Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 22
MÓRGUNBLAÐÍÐ
22 ÞRIÐjubÁGUR 23. NÖVEMBER Í999
VIÐSKIPTI
Flugleiðir lækka umboðslaun til ferðaskrifstofa úr 9% í 7%
Samvinnuferðir íliuga að
setja upp áætlunarflug
FLUGLEIÐIR hafa tilkynnt um
lækkun á umboðslaunum til ferða-
þjónustuaðila, úr 9% í 7% sem jafn-
gildir um 22% lækkun. Breytingin
tekur gildi 1. febrúar á næsta ári.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
segir þessar vinnuaðferðir með
ólíkindum og að til greina komi að
Samvinnuferðir-Landsýn setji upp
eigið áætlunarflug.
„Það er óhugsandi að vinna í
þessu rekstrarumhverfí og geta
jafnvel átt von á einhliða tilkynn-
ingu um enn frekari lækkun um-
boðslauna. Þannig gætu Flugleiðir
á stuttum tíma rutt allri samkeppni
burt. Þessar aðgerðir þeirra bitna
ekki jafnt á öllum ferðaskrifstofum
þar sem sumar eru í eigu Flugleiða.
Lækkun á umboðslaunum færist á
milli íyrirtækja og tekjur Flugleiða
munu ekki minnka á heildina litið. I
ljósi þessa munu Samvinnuferðir-
Landsýn kanna ítarlega alla mögu-
leika á að bregðast við þessum nýju
aðstæðum og kemur þar m.a. til
greina að stórauka framboð eigin
flugsæta til og frá landinu og þann-
ig skapa grundvöll fyrir auknu
áætlunarflugi. Það er lífsnauðsyn-
legt að samkeppni ríki í flugi og
Samvinnuferðir-Landsýn munu
ekki láta skáka sér út af markaðn-
um með þessum hætti,“ segir
Helgi.
„Þessi einhliða ákvörðun Flug-
leiða er m.a. réttlætt með því að
þetta sé að gerast annars staðar í
Evrópu," segir Helgi. „Þetta er
bara ekki alls kostar rétt því aðeins
örfá flugfélög hafa tilkynnt lækkun
umboðslauna. Þar íyrir utan er sá
reginmunur á að ferðaskrifstofur í
Evrópu hafa fleiri valkosti í að selja
farseðla fyrir hin ýmsu flugfélög.
Benda má á þessu til stuðnings að
þegar SAS tilkynnti lækkun um-
boðslauna á Norðurlöndum, brugð-
ust ferðaskrifstofur við með því að
hætta að selja farseðla SAS. Ekki
leið á löngu þar til SAS sá sig um
hönd og hækkaði umboðslaunin aft-
ur. Það er einmitt þessi valkostur
sem ekki er fyrir hendi hér á
Islandi því að Flugleiðir hafa í
skjóli einokunar náð að byggja ein-
ir upp áætlunarflug til og frá land-
inu,“ segir Helgi Jóhannsson.
í samræmi við þróun
um allan heim
Einar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri stefnumótunar- og stjómun-
arsviðs Flugleiða, segir lækkunina í
samræmi við þróun um allan heim
og hluta af stærri endurskipulagn-
ingu hjá félaginu. „Flugleiðir eru
að freista þess að lækka kostnað við
sölu og dreifingu á þjónustu sinni,
en hann er hátt í 20% af heildar-
kostnaði. Almennt eru raungjöld
flugfélaga á niðurleið með aukinni
samkeppni. Við höfum verið seinni
til í að lækka umboðslaun hér- en
víða í kringum okkur og gengið
skemur í lækkununum."
Einar segir lækkun á raun-
tekjum á framleidda einingu hjá
flugfélögum síðasta áratuginn um
30%. „Flugleiðir hafa mætt slíkri
lækkun með kostnaðarlækkunum,
hingað til með því að taka í notkun
nýjar flugvélar, innleiða nýja tækni
og stækka félagið mjög ört. Með
þeim hætti höfum við getað fylgt
þessari þróun. Lækkun á umboðs-
launum nú er hluti af kostnaðar-
lækkunum hjá félaginu," segir Ein-
ar.
Aðspurður segir Einar það ekki
ákveðið hvort söluskrifstofur Flug-
leiða taki upp þjónustugjöld í kjölf-
ar umboðslaunalækkunarinnar.
Aftur á móti sé nú strangt aðhald í
rekstri söluskrifstofa Flugleiða og
tilraunir til að auka afköst og
spamað á öllum sviðum standi yfir.
Úrval-Útsýn eykur þjónustu og
tekur upp þjónustugjöld
Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Is-
lands sem rekur Urval-Utsýn og
Plúsferðir, segir áhrifin af væntan-
legri lækkun umboðslauna til
ferðaþjónustuaðila ekki hafa verið
metin hjá ferðaskrifstofunni enn
sem komið er. „Það gefur þó auga-
leið að þóknun okkar lækkar um-
talsvert eða um rúm 20%.“
Ferðaskrifstofa Islands á mikil
HADEGISVERÐARFUNDUR
á Hótel Sögu, Arsal
Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 12:00-13:30
Nýr heimur endurmenntunar:
Menntim á Netinu,
þjálfunar- og þekkingarstjórnun
(A new World for Corporate Learning: On Line for
Education, Training and Knowledge Management)
Ræðumaður: Janne A. Lundbladh
frá Comvision í Svíþjóð.
Jan A. Lundhladh hefur starfað að almannatengslamálum frá 1981.
Hann var í tíu ár framkvæmdastjóri hjá Burson-Marstellcr, einu stærsta
almannatengslafyrirtæki heims. Þar sérhæfði hann sig í samskipta-
kerfum, allt frá fjölmiðlaþjálfun til samskipta vegna áhættustjórnunar.
Lundbladh starfaði einnig við almannatcngsl hjá Flugleiðum á árunum
1985-1995. Iíann var einn stofnenda Knowledge Navigators Europe
órið 1998.
Þá stofnaði Lundbladh einnig samskiptafyrirtœkið Comvision sem cr
leiðandi fyrirta:ki á sviði markaðssetningar og almannatengsla í Svíþjóð.
Jan A. Lundhladh er BA frá háskólunum í Lundi og Gautaborg.
Fundarstjóri: Skúli Mogensen, forstjóri OZ
Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.000,-
Fundurinn er opinn en œskilegt er að tilkynna þátttöku
fyrirfram í súna 510 7100, með tölvupósti á
mottaka@chamber.is eða bréfsíma í 568 6564.
ISLENSK-SÆNSKA
VERSLUNARRÁÐIÐ
—
viðskipti við flugfélögin SAS, KLM
og British Airways. Sum þessi félög
hafa í hyggju að breyta umboðs-
launum eða hafa nú þegar breytt
þeim. Hörður segir þróunina í
þessa átt víða um heim og banda-
rísk flugfélög hafa gengið einna
lengst. „I stað umboðslauna hafa
ferðaþjónustuaðilar tekið upp önn-
ur gjöld. Ég geri ráð íyrir að við
munum mæta væntanlegum tekju-
missi með því að taka upp þjónustu-
gjöld.
Við munum ekki minnka þjón-
ustu til viðskiptavina, heldur auka
hana, sérstaklega í sambandi við
viðskiptaferðir og þjónustu við
stjórnsýsluna," segir Hörður.
Fjármálafyrirtæki og 2000-vandinn
Ekki búist við
teljandi
HAGSMUNASAMTÖK á íslensk-
um fjármagnsmarkaði og einstök
íyrirtæki og stoínanir hafa ákveðið
að hafa sama háttinn á hér á landi
og í fjölmörgum nágrannaríkjum
Islands þar sem ákveðið hefur verið
að veita takmarkaða banka- og
kauphallarþjónustu um næstkom-
andi áramót. Þetta er gert í varúð-
arskyni en ekki vegna þess að talin
sé hætta á ferðum vegna áhrifa ár-
talsins 2000 á tölvukerfi.
Afgreiðslustaðir banka, sparis-
jóða og annarra lánastofnana (þar
með talinna eignarleigufyrirtækja),
verðbréfafyrirtækja og Seðlabanka
Islands verða lokaðir 31. desember
1999 og 3. janúar 2000. Þá verður
viðskiptakerfi Verðbréfaþings Is-
lands lokað báða þessa daga.
í tilkynningu frá hagsmunasam-
tökum á fjármagnsmarkaði kemur
fram að með lokuninni 31. desember
1999 gefist kostur á að ljúka upp-
gjöri viðskipta fyrir áramót, taka
nauðsynleg afrit og grípa til að-
gerða ef eitthvað óvænt kemur upp í
löndum á austurhveli jarðar þar
sem áramótin ganga í garð nokkru
fyrr en hér á landi. Afgreiðslustaðir
banka og sparisjóða hafa um árabil
verið lokaðir fyrsta virkan dag í
nýju ári og sú hefð skapar aukið
svigrúm tO aðgerða um næstu ára-
mót áður en afgreiðslustaðir verða
opnaðir á ný ef eitthvað óvænt kem-
ur upp í tölvukerfum sem bregðast
þarfvið.
Þrátt fyrir lokun afgreiðslustaða
mun rafræna greiðslumiðlunarkerf-
ið starfa eins og vanalega, en ítar-
legar prófanir hafa verið gerðar á
áföllum
kerfinu og í tilkynningu hagsmuna-
samtakanna segir að ekkert bendi
til annars en að greiðslumiðlunin
muni ganga snurðulaust fyrir sig
um áramótin. Þannig munu almenn-
ingur og fyrirtæki hafa aðgang að
hraðbönkum, heimabönkum, fyrir-
tækjalínum og öðrum tölvutengdum
sjálfsafgreiðslukerfum, auk þess
sem unnt verður að nota debetkort
og kreditkort með óbreyttum hætti.
Fjármálaeftirlitið telur undirbún-
ing vel á veg kominn
Eitt af verkefnum Fjármálaeftir-
litsins er að fylgjast með aðgerðum
og viðbúnaði fjármálafyrirtækja
vegna 2000-vandans og hefur eftir-
litið því hvatt fjármálafyrirtæki til
að grípa til viðeigandi ráðstafana. I
tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu
segir að undirbúningur íslenskra
fjármálafyrirtækja vegna 2000-
vandans sé vel á veg kominn að mati
eftirlitsins, og það telji að ekki sé
ástæða tU að ætla að teljandi áföll
verði í þjónustu fjármálafyrirtækja
um næstu áramót. Þó sé ekld úti-
lokað að tímabundnir hnökrar verði
á starfsemi einstakra aðUa.
Tæplega 180 aðilar heyra undir
eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Þeirra á
meðal eru lánastofnanir, verðbréfa-
fyrirtæki, vátryggingafélög og líf-
eyrissjóðir. Athuganir Fjármálaeft-
irlitsins benda tU þess að breytingar
og prófanir á búnaði séu á lokastigi
og að þeim verði lokið tímanlega
fyrir áramót. Flest mikUvæg kerfi
séu þegar tUbúin og margh- séu enn
að móta eða ganga frá viðlagaáætl-
unum.
Ulstein biónusta
HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
= HÉÐINN E
Stórás 6 »210 Garöabæ
sími 569 2100 • fax 569 2101
#
50 ára af-
mælisráð-
stefna Rík-
iskaupa
RÍKISKAUP standa fyrir hátíðar-
ráðstefnu á Grand hóteli í Reykja-
vík í dag í tilefni af 50 ára aftnæli
stofnunarinnar. „Lykilþættir sem
þessi ráðstefna snýst um öðru frem-
ur eru spamaður - öryggi - árang-
ur,“ segir Óskar Borg, markað-
sstjóri Ríkiskaupa, í samtali við
Morgunblaðið.
Ráðstefnuna setur Geir H.
Haarde fjármálaráðherra. A ráð-
stefnunni munu ýmsir fyrirlesarar
tala, og verðui' m.a. fjallað um út-
boðsþjónustu í þróun. „Það er fyrir-
liggjandi að útboðsþjónusta í opin-
berum rekstri er í mikilli þróun. Þar
er byrjað að fylgja stefnumarkandi
reglum sem bæði hafa verið settar
af ríkisstjórninni og EES-samning-
num. Þar er því að komast á mun
meiri agi í opinberum innkaupum,"
segir Oskar. Hann segir að á ráð-
stefnunni verði skoðuð staðan bæði
hjá ríkinu og sveitarfélögum.
Einnig verður á ráðstefnunni
fjallað um ýmsar nýjungar í opin-
berum innkaupum, þ.á m. umhverf-
isvæn ipnkaup og innkaupakort rík-
isins. Úttekt ríkisendurskoðunar á
rammasamningum og útboðsþjón-
ustu Ríkiskaupa, rammasamningar
- staða og framtíð, og rafræn við-
skipti í opinberum innkaupum -
markmið og horfur eru einnig til
umfjöllunar á ráðstefnunni.
„Hvað rafræn viðskipti varðar er
jafnvel að fara í gang verkefni til
pnifu á næsta ári, sem mun ganga
út á raunveruleg rafræn viðskipti.
Þá er ekki aðeins útbúinn tölvu-
póstur til að senda pöntun, heldur
eni allar fjárhags- og bókunar-
færslur pöntunar afgreiddar raf-
rænt, allt nema að prenta út reikn-
inginn," segii- Óskar.
Ráðstefnan er einkum ætluð for-
stöðumönnum ríkisstofnana og
sveitarfélagá, og fólki sem annast
innkaup fyrir þessa aðila.
---♦ ♦♦-------
Skýrr selur
ÍE 15% í
Gagnalind
SKÝRR hf. hefur selt öll hlutabréf
sín, eða 15,09% hlut, í hugbúnaðar-
fyrirtækinu Gagnalind, að því er
fram kemur í tilkynningu til Verð-
bréfaþings íslands. Kaupandi er
Islensk erfðagreining.
Hreinn Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri Skýrr hf., segir verð
trúnaðarmál en viðskiptin hafi átt
sér nokkurn aðdraganda. „Við töld-
um þetta rétta tímann til að selja,“
sagði Hreinn.
------♦-♦-♦-----
Milljarðatap
Nissan
NISSAN bílafyrirtækið hefur
skýrt frá 4,95 milljarða dollara tapi
á fyrri hluta reikningsársins og
spáir 5 milljarða dollara tapi á
reikningsárinu í heild.
Hins vegar sagði aðalrekstrar-
stjóri Nissan, Carlos Ghosn, sem
fyrirtækið fékk frá Renault, að
reikningsárinu mundi ljúka með
góðum árangri í marz, þar sem end-
urskipulagningu yrði flýtt.
Renault greiddi 5,4 milljarða
dollara fyrir 38,6% hlut í Nissan í
marz og hefur hafizt handa um rót-
tæka endurskipulagningu, sem hef-
ur leitt til þess að fimm verksmiðj-
um hefur verið lokað og 21.000
starfsmönnum sagt upp.
Nissan sagði að tap fyrirtækisins
stafaði aðallega af kostnaði við end-
urskipulagninguna. Fyrirtækið
hyggst koma slétt út í marz 2001.