem veitir enn
meiri afslátt. Ónnur fyrirtæki í
könnuninni láta filmu fylgja við
framköllun og að auki fylgir yfir-
litsmynd hjá Ljósmyndabúðinni
Sunnuhlíð. Sigló-Myndir er eina
fyrirtækið sem hvorki eru með af-
sláttarkort né ókeypis filmu við
framköllun.
Galleríið
í sveitinni
opnað
EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið.
AÐ TEIGI í í Eyjafjarðarsveit
var opnað um liðna helgi hand-
verkshús sem kallað er Galleríið
í sveitinni. Þar eru á boðstólum
margskonar handunnir listmun-
ir úr postulíni, málmi og tré,
einnig ýmiss konar skreytingar,
prjónavörur og allra handa
handverk.
Ragnheiður Ólafsdóttir frá
fyrirtækinu Steinum og málmum
á Þingeyri sýnir í Galleríinu í
sveitinni nú fyrst um sinn, en það
er opið daglega frá kl. 13 til 18
fram til jóla.
Morgunblaðið/Benjamín
Ragnheiður Ólafsdóttir frá Þingeyri og Þorgerður Jónsdóttir
Teigi í Eyjafjarðarsveit í nýja handverkshúsinu.
Morgunblaðið/Kristján
Sannkölluð jólastemmning ríkti í miðbænum er jólabærinn Akureyri var formlega opnaður sl. laugardag.
Jólasveinar komnir til byggða
JÓLABÆRINN Akureyri var
formlega opnaður með viðhöfti
sl. laugardag, að viðstöddu miklu
Ijölmenni á öllum aldri. Opnun-
arhátiðin fór fram í kirkjutröpp-
unum við Akureyrarkirkju og á
Ráðhústorgi.
Eftirvæntingin skein úr augum
yngsta fólksins og þá ekki síst
eftir að það fréttist að þrír af
jólasveinunum, þeir Kjötkrókur,
Hurðaskellir og Kertasníkir
höfðu fengið leyfi foreldra sinna,
Grýlu og Leppalúða, til þess að
bregða sér heldur fyrr til byggða
en venja er. Þessir þrír heiðurs-
menn mættu í miðbænum, tóku
lagið fyrir börnin og með börn-
unum og gengu svo fylktu liði frá
kirkjutröppunum og norður á
Ráðhústorg.
Börn úr grunnskólum Akur-
eyrar söfnuðust saman í kirkju-
tröppurnar og sungu þar jólalög
undir stjóm Snorra Guðvarðs-
sonar kennara og tónlistarmanns
og Ingibjargar Stefánsdóttur
leikkonu. Sr. Svavar A. Jónsson
sóknarprestur flutti hugvekju og
að því loknu var kveikt á .jólatré
allra barna“ við Akureyrarkirlgu
og á jólaljósum í kirkjutröppun-
um. Jólatréð og ljósin era gjöf
KEA til bæjarbúa.
Jólasveinarnir leiddu blysför
út á Ráðhústorg, þar sem
einnig var dagskrá. Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri flutti
ávarp og Kór Menntaskólans á
Akureyri söng. Næstu helgar,
alveg fram til jóla, verður boðið
upp á skemmtilega og fjöl-
breytta dagskrá í Jólabænum í
miðbæ Akureyrar. En það eru
ekki bara rekstraraðilar í mið-
bænum sem komnir eru í jóla-
skap, því bæjarbúar hafa fjöl-
margir einnig sett upp jólaljós í
gluggum sínum og görðum og
fjölgar skreytingum dag frá
degi.
Aflaverð-
mætið 110
milljónir
BALDVIN Þorsteinsson EA, frysti-
togari Samherja, kom til Akureyrar
á sunnudag eftir 30 daga veiðiferð á
íslandsmiðum. Aflinn var rúm 600
tonn upp úr sjó og aflaverðmætið
110 milljónir króna. Uppistaða afl-
ans er þorskur, eða um 400 tonn en
einnig er karfi og grálúða í afla
skipsins.
Baldvin Þorsteinsson EA kom
víða við í þessari veiðiferð en var þó
aðallega á Strandagrunni, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins. Einnig var togarinn við veiðar á
Halamiðum, Skerjadýpi og á Torg-
inu, þar sem vel gekk að veiða karfa
og grálúðu. Togarinn heldur til
veiða á morgun, miðvikudag.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Verslunarrekstri KEA breytt í hlutafélag um áramðt
Sekur um víta-
verðan akstur
TVITUGUR karlmaður hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur í tveggja mánaða
fangelsi, en fullnustu refsingar
frestað og hún felld niður haldi
hann alménnt skilorð í tvö ár sem
og að sæta sviptingu ökuréttar í 6
mánuði. Hann var ákærður fyrir
umferðar- og hegningalagabrot fyrr
á árinu fyrir að hafa ekið frá Húsa-
vík og að bænum Laxamýri síðdegis
á jóladag í fyrra á sumardekkjum
að aftan, án nægflegrar aðgæslu og
of hratt miðað við aðstæður og við
það misst stjóm á bifreiðinni í krapi
sem var á veginum þannig að hún
fór afturábak yfir á rangan vegar-
helming í veg fyrir jeppa sem ekið
var úr gagnstæðri átt. Við árekstur
sem þá varð slasaðist ung stúlka,
farþegi í bíl mannsins.
Samkvæmt framburði vitna voru
aðstæður til aksturs á þessum slóð-
um erfiðar, akbrautin hál og á henni
krapalag. Sannað þótti með vísan tfl
ástands vegar og ökutækis manns-
ins að hann hafi ekið bifreiðinni með
það miklum hraða að hann hafi ekki
haft á henni fullt vald. Gerðist hann
þannig sekur um vítaverðan akstur
að því er fram kemur í dómi Hér-
aðsdóms Norðurlands eystra.
Matvöruverslanir KEA
í 10 sveitarfélögum
STEFNT er að því að breyta versl-
unarrekstri Kaupfélags Eyfirðinga í
hlutafélag um næstu áramót. Félag-
ið rekrn- nú matvöruverslanir í 10
sveitarfélögum, Siglufirði, Olafs-
firði, Dalvík, Hrísey, Grímsey,
Akureyri, Húsavík, Mývatnssveit,
Kópavogi og Reykjavík og í næsta
mánuði verður opnuð önnur mat-
vöruverslun KEA í Kópavogi,
svokölluð Strax-verslun í leiguhús-
næði í Hæðarsmára 6.
Sigmundur Ófeigsson fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA
sagði að félagið muni reka þrjár teg-
undir verslana í framtíðinni. Nettó-
verslanir eru bæði á Akureyri og í
Reykjavík, rekstur Hrísalunds á
Akureyri og Þingeyjar á Húsavík
verður með sama sniði og þá mun
félagið reka Strax-verslanir í Kópa-
vogi, í Sunnuhlíð og á Byggðavegi á
Akureyri, í Matbæ á Húsavík, á
Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Sig-
mundur sagði að reksturinn í Gríms-
ey, Hrísey og Reykjahlíð yrði svip-
aður og í Strax-verslununum en hins
vegar væri markaðurinn á þessum
stöðum mun minni en annars staðar
og þyrfti að taka mið af því.
Nettó-verslanir KEA eru lág-
vöruverðsverslanir með þokkalegt
vöruúrval, eins og Sigmundur orð-
aði það, Strax-verslanirnar eru með
langan afgreiðslutíma, takmarkað
vöruval en stórt hlutfall ferskvöru.
Verslun eins og Hrísalundur býður
upp á fjölbreyttara vöruval og þá er
meira lagt upp úr kjötborði. Einnig
rekur KEA kostverslun fyrir skip
innan verslunarsviðsins.
„Við erum ekki komnir með nafn
á hlutafélagið og ekki heldur á þess-
ar verslanir eins og Hrísalund og
Þingey. En við horfum einnig tfl
þess að Samland, birgðastöð versl-
unarsviðs KEA, taki einhverjum
breytingum," sagði Sigmundur.